Alþýðublaðið - 16.09.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ | íslendingar H íslendingar [(] ísiendingar styðja ísienzkan iðnað. flytja vörur sínar á íslenzkum skipum. sjó- og bruna-tryggja hjá Sjóvátryggingafélagi ísiands stræti til breikkunar „b'otnlangan- um“. Nánar á morgun. St. „Skjaldbreíð“. Fundur í kvöld á venjulegum staö og tíma. - Ólafur Friðriks- son taiar. Fjölmenni^! Nýja smíðakerfið „herbergið mitt“, sem notað er mikift við smíðakenslu í barna- og unglinga-skólum í Banmörku, er til sýnis i smíðasalnum í barnaskóla Reykjavikur á morg- un kl. 3—7 e. h. og á sunnudag- inn kl. 1 —6 e. h. Þess skal getið, að [retta er fyrsta kerfið af þess- ari tegund, sem kornið hefir til landsins. -- Allir velkomnir. Ó- keypis aðgangur. Togararnir. „Tryggvi gamli“ kom af veið- (Um í gær með 900 kassa ísfiskjar og fór til Englands með aflann. Enskur togari kom hingað í. gær og- skilaði af sér fiskileiðsögu- manni. Útvarpið í kvöld: Kl. 7: Veöurskeyti. Kl. 7 og 10 mín.: Barnasögur. Kl. 71/2; Upplestur (Tómas Guðmundsson). Kl. 8: Fiðluleikur (Þórarinn Guð- mundsson). Kl. 8ió: .Upplestur (Reinh. Richter). Kl. 9: Tímamerki og endurvarp. ísfisksala. „Karlsefni" seldi afia sinn í Énglandi fyrir 818 stpd. Knattspyrnumóti 3. aldursllokks lyktaði þannig j gær, að „K. R.“ vann „Val‘‘ með 1:0 og „Víkirigur“ „Fram" með 1 : ().. Veðrið var fremur and- stætt til leiks. „K. R.“ bar sigur úr býtum á mótinu og fékk að launum nýjan bikar, er knatt- spyrnuráðjð gaf. Afhenti Erlend- ur Péturson því hann að leiks- lokum. Aðalfundur Sundfélags Reykja- víkur var haldinn í gærkveld-i í Iðnó. Þar var samþykt i einu hljóði! svofeld tillaga: „Aðalfundur Sundfélags Reykjavíkur skorar á bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar að veita nú þegar ríflegan styrk til sundhallarbyggingar í Reykjavík og vinna að }>vi í sambandi viö alþingi og í. S. i., að sundhöllin verði að fullu byggð í'yrir 1930.“ — Stjórn félagslns var endurkos- in með öllum greiddum atkvæð- um. Eru T henni þessir: Erlingur Pálsson formaður, Vaidimar Sveinbjörnsson ritari, Jóhann Þor- láksson féhirðir, Ingibjörg Brands' varaformaður og' Ólafur Pálsson meðstjórnandi. Sundfélagið er ungt félag, ekki nema ársgamalt. lleíir það þó afrekað allmikið til eflingar sundíþróttirini hér í bæn- um. Starfrækti það sundskálann í Örfiriseyju í sumar og hef.ir ank þess á ýmsan hátt örvað menn til sundiðkana, enda er félagið vinsælt meðal bæjarbúa, og fjölg- hr félögum stcðugt. Hefir félag- ið nú byrjað að taka við æfifé- lögum gegn 25 króna gjaldi. Hafa þegar gerst æfifélagar: Jón Þor- láksson fyrr forsætisráðherra. sendiherra Bana og Ingibjörg Brands. Margir fleiri hefir heyrst a‘ð ætli að gerast æfifélagar, og ættu þeir sem fyrst að snúa sér t'ii einhvers. úr stjórninni. Málefn- ið er gott og starfssviðið óend- anlegt. Þutía því allir að leggja sitt iið. Veðrið. Hiti 7— 1 stig. Víðast norðlæg átt. Víða hvöss og allhvöss. Snjó- konna á Grímsstöðunl. Sums stað- ar regn. Djúp loftvægislægð um Færeyjar á suðausturleið, en hæð yfir Norður-Grænlandi. Útlit: Hvöss norðanátt hér á Suðvest- urlandi í dag og allhvöss norð- austanátt í nótt. Þurt vt^iur. Hvassviðri og kraparegn i dag á Austurlandi og allhvast ann- ars staðar. Veðrið mun lægja vjða. í nótt. Einar E. Markan, sörigvarinn góðkunni, heldur síðustu söngskemtun sína á sunnudaginn kemur í Gamla Bíó kl, 4 síðdegis. Hann er nú á för- um héðan til Þýzkalands til fram-, haldsnáms og mun því ekki koma hingað aftur að sinni. Þó að Ein- ar sé einn af yngstu söngmönn- um vorum, þá er hann mjög efni- legur og hefir getið sér hirin bezta oröstír, t. d. í Noregi, þar sem hann hefir numið söng og söng- fræði. Aðgöngumiðar að þessari söngskemtun Einars fást í bóka- verzlun S. Eymundssonar og í hljóÖfæraverzlun K. Viðar, og mun réttara að tryggja, sér þá í tíir.a. Hlutaveltu heldur kvenféiagið „Hringur- inn" að hressirigarhælinu í Kópa- ‘vogi á sunnudaginn kemur. Munu margir taka sér fari suður eft- ir, bæði til að skoða hælið og skemta sér á staönum. Nýkomið mikið úrval aS iimrðmm- uðum speglum. Lndvig Storr, sími 333. Einkaleyfi hefir Englendingur einn í Lund- únum, John Templer að nafni, nýlega fengið á íhvolfum eða ho r n b ey gðum b o tn v ör p uh 1 era. „Tennis“-mót fyrir konur. , K. R.“ hélt innanféiags-„tenn- is“-mót fyrir konur. Keppendur voru sex. Hlutskörpust varðiSig- ríður Símonardóttir verzlunarmær. Hjálpræðisherinn. Kveðjusamkoma fyrir adj. og frú Johnsen verður kl. 8V2 í kvöld. Inngangseyrir er 25 aurar. Fjölmennið á samkomuna og sýnið með j)ví, að þér kunn- ið að meta starf þeirra hjóna í [rarfir þjóðarinnar. G. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund........kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 121,94 100 kr. sænskar .... — 122,55 100 kr. norskar .... — 120,29 Dollar...............—’ 4,56 * 100 frankar franskir. . . — 18,05 100 gyllini hollenzk . . — 182,91 100 gullmftrk pýzk ... — 108,46 Smásöluverð í ágúst hefir samkvæmt Hag- tíðindunum verið 239 í byrjun mánaðarins miðað við 100 i júlí 1914. Eftir því hefir verðið hækkt að um l»/o í júlí, en um rúma 4% síðan í júníbyrjun. Verðið er þó um 40/0 lægra. en í ágúst í fyrra. Búreikningsvísitalan sýnir nær sömu dýrtíð og í fyrra og meiri í ágúst en í j-úlí í ár. OWllMÓ Bestu rafgeymar fyrir bíla, sem unt ,er að fá. Willard lefir 25 ára reynslu. Willard smiðar geyrna fyr- ir alls konar bila, margar stærðir. Kaupið jiað be2:ta, kaupið Willard. Fást hjá Eiríki Hjartarsyni,Laugav 20 B, Klapparstigsmegin. Van Hoitens konfekt.og átsukkulaði er annálað um all- an heim fyrir gæði. í heildsöju hjá Tóhaksverzl. islands h.f. Munið eftir hinu fjölbreitta úrvali af veggmyndum ís- lenzkum og útleudum. Skipa- myndir og fl. Sporöskjurammar. Freyjugötu 11, sími 2105. Myndir innrammaðar á sama stað. Smídud kjöt- og slátur-ílát og gert við gömul. Freyjugötu 25 B. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiijóð og alla smáprentun, sími 2170. Til sölu hefi ég enn nokkur hús með lausum ibúðum 1. okt„ bæði hálfar og lieilar eignir, mismunandi að verði og gæðum. Útborganir frá 4 til 15 þús. krón- ur. Semja þarf sem allra fyrst. Viðtalstími til 1. okt. frá 5—7 og eftir ki. 8 á kvöldin. — Sími 327. Jönas H. Jónsson. Tvær litlar eikartunnur og not- uð eldavél til scfu. A. v á. Kenmraskölapilhlr (3. bekkjar) óskar eftir aö kenna börnum í góðu húsi í vetur gegn fæði. A. v. á. Skólatöskur, pennastokkar, stíla- bækur, pennar og blýantar er sem fyrr ódýrast í Bókabúðinni, Laugavegi 46. , Ritstjóri og ábyrgðarinaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.