Tíminn - 15.03.1959, Side 6

Tíminn - 15.03.1959, Side 6
6 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINM Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu vi3 Lindargöto Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaSamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgrei'ðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13948 Tvö flokksþing Það er enn á va SEGJA má að venju fremur sé mannkvæmt hér i Reykjavík þessa dagana. — Tveir stjórnmálaflokkar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn halda nú hér samtímis flokksþing sín, — og munu bæði fjöl- sótt. Hvað flokksþing Fram- sóknarmanna áhrærir, þá eru mættir á því fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins og þvínær alls staðar að full tala nema úr Norður-ísa- fjarðarsýslu. Frá félögum eldri manna mætir einn fulltrúi fyrir hvern hrepp, en fleiri þó fyrir kaupstaði, og fer tala fuLltrúa þaðan eftir meðlimatölu viðkomandi fé- laga. Auk þess eru svo mætt- ir á þinginu fjöldi fulitrúa frá félögum ungra Framsókn armanna og nokkrar konur frá kvenfélögum flokksins. Alls situr þingið ífbkkuð á 5. hundrað kjörinna fulltrúa og auk þess margt gesta. Yfirstandandi flokksþing Framsóknarmanna er hið 12. í rööinni. Hið fyrsta þeirra var háð á Þingvöllum 1919. Og þótt þau hafi öll mátt kallast vel sótt, fer þó ekki milli mála, að þing það, sem nú stendur yfir, sé fjölmenn- ast og glæsilegast þeirra allra. GOTT er að minnast þess, að í fyrsta sinn á það sér nú stað i sögu Framsóknarflokks ins að hann getur haldið þing sitt í eigin húsnæði. Að' baki þeim þýðingarmikla sigri ligg ur löng barátta og hörð. Það hefur um árabil verið drau.m ur Framsóknarmanna um land allt, að geta eignazt sitt eigi'ð húsnæði í höfuðstaðn- um. En ráðamenn höfuðstað arins hafa ekki séð neina á- stæðu til að sýna liðlegheit i þeim efnum. Öllum flokk- um öðrum en Framsóknar- flokknum hefur áður verið veitt aðstaða til þess að koma sér upp húsnæði yfir starf- semi sína, og mun ekki hafa verið tregða á um fyrir- grei'öslu bæjaryfirvaldanna. Sumir eiga jafnvel fleiri en eitt. En Framsóknarmenn einir máttu standa í illvígri baráttu árum saman til þess að fá komið sér upp sínu húsi og eiga nú, þegar mark inu er loksins náð, ekkert að þakka Reykjavíkuríhaldinu, því hefði það ráðið, væru Frams.menn húsnæðislausir fyrir félags- og flokksstarf- semi sína enn í dag. Sumir menn hafa næ§ta einkenni- legar skoðanir á því, hvað er lýðræði og jafnrétti. FRAMSÓKNARMENN hafa jafnan haft þann hátt á sín um þingum, að sem flestum gefizt tækifæri og aðstaða til þess að koma þar á fram- færi skoðunum sínum á þeim málum, sem flokksþingin í'jalla um hverju sinni. — Formaður flokksins, ritari o» gjaldkeri, flytja þar sínar yfirlitsræður um stjörnmal- in almennt, flokksstarfið á milli þinga og f járhag flokks ins. Að því búnu er fulltrúum skipt niður í nefndir, sem svo taka til meðferðar hina ýmsu þætti þjóðmálastarfseminn- ar. Þannig gefst hverjum ein stökum fulltrúa á þinginu kostur á því, að segja sitt orð. Megin hluti þingfundanna fer svo í að ræða álit hinna ýmsu nefnda. Þannig leitast Framsóknarmenn við að haga- þinghöldum sínum í sem mestu samræmi við hina lýðræðislegu uppbyggingu flokksins. HÉR skal ekki mikið rætt um hinn svonefnda „lajndisfund“ Sjálfstæðis- manna, né það, hversu til hans er stofnað. Skæðar tungur segja, að til lands- funda þessara sé ekki kosið á líkan hátt og gerist í venju legum félagsskap, heldur sé þangað smalað þeim, sem flokksstj órnin treysti bezt til að segja sem tregðuminnst já og amen við því, sem hún uppástendur. Fjölmenni þess ara funda er ekki ástæða til að draga í efa, því Sjálfstæö isflokkurinn er sterkur í Reykjavik og grennd, og þarf það því ekki endilega aö vera satt, sem mælt er, að allir séu skráðir fulltrúar, sem slysast til að reka nefið inn úr dyrunum þar sem samkundur þessar eru haldn ar. En þótt ekki sé auðvelt að gera sér grein fyrir því, hvernig 800—1000 mönnum megi koma fyrir innan veggja Sjálfstæðishússins, þá vill Tíminn ekki draga í efa, að til funda þessara séu menn kosnir á venjulegan hátt og að' menn þeir, sem inn á fundinn líta séu eins margir og Mbl. segist frá. En annað vekur athygli. Við höf um séð það í blöðum Sjálf- stæðismanna og heyrt það i útvarpi, að þar séu máttar- stólpar og þingmenn Sjálf- stæðisflokksins að flytja sí- fe'ldar framsöguræður. Ekki verður annað séð, en að meein hluti fundartímans fari í það að flytja þessar eilífu framsöguræður. Venju- leo-nm fundarmönnum virðist fremur smátt skömmtuð að staðan til þess að taka þátt í umræðum. Er allt þetta með nokkrum öðrum brag pn hiá Framsóknarmönnum. Þeir leggja megin áherzlu á, að gefa sem flestum kost á að láta skoðanir sínar í ljósi og hafa á þann hátt áhrif á, Jh>ernig flokksþingið afgreið ir hin einstöku mál, sem þar eru til meðferðar. Forustulið Framsóknar- flokksins telur eðlilegra, að hlusta fremur á skoðanir og máíflutning fulltrúanna en tala í sífellu sjálft og segja fvrir verkum. Sjálfstæðis- menn vilja hins vegar láta fáa tala en marga hlusta. Foringjarnir eiga fyrst og (Framhald af 5. sí'ðu) hjálpar framleiðslunni til þess að hún stöðvist ekki eða hefji rekstur a'ð nýju — verður að gera það’ með álögum á þjóöina. Þær koma oft þungt niður á þeim efnaminni — og þannig er tekið aftur það, sem verkamenn og aðrir Iaunamenn fengu um- fram það sem var til að skipta. Tjónið fyrir launamenn af Iaunagreiöslum, sem ekki eiga stoð i veruleikanum, getur því orðið viðlíka og af of lágum launum. Þetta sýnist næsta auðskilið' mál. Leiðin til bættra lifskjara er sannarlega réttlát skipting arðs- ins — en ekki síður bættir fram- leiðsluhættir — aukin fram- leiðsla •— meira til skipta. — Stórt atriði, sem margir gleyína um of viðkomandi framleiðslu, launum og þjóð'arbúskap. En leiðin er hér sem oftar vandrötuð. Það' var eitt af grund vallaratriðum i stjórnarsáttmála fyrrverandi nkisstjórnar að reyna að komast sem mest hjá hinum illvígu verkföllum með því, að' fulltrúar launastéttanna fylgdust sem bezt með og gætu fyrir milligöngu trúnaðarmanna sinna sannfærzt um það. a'ö kaup þeirra og kjör væri eins góð og unnt væz-i. — En það er ekki auðvelt að fá verkalýðs- samtök, sem orð'ið' hafa alla tíð að sækja allan rétt sinn í greip- ar atvinnurekenda með verkföll- um, til að gjörbreyta skyndilega um vinnuaðferðir. Enda reynd- ist þetta svo að ýmsu leyti — og er ef til vill naumast þess að vænta, þegar á allt og allt er litið, að öllu lengra miðaði áleið- is við fyrstu tilraun. En ekki hefir þetta á minnsta hátt rask- að fullvissu minni um það, að svipuð vinnubrögð og fyrrver- andi ríkisstjórn reyndi að taka upp í þessu efni, eru þeir hætt- ir, sem í framtíðinni munu verða í þessum málum í endur- bættu formi, og má þá senni- lega margt læra af þeim mis- tökum, sem á uröu. Eitt af því, sem koma þarf til þess að styðja þessa vinnuað- ferð, sem er launþegum — og allri þjóðinni — mikil nauðsyn, j er ný vinnuíöggjöf. i Ef hún hefði verið komin, er næsta líklegt aö stjórnarsam- starfið hefði oröið varanlegra, farið öðruvisi úr hendi — og i betur en raun varð á. — Ný vinnulöggjöf er aðkallandi Þetta hofurn við Framsókn- armenn lengi gert okkur ljóst. Þessvegna ákváðum við Eysteinn Jónsson þegar á fyrsta ári fyrr- verandi ríkisstjórnar að fá hæfa i menn til þess að kynna sér vinnulöggjöf nágrannaland- | anna. Öfluðu þeir sér nákvæmra upplýsinga um þær reglur, sem settar hafa verið í nálægum löndum til þess að koma í verk fyrir verkföll og leíta sætta, ef verkföll verða. Kom það þá í . ljós, að verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum og í öðriim ná- lægum löndum telur verkföll svo ; hættuleg sínum eigin hagsmun- um, að sjálf verkalýðshreyfing- fremst að' flytja sín fram- söguerindi og gefa tóninn. Liðsmennirnir að rétta upp puttana til samþykkis því, að tónninn sé réttur. — Sinn er siður í landi hverju. in hefur víða sett allar megin- reglurnar urn takmörkun verk- falla. Ágallar hinnar íslenzku vinnulöggjafar eru orðnir aug- ljósir. Löggjöfin er orðin úrelt. Tíð verkföll smárra hópa hafa dregið úr þjóöartekjum og vald- ið atvinnuleysi langan tíma, hvað eftir annað', hjá stórum vinnustéttum. En á Norðurlönd- um er verkalýðshreyfingin orð- in reynslunni ríkari og-hefir hag aö’ sér samkvæmt því. Nú eru allir vinnusamningar geröir þar á sama tíma. Samningarnir voru til tveggja ára, en nú er yerið að konia á þeirri skipan, og er víöa á kcmin, að hafa samning- ana til þriggja ára. — Við ráð- herrar Framsóknarflokksins fengum þá menn, sem höfðu kynnt sér bessi mál rækilega. til að semja frumvarp, sem fylgdi mjög nákvæm greinargerð. um vinnureglngjöröir og vinnulög- gjöf í nálægum lönduni.'l frum- varpinu, sem við létunr semja, er í engu gengið lengra en verka lýðshreyfingin á Norðurlöndum hefur sjálf gert með' reglum sín- um. Ég er ekki í neinum vafa um það, að shk löggjöf á ís- landi væri eitt stærsta skrefið, sem hægt væri að stíga til þess að auka vinnufrið, auka fram- leiðsluna, bæta þjóð’arhag og ef til vill, eins og nú er komið, grundvöllur undir því, að hægt sé að koma eðlilegri skipan á efnahagsmálin. Við’ ráðherrar Framsóknar- flokksins létum jafnhliða þessu semja iagafrumvai'p um hag- deild ríkisins, sem fylgjast ætti með hag framleiðslunnar og komast aó niðurstöðu um það, hvaða kaup hæst framleiðslan gæti greitt á hverjum tíma. Við lögðum jafnframt til, að' verka- lýðshreyfingin kæmi á hjá sér hagfræðideild, sem fylgdist með hag atvinnulífsins og gæti á hvei'jum tima fullvissað sig um það', að fi-amleiðslan veitti þeim þau beztu kjör, sem hún gæti. Það kom auó'vitað ekki til mála af okkar hálfu að leggja þetta frumvarp fram, enda þýð- ingarlaust, nema i fullkominni samvinnu við' verkalýðshreyfing una. Með þetta í huga óskuðum við eftir því í ríkisstjórninni, að félagsmálaráðhei-ra, Hannibal Valdimai'sson, skipaði nefnd til þess að endurskoða vinnulög- gjöfina, með' það fyrir augum að koma þar á nýrri og betri skip an. Hannibal Valdimarsson skip aði þessa nefnd, en meirihluti hennar komst að þeirri niður- stöðu, eftir að hún hafði athug- að' hið nýja frumvarp um vinnu löggjöf, sem við afhentum nefndinni, að beztu vinnubrögð- in í þessu máli væru þau, að verkalýðshreyfingin og atvinnu- rekendur skipuðu af sinni hálfu fulltrúa til þess að ræðast við og' reyna samkomulag í þessu máli. Ég held, að því miður hafi orð' ið lítið' úr vinnubrögðum enn sem komið' er, en lengra varð ekki komizt aö sinni, og varð þá úr að leggja elcki heldur fram frumvarp um hagdeild i'íkisins, sem að vísu hafði komizt að nokkru leyti í framkvæmd i verki. Ég gef ykkur skýrslu um þetta vegna þess, að margir hafa spurt um þessi mál og þaö ekki að ó- sekju. Frumvarpið er saniið, eins og ég sagði áðan, með r?ekilegri greinargerð'. En samstarf hefur enn ekki náðst við vefkalýðs- hreyfinguna urn að fullljúka því vcrki, og án slíks samstarfs og án skilnings verkalýðshreyfing- arinnar á þessu máli er áreiðan- lega þýðingariítið . að setja slík lög. Sjálfstæðisflokkur- inn sýnir nýtt andlit Eins og menn muna, hefur Sjálfstæðisflokkurinn taiið það höfuðsynd hjá Sósíalistaflokkn- um og bezt sýna og sanna, að hér væri á ferð kommúnista- flokkur, sem ekkei't liti á þjóð- arhag, að sósíalistar hafi notað yfii'i'áð' sín yfir verkalýðshreyf- ingunni til þess að halda uppi verkföllum og hækka kaup meira en framleiðslan hafi get- að þolað. Þessi vinnubrögð' töldu þeir ganga landráðum næst, og urn annað var ekki meira skrif- að í blöðum Sjálfstæðisflokksins, þangað til fyrrverandi ríkis- stjórn tók við völdum. En þá breyttist skyndilega tónninn. Sjálfstæðisflokkurinn sá sér leik á boi'ði. Honum var það auðvit- að Ijóst, að vinnúsámningar voru til skamms tíma, vinnulög- gjöfin ófullkomin, verkalýðs- hreyfingin óvön öðrum vinnu- brögðum en að taka þær hækk- anir, sem henni buðust mestar, án tillits til annars, og að inn- byrðis var tillitslaus keppni og tortryggni milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins í verka- lýðsfélögunum. Það, sem Sjálf- stæðisflokkui'inn hafði áður for- dæmt með sterkustu orðum tungunnar, gerði hann nú að sínum eigin vinnubrögðuin þeg- ar í stað. Þegar stöðvunarlögin voru sett 1956 og kosið í stjórn verkalýðsfélaganna haustið á eftir, var herópið: Kjósið gegn kjaraskerðingarmönnunum. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.