Tíminn - 17.03.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.03.1959, Blaðsíða 4
% T í MIN N, þriðjudaginn 17. marz 195». Guðm. Jósafatsson: ■w$m. Ragnar Ásgeirsson og Rússlandssýningin Vígslumót Laugardalsvallar á vegum í. B. R. á sumrí komandi ARSÞING Iþróttabandalags leykjavíkur hófst miðvikudaginn tl. marz í Tjarnarcafé. Þetta er 15 ársþing bandalagsins og minnt- st framkvæmdastjórnin þess með 3ví að bjóða fulltrúum og öðrum gestum til kvöldverðar áður en íingstörf hófust. Hófið sátu 75 i'ulltrúar frá 22 íþróttafélögum jg 6 sérráðum innan b.andalags- ns, auk fulltrúa frá Í.S.I. og sér- ,amböndunum, íþróttafulltrúa rík sins, blaðamanna og annarra gestfl. Áður en þingfundur hófst, minnt ;t formaður bandalagsins, Gísli ialldórsson, þriggja forystumanna, em létust á síðasta ári, þeirra Er- endar Ó Péturssonar, formanns 5.R., Sigurjóns Danivalssonar, for- rnanns B.Æ.R. og Katrínar Jóns- lóttur, fulltrúa Í.K. í Fulltrúaráði B.R. | í setningarræðu sinni drap for- rnaður á helztu mál, sem efst eru baugi með íþróttafélögunum og jandalaginu, nauðsyn aukinna 1 iámsskeiða fyrir únglinga og aukn- . ngu unglingastarfsins, t. d. með .imarbúðum utan borgarinnar fyr- s' drengi, byggingu hins nýj a brótta- og sýningarhúss í Laugar- dalnum, og byggingu miðstöðvar fyrir íþróttahreyfinguna, bæði heildarsamtakanna og bandalagið og undiraðila þess, skýrslugerðir og reikningsskil félaganna og bygg ingarframkvæmdir iþróttafélag- anna síðastliðin 10 ár og fyrirhug- að vígsiumót Laugardalsvallarins n. k. sumar. Þingforseti var kosinn Jens Guð björnsson og 2. þingforseti Stefán G. Björnsson; þingritari Sveinn Björnsson og 2. meðstjórnandi Sig- urgeir Guðmannsson. Framkvæmdastjóri bandalagsins lagði fram ársskýrslu sína fyrir síðasta starfsár og kemur þar'fram að stjórnin kemur víða við í starfi sínu fyrir sameiginlegum hags- munamálum íþróttahreyfingarinn- ar. Er skýrslan ásamt reikningum gefin út í myndarlegu riti, sem er prentað og urn 100 bls. að stærð. Gjaldkeri bandalagsins, Björn Björgvinsson, gaf yfirlit yfir fjár- hag og afkomu bandalagsins, í- þróttahúss þess við Háiogaland, framkvæmdasjóðs og slysatrygg- rogarsjóðs bandalagsins á síðasta ári. Stendur fjárhagurinn traustum fótum og nemur skuldlaus eign sjóðanna og íþróttabíissins um 840 þús. kr. Enska knattspyrnan Á laugardaginn fóru fram undan ■ rslit í ensku bikarkeppninni, en ' iikaFkeppnin er hátindur ensku Unattspyrnunnar. Úrslit fengust að ins í öðrum leiknum, milli Nottm. "orest, sem sigraði Aston Villa á eikvangi Sheff. Wed., með eina narkinu í leiknum. Leikurinn var teldur lakur frá hálfu beggja lið- mna, og sigurmarkið var skorað wn miðjan síðari hálfleik. í fyrri lálfleik lék Aston Villa betur, og iWo' virtist sem liðið væri líklegt il að komast í úrslitaleikinn á 'Wembley. En þrátt fyrir sæmileg i ækifæri tókst framherjum ekki að kora. Undir lok hálfleiksins fór Vottingham liðið að sækja á, og . ókst að ná yfirhöndinni í síðari íálfleik og færði það liðinu sigur. .■Nottm. Forest hefir ekki komizt í úrslit í bikarkeppnmni á þessari öld. Hinn leiburinn var liáður á leik- velli Tottenham í London og mætt ust þar Luton Town og „sensation“ liðið úr 3. deild, Nonvich City. — Leiknum lauk með því, að jafntefli varð 1-1, og voru það nokkuð rétt lát úrslit eftir gangi leiksins. — Brown skoraði fyrir Luton í fyrri hálfleik, en Norwich tökst að jafna í þeijn síðari við glfurl-eg fagnað- arlæti áhorfenda. Þessi lið mætast aftur á morgun í Birmingham og ef Norwich sigrar þá er það í fyrsta skipti, sem lið úr 3. deild kemst í úrslit í bikarkeppninni. En Luton er erfiður andstæðingur og mun ekki gefa eftir fyrr en í fulla hnef- ana, enda mikill vegsauki að kom- ast í úrslitaleikinn, en svo iangt hef ir Luton aldrei komizt. ‘►I Aðalfundur »• i: styrktarfélags vangefinna | verður haldinn að Kirkjubæ, félagsheimili Óháða safnaðarins, sunnudaginn 22. þ. m. og hefst kl, 4 eftir hádegi. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Tiliaga um breytingar á félagslögunum. 4. Kosning eins manns í stjórn og varastjórn félagsins. 5. Önnur mál ef vera kynu. Reykjavík, 13. marz 19958. Félagsstjórnin. tjm8«::8:mmmm«mmjm:mm«m::88m:m::mt8a:mt8a««888m Í4 Verzlunarstjóri óskast fyrir nýlenduvöruverzlun í Reykjavík. Umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 23. marz, merkt: „Verzlunarstjóri“. ammnmmmmmmmmmmmmmRmmnmmmmmmmmmBmmM Fyrir þinginu lágu nokkur mál, varðandi breytingar á reglugerð- um um úthlutun aðgöngumiða, og slysatryggingarsjóðinn, samninga við S. T. E. F. og vígslumótið á Laugardalsvellinum. Var þeim öll- um vísað fil nefnda. Síðari fundurinn verður haldinn mánudaginn 23. marz sn. k. Forgjafarkeppni badmintonfélags Innanfélagsmót T. B. R. var hald ið síðastliðinn laugardag. Keppt var í imeistaraflokki og fyrsta flokki um bikara er Þórir Jónsson afhenti félagmu í karlaflokki var keppt um bikar er nefnist Walbom bikar en í kvennaflokki um bikar ■er nefnist Unnar bikar. Þessi 'keppni var forgjafarkeppni. Walbom bikar unnu Einar Jóns- son og Óskar Guðmundsson er kepptu til únslita móti Ragnari Georgssyni og Pétri O. Nikulássyni. Unnar bikar unnu Sigriður Guð- mundsdóttir og Jónína Nieljohníus- ardóttir, er kepptu til úrslita á móti Júlíönu Isebarn og Halldóru Thoroddsen. Jafnframt fór fram fceppni í 2 flokki og var þar keppt «m bikar gefinn af Páli Andréssyni. Sigurvegarar oirðu Magnús Elías- son og Walter Hjaltested en til úr- ■slita kepptu þeir á móti Gísla Theo dórssyni og Bergi Jónssyni. Aðstaða félagsins hefir aldrei verið betri en núna, 'til badminton- iðkana, því að rneð tilkomu íþrótta- húss Vals hafa skapast möguleikar fyrir alla félagsmenn að fá leigða æfingartíma í heppilegum sölum, og 'til stórbóta er það að spilað er á 4 völlum í hvoru húsi. Nú er svo komið að æfingartíniar félagsins ■eru alla daga vikunnar þ. e. a. s. þriðjudaga, miðvikudaga, og föstu daga í KR-húsinu en mánudaga, fimmtudaga og laugardaga í Vals húsinu. Síðastliðin vetur hóf T. B. R. kennslu í badminton fyrir ung- linga, þeim að kostnaðgrlausu. Fé- lagið 'hefir í því tilefni eignast spaða til að lána unglingunum. í þeim tímum mættu kennarar fé- lagsins og var geysiáhugi fyrir þess um itímum. Þessir unglingatímar eru nú á laugardögum kl. 3—4,20 ■undir stjórn Ragnars Georgssonar. Samæfingartímar ■félagsins eru alla laugardaga í Valshúsinu kl. 4,20—6,50 og eru þeir ókeypis fyr- ir alla félagsmenn. Sérstök ástæða er að benda mönnum á, að nokkrum æfingar- timum er enn óráðstafað, en V'erzl unin Hellas, Skólavörðustíg 16, út deilir tímunum fyrir félagið. Ragnar Ásgeirsson reit nú ný- verið greinarkorn í Tímann um myndasýningu þá, sem efnt var til í Þjóðminjasafninu og ætluð var til sýninga austur í Garðaríki. Virðist hann hafa allt á hornum sér vegna þess, hversu til hefur tekizt um valið á þessum gripum. Hér virðist Ragnari hafa missýnzt hrapalega. Myndvalið virðist hafa tekizt ágætlega. Það tolasir við, að þeir, sem sýninguna völdu, hafa alls ekki ætlað sér að sýna hið fegursta, sem íslenzkir mynda gerðarmenn hafa framleitt á liðn- um áratugum, heldur það gagn- stæða — ekki það sem toezt er til í íslenzkri myndgerðarmenningu, heldur íslenzka ómenningu á þessu sviði, og he.fur sú ætlan lán azt vel. Þetta sannast bezt á því, ■að 'þeim er völdu, hefur tekizt að finna í fórum Kjarvals ómynd, og auðvitað hirt hana. Er því auð- sætt, að þeim er völdu, er ekki alls varnað. Hitt er ekki eins miliið undrunarefni, þótt tekizt hafi prýðilega að þjóna þessu hlut verki með valinu úr' verkum ým- issa annarra, er þarna fljóta með, eins og t. d. Jóhannesar Jóhannes- sonar, Karls Kvarans, Kristjáns Davíðssonar og Valtýrs Pétursson- ar, því að það er alkunna, að þeim eru ómyndir auðgerðastar, og því a'uðfengnastar úr söfnum þeirra. Þói’ður Valdimarsson hefur í grein í Vísi sannað, hve Ragnari hefir missýnzt herfilega um til- gang sýningarinnar og myndavalið. Hann „sannar af lærdómi sínum“ hve sýningin er ágæt, líkt og þeg- ar Sæmundur fróði sannaði kölska að „fór nú“ væri latína, þegar kölski gekk fram á Sæmund á seln um. Sannanii’ Þórðar liggja í þeirri ábendingu, að tolöðin sýndu mynda gerð Rússa þá frábæru kurteisi að þegja um sýningu, sem þeir efndu til í Þjóðminjasafninu fyrr í vet- ur, af þeirri einföldu ástæðu, „að inesta nærgætni, sem liæigt er að sýna Sovétríkjunum varðandi þá sýningarónefnu, var að þegja um lhana.“:1)íslenzkir listdómarar hafa áreiðanlega kunnað sitt hlutverk, svo að þeim mun sæmd að, enda toætir Þórður við í lítillæti: „Þegar tekið er tillit til þess, hvílíkt hall- aræisástand2) ríkir í myndlist Sov- étríkjanna, sökum pólitísks ofstæk- is og skoðana- og tjáningarmatakúg unar,s) er hætta á að við séum að kasta perlurn fyrir svín með því að senda þeim jafngóða og vand- aða sýningu.“ Þetta er mjög prúð- mannlega mælt í garð þeirra, sem standa að þessari tilraun til víxl- kynningar á þessari tegund and- legra afreka, og mun ástæða til að þakka kurteisina. Vert er að benda á að þarna fá Rússai’ tækifæi’i til að líta upp fyrir sig til meii’i manna, því að ekki er víst, að þeir eigi þess kost á hverjum degi. Þórður talar — auðvitað af lær dómi — um að „láta loka niðri verk Van Gogh, Mattiss og Picasso, af ótta við að landsmenn hafi slæmt af að sjá hina úrkynjuðu kapitalísku málaralist." Það hlýt- ur að vera ágætt — jafnvel þótt einhverja harðstjóra þurfi til að loka þessi tetur inni þar eystra, meðan hinir xslenzku gripir hanga þar í sýningarsölum. Það eru víst ákaflega litlar líkur’ til, að þeir þoli nokkurn samantourð við ís- lendinga í því að skapa ómyndir. En væri ekki athugandi að gefa Rússum kost á að kynnast fleiru af andlegum afrekum okkar ís- lendinga? Hór kemur fyrst í hug ljóðagei’ðin. Fyrir hana enmi við fræsir. Væri ekki rétt, að Mennta málaráð skipaði nefnd manna til að annast úxwal nútímaljóða til að senda Rússum það með dótinu, sem hékk í Þjóðminjasafninu? f nefndina mundi mjög vel valið, ef til þhssa fengjust menn eins og t.d. Jónas Svavár, Stefán Hörður Grímsson og einar toragi. Hér úti á íslandi mundi eneinn telja það til „póHtísks ofstækis og skoðana- og tjáningarmatakúsunar,“ þótt slík nefnd væri skipuð af ráðinu, iafnvel bótt einn úr ráðinu kynni að hlauDa úlundan sór eins og Birgir Kiaran í þessu myndamáli. Að siálfsögðu þvvfti að snara Ijóð- um toessai’a skálda á rússnesku. En trúlegt er. að það væri mikið vanda verk. Tæplega mundu þau minnka. 2) á trúlega að vera ballæris, — nema þetta sé skáldskapur. !) Letux’breyting mín — G.J. s) mjög fallegt orð, enda víst skáldskapur. ri-M Hygglnn bóndi tryggir dráttarvél bína VAV.V.VAV.W.W.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.ViVWí $ 3 Hugheilar þakkir til allra, er sýndu mér vinsemd I; I; með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 100 ára !« ■; afmæli mínu 9. marz síðast liðinn. Og síðast en > I; ekki sízt kvenfélagi Hrunamanna fyrir rausnar- í «■ legar veitingar. S Guð blessi ykkur öll. Sfeimmn Jónsdóftir, % Hvítárdal. !j ,.V.W.,.,.V,.V.,.V.V.V.V.,.%WJV.V.*.V.V.V.W.,WA%WI '.V.VW.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.WJ i § .; Innilegar þakkir til allra hinna mörgu fjær og nær, sem sendu mér skeyti, blóm og færðu mér gjafir !‘ á afmælisdaginn minn 2. marz. Sömuleiðis þakka ég innilega kvenfélagi Óháða safnaðarins fyrir samsæti, er það hélt mér föstudaginn 13. marz. Hjartans þakkir til ykkar allra. Ingibjörg ísaksdótfir. ■s w.v.v.w.-.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.w.v.v.v.v.v.v.wv v.vwww.vv.v.v.v.v.v.v.vv.vv.v.vw.v.v.v.v.v.v Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 9. marz og gerðu mér dag- inn ógleymanlegan. Ragnheiður Ágústsdóttir, Löngumýri. vwwww.wwww.vvwwwwww.vw.v.vw.vv,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.