Tíminn - 22.02.1959, Side 8
T í M I N N, sunnudaginn 22. fehrúær 1959.
Grímúlfur Ándrésson, skipstjórí,
Stykkishólmi
Grímúlfur er fæddur í Hrapps-
ey á Breiðafirði 23. febrúar 1909.
I'oreldrar hans voru Andrés Grím
úlfsson bóndi þar og kona hans,
Jóhanna Bjarnadóttir frá Bjarn-
eyjum,
Grímúlfur ólst upp í Hrappsey
til 10 ára aldurs, en flutti þá með
íoreldrum sínum til Stykkishólms,
og þaðan árið 1926 að Kvenhóli
í Klofningshreppi og síðar að
Hnúki í sama hreppi og þar lézt
faðir hans árið 1930.
Grímúlfur tók þá við búi með
móöur sinni og var fyrir því þar
til ihún hætti búskap þremur ár-
um síðar.
Snemma mun hugur Grímúlfs
hafa hneigzt til sjávar, enda á
hann skammt til góðra sjómanna
að telja. Hann byrjaði að stunda
sjó frá Stykkishólmi um ferming-
araldur á trlllubátum og skakskút-
am og mun fljótt hafa komið í
Ijós, að hann myndi vel til for:
ustu fallinn á því sviði.
Eftir að Grímúlfur fór frá Hnúki
stundaði hann dragnótaveiðar með
Bjarna bróður sínum, og aflaði
sér um líkt leyti réttinda til að
stjórna stórum mótorbátum.
Árið 1935 giftist Grímúlfur
iÞuríði Björnsdóttur Jóhannssonar
ibónda, Arney, og fluttist þangað
árið eftir og hóf þar búskap. En
héir virðist sem oftar, að sjórinn
ihafi örðið landinu sterkari, því að
árið 1937 ræðst Grímúlfur til Sig-
urðar Ágústssonar útgerðarmanns
í Stykkishólmi og tekur við for-
mennsku á mótorbátnum „Gretti“,
sém þá stundaði dragnótaveiðar,
og brá þá búi skömmu síðar og
fiuttist til Stykkishólms.
I Síðan hefir Grímúlfur slundað
sjó óslitið frá Stykkishólmi (ef
frá eru taldar tvær vetrarvertíð-
ir, sem hann var með „Gretti“ frá
Keflavík).
Hann vai’ með Gretti óslitið til
ársins 1953. Síðan hefir hann gert
út í samvinnu við Kaupfélag
Stykkishólms og verið með miótor-
bátana Hafdísi og Brimnes og er
nú, er þetta er ritað, að taka víð
Straumnesi.
Grímúlfur hefir verið farsæll
skipstjóri alla sína tíð og er bú-
inn að leggja mikinn afla á land
í Stykkishóimi. Hann er maður
þéttur á velli og þéttur í Iund og
mun láta betur að marka brautina
sjálfur en að troða slóðir annarra.
Stilltur vel og enginn hávaðamað-
ur, enda flestra hugljúfi, sem hon-
um kynnast og nýtur trausts og
virðingar sinnar skipshafnar og
annarra samverkamanna.
Hann er einn af þeim, sem hafa
gert Stykkishólm að verstöð i nú-
timamerkingu. Og hann er fyrsti
maðurinn hér, sem notar þorska-
netaveiðarfæri. í því sambandi er
rétt að geta þess, þótt undarlegt
megi virðast, að það var rótgróin
trú hér allt fram á þennan ára-
tug, að þorskanet væru ekki not-
hæf veiðarfæri á Breiðafirði.
Grímúlfur hefir öðrum fremur
afsannað þessa trú, og sýnt fram
á, svo að ekki verður um villzt,
að hér sem annars staðar eru
þessi veiðafæri stórtækari en flest
önnur og ég hygg, að enginn geri
nú út við Breiðafjörð án þess að
hafa net.
Þau Þuríður og Grímúlfur eiga
gott heimili og fjögur mahnvæn-
ieg börn. Ég vil á þessum merku
tímamótum á ævi hans færa hon-
um og fjölskyldu hans beztu af-
mæliskveðjur með ósk um . að
Stykkishólmur megi enn um skeið
fá að njóta starfskrafta hans. Og
undir þá ósk veit ég að flestir
Hólmarar munu taka.
Kristinn B. Gíslason.
ÖTGERÐARMENN —
FISKFRAMLEIDENDUR!
Höfum lækkað verð á framleiðslu-
vörum okkar
Stuðlið aí sparnaSi á verímætum g-jaldeyri.
Vinsamlegast hafið samband vi<S okkur áíur en
þiS festiS kaup annars staSar.
Verö og gæði samkeppnisfært
Skrifað og skrafað
(Framhald af 7. síðui
fundi, að enn hefur ekki tckizt
að draga nægilega úr fólksstraumn
um til Reykjavíkur og veldur það
stjórnendum bæjarins ýmsum erf-
iðleikum, >sem yrðu þó meiri, ef
fólksstraumurinn utan af landi yk
ist að nýju.
Nýir fólksfíutningar
Það er alveg auðséð, hvað
verða myndi, ef sú breyting yrði
á kjördæmaskipuninni, sem nú er
fyrirhuguð af Sjálfstæðisflokknum
og fylgifiskum hans. Vald hérað-
anna minnkaði, framiarir þar
drægjust saman. Stórir fólksflutn-
ingar byrjuðu að nýju. Sjávarþorp
og sveitir myndu m cira og minna
tæmast a'f fólki. Náttúrugæðin til
lar.ds og sjávar yrðu víða van-
nýtt. Þrengjast myndi um atvinnu
í Reykjavík og á Suðurnesjum.
Um stund yrði kannske 'hægt að
'bæta úr þessu með því að auka
hernaðarvinnuna að nýju og veita
erlendum aðilum meiri tök á land
inu. Einn góðan veðurdag, væru
hernaðarstöðvarnar svo ekki tald-
ar nauðsynlegar lengur, því að
flugskeyti.n hefðu leyst þær af
hólmi. Hvar stæði þjóðin þá?
Hvert væri þá sjálfstæði hennar,
andlegt og efnalegt?
í Þessa hugsun verða menn að
hugsa til enda, ef þeir vilja gera
sér fulla grein- fyrir þeirri kjör-
dæmabreytingu, sem nú er fyrir
huguð.
Stórmálio mikla
Þegar menn athuga þetta til
fulls, mun þeim áreiðanlega verða
ljóst, að þingkosningarnar, sem
fara fram á næsta vori og snúast
munu um þessa kjördæmabreyt-
ingu, eru þær þýðingarmcstu og
örlagaríkustu, er hér ha£a farið
fram síðan 1908. Það verður kosið
aim það, hvort hætt skuli að
nytja allt landið og nýta aíla mögu
leika til þess að búa í haginn
fyrir vaxandi þjóð eða hvort byggð
in skuli að mestu dregin saman á
einn skaga og lifað þar um stund
á aukinni hernaðarvinnu. Það verð
ur kosið u;n, 'hvort slíta eigi í vax
andi mæli tengslin við sögu og
land, er bezt hafa reynzt þjóðinni
til sjálfstæðis og þroska. Það verð
ur kosið um framtíð islenzku lands
byggðarinnar.
í slíku máli ciga flokksstefnurn
ar eins og kapitalismi, sósíalismi
eða samvinnustefna ekki að ráða
úrslitum. f þessu sambandi á það
ekki að ráða, hvort kjósandinn sé
sveitamaður eða Reykvíkingur.
Hér er kosið um mál, sem varðar
alla jafnt, því að án blómlegrar
landsbyggðar, munum við ekki
heldur hafa hlómlega höfu'ðborg,
þegar fram lí'ða stundir. Hér á
það eitt að ráða, ®em menn álíta
þjóðinni muni verða fyrir beztu.
Þá mun niðurstaðan verða sú,
að árásinni á landsbyggðina verð
ur hrundið, en kosningafyrirkomu
lagið leiðrétt, án þess a'ð leggja
niður hin fornhelgu kjördæmi, er
framar öðru stuðla að nauðsyn-
legu jafnvægi í byggð landsins.
Stakkhoiti 4. — Sími 24490.
' "s: v •-■ v-.v>^ pp...>•'•' •-■"-• v-- ■ wmg
v5<.VAV.|y*lWl'VvAV>^.$i/.+*V.V.V.VVV%)5l. .V.V.'.V.V.'í.'.vÍMlvZl^.í^í*
fla
Ms. Drontiing ABexandrine
SUMARÁÆTLUN 1959
Frá Kaupmannah. 3. júlí, 17. jú!í, 31. júlí 14. ágúst, 28. ágúst
Frá Reykjavík 10. júlí 24. júlí, 7. ágúst, 21. ágúst, 4. sept.
Komið er við í Færeyjum í báðum leiðum.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
Úskilahestur
ÓSKILAHESTUR, jarpur að lit, stúf-
rifaö (eða sílt) og fjöður aftan
hægra, verður seldur á opinberu
uppboði að Reykjadal í Mosfells-
hreppi, laugardaginn 28. 'þ. m. kl.
3 e. h. Hreppstjóri Mosfellshrepps.
Dánarminning
(Framhald af 4. síðu)
hún hafi þegar haft góðan þokk-a á
Þorvaldi. Má það maklegt kalla.
Þorvaldur Kolbeins dó á bezta
aldri, að hálfnuðu a;viskeiði að
kalla má, cf mið'að er við langlífi
manna á vorum dögum. Að honum
yar mikiil mannskaði og eftirsjá.
í orðinu eftirsjá er lýst því hugar
fari að horfa fullur saknaðar á
eftir vini. Engin tunga á látlausara,
fegurra og hugþekkara orð til að
lýsa sárum söknuði og uhgartrega.
Þetta fagra orð er eldra en byggð
íslands. í því má lesa og skynja
marga harmsögu. Þó að íslending-
•ar hafi jafnan verið dulir og'.fá-
t'alaðir um hugrenningar sínar, þá
hafa þeir verið mjög ósparir á. að
rita æviminningar og yrkja erfi-
ijóð um vini sína. Þetta er augljóst
af bókmenntunum. Þjóðlegasti þátt
ur íslenzkra bókmennta og jafn-
framt sá elzti er æviminningar og
erfiljóð. Mörg þessara ijóða eru
eitt það fegursta og snjallasta, sem
kveðið hefur verið á íslenzka
tungu. Ort af mannviti og djúpum
sefa. Hér er ekki um tildur eða hé-
gómamál að ræða. Þetta á rætur
að rekja til innrætis þjóðarinnar
og þjóðhátta. Mannlýsingar íslcnzk
ar sýna hversu mannglöggir íslend
ingar hafa ætíð verið. Hver ein-
staklingur hefur verið þeim athug-
ur.arefni, yfirbragð hans og eðlis-
far. Þeir voru ættfróðir og ætt-
ræknir ágætlega. Þeim hefur légið
„mentaðr langt úr ættum ofarla
mjök“, Fámenni og strjálbýli þjóð
arinnar og lifnaðarhættir ollu því
að einstaklingurinn hvarf aldrei í
mannhafið. Hver og einn stóð sér,
var sér um vöxt og svip. íslenzkt
máltæki segir: Munur er að manns-
liðinu. Hver dugandi einstaklingur
verður dýrmætur í fámenninu, fær
mikið þegngildi. Þegar einurn slík-
um þegnskaparmanni er sviplega
svipt burtu, meðan hann er í fuliu
fjöri, verður eftir skarð í frænd-
garðinn og vinahópinn, sem stend-
ur opið og ófullt. Þá vaknar eftir-
sjáin og manni verður að snúa hug-
renning að mannskaðanum.
Með þessu forna og þjóðlega hug
arfari, sem felst í orðinu eftirsjá,
vildi eg hafa skrifað þessi minn-
ingarorð um Þorvald Kolbeins.
Að svo mæltu sendi eg frú Hildi
Kolbeins, börnum hennar og
skuldaliði kveðju einlægrar sam-
úðar.
Bjöm Sigurbjarnarson.
Mál og menning
(Framhay af 5. =íðu)
skjóla en fata. Ekki þori ég þó að
fullyrða, að orðið skjóla sé hvergi
annars stáðar notað.
Jón F. Hjartar íþróttakennari
skrifar mcr bréf, dags. á Flateyri
5. febr., þar scm iiann víkur að
orðinu flautabolli, >sem ég minntist
á í orðasambandinu a'ð sækja
flautabollann sinn. Ekki hefir Jón
þó heyrt þeíta orðtak, en hann
þekkir orðmyndina flautarbolli.
Um það orð farast Jóni svo
orð í bréfi sfou:
í æsku minni heyrði ég oft tal
að um flautarbolla. Þegar kjötið
var soðið . . . i'Iaut alltaf ofan á
í pottinum anikil fita. Þessi fita
var tekin ofan af (fleytt af) með
skeið og látin í flautarbollann.
Úr flautarbollanum fékk maður
>sér þá t- d. hangiflot með harð-
fiski eða annað flot . . . ég man
ekki, hvort þetta var siður í
Súgandafirði eða í Lokinlhömr
um, en þar var ég smali í þrjú
sumur.
Gaman væri að heyra meira um
flautabollann eða flautarbollann.
H.H.
Rafmyndir hf. Lindarg. 9a, sími 10295
HttmœmœajHsan::::::::;
ii
H
Blaðburður
TÍMANN vantar ungling til blaðburðar um
MELANA
AFGREIOSL AN
Sími 12323.