Tíminn - 14.02.1959, Side 7
TÍMINN, laugardaginn 14. febrúar 1959.
7
Nauðsynlegt að Islendingar fylgist vel
með öllum framförum á sviði flugmálanna
Síðastl. miðvikudag fór
fram fyrri umræða um tillögu
Þá, sem Sigurvin Einarsson
• flytur um flugsamgöngur. Sig!
urvin fylgdi tillögum úr hlaði
með ítarlegri ræðu, en að
henni lokini var tillögunni
vísað til allsherjarnefndar.
ítæða Sigurvins fer hér á eft-
ir.
Herra forseti.
Með tillögu þeirri til þingsálykt-
unar, sem óg hefi leyft mér að
flytja á þingskjali 174 og hór er
. itil umrœðu, er vakin athygli á
þeirri -nauðsyn, að ísland fylgist
trækii-ega mcð þeim framförum í
flugmálum, sem stöðugt eiga sér
istað < heiminum og að þeir skipi
flugmálum sínum í samræmi við
það.
Flugsamgöngur eru orðnar þýð-
ingarmikill þát^pr í samgöngu-
kerfi þjóðarinnar og enginn veit
nú hversu mikilsverðar þær geta
orðið þjóðinni eftir nokkurt ára-
bil, ef svo miðar áfram, sem verið
hefir að 'undanförnu um nýjungar
og framfarir á þessu sviði.
Ef Cslendingar fylgjast ekki
nægiiega vel með þessum fram-
förum, getur svo farið að þeir
þyggi upp það kerfi í gerð og
skipan fiugvalla, sem yrði í ósam-
træmi við þær fiugvélar, er innan
skamms tíma yrðu almennt notað-
Framsöguræða Sigurvins Einarssonar, þingmanns Barð-
strendinga, fyrir tillögu hans um flugsamgöngur
Caribau flugvélin
Flugvélar eru samgöngutæki,
sem ganga úr sór á skömmum
tíma. Emmitt þess vegna eru skil-
yrði ti! ■endurbóta og framfara í
byggmgu þeirra meiri, en flestra
annarna samgöngutækja, Flugvell-
ir eru hins vegar varanlegar fram-
ikvæmdir, sem erfitt er að breyta
jafn <ört og flúgvélar taka breyt-
jngum.
Ekki verður af mönnum heimt-
að meiri framsýni á þessu sviði en
svo, aðtmenn kynnist hinu nýjasta,
sem fram er komið á hverjum tíma
og að snenn skipi þessum málum
í samræmi við það.
Sjófiugvélar að
leggjast niður.
Á síðasta Alþingi flutti ég, á-
samt háttvirtum þingmanni Vestur
ísfirðinga tillögu til þingsályktun-
ar um flugsamgöngur Veslfjarða.
Sú tiilaga var samþykkt og sam-
kvæmt henni hefir farið fram at-
hugun á því, hversu hagað skuli
flugsamgöngum Vestfirðinga í
framtíðínni. Nú er talið víst, að
þær sjófiug\rélar, sem enn eru not
aðar hér, falli með öllu út úr þess-
ann samgöngum á þessu ári, svo
eru þaa- úr sér gegnar. Um leið er
niður fallið farþegaflug til Vest-
fjarða, því að sjóflugvélar eru ekki
lengur framleiddar í heiminum, en
flugvellir fyrir stórar flugvélar
eru þar ekki til.
Á síðastliðnu ári lét Flugféiag
íslands, vegna anna á verkstæðum
sínum í Reykjavík, framkvæma
klössun og- ársskoðun á Catalína-
flugbátnum ..Sæfaxa“ (TF-ISJ) í
Noregi'. Tók klössunin 4 mánuði og
kostaði tcm 1,3 millj. ísl. kr. Þegar
ihenni var lokið, og ,,Sæfaxi“ hóf
íerðir aS nýju. í októberbyrjun
1958, var loftferðaskírteini hins
flugbálsins, ,,Skýfaxa“ (TF ISK),
lir gildi fallið. Til endurnýjunar
lofihæfnisskírteinis ,,Ský'‘faxa“
þyrfti flugvélin klössun, sem .að
]ágmarki mundi kosta svipað og
klössun „Sæfaxa“.
Með tilliti til hins ört vaxandi
viðhaldskostnaðar Catalina-flugbát
anna, sem á seinni árum er ekki í
neinu samr. við nýtingu og tekju-
öflunarmöguleika þeirra, sér Fl-ug-
félag íslands sig tilneytt að hætta
starfrækslu þeirra, enda hafa
þeir verið reknir með miklu og
vaxandi tapi að undanförnu.
Sér F. 1. sér því ekki fært að
láta endurnýja lofthæfnisskírteini
„Skýfaxa", en mun starfrækja „Sæ
faxa' ‘, þa rtil lofthæfnisskirteini
hans fellur úr gildi, sem sennilega
verður 1. óktóber 1959. Er injög
vafasamt að lofthæfnisskírteini
„Sæfaxa“ verði þá endurnýjað.
Verður hægt að nota
minni flugvelli?
Nú er gert ráð fyrir að lcomið
vcrði upp 4 flugvöllum á Vestfjörð
um, er fullnægi þeim fiugvélum,
sem halda nú uppi flugsamgöngum
hér innanlands. Auk þess eru fyrir
hugaðir slíkir flugvellir víða ann-
arsstaðar á landinu. Allt mun þetta
kosta mikið fé og taka langan
tíma.
Sú spurning hlýtúr að vakna,
hvort þörf verði fyrir flugvelli af
þessari gerð innan skamms tíma.
Nýjungar i smíði farþegaflugvéla,
sem þegar er kunnugt um, benda
til þess, að ekki muni þörf á löng-
um flugbrautum. En engin vissa
er fengin um þetta ennþá.
Á síðustu árum hafa Bretar
framleitt flugvélategund, sem not-
uð hefir verið í ýmsum löndum,
en líkar þó misjafnlega. Þessi flug
vél flytur 12—16 farþega, en krefst
mjög stuttra flugbrauta. íslenzkir
flugmenn hafa kynnt sér þessa
flugvél, en eru ekki ánægðir með
hana. Þó getur vel skeð að þær
endurbætur verði gerðar á bygg-
ingu hennar, að hún henti vel fs-
lendingum.
Stórmerk nýjung.
Enn merkari nyjung á sér stað
í Kanada. Þar í landi hafa hinar
heimsþekktu De Haviland-verk-
smiðjur hafið framleiðslu á nýrri
gerð flugvéla. Er það tveggja
hreyfla flugvél, sem nefnist DHC-
4 Caribou.
Það sem virðist eftirtektarverð-
ast við þessa flugvél, og getur haft
mikla Jjýðingu fyrir innanlands-
flug á íslandi, er það, að hún get-
ur lent og hafið sig til flugs á
vegalengd, sem er innan við 500
fet eða um 150 m. Að visu þurfa
flugbrautir að vera nokkru lengri
en þetta, en þó alls ekki lengri en
flugbrautir eru hér á landi fyrir
sjúkraflugvélar. Nú flytja sjúkra-
flugvélarnar aðeins 2 til 4 farþega,
en þesar nýju vélar eiga að flytja
27 farþega, 'ef þær eru byggðar
sem farþegaflugvélar. Séu þær
gerðar fyrir herflutninga, er þeim
ætlað að flytja 20 hermenn með
öllum útbúnaði, eða 33 fallhlífar-
hermenn. Sjúkraflugvélar af þess-
ari gerð eiga að flytja 14 menn í
sjúkrabörum, en hafa þó auk þess
10 sæti fyrir aðra. í stað þessara
10 manna geta þær líka t. d. flutt
tvær jeppabifreiðir.
Ef taka þarf farþegaflugvél af
þessari gerð til vöruflutninga, eru
sætin lögð upp að vegg, svo að
ekki þarf að taka þau út úr vélinni,
og getur einn maður gert þetta á
nokkrum mínútum. Síðan getur
vörubifreið ekið að afturdyrum
flugvélarinnar og verður þá ferm-
ing og afferming auðveld og fljót-
leg.
Eg sé ekki ástæðu til að lýsa
þessari flugvél nánar, enda hefi ég
ekki sérþekkingu til þess.
Álit íslenzkra
sérfræðinga.
Hugmyndin að Caribau-flugvél-
inni var yfir 2 ár i undirbúningi
hjá sérfræðingum verksmiðjanna
áður en ákvörðun um framkvæmd
ir var tekin í janúar 1957. Reynslu-
vélina pantaði ríkisstj. Kanada og
hefir hún verið noiuð síðan við alls
konar prófun á hæfileikum þessar-
ar flugvélategundar.
Bandaríkjaher hefir pantað 5 af
þessum vélum og á að afhenda þá
fyrstu í þessum mánuði.
Framleiðsla á fyrstu 20 vélunum
af hergerðinni á einnig að hefjast
í þessum mánuði, en framleiðsla á
almennum Caribou-farþegaflugvél-
um á að byrja í marz næstkomandi.
í apríl 1958 fól íslenzka ríkis-
stjó. nin flugráði að -gera tillögur
um flugsamgöngur Vestfjarða.
Fiugráð fól nefnd manna að rann-
saka málið. í skýrslu sinni til ríkis-
stjórnarinnar dags. 15. nóvember
minnist nefndin á þessa nýju Cari-
bou flugvél og segir þar:
„Nú er t. d. byrjað að fram-
leiða í Kanada flugvél af tegund-
inni De Haviland Caribou, sem
virðist vera hin ákjósanlegast til
notkunar á stuttar flugbrauti'r.“
Þetta seg'ja sérfróðustu menn
okkar í flugmálum um þessa nýju
flugvél, en þeir voru þessir:
Agnar Kofoed-Hansen flugmála-
stjóri. Haukur Classen framkv.stj.
flugvalla úti á landi. Björn Jóns-
son framkv.stj. flugöryggisþjónust
unnar. Örn O. Johnsson forstjóri
Flugfélags íslands. Hilmar Sigurðs
son framkv.stj. innanlandsflugs F.
í. og Jóhannes Snorrason yfirflug-
stjóri.
Möguleikar fvrir mikinn
sparnað.
Það virðast því ekki vera neinir
draumórar, að innan skamms tíma
þurfi ekki þessa stóru og dýru
flgvelli fyrir innanlandsflug héf á
landi.
Flugvellir þeir, sem byggðir
hafa verið hér á landi á undan-
förnum 10 árum fyrir Dakota-vélar
og Skymaster-vélar, munu hafa
kostað um Vz millj. kr. fil 614
millj. hver þeirra, og er þó allt
verðlag miklu hærra nú, en það
hefir verið að meðaltali á þessu
tímabili. Það er því öllum ljóst, að
það kostar mikið fé fyrir þjóðina
að koma upp mörgum.slíkum flug-
völlum. Það þarf ekki að fara um
það mörgum orðum, hversu hag-
kvæmt það gæti orðið íslandi, að
þurfa ekki að leggja í slíkar fram-
kvæmdir, en geta í þess stað nol-
fært sér sjúkraflugbrautirnar, þótt
þær þyrftu endurbóta við.
En það er einnig önnur hlið á
þessu máli. Þótt við hefðum efni
á því að koma upp stórum flug-
völlum, er landslagi svo háttað í
ýmsum héruðum þessa lands, að
útilokað er að koma þeim við. Það
getur t. d. verið auðvelt að byggja
500 m langa flugbraut þar, sem ó-
mögulegt er að koma upp 1200 m
langri braut. Þannig er þetta í ýms
um héruðum.
Ilér á landi munu nú vera 5 stór-
ir flugvellir fyrir millilanda-flug-
vélar. Þá eru til 16 flugvellir fyrir
Dakota-flugvélar eða aðrar, sem
þurfa meira en 900 m langar braut
ir. Loks eru til um 73 flugbraulir
víðsvegar um landið, styttri en 900
,m, sem eru fyrst og fremst fyrir
sjúkraflug.
Það er ekki smávægilegi' atriði
í innanlandsflugi íslendinga, ef
þessir 73 litlu flugvellir yrðu inn-
an skamms notliæfir fyrir nýja
gerð flugvéla, sem flutt geta jafn
marga farþega og Dakota-vélarnar
flytja nú. Þá myndu skapast mögu-
leikar fyrir ýmis byggðarlög að
hafa not flugsamgangna, sem
iitla möguleika hafa til þess haft
fram að þessu.
Vonir manna um kosti þessara
nýjunga í flugvélasmíði geta
brugðizt, því er ekki að neita. En
þær geta líka rætzt. Okkur ber því
að fylgjast rækilega með því, hvað
reynslan sýnir í þessu efni. Verði
hún sú, er menn vona, þurfum við
að vera viðbúnir að notfæra okk-
ur þessar framfarir, þjóðinni t'il
gagns.
j Eg legg til að þegar umræðunni
um tillöguna á þessum fundi er
lokið, verði umræðum frestað og
henni vísað til allsherjarnefndar.
A víðavangi
Árásin á mentamálaráð-
herra í Stúdentablaðinu.
Mikið er að sjálfsögðu rætfc
um liiiM fólslegu árás íhaldsstúd-
enta á Gylfa Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra í seinasta biaði
Stúdentablaðsins. Náin tengsli
Stúdenlablaðsins við Morgun-
blaðið verður fiestum ljóst, þeg-
ar þess ér gætt að áðalritstjóri
Stúdcntablaðsins er jafnfranit rit
stjóri Æskulýðssíðu Morgunblað'j
ins. Árásin á menntamálaráo-
herm hefði því áreiðanlega ekki
verið gerð, ef stúdentarnir hefðu
ekki talið hana þóknanlega ráða-
mönnum Mbl. og Sjálfstæðis-
flokksins. Hitt er svó annað niái,
að stúdentarnir kunna að liaf i
gætt nokkuð minna hófst en
klókt sé talið af íneístarahuin
seni á bak við stendur. t
Tvær ástæður eru einkuin táld-
ar valda árásinni á meqntamála-
ráðherra. Önnur er sú, að foringj
ar Sjálfstæðisflokksíns bera
riieira traust til annarrá foringja
Alþýðuflokksins en menhtamála-
ráðherra. Hitt er það, að inennta-
málaráðherra er yfirleitt talinn
hafa tekizt betur stjórn mennta-
málanna en fyrirreniiiira Uans,
sem var Bjarni Bencdiktsson, eu
þar er iieldur ekki við mikið að'
jafnast. En af þessum ástæðum
vill fyrirrennarinn skóinn niður
af menntaniáfaráðherra. íhalds-
stúdentarnir hafa því vissulega
talið sig vera að vinna meistara
sínum þægt verk og gott. er þeir
réðust á ínen nt,a mál ay áðli err a.
Þeir liafa hins vegar líkzt meijst-
ara sínuni í því að skjóta yfir
markið.
Fólksskorturinn viS sjáv-
arútveginn.
Blaðið „Austri‘ ræðir nýlega
um skort á vinnuafli við sjávYir-
útveginn. Austri segir m. a.: —
„Undirstöðuatvinnuvegir þjóðai-
innar eru bornir uppi af fólki ú<;
um sveitir og sjávarþorp lands-
ins. Vinnandi fólk úr sjávarpláss-
unum verður að verulegu leyti að
fórn.a fastri búsetu og eðlilegn
fjölskyldulífi og einbeita sér að
framleiðslustörfum fjarri átthög-
um sínum, allt eftir því hvar þörl
in er mest á hverjum tíma. En
fólkinu á þessum slóðtun fækkai'
jafnt og þétt, jafnframt því, sem
flotinn er aukinn og efidur og
meir.a unnið úr sjávarafla. Fram-
lag þéttbýlisins af fólki til fram-
leiðslustarfa er livergi nærri
jafnstórt hlutfallslega. Af þessu
stafar vandinn. Það virðist því
eðlilegiast að leita úrræða á þann
liátt, að draga úr franikvæmdunr
á þessum stöðum a. m. k. þann
tíma árs er annríkið er hvað mest
í verstöðvunum. Hætta húshygg-
ingiun, draga úr rekstri siná iðn-
fyrirtækja og e. t. v. mætti, fækk.a v
um einn eða svo á skrifstofu héi
og þar.“
Þegar Bjarni skrapp austur
til að hjálpa Lárusi.
Mbl. talar nú mikið uni það ó-
réttlæti, að Seyðisfjörður liafi
sérst.akan þingmann. Dagur segir
um þetta nýlega:
„Þessi réttlætiskennd Sjálf
stæðismanna hefir eigi ávallt vcr
ið jafn aðkallandi sem nú. Fyrir
um 2% ári, var fulltrúi Seyðfirð-
inga, Sjálfstæðismaðurinn Lárus
Jóhannesson, með færri atkvæði
að baki sér en Björgvin liefir nú
þá heyrðist hvorki stuna né hósti
í sambandi við óréttlæti, en þess
i stað var lögð á það yfinnann-
leg áherzla að luild.i órét.tlætinu
sem lengst við, og koma Lárusi á
þing aftur, hvað sem það kostaði,
og mun Bjarni jafnvel liafa
skroppið austur til að rétta rétt
lætinu hjálparhönd. Þannig er
réttlætiskenndin á því heimili á-
vallt bundin viö eigin liagsmuni
á hverjmn tíma.“
Það mun heldur ekki vera
hægt að finna eitt orð um það
í Mbl. allan þann tínia, seni
Lárus sat á þingi, að Seyðisfjörð
ur ætti ekki að hafa sérstakan
þingmann.