Tíminn - 13.03.1959, Blaðsíða 8
TÍMINN, fðsturiaginn 13. marz 1959.
8
Fræ'Sslukvöld
(Framhald aí 7. síðul
hveiti í einu, en það má geyma
marga daga á köldum stað, sé vel
frá þvi gengið, og sparar það
vinnu. Hreinsun á síld sýndi hún
einnig og ræddi nokkuð um hve
æskilegt væri að nota þann ágæta
fisk sem mest.
Úthlutað var bæklingi frá
fræðsludeild S.Í.S., sem heitir
„Maíur er mannsins megin“, og
erú 'í honum ýmsar nytsamar upp-
iýsingar um næringarefnafræði,
hæfilega líkamsþyngd o. fl., auk
mataruppskrifta, sem frú Vilborg
héfir tekið saman.
Smávegis vörusýning frá KRON
var á fundinum og veittar upplýs-
ingar um verðlag og gæði varanna.
Var kvöldið allt hið ánægjulegasta.
Veitingar voru bornar af rausn,
bæði réttirnir, sem matreiddir
voru í sýnikennslunni og kaffi og
pönnukökur á eftir. Meðan gest-
irnir gæddu sér á veítingunum,
sýndi Vilborg eld'húshnífa, lýsti
'kostum þeirra og göllum og benti
á hvað hafa skyldi til hliðsjónar,
þegar slik áhöld eru keypt.
Varðandi fræðslustarfsemi á veg
um kaupfélaga utan Reykjavíkur
sagði Olga Ágústsdóttir að fyrir-
hugað væri, að hún og matreiðslu-
kennari ferðuðust í sumar á milli
kaupfélaga, sem óska eftir hús-
mæðrafræðslu. Verðui- reynt áð út-
búa sem fjölbreyttasta dagskrá,
svo að fundirnir geti í senn orðið
til fræðslu og skemmtunar. Fengn
ar hafa verið kvikmyndir frá
sænsku samvinnufélögunum um
ýmis atriði og verða gerðir við
þær íslenzkir textar. Koma þær
kvikmyndasýningar að nokkru
leyti í staðinn fyrir vörusýningarn-
ar, sem tíðkazt hafa undanfarin ár.
Fræðsla í næringarefnafræði verð
ur aukin frá því sem vcrið hefir.
Undir haustið verður .fengin
saumakona til að starfa að kennálu
hjá kaupfélögunum og leiðbeinir
hún þá jafnframt um notkun Butt-
ericksniða, en meðferð þeirra er
kennd í kjörbúð S.Í.S. í Reykjavík.
Smánáms'keið hafa verið haldin í
meðferð snyrtivara í sambandi við
fræðslu um almennan þrifnað,
bæði í Samvinnuskólanum og hjá
starfsliði S.Í.S. Erfitt mun þó reyn
ast að hafa nóg efni til að taka þá
grein með í fræðsluferðirnar um
landið.
Sænska samvinnuhreyfingin hef-
ir lengi staðið með miklum blóma
og þar starfa sérstök kvenfélög af
áhuga og krafti. Mættum við um
rnargt taka hús'freyjurnar þar okk
ur til fyrirmyndar um það hvernig
konur eiga að láta til sín taka á
þeim vettvangi.
Það er misskilningur hjá hús-
mæðrum, sem skipta við kaupfé-
lög, að taka því þegjandi, ef þær
eru óánægðar með vöruval og enn
þá meiri misskilningur hjá starfs-
liði kaupfélaganna, ef slíkar að-
finnslur eru ekki teknar til greina
svo sem framast er unnt. Engum
stendur nær en húsfreyjunum,
sem skipta við samvinnufélögin
að láta þess getið, ef þær eru t. d.
óánægðar með framleiðslu þeirra
fyrirtækja, sem rekin eru af s'am-
vinnufélögunum. Það verður þung-
ur áfellisdómur ef það sannast,
sem stundum heyrist fleygt, að
þar sem ekki sé hæfileg sam-
keppni milli kaupmannaverzlunar
og kaupfélaga, milli einkaatvinnu-
rekstrar og atvinnurekstrar á sam-
vinnugrundvelli, þá verði niður-
staðan sú, að engu betra sé við það
fyrirtæki að fást, sem rekið sé á
samvinnugrundvelli en það, sem
rekið sé af einstaklingum. Hvaða
starfi, sem starfsmenn samvinnu-
félaga gegna, mega þeir ekki
gleyma því, að þeir eru í þjónustu
viðskiptamanna sinna, fyrir þeirra
fjármagn eru fyrirtækin starfrækt
og ef það gleymist, þá er horfið
af grundvelli samvinnustefnunnar.
Að lokum vil ég þakka þeim, er
að fræðslukvöldum KRON hafa
staðið, fyrir ánægjulega kvöld-
stund og vona að fræðslustarfsem-
in verði engu siður vinsæl og hag-
kvæm fyrir húsfreyjur annars stað
ar á landinu.
Sigríður Thorlacius.
Blátt OMO
skilar yður
hvítasta þvottl
í heimi!
Einnig bezt fyrir mislitan
X-DMO 34/EN-2Í4S
■miiimiuuiiuiiuiiuiutuuuiiiiiiiiuniniinniiiiiiiiiiuuit!iiitiniiiuiniinmmii«íifiniiniiiiiir'iiiimiiiiiii!!imiitiiiiniHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiniiiiinii
DRATTARVELATRYGGINGAR
Óhöpp gera ekki boö á undan sér
en öilum dráttarvélaeigendum standa til boía eítirfarandi trygg-
ingar me'ð mjög hagstætium kjörum:
1. Lögbo'Önar ábyrgÖartryggingar á dráttarvélum, sam-
kvæmt ákvæíum hinna nýju umferðalaga.
2. Kasko-tryggingar fyrir skemmdum á vélunum sjálfum.
3. Bruoatrygging á dráttarvélum.
Umboð í öllum kaupféiögum landsins.
(Khmciíajr
Sambandshúsinu — Sími 17080
Á víðavangi
(Framhald af 7. síðu)
arra þeirra flokka, er kjördæma
breytingunni fylgja. Framsóknar
flokkurinn hefur ckki ncma 17
þingmenn áf 52. Til þess að
koma í veg fyrir kjördæmatil-
ræðið þyrfti hann að bæta við
sig 10 þingsætum. Og sanit er
sigurinn ekki nema „nokkurn
veginn tryggður“. Svo lítur út
fyrir, að Vísir óttist að það séu
fleiri en Framsóknarmenn einir,
sem líti hið nýja „réttlæti"
nokkru hornauga.
3. síðan
Með þessu fær Lacaze-málið á
sig pólitískan blæ, — ásamt mörg
um öðrum leyndardómum, meðal
annars einu dauðsfallinu til við-
'bótar. Marokkóbaðið „Maroc-
Press“, var upprunalega í eigu
Walters. Hann setti ritstjóra ann
ars blaðs, „Lemaigre Dubreuil"
yfir 'blaðið, en hann var myrtur
í júní sama ár af óþekktum mönn
um, sem þó hafa sennilega til-
heyrt þeim sem voru óánægðir
með 'hina frjálslyndu pólitík sem
rekin var í blaði hans. Það munu
hafa verið þessir sömu menn, sem
stóðu að baki tilræðisins gegn
Mendes France. Morðingjarnir
fundust aldrei.
„Prófmál" 5. lýðveldisins
Lacaze-málið er hreinasti hval-
reki á fjörur æsiblaðanna frönsku,
en betri blöðin hafa einnig rætt
það mikið. Þar hefur „Le Monde“
verið í fararbroddi, og niðurstöð-
ur þess eru að hér sé ekki einvörð
ungu um að ræða glæpamál, held
ur sé málið eins konar prófmál til
handa 5. franska lýðveldinu. Það
er eigiriiega „erft“ frá því 4„ og
það er undir lýðveldi de Gaulle
komið, að sanna að komist sé til
botns í málum sem þessum —
iþrátt fyrir að pólitískir áhrifa-
menn, auðmenn og kunnir borgar-
ar eigi hlut að máli.
Refaskyttur
(Framhald af 5. síðu)
leiða saman í huga sínum, hin
ýmsu kjör nú og eigin afla, í gamla
daga. Miklar hafa líka breytingarn-
ar orðið. En — takmarkið ætti að
vera óbreytt. Þu'ö er að vinna
þannig, að eyðingu refanna, að af-
köstin séu eftirsóknarverðust, og
þá auðvitað vel borguð. Þá verða
það færustu mennirnir, scm rfrek-
ast gefa sig í starfið. Og það eru
einmitt sömu mennirnir,' sem bezt-
an hafa viljann og mestu getuna,
og fúsastir eru að fórna miklu,
fyrir góðan árangur. Slíka lausn
mála munu allir telja æskilegasta
Bóndadaginn 1959.
Theodór Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi.
Landbúnaðarmál
(Framhald af 5. síðu)
að „Framleiðsluráðið hugsaði í
mjólk“(!). Ræðumaður kvaðst
vilja, án þess áð hætta sér nánar
inn á þetta deilumál, nefna nokkr-
ar tölur til að .gefa mynd af þessu
eins og það var 1947 og eins og
það er núna.
í verðlagsgrundvelli 1947 var
ætlað, að 63,4% tekna bóndans
kæmi frá nautgripum,. en 29,4%
frá sauðfénu. í grundvellinum frá
1. sept. 1958 eru tekjur aí naut-
.gripum ætlaðar 58% en af sauðfé
36,9% af heildartekjunum. Magn
mjólkur í grundvellinum hefir
aukizt um nærri 28% en magn
dilka og geidfjárkjöts' um 29,7%.
Ræðumaður sagði, að ef grund-
vallarverðið fyrir dilkakjöt og
mjólk 1947 og 1957 væri athugað,
kæmi í ljós, að 1947 var gert ráð
fyrir því, að bændur gætu fengið
kr. 9,20 fyrir hvert kg. 1. fl. dilka-
kjöts, en kr. 22,20 1958. Væri
þetta 141,3% aukning. Árið 1947
hafi verið reiknað með 1,65 kr.
Minningaror’ð
(Framhaid af 4. síðu)
spurðum, \-ar svarið oftast á þessa
ieið: „Blessaður, nú er ég fínn“,
og þegar verst lét sagði hann: Al-
veg verra, maður“ — og síðan ekki
me'ir.
Alltaf var hann að spyrja um
líðan þeirra, sem húð höfðu gefið,
og sárnaði 'honurn mjög, að þeir
skyldu missa þennan tíma frá
námi.
Mér er sérstaklega minnisstætt,
þegar komið var með illa brennd-
an mann i næsta herbergi við lilið-
ina á honum. Þegar honum barst
sú fregn, var hið fyrsta, sem hann
sagði: „Aumingjans, aumingja mað
urinn að eiga þetta allt eftir. Eg
finn til með honurn". — Svona var
Sigurður. Hann þekkti ekki eigin-
girni.
Eftir lát hans, og reyndar strax
eftir slysið, kepptist fólk um að
votta okkur -samúð sína, jafnvel
fólk, sem við þekktum ekkert, en
sem vissi, að við vorum landar
hans. Það stöðvaði okkur á götu,
til þess að votta samúð sína, og
það leyndi sér ekki, að það var í
einlægni gert.
Hjá þeim, sem þekktu Sigurð
persónulega, var viðkvæðið oftast
á þessa leið: Það var ekki aðeins,
að hann væri alltaf glaður og kát-
ur, heldur líka svo góður í sér. Já,
hann var vissulega einstæður mað-
ur“. Þetta var vissulega í einlægni
ságt, því Þjóðverjar farast -ekki af
hreinum leikaraskap.
Hér í Erlangen stóð háskólinn
fyrir látlausri en hjartnæmri at-
höfn, sem fór fram 26. febrúar sl.
Margir blómsveigar bárust og
sýndi það bezt hugi manna hór,
enda veit óg, að rektor háskólans
mælti fyrir munn allra, er honum
fórust orð eitthvað á þessa leið:
Sigurður Jóhannsson var hingáð
kominn til þess að stunda nám í
tannlækningum og því var hann
gestur skólans. Að okkur er þung-
ur haxmur kveðinn yfir hinum dap-
urlegu örlögum hans. Hann er
fyrsti útleoidingurinh, sem kveður
þennan skóla að eilífu, og það eitt
nægir til þess að gera hann ó-
gleymanlegian íbúum Baiersdorfs
og Erlangen. En það er annað, sem
þyngra er á metaskálunum. Öll
vitum við, að hann dó dauða píslar
vottarins, en það er hvernig hann
háði sitt dau'öastríð, sem hlýtur að
skapa virðingu fyrir þessu hrcysti-
menni, sem svo ótvírætt hefir sann-
að, að hann er kominn af víking-
unum, sem voru frumbyggjar ís-
lands, því þótt líkaminn yrði að
gefast upp, var hugrekki hans ó-
bugandi. ísland má vissulega vera
stolt af þvi að eiga slíka sonu“.
Vissulega hafði hann rétt orð að
mæla, enda kom slíkur fjöldi við
athöfnina, að margir urðu frá að
hverfa, þótt 511 sæti væru fullset-
in. Þangað komu og læknar og
hjúkrunarkomir frá sjúkrahúsinu,
sem með réttu hefðu átt að vera
að starfi, en höfðu fengið undan-
þágu til þess að vera viðstödd at-
höfnina. Þetta sýnir, hversu hann
hafði unnið hjörtu og hugi allra
með hugprýði sinnig æðruleysi.
Siggi minn.
Svo átakanlegt, sem þ;ð er, þá
hefir þú með dauða þínúm skap-
að landi þínu ógleymanlega virð-
ingu í því landi, sem þú hugðist
sækja gæfu ogframa til. Eg ©r þess
fullviss, að ég tala fyrir munn allra
íslendinga þegar ég segi, a’ð við
séum stolt af því, að þú skulir vera
íslendingur. Guð gæfi, að fleiri
væru sem þú, því sannarlega ert
þú fyrirmynd, sem ég viidi lí'kjast.
Við vinir 'þínir í Baiersdorf, er-
um hreyknir af því að hafa átt þig
að vini, og 'þótl þú sért horfinn urn
stundarsakir, munum við minnast
þín meðan við lifum. Hafðu'þökk
fyrir ógleymanlegar gieðistundir.
Þinn vinur.
Kolbeinn Pétursson.
mjólkurverði, cn 3,92 kr. árið 1957
eða 137,5% hækkun. Sé -þetta
3^8% mismunur, sauðfjáráfurðimv
í vil.
Seinni Hluti erindis Soins
Tryggvasonar verður rakinn’hór í
blaðinu á morgun.
J. J. D.