Tíminn - 19.02.1959, Síða 6
6
r í M I N N, fimmtudagiim 19. febrúar 1959.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13948
___
Uppeldissynir aðalritstjórans
SIÐASTL. þriðjudag birt
ist i dagblöðunum í Reykja-
vik eftirfarangi yfirlýsing
frá háskólaráði:
„í 1. tölublaði Stúdenta-
blaðsins, sem út kom 7. þ.m.
birtist grein með fyrirsögn-
inni Pereat. Greinin er nafn-
laus. Ber þvi ritneínd blaðs-
ins og útgefandi sem er
Stúdentaráð Háskólans, á-
byrgð á ritsmíð þessari, en
hún er ómakleg persónuleg
árás á menntamálaráðherra
dr. Gylfa Þ. Gíslason, og að
rithætti og allri gerð fullkom
lega ösæmileg. Háskólaráð
telur Háskólanum og stúdent
um almennt mikla hneisu
gerða með birtingu þvílíkrar
ritsmíðar og lýsir megnustu
vanþóknun á slíku athæfi.
Háskólaráð telur, að rit-
nefnd hafi gerzt sek um brot
á 24. gr. laga um Háskóla ís
lands nr. 60/1957, sbr. reglu-
gerð' fyrir Háskóla íslands
35. gr., þar sem kveðið er á
um það, að „háskólaráð get-
ur veitt stúdent áminninug
eða vikiö stúdent úr skóla
um tiltekinn tíma eða að
fuilu, ef 'hann Jiefur gerzt
sekur um brot á lögum og
öðrum reglum Háskólans eða
reynzt sekur um háttsemi
sem er ósamboðin háskóla-
borgara."
Háskólaráð vildi ekki að
þessu sinni grípa til brott-
vikningar, en áminnir Stúd
entaráð eindregið og alvo.r-
lega um að gæta betur sóma
Háskólans og sjálfs sín í
blaðaútgáfu sinni“.
ÞAÐ getur ekki hjá því
farið, að yfirlýsing eins og
þessi frá háskólaráði veki
mikla athygli. Menn gera að
sjálfsögðu þá kröfu til há-
skólamanna, að þeir standi
ekki öðrum að baki í hátt-
erni og siðlegri ritmennsku.
Hér hefur hvort tveggja verið
brotið á hinn herfilegasta
hátt, svo að ekki sé meira
sagt, Hvað er það,
sem veldur? Er eitthvað bog-
ið við sjálfan Háskólann?
Verða menn fyrir einhverj-
um þar? Það er eðlilegt, að
menn spyrji á þessa leið.
Til þess að fá svar við þess
ari spurningu, ber fyrst aö
athuga hver er útgefandi
Stúdentablaðsins. Það er
Stúdentaráð Háskólans. Stúd
entaráð er kosið af stúdent-
um pólitiskri kosningu. Meiri
hlutí þess er nú skipaður full
trúum Vöku, félags stúdenta
er telja sig fylgjandi Sjálf-
stæðisflokknum. Þeir ráða
einnig meirihluta ritnefndar
Stúdentablaðsins. Blaðið er
á ábyrgð þessa meirihluta í
Stúdentaráði og ritnefndar.
Það er fað þessum meiri-
hluta, sem áðurgreindum á-
vítunum Háskólaráðs er
fyrst og fremst beint.
ÞAÐ, sem hér hefur verið
rakið, leiðir því eftirfarandi
í lós: Þeir, sem standa að
útgáfu Stúdentablaðsins eru
forustumenn Sjálfstæðisfl. j
meðal háskólastúdenta, flest
ir eða allir uppaldir í Heim- .
dalli og hafa þar drukkið i '
sig anda flokksstefnunnar í
og numið vinnubrögð flokks
forustunnar. Lærimeistari •
og andlegur leiðtogi þessara j
manna hgfur verið aðalrit- J
stjóri Morgunblaðsins og
varaformaður Sjálfstæöis-
flokksins, Bjarni Benedikts-
son. Alveg sérstaklega eru
þær pólitísku vinnuaðferöir,
sem hann lærði í Þýzkalandi
á sínum tíma, hafðar í há-
vegum í þessum félagsskap.
Takmark hinna ungu manna
er aö líkjast lærimeistaran-
um og þóknast honum á sem
flestan hátt.
Þessum ungu mönnum er
það vel kunnugt, að meist-
ari þeirra hefur lengi haft
litlar mætur á núverandi
menntamálaráðherra. Kenn
ir þar m.a. afbrýðisemi, því
að núv. menntamálaráðh.
hefur að sumu betur tekizt
en Bjarna, er var mennta-
málaráðh. næst á undan
honum. Hinum ungu Heim-
dellingum i háskólanum var
því ljóst, að árás á mennta- |
málaráðh. væri ekki illa séð.
Hins vegar eru þeir búnir
að læra svo mikið af hinum
þýzku aðferðum meistarans,
að árás þeirra samrýmdist
ekki islenzkum smekk, og hef
ur því meira en misheppnast.
HÉR er þá raunverulega
komið að kjarna málsins. í
stærsta stjórnmálaflokki
landsins er lögð áherzla á
að ala ungt fólk upp i of-
stæki, sem er andstætt ís-
lenzku hugarfari. Það er ekki
hlífzt við að vega að and-
stæðingunum með hinum ó-
heiðarlegustu og ósæmileg-
ustu vopnum. Umrædd Stúd
entablaðsgrein er söguleg
heimild um andrúmsloftið,
sem ríkir í æskulýðssamtök- j
um íhaldsins. Menn kynnast
hér á raunhæfan hátt hugar
fari og starfsháttum þeirra,
sem eiga að stjórna landinu,
þegar búið er að br j óta niður
gömlu kjördæmin. Árásin á
menntamálaráðherra mætti
vissulega vera hugsandi Al-
þýðuflokksfólki áminning
þess, hvers konar öfl er veriö
að efla með núv. samstarfi
Sjálfsteeðisflokksins og Al-
þýðuflokksins.
Þessar staðreyndir verða
visspiega ekki duldar, þótt
lærimeistarinn berji sér nú
á brjóst, þykist vera allra
mann háttvísastur og hæli
sér og sínum fyrir dygöuga
starfshætti. Það vantaði ekki
heldur, að lærifeður hans í
Þýzkalandi þættust manna
heilagastir og héldu því oft
hæst á lofti, þegai’ þeir voru
að vinna mestu myrkraverk-
in. í þessum efnum vegur á-
minning háskólaráðs meira
en kisuþvottur meistarans,
því að sök stúdentanna er
fyrst og fremst sú, að hafa
farið um of í fótspor hans.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Munur sveigjanlegrar og ósveigjan-
legrar
stefnu í Berlínardeilunni
WASHINGTON:
Hin ósveigjanlega stefna er veik, því aS vest-
Ný'tt orð hefur komið i'ram í
vestrænum stjórnmálum —• orðið
„sveigjanleiki". Það er þegar orðið
kunr.ugt undir hjúpi hinna opin-
beru yfirlýsinga, scm komið hafa
frá Washington, London og Bonn í
sambandi við endurskoðun stefn-
unnar í málefnum Þýzkalands.
Það væri ekki réít að segja, að
sú endurskoðun þurfi endilega að
sýna annaðhvort uppgjöf eða
stefnufestu, veikleika eða mátt.
Endurskoðunin 'hefur öllu heldur
verið fólgin í spurningunni u.n að
halda fast við gamla, úrelta stefnu
eða breyta til, þannig að Vestur-
veldin næðu aftur frumkvæðinu
í heimsmálunum.
Mikilvægar spurningar
LÍTUM til dæmis á Berlínar-
málið, en tökum þó tillit til þeirr-
ar staðreyndar, að það er aðeins
eir.n kjarni Þýzkalandsmálsins i
heild. Sem stendur liggja tveir
umferðarstraumar frá V-Berlín til
Vestur-Þýzkalands. Annar þeirra,
sem er miklu stærri, er borgara-
legur. Þessari u.nferð er stjórnað
samkvæmt samningi á milli ríkis-
stjórna Austur- og Vestur-Þýzka
lands, og jþað er þessi umferðar-
straumur, sem er líftaug Vestur-
Berlinar og grundvöllur allra
helztu viðskipta við borgina. Hinn
umferðarstraumurinn er hernaðar
legs eðlis. Hann liggur á milli
herja Bandaríkjanna, Breta og
Frakka í V-Þýzkaiandi til setuliða
þeirra í V-Berlín og er stjórnað
samkv. samningi Vesturveldanna
og Rússa. Moskva hefur látið frá
sér fara þá úrslitakosti, að hafi
engir samningar verið gerðir um
framtíð Berlínar fyrir 27. maí
muni hún afhenda austur-þýzkum
yfirvöldum alla stjórn yfir hernað
arumferðinni, Ef af því verður,
munu það verða austur-þýzkir lög
reglumenn, en ekki rússneskir, er
öllu ráða í eftirlitsstoðvunum við
járnbrautirnar, þjóðvegina og
skipaskurðina á þessari umtöluð.u
leið. Spurning dagsins er því þessi:
1. Hver verður afstaða okkar gagn
vart þessum austur-þýzku vörð-
um,
2. og hvaða afstöðu munu hin
austur-þýzku yfirvöid taka gagn
vart hernaðarumferð okkar?
Tvær stefnur
HÉR kemur fram munurinn á
hirnú „sveigjanlegú’ og „ósveigjan
rænar þió'ðir gata ekki sameinaztt um haha
.j.
V'
Lippmann
legu“ stefnu. Hinir ósveigjanlegu
segja, að við viðurkennum ekki
austur-þýzku stjórnina og getum
þar af leiðandi ekki þolað afskipti
hennar af hernaðarumferð okkar
til og frá V-Berlín. Hinir sveigjan
légu svara því til, að svo framar-
lega sem austur-þýzk yfirvöld geri
ekkert til að hindra þessa um-
ferð, skipti það okkur engu, hvort
það eru austur-þýzkir eða rúss-
neskir varðmenn er stimpli papp-
íra okkar. Þeir bæta því við, að
ef jafnvel Adenauer kanzlari geti
þolað, að borgaralegir embættis-
menn A-Þýzkalands stimpli vega-
bréf hans, geti hann varla sakað
Eisenhower Bandaríkjaforseta um
að vera ósveigjanlegri en hann
sjálfur. í öllum hugleiðingunu.n
um valdbeitingu til að halda op-
inni leiðinni til Berlínar, verðum
við að gera það alveg upp við okk
ur, hvort við séum reiðubúnir að
fara út í stríð til að bægja frá
hinum austur-þýzku vörðum. Vilj-
um við berjast, vegna þess að við
getum ekki þolað að sjá manninn,
sem stöðvar vöruflutningabílinn
| til að biðja um pappira, klæddan
' austur-þýzkum einkennisbúningi?
Eöa berjumst við, ef vörðurinn
reynir að loka leiðinni? Hinir
sveigjar.legu segja, að ástæða sé
til þess að berjast, ef reynt verði
að setja á samgöngubann, en alls
ekki vegna þess, að verðirnir séu
austur-þýzkir, en ekki rússneskir.
Hinir sveigjanlegu segja er.a frem
ur, að heimskulegt sé, að lýsa því
yfir, að við mmum berjast vegna
austur-þýzkra varðmanna — slíkt
sé veik stefna. Hún er veik vegna
þess að vestrænar þjóðir simein-
ist. aldrei í báráttu fyrir díkum
málstað.
Álit Willy Braridt
EINS og \’ið vitum má teljá hátt
virtan borgarstjóri V-Berlínar,
Willy Brand’.. meðal hinna ’sveigj-
anlegu. Hann heíur lagt iþað til,
að ef til vill megi líta á :hina
austur-þýzku varðmenn sem „full-
trúa“ Iíússa. Auðveldari leið> sem
næði sama árangri, væri að Ibiðja
Rússa að gefa rryggingu fyrir því,
að frjálsar samgöngur verði til
Berlínar þar t:I samningar næð-
ust um fram'.iðarskipan beggja
ríkja Þýzkalands og beggja hluta
Berlínar. Við viljum koma í veg
fyrir umferðabann til Beriínar,
sem á að vera á ný höfuðborg
sameinaðs Þýzkalands.
Hin sveigjaní.ega stefna ér mátt
ug. Við stöndnm íastir á því, að
umferðabann verður ekki 'jiolað.
Okkur stendur á sama um tiina
formlegu hlið málsins á meðan
allar samgöngnleiðir standa opn-
ar. Við hölcíum á lofti þeirriicenn
ingu, að V-Ber3in eigi ekfci að
vera einangruð eyja í A-Þ'ýzka-
landi, Berlmar á að verða höfuð-
borg hins sameir.aða þýzka ríkis.
Erfitt tafl Rússa
EF TIL VILL munu Riússar
neit.a að' tryggja frjálsar samgöng
ur í svo langan tima þegar oup er
að ræða lokasamninga um heildar
málefni Þýzklan-ds. Ef .svo verður,
munu Rússar ekfci verða sérstak-
leg í eflirsóknarverðri aðstöðu.
Þeir hefðu geí'ið A-Þjóðverjum
frjálsar hendur um að setja á
samgöngubann. sem komið -gæti af
striði, og þeir væru skuldbundnir
að verja A-Þýzkaland, ef slikt slríð
brytist út. Þetta er erfiðar,a tafl
en Rússar hafa enn nokkru isinni
lagt úl i og við þurfu.m ekki að
I vera í nokkrum vafa um það að
senn leika þeir fyrsta leikinn.
Fyrirspurn til
Alþýðublaðsins
Alþýðublaðið gengur nú
erinda Sjálfstæðisflokksins í
kjördæmamálinu nf iniklum
móði. Seinast skrifar blaðið
af mikilli vandlætingu um
það að einmenningskjördæm
um geti fylgt sá ágallí, að'
niinni hluti kjósenda í'ái
meiri liluta þeirra fulltrén,
sem kosnir eru til viðkom-
andi þings eða bæjar- og
sveitarstjórnar.
Þetta útiloka hliitfallskosn
ingar, segir Alþýð'ublaðið,
og þykist segja sannleikann
og ekkcrt nema sannleikann.
Ritstjórar Alþýðublaðsins
þurfa þó ekki nema a'ð líta
lítillega í kringum sig til
þess að' sjá, ,að þeim heftir
orðið slæmur fótaskortur á
tiingunni.
Ilefur ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn livað eftir annað
fengið íneiri hluta í bæjar-
stjórn Reykjavíkur, þótt
hann hefði minni hluta kjós-
enda að baki sér?
Hefur ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn meiri hluta í bæj-
arstjó n Keflavíkur, þótt
hann hafi þar minni hluta
kjósenda að baki sér?
Hefur ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn meiri hluta i bæj-
arstjórn Sauðárkróks, þótt
hann liafi þar minni liluta
kjósenda að baki sér?
Hefur ekki Sjálfstæðis-
flokku inn meiri hlttta í
ýmsum hreppsnefnduni,
þótt hann hafi þar minni
hluta kjósenda að baki sér?
Fleiri dæmi mætti nefna
þessu Iík, þótt hér verði
numið staðar að sinni.
Hlutfallskosningar hafa þá
náltúru, að atkvæðamagn
stærsta flokksins r.ýtist laug-
bezt og hann fær því iðulega
meiri hluta fullt úa út á
minni hluta atkvæða.
Þ,að er af þessum ástæð-
um, sem Danir, Norðmenn
og Svíar hafa sett nýjar
reglur um útreikning' hlut-
fallskosninga tii þess a'ð
konia í veg fyrir, að stærsti
flokkurinn njóti óeðlilegra
forréttinda.
Nú er spurningin:
Þorir Alþýðufiokkui'imi
að beifi sér fyrir því, að
sams konar reglur verði
teknar upp hér á landi? Eða
óttast liann svo mjög reiði
Sjálfstæðisfloklisins, sem
annars liótar a'ð' selja b.ann
út á guð og gaddinn, að
liann treystir sér ekki til að
fylgja þessu fordæmi jafn-
aðarmannaflokkanna á Norð
urlönduin?
Það stendur vonandi ekki
á Alþýðubliðimi að svara
þessari spurningu.