Tíminn - 22.02.1959, Síða 7
T í JVII N N, sunnudaginn 22. febrúar 1959.
7
SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ
Yíirlýsing Ólafs Thors voriS 1942, - ÁSgerSaleysi stjórnarskrámefndarinnar. - Flokksfsmg,,
sem var þögult um kjördæmamálið. - Hin mikla kollsteypa. - Óttinn við nánari athugun. -
Vinstri stjörnin og kjördæmamálið. - Tilgangurinn með afnámi niíverandi kjördæma. -
Á að auka að nýju fólksstrauminn til Suðurnesja. - Örlagaríkustu j)ingkosningar síðan 190S
Það hefði mátt ætla af því, hve
Sjálfstæöisflokkuninn leggur nú
mikla áherzlu á að knýja fram af-
nám núverandi kjördæma, að
Reykjavík undanskilinni, að hann
væri lengi búinn að berjast fyrir
jþessu máli, og því væri hann svo
áhugasamur um að koma því loks
í höfn. Af slíkri ástæðu væri það
skiljanlegt, að flokkurinn hefði
ómögulega talið sig geta beðið eftir
lausn kjördæmamálsins til næsta
árs, enda þótt það hefði þá fengið
betri ahhugun og undirbúning.
Flokkurinn hefði haft svo lengi
ibrennandi áhuga fyrir framgangi
análsins, að honum væri ómögulegt
að bíða lengur.
Sé hiixs \ægar lit.ið yfir sögu und
anfarinna ára, verður allt annað
uppi á teningnum. Seinast þegar
kjördæmaskipuninni var breytt,
vorið 1942 eða fyrir tæpum 17
órum, .gaf formaður SjálfstæðiS-
flokksins, Ólafur Thors, sem þá var
nýorðinn forsætisráðherra, hátíð-
3ega yfiriýsingu um þetta mál í út-
varpsumræðum frá Alþingi. Yfir
Dýsing hans hljóðaði á þessa leið:
,,Vill Framsóknarflokkurinn aff
hyllast fyrri tillögu Alþýffuflokks
ins, a® landið sé allt eitt kjör-
dæini? Sjálfstæffisflokkurinn
gengur aldrei að þeirri lausn.
Effa vill Framsóknarflokkur-
inn, aff kjördæmin séu fá oig
stór? Eg veit ekki um einii ein-
asta þingmann Sjálfstæðisflokks
ins, að undanteknum háttv. 4.
þingmanni fteykvíkinga, Sigurffi
Kristjáhssyni, sem þaff vill, og
Sjálfstæðisflokkurinn gengur
aldrei að þeirri skipan."
Hér kenmr vissulega allt annað
fram en að Sjálfstæðisflokkurinn
ihafði bi'ennandi áhuga fyrir af-
mámi otúv. kjördæma og fáum stór
msn kjördæmum í staðinn. Því er
þvert á móti lýst yfir, að Sjálfstæð
isflokkurinn muni aldrei ganga að
íþeirri skipan að hafa kjördæmi fá
iog stór. Hér hafa menn vissulega
gott danni fyrir augunum um það,
ihve mikið er að marka yfirlýsingar
Sjálfstæðisflokksins, en það er
önnur isaga. |
Olafur telur fram kostina
Það kom annars fram í umræð-
nnum á Aiþingi 1942, að Sjálfstæð
isflokkurinn var ekki aðeins mót-
fallinn fáum, stórum kjördæmum,
eins ög að framan greinir, heldur
óleit harm þá mjög mikilsvert ■ að
(haldið yrði við hina gömlu sögu-
Jegu kjördæmaskipun. 1 áður-
nefndri ræðu Ólafs Thors komst
hann m. a. þannig að orði:
„Það er viðurkennt, að leiðrétla
verður misrétti gildandi kjördæma
skipunar. Allar leiðir, .sem stung-
ið hefur verið upp á, eru með á-
göllum, einnig sú, er nú á að
lögfesta. En kosti hefur hún þá, að
í fyrsta lagi viðheldur hún
hinni fornu kjördæmaskipun.
í öffru lagi er sveitavaldiff ó-
skert.“
Þannig var þá afstaða Sjálfslæð-
isíokksins þá. Ilún var sú að leið-
rétta það, sem flokkurinn kallaði
„misrétti rikjandi kosningafyrir-
komulags" innan ramma gildandi
kjördæmaskipunar, m. a- með fjölg
un þingmanna í þéttbýlinu.
ÁSgerífarleysií í
stjómarskrárnefndinni
Það má segja, að þótt Sjálf-
síæðisflokkurinn hafi verið þess-
arar skoðunar 1942, sem fram
ikom á 'umræðunum á Alþingi þá,
að hann hafi fljótlega getað séð
sig um hönd og því geti hann
Siðasta háifan mánuðinn hafa hugir landsmanna verið undnir vátíðindum þeim, sem að hefir borið, og er svo
enn. Tvö frið og vel búin skip hafa horfið i hafið með allri áhöfn, alls 42 mönnum. Langt er siðan Ægir hefir
gerzt svo þunghöggur i garð íslendinga, og menn voru fjrnir að telja að nú mundi unnt að bera af sér svo þung
högg með tækni og betri skipum. En enn hefir sannazt, að við erum enn varbúnir til þeirrar orrustu, og verð-
um kannske ætíð. — Margir eiga um sárt að binda eft r þetta skarð, og afkoma þeirra sem misst hafa forsjá
og fyrirvinnu ótrygg. Því verða allir sem geta að ieggja fram skerf í söfnun þá, sem nú er hafin og getið er á
öðrum stað i blaðinu í dag. — Efri myndin er af togarjnum Júli en sú neðri af vitaskipinu Hermóði.
verið búinn að berjast árum isam-
an fyrir afnáaji núv. kiördæma og
fáum, stórum kjördæmum í stað-
inn.
Sagan sýnir hinsvegar hið gagn-
stæða. Varaformaður flokksins,
Bjarni Benediktsson, er búinn að
vera formaður sérstakrar milli-
þinganefndar í stjórnarskrármál-
inu í ein 11—12 ár. Undir forustu
hans hefur nefndin nær ekkert
starfað og fundir ekki verið hald,n
ir í henni árum saman. Framsókn
arflokkur'.nn einn hefur lagt fram
ákveðna tillögu í nefndinni (um
stjórnlagaþing). en ekki fengizt
tekin afstaða til hennar vegna að-
gerðarleysi formannsins. Aðrir
flokkar hafa engar ákveðnar til-
lögur lagt fram í nefndinni. Það
situr því úízt á þei:n að ásaka
Framsóknarflokkinn fyrir að hafa
sýnt: málinu tómlæti, því að
hefði verið farið að tillögum hans,
væri nú búið að heyja sérstakt
stjórnlagaþing og málið búið að
fá meðferð þar.
Landsfundur Sjálf-
stæSismanna 1956
Nokkru fyrir seinustu þingko.sn
in'gar, eða í aprílmánuði 1956, hélt
Sjálfstæðisflokkurinn mikin^
landsfund og voru þar sa.nþykktar
ítariegar og iangar ályhtanir um
hin ýmsu þjóðmál. í blöðu.n
fiokksins er hins vegar ekki að
sjá, að þar hafi verið gerð álykt-
un um neina ákveðna stefnu í
kjördæmamálinu og í skrifum
þeirra fyrir kosningarnar er hvergi
minnzt á það, að Sjálfstæðisflokk
urinn telji afnám núverandi kjör-
dæma sitt stóra hjartans mál! Und
antekningarlaust hljóta því þær
þúsundir manna víðsvegar um
land, er þá veittu Sjálfstæðis-
flokknum atkvæði sitt, að hafa
staðið í þeirri góðu trú, að yfir-
lýsingar Ólafs Thors frá 1942 væru
enn í fullu gildi, þ. e. að Sjálfstæð
isflokkurinn væri mótfailinn fá-
um, stórifm kjördæmum og vildi
viðhalda hinni gömlu kjördæma-
skipun í höfuðatriðum, þótt hann
kynni að vilja gera einhverjar leið
réttingar tii að bæta hlut þétt-
býlisins. Ef kjósendur hefðu ekki
staðið í þeirri góðu trú, hefðu úr
slit þingkosninganna 1956 vafa-
laust orðið á allt aðra leið í mörg
um kjördæmum en raun varð á.
Hin mikla kollsteypa
Sannleikurinn í þesstim málum er
sá, að það er ekki fyrr en í des-
ember síðastl. að mönnum verður
kun.nugt uni, að það sé orðin
stefna Sjálfstæðisflokksins að
brjóta þvert gegn yfirlýsingu Ól-
afs Thors frá 1942 og taka upp
ía, stór kjördæmi. Og vafasamt
væri, hvort mönnum væri enn full
kunnugt u;n þetta, ef Tíminn
hefði ekki orðið til þess að opin-
bera þessar tillögur, er voru send
ar Alþýðubandalaginu og Alþýðu-
flokknum í trúnaði!
Það, sem hér hefur gerzt, er
einhver hin mesta kollsteypa, sem
átt heíur sér stað í íslenzkum
stjórnmálum — jafnvel meiri en
kollateypa Sjálfsteeðiisflokkisinis
1944, þegar flokkurin- myndaði
stjórn með kommúnistum eftir að
, hafa bannfært þá árum saman og
talið þá eiga vera óalandi utan-
garðsmenn um aldur og ævi. í
bæði skiptin eru kjósendur svikn-
ir-á hmn herfilegasta hátt. Vissu-
lega er erfitt að hugsa sér meiri
svik við kjósendur en þau, að
Sjálfstæðisflokkurinn beitir sér nú
fyrir þeirri lausn kjördæmamáls-
ins, er fáa eða enga af kjósend-
um hans munu hafa órað fyrir í
kosningunum 1956.
Hvers vegna vill
Sjálístæ^isflokkuriim
flaustra af greiðslunni ?
Þegar þessi ferill Sjálfstæðis-
flokksins er athugaður, þarf eng
an að furða, þótt flokkurinn leggi
nú allt kapp á að hraða af-
greiðslu kjördæmamálsins og
vilji fyrir enga muni draga hana
til næsta árs. Forustumenn flokks-
ins óttast, að óheilindi þeirra
verði því augljósari, sem iengra
líður, jafnframt því, sem það skýr
ist þá einnig betur, hve hættu-
sö.n hin fyr.rhuguð kjördæma-
breyting er landsbyggffinni og raun
ar þjóðinni allri. Þessvegna vilja
þeir flaustra afgreiðslu málsins
sem ailra mest.
■Sjálfstæðisflokkurinn hefur í
þessum efnum fengið hentugan
meðreiðarsvein, þar sem Alþýðu-
flokkurinn er. Engar nauðir rak
Alþýðuflokkinn til þess að ljá fylgi
sitt til þess, að kjördæmamálið
væri afgreitt á þessu þingi. Fram
gangur málsins stöðvaðist ekki við
það, þótt það biði til næsta þings.
Hins vegar tryggði það betri at.hug
un þess og undirbúning. En Al-
þýðuflokknum virðist hins vegar
hafa legið svo mikið á, að komast
í íaðm íhaldsins, að hann hafi
ekki mátt neinn tíma missa.
Viíræíur fyrrverandi
stjórnarflokka
Þegar ríkisstjórn vinstri flokk-
anna var mynduð sumarið 1956,
var þvi lýst yfir sem einu stefnu-
máli hennar að vinna að leiðrét,-
ingum og endurbótum á kjordæniá
skipuninni. Þar sem reiknað Vái'
með því, að stjórnin stæði úf
allt kjörtímabilið, var miðaðð við,
að þetta mál kæmi fyrir seinasta
þing þess eða þingið 1960. Þrátt
fyrir það voru viðræður um málið
hafnar milli fulltrúa frá stjórnar-
flokkunum, en þó það skammt á
veg komnar, að enginn þeirra’
hafði lagt fram ákveðnar tiUögúr
Af hálfu Framsóknarflokksins
hafði það þó komið fram, að hann
væri reiðubúinn til að vera fylgj
andi fjölgun þingfulltrúa fyrir þé'tf
býlið. Samkomulag milli flokk-
anna hefði því ekki þurft áff
stranda á því atriði. Framsóknar-
flokkurinn lagði hins vegar á-
herzlu á, að núv. kjördæmi héldusl
í meginatriðum.
Það er þannig með öllu rangt, -
sem talsvert hefur verið haldiff
fram af Alþýðuflokknum, aff
hann hafi orðið að taka höndum
saman við Sjálfstæðisflokkih.n
vegna þess, að Framsóknarflokk-
urinn hafi verið ófáanlegur til
leiðréttinga á kosningaskipuninni.
Til faðmlaga Alþýðuflokksins og
Sjálfstæðisflokksins hafa þvi legiff
aðrar ástæður.
Hver er megintilgangur-
inn? 1
Hvað er það, sem veldur því, aff
Sjálfstæðisfiokkurinn hefur nú
hlaupizt frá hinni liálíðlegu ýfír-
lýsingu Ólafs Thors 1942 og tékiff
upp barátlu fyrir fáum stórum
kjördæmum, er engan kjósenda
flokksins óraði fyrir, að hann
inyndi gera í seinustu kosningdm?
Ilver er orsök þessarar skyndilegu,
miklu kollsteypu?
Rökin, sem helzt eru færð fyrir
þessari breytingu, eru þau, aff
þingmenn kjördæmanna út uin
land hafi séð of vel um hag kjós-
enda sinna og fengið ofmikiff
fjármagn til ýmislegra franv
kvæmda þar. Þeir hafi „unnið sér
hylli kjósenda með margháttaðri
fyrirgreiðslu og styrkjum" eins og
það er orðað í Nýju Helgafelli fyrir
nokkru. Nauðsynlegt <sé að koma
í veg fyrir, að svona miklu fjáiv
magni sé varið til landsbyggðar
innar, og ieiðin til að brevta þyí
sé að afnema sýslukjördæmin og
taka upp stór kjördæmi, þar sehi
þingmenn séu ekki í eins nánu
sambandi við kjóisendur sína.
Fólksflutningarnir til
SuÓurnesja
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að sveitir og kauptún út
um land hafa staðið mjög höllum
fæti í samkeppninni við þéttbýlið á
Reykjanesi seinustu áratugina.
Einkum hefur þetta þó verið áber-
andi eftir að hernaðarvinnan kom
til sögunnar. Afleiðingarnar hai'a
orðið þær, að fólksstraumurinn hei'
ur iegið til Suðurnesja. Fyrir at-
beina Framsóknarflo'kksins héfiir
verið reynt að hamla gegn þess-
ari þróun, sumpart með því aff
auka fjárveitingar til framkvæmda
og atvinnu út um landið og sum
part með því að draga saman hern
aðarvinnuna. Seinuslu árin hafa
því orðið verulég umskipti tii
bóta í þessum efnum. Það er þó
rétt, sem . borgarstjórinn.í Reykja
vik sagði nýlega á bæjarstjórnai-
(Framhald á 8. siðu).