Tíminn - 05.02.1959, Síða 6

Tíminn - 05.02.1959, Síða 6
6 L Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargðtu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn> Auglýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 1394« Stjórnarblöðin og verðlækkanir ÞEG-AR Framsóknarflokk urinn lagði það til í fyrrv. ríkisstjórn, að vísitalan yrði bundinn í 185 stigum, m.a. meo nokkurri niður- færslu hennar, var honum það vel ljóst, að því fylgdi í bili nokkur kjaraskerðing miðað við, að launþegar fengju fullar vísitöluuppbæt- ur. Hins vegar myndi það verða þannig, þegar frá liði, að launþegar töpuðu meira á vísitö).ukapphlaupinu en sem svaraði umræddri skerðingu vísitölunnar. Þegar allt kæmi til alls, væri því vísitölubind ing til hagsbóta launþegum, enda væri með bindingu hennar í 185 stigum hægt að tryggja sama kaupmátt launa og var í febrúar eða október siðastl. ár. Núverandi ríkisstjórn hef ur farið inn á þá braut að reyna að festa vísitöluna í 175 stigum. í bili mun þetta reynast meiri kjaraskerðing en binding hennar í 185 stig um, þrátt fyrir þær verðlækk anir, sem eru taldar koma á móti þessum 10 stiga mun. Þrátt fyi'ir það gildir hiö sama um festingu vísitölunn ar i 175 stigum og í 185 stig- um, aö þegar frá líður, mun þetta reynast launþegum heppilegra en áframhald- andi kapphlaup vísitölunnar. EIGI þær ráðstafanir, sem nú er verið að gera í sambandi við vísitöluna að ná tilætluðum árangri, skipt ir það miklu máli, að menn fái strax réttar upplýsingar um eöli þeirra. Alltof marg- ar efnahagsráðstafanir hafa einmitt misheppnazt vegna þess, að mönnum hefur verið sagt rangt til um þær. Það hefur verið sagt, að þeim fylgdi engin skeröing; menn hafa svo fyllzt vonbrigðum, er þeir reyndu annað, og það skapað jarðveg fyrir áróður kauphækkunarpostulanna. Því miður virðist eitthvað svipað þessu ætla að gerast nú. í stjórnarblöðunum, — Morgunblaðinu og Alþýðubl. — er nú reynt að gera sem mest úr þeim verðlækkunum, sem fylgja vísitölulækkun- inni, og er þannig reynt að gefa í skyn, að henni fylgi ekki nein kjaraskerðing í. bili. í Mbl. er jafnvel reynt að gefa í skyn, að 5% lækk- un álagningar sé sama og 5% lækkun á vöruverði, enda þótt hún i mjög mörg- um tilfellum lækki vöruverð minna en um 1%. Alþýðu- blaðið gengur jafnvel lengra og útmálar jafnvel lækkun húsaleigu, er í flestum til- fellum mun reynast óraun- hæf. TÍMINN varar við þess- um áróðri stjórnarblaðanna. Hér er bezt að segja sann- leikann. Annars kunna síð- ar að skapast vonbrigði, er geta ýtt undir kaupkröfur og verkföll. Þessum ráðstöfun- um fylgir óneitanlega nokk- ur kjaraskerðing í bili. Samt eru þessar ráðstafanir óhjá kvæmilegar vegna þeirra kauphækkana, sem knúðar voru fram á síðastl. sumri. Annars hefðu þær leitt til nýs kapphlaups, er hefði stöðvað atvinnuvegina. Það er betra að "færa nokkrar fórnir i bili, en að eiga yfir höfði sér enn meiri kjara- skerðingu síðar af völdum atviniiustöðvunar og verð- bólgu. Fyrirspurn svarað ALÞÝÐUPÍ-GKKURINN spyrst nýlega fyrir um það, hvernig Framsóknarflokkur- inn hafi viljað haga af- greiðslu efnahagsmálanna ■að þessu sinni. Þessu er auð velt aö svara, þvi að varð- andi þetta atriði, lagði flokk urinn fram ákveðnar tillög- ur í fráfarandi ríkisstjórn. Þessar tillögur voru í megin atriðum þær, að reynt yrði að festa vísitöluna í 185 stig um, bæði með beinni lækk- un hennar og takmörkuðum niöurgreiðslum. Jafnframt væri svo svo lagt höfuðkapp á það, að rekstur ríkissjóðs og Útflutningssjóðs yrði hallalaus, enda er það frum skilyrði þess að verðbólgan verði stöðvuð. Núverandi ríkisstjórn hef ur tekið upp einn þátt þess- ara tillagna, niðurfærslu vísi tölunnar um vissan stiga- fjölda, Enn hefur hún hins vegar ekki tekið upp þann þátt tillagnanna, að stefna að hallalausum rekstri ríkis sjóðs og Útflutningssjóðs. — Þvert á móti virðist nú stefnt þar að stórfelldum halla- rekstri. Um þetta er þó enn ekki fullkomlega vitað, því að stjórnin hefur enn ekki lagt fram ákveðnar tillög- ur um það atriði. Meðan ó- víst er um þetta meginat- riði, taldi Framsóknarflokk- urinn sér ekki fært að greiða atkvæði með vísitölulögun- um, því að með því hefði hann tekið ábyrgð á stjórnar stefnunni. Hins vegar vildi hann ekki bregða fæti fyrir vísitölulækkunina, þar sem hann taldi hana stefna í rétta átt, og sat því hjá við atkvæðagreiðsluna. Það fer hins vegar alveg eftir því, hvort tryggöur verður halla- laus rekstur rikissjóðs og Út flutningssjóðs, hvort vísitölu lækkunin ber tilætlaðan ár- angur eða ekki. Þess vegna leggur Fram- sóknarfiokkurinn slíka höf- uð áherzlu á það, að rekstur þessara sjóða verði hallalaus. Þetta sama gerði líka Al- þýðufl. áður en hann bjóst við kosningum á þessu ári, eins og flokksþingsályktun- T í M I N N, fimmtudaghui 5. febrúar 1959. ERLENT YFIRLIT: Hylli Macmillans minnkandi Reynir hann aíi vinna upp fylgistapití meí feríalagi til Moskvu? ÞAÐ ÞYKIR nú orðið ó- sennilegt, að þingkosningar fari fram í Bretlandi á vori komandi, eins og yfirleitt hafði verið spáð um skcið. Kjörtímabilinu lýkur að vísu ekki fyrr en vörið 1960, en það er venja ríkisstjórna í Bretlandi að i'júfa þingið og efna til kosninga nokkru áður en kjör- tímabilinu lýkur, ef þær telja flokk sinn sigurvænlegan í kosn- ingunx. Framan af vetri þóttu kosningahoi'fur ihaldsflokksins mjög sæmilegar og var því búizt við, að Macmillan myndi efna til kosninga þá og þegar. í öllum skoðanakönnunum, er þá fóru fram, bar íhaldsflokkurinn slgur úr býtum, eða öfugt við það, sem verið hafði fyrir ári síðan, Yfir- leitt var þessi breyting skýrð með því, að Macmillan hefði unnið sér aukið traust almennings, þótt erf- itt væri að sjá rökréttar forsend- ur fyrir því. Ein skýringin er ef til vill sú, að Macmillan hefir getað leikið nokkuð á þjóðernis- tilfinningar ýmissa, því að hann hefir verið.að revna að láta Bret- land haga sér eios og heimsveldi á 19. öld, en aðallega hefir það þó bitnað á smælingjum eins og Kýpurbúum, Möltubúum og ís- lendingum. Hitt virðist brezkur almenningur hafa síður komið auga á, að undir forustu Macmill- ans fer áliti Breta mjög hrakandi út á við, einkum þó í Asíu og Al'riku. í stjórnartíð Attlees benti margt til þess, að Bretar myndu geta orðið áhrifamiklir áfram með því að takast á hendur eins konar andlega og siðferðilega forustu eftir að þeir misstu aðstöðuna sem heimsveldi, er byggðist á vopnavaldi og yfirgangi, líkt og var á 19. öld. Þessar vonir dofn- uðu nokkuð eftir að þeir Chure- hill og Eden tóku við, og hrundu svo alveg til grunna, er Bretar og Frakkar gerðu ái-ásina á Egvptaland haustið 1956. Siðan hafa Bretar stöðugt verið að tapa áliti á alþjóðlegum vettvangi, einkum þó meðal þjóða Asíu og Afríku. Macmillan AUKAKÖSNING, sem fram fór 29. f.m. í. einu - kjördærni, Southend West, er talin hafa ýtt undir þessa ákvörðun Macmillans. Þetta kjördæmi hefir lengi verið öruggt vígi íhaldsfiokksins. í sein ustu reglulegum kosningum fékk flokkurinn þar 18.480 atkv. meiri hluta. Nú varð meirihluti hans ekki nema 8.179 atkv. Að vísu var þátttakan minni nú en þá. Hlutur íhaldsflokksins af greidd- um atkvæðum féll hins vegar úr 66,2% í 55,6%. Úrslitin urðu því \ erulegur ósigur fyrir íhalds- flokkinn. Úrslitin urðu hins vegar ekki r.eitt fagnaðarefni fyrir Verka- mannaflökkinn. Frambjóðandi hans fékk færri atkvæði en fram- bjóðandi Frjálslynda flokksins, en í seinustu þingkosningum hafði þelta verið öfugt. Að vísu hélt Verkamannaílckkurinn svipuðu hlutfalli nú og þá. Atkvæðin, sem Ihaldsflokkurinn tapaði, virðast öll hafa lent hjá Frjálslynda fíokknum. Þessi niðurstaða þykir bcnda til, að Fx-jálslyndi flokkurinn muni verulega auka fvlgi sitt í næstú kosningum. í því getur falizt m.esta hættan fvrir íhaldsflokkinn, því að Frjálslyndi flokkurir. . virð- ist einkum taka fylgisaukningu sína frá honum. Verkamannaflokk urinn virðist betur halda s u, en standa hins vegar í stað. Fyrir í- baldsflokkinn er þetta erm alvar- legra vegna þess, að Frjálslyndi flokkurinn hefir til þessa aðallega ákveðið framboð i þeim kjönlæm- um, þar sem íhaklsmenn geta átt á hættu að rnissa þingsæti Ýmsar ástæður virftast hjálpa til þess, að Frjálslyndi flókkurinn á nú vaxandi fylgi að fagna. Margir efnilegir ungir .nenn skipa sér nú undir merki hans, svo að hann á kost álitlegrá frani- bjóðenda. Hann virðist óhræddur við að hreyfa ýmsum nýjum hug- mynduin og gagnrýnir óhikað á báða bóga. Hin nýi forir.gi hans, Jo Grimmond, er talinn eixma geðþekkastur . og glæsilegastur yngrt stjórnmálanfanna í Bret- iandi. Má í þessu sambaridi geta þess, að á flokksþingi Frjáls- lynda flokksins siðast liðið haust, gagni’ýndi harm harðlega vald- beiti.ngu brezku stjórnarinaar á íslandsmiðum. ÝMSAR getgátur eru nú.uppi um það, hvað Macmillan taki til bragðs til að bæta aðstöðu sína ?.ð nýju. Vafalaust þvkir, að fjái'- lögin, er verða iögð fram I apríl, verði kosningafiárlög. Þá eegja ensku blöðin frá þvj, að Macmill- an íhugi nú að fara til Moskvu til þess að vek.ia athvgli á sér og látast vera málamiðlari milli aust- urs og vest urs. Þetta gæti vel verið áróðiirsbragð, sem kæmi jafnaðarmönnum illa, bví að þeir hafá deilt á síjómina fvrir að reyna ekki málamiðlun í deilumái um Evrópu. Hingað til er þessi ráðagerð um Moskvuför Macmill- ans talin hafa strandað á því, að Rússar hafi enn ekki viljað gefa honum fyrii'heit um einhvern ár- !sngur af ferðinni, en Macmillan vill helzt ekki koma alveg tóm- hentur til baka. Þ.Þ. SKOÐANAkajinanlr, sem hafa farið fram alveg nýlega í Bret- landi, virðast benda til þess, að dýrðarkárónan. sem mjsnn h,afa séð á höfði Macmillans, sé heldur að missa ljóma sinn. í seinustu skoðanakönnun ,,The News' Cron- icle“, sem talin er áreiðanleg- asta skoðanakönnunin í Bretlandi, hefir Verkamannaflokkurinn farið fram úr íhaldsflokknum í fyrsta sinn um alilangt skeið. í skoðana- könnun, sem fram fór á vegum „Daily Express" um líkt leyti voru flokkarnir hins vegar hér um bil jafnir, en í næstu skoðana könnun blaðsins á undan hafði íhaldsflokkiu'inn ríflegan meiri- hluta. Skoðanakannanir þessar eru yf- irleitt taldar gefa rétta mynd af breyttu viðhorfi alm.ennings. Eink xun er talið, að íhaldsflokkurinn hafi misst fylgi vegna þess að und- anförnu, að ekki hefir dregið úr atvinnuleysinu, heldur hefir það þvert á mpti aukizt í.sumum lands hlutunx. Úr þessu hyggst ríkis- stjórnin nú að bæta með því að draga heldur úr hömlum á fjár- festingu. Það er hins vegar talið vafasamt, að þær ráðstafanir komi, að fullu gagni. Það þykir nú nokkurn veginn víst, að vegna þessa breytta við- horfs almennings, muni Macmill- an hætta við kosningar í vor og muni a.m.k. draga þær til hausls- ins. Tímann þangað til m\uni hann nota til að revna að bæta aðstöðu flokks síns að nýju. in hans ber merki um, en þar er svo langt gengið, aö lagt er til að hækka yfirfærslu- gjölcl til að komast hjá halla hjá Útflutningssjóði. Menntamálanefnd flytur ýtariegan frumvarpsbálk um kirkjugarSa Fram hefir verið lagður á Alþingi mikill frumvarpsbálk ur um kirkjugarða. Er frum- varpið ílutt af mentitamála- nefnd samkvæmt beiðni dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins. Greinargerð frv. er svo hljóð- andi: Gildandi lög unx kirkjugarða eru frá 1932 með áorðnum breytingum og eru því nær 25 ára gömul. Á þessurn aldarfjórðungi hafa orðið ailverúlegar breytingar á skiptilagi kirkjugarða, bæði hjá nágranna- þjóðunx vorum og víðar. Hér á la.ndi er skipulagi og hirðingu kirkjugarðanna mjög ábótavant, og hefir svo lengi verið, Nú vii'ð- ist vera að vakna nokkur áhugi nnanna víðsvegar á því, að sýna kirkjtigörðunurn meiri ræktarsenii en áður, girða þá sóntasamlega, skipuleggja grafstæði og gang- brautir og prýða þá þeim gróðri. er bezt hentar. Þetta hafa nágranna- þjóðir*vorar gert. þegar rrieð þeim árangri. að kirkjugarðnrnir í mörg um bæjum og þorpum eru orðnir þar fegurslu reitirnir, sem unun er að ganga um og skoða. Þær brcytingar á gildandi lög- um um kirkjugarða, sem hér er farið fram á, ntiða einkum að því, að kirkjugörðum landsins verði hér eftir meiri eómi sýndur en hingað til og skipulagi þeirra og hirðingu komið í betra horf. Frv. þetta e.r santið af nefnd, er kirkjumálaráðherra skipaði : árið 1955 til þess að endurskoða gild- andi lög og tilsicipanir um inál- efni kirkjunnar. En í henni eiga sæti: Ásmumlur Guðmundsson, biskup, Gústaf Jónasson, ráðuneyt- isstjóri og séra Sveinn Víkingur, skrifstofustjóri. Samningar STEFs og Bandaríkjastj. í fyrradag voru undii’rit- aðir samníngar milli varnar- liðsins á Keflavíkurvelli og STEP'S, en um sjö ára skeið hafa staðið allmiklar deilur milli þessara aðila vegna flutn ings íslenzkra tónverka í bandaríska útvarpið á Kefla víkurflugveili. Jafnframt þ\i að samningar hafa nú tekizi hefur STEF fállið frá kröfum sínum til Bandaríkjasljórn ar og fellt níður skaðabótamál það, sem STEF höfðaði gtegn ríkisstjórn íslands. Sarnningar þessir gera ráð fyrir, að Bandarík.iastjórn eða fulltrúum hennar sé heimilt að flytja öll þa« listaverk eða skemmtiatriði, sem eru á verkaskrá STEFS og gildt þessir samningar til miðnæltis hinn 30. júni 1961.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.