Tíminn - 17.03.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.03.1959, Blaðsíða 5
X ÍMIN.N, þriðjudaginn 17. marz 1959. I Stjórnskipunarlög, þar með tal- in kosningalög og kjördæmaskip- an, eru undu-staða annarrar log- gjafar. Þessari grundvallarlöggjöf má að sjálfsögðu öreyta — og vcrður að breyta á stunaum. Koma þar til margvíslega breyttir þjóð- félagshættir í tímanna rás, svo að ekki só minnzt á þá megin- breytingu, er verður, þegar þjóð, er lengi hefir lotið annan-i, fær fullt og óskorað sjaltstæði. En það leiðir af því, hverja höfuð- þýðingu slík löggjöf hefir fyrir gervalla þjóð, að þar skyldi engu breytt að rasanda ráði. Til engra lagabreytinga ber að vanda meir en þeirra, er hrófla við stjórnar- skrá og kosningalögum. Kjördæmaskipan er einn þátt- ur þessarar löggjafar — og ekki sá veigaminnsti. Kjördæmaskipan- in getur ekki í eðli sínu, frekar en aðrir þættir stjórnskipunarlaga, verið pólitískt flokksmál. Flokkar iriðlast allavega ;sumir líða undir lok, aðrir rísa á legg — og lifa skamma hríð; enn aðrir verðá lang se.ir, enda þótt breyta kunni um stefnu og starfsháttu. Augljóst mál er það, að breytingar á kjordæma- skipan ber eingöngu að rniða við hagsmuni og þarfir alþjóðar, •— allra landsins barna, hvort heldur íjólföst eru í Fljótum norður eða við Faxaflóa sunnan verðan •—, en ekki við pói»u...a nagsmuni éins eða ncins flönAV í dag eða á morgun, imyndaða eða raunveru lega. Hitt er svo eðlilegt, að gerð- ar séu nokkrar breytingar til sam ræmis við breytta þjóðlifsháttu. En eigi skyldu þær breytingar tíð- ar og þaðan af síður gerðar í flaustri. II Kjördæmaskipan hér á landi hef ir haldizt óbreytt í höfuðdráttum állt'frá því er Alþingi var endur- reist. Skipting landsins í kjör- dæmi var ekki gerð út í bláinn. Hún var reist á sögulegum og þjóðhagslegum girunni, þar sem hver sýsla, hvert lögsagnarum- dæmi, var sérstakt kjordæmi. Þetta var eðlileg skipting og næsta farsæk Sýslurnar voru og eru enn í dag sjálfstæðar heildir, sögulogar, menningarlegar, fjár- hagslegar og félagslegar einingar, skýrt markaðar. Kjördæmaskipan inni var að vísu breytt er tímar liðu fram, breytt, en ekki bylt. Kjördæmum var fjölgað, er kaup- staðir uxu; sýslum var skipt. En við grundvellinum hefir ekki ver- ið hróffað í 100 ár, hinum eðli- lega grundvelli. Ekkert sannar bctur, hversu traustur hann er. Fyrir aldarfjórðungi var lögfest uppbótarkerfið svokallaða, er tryggir þingsæti frambjóðendum, er kjósendur hafa hafnað. 1942 voru teknar upp hlutfallskosning- ar í tvímenningskjördæmum; mun slíkt vera einstakt fyrirbrigði í kosningalöggjöf. Báðar voru þess- ar breytingar býsna vafasamar, énda miðaðar við hagsmuni póli- ískra flokka en ekki þaríir kjós- enda. En þrátt fyrir það var grund vellinum, hinni fornu kjördæma- skipan, ekki raskað. Lýsti og for- maður stærsta stjórnmálaflokks- iris, þess er. fvrir breytirigunum beittist, yfir því á Alþingi 1942, að-áf þeim grundvelli mundi flokk tu hans aldrei. víl<ja! - . III En nú er annað uppi. Það hefir orðið tu tíðinda, að reykvískir forustumenn tveggja stjórnmálaflokka hafa tekið hond um saman um að bylta í eimi vet- fangi hinum sögulega, hefðbundna grundvelli, leggja niður við trog hin fornu kjördæmi, öll nema eitt, slengja þeijn saman í fá kjördæmi og stór, með meira og minna ólik- um og óskyldum atvinnuháttum og hagsmunum — og hrista kjós- endur í hálfum og heiium lands- fjórðungum rækilega saman líkt og einhvers konar elixír eða undra blöndu. Þessa einstöku ákvörðun tóku forráðamenn flokkanna — stóra ílokksins, sem skipar, og litla flokksins, sem hlýðir, — allt í einu og undirbúningslaust, rétt eins og þeir væru réttarstjórar og hér væri ekki um annað né meira að ræða cn ráðstöfun óskilafjár. Gísli Magnusson, Eyhildarholti: Við mótmælum allir fráleit dæmi þessara fráleitu til- mönnum, að þeir geta með engu móti beðið til loka kjörtímabils- ins, aðeins eitt ár, ef vera mætti, að þetta stórmál gæti þá fengið svo vandaðan undirbúning að við mæti hlíta. Nei. Hér þarf að hafa hraðan á og hespa málið af áður en------áður en hvað? — — jú, áður en almenningur áttar sig á, að hér á að vinna þjóðfélagslegt hermdarverk. Fáeinir menn sitja á Iokuðitm fundi. Þeir hafa engar sveiflur á því en koma sér saman um það á stundinni, að Hrútfirðingar (vest an fjarðar) og ísfirðingar skuli dregnir saman í dilk, slíkt hið sama Miðfirðingar og Siglfirðing- ar, Langnesingar og Akureyring- ar, Öræfingar og Seyðfirðingar, Gnúpverjar og Vestmannaeying- ar, — svo að nefnd séu nokkur fráleit dæmi þessara fráleitu til- lagna. IV Manni verður að spyrja: Hver er tilgangur þessara góðu manna? Er það jafnræði kjósenda, jöfnun kosningaréttar, sem fyrir þeim vakir? Við skulum athuga það. Hlutfallskosningar tryggja ekki jafnræði kjósenda. Því til sönnun,- ar má benda á að þess eru dæmi, innlend og erlend, gömul og ný, að minnihluti kjósenda fær meiri hluta fulltrúa. Stór kjördæmi með hlutfallskosningum eru því sízt hetur til þess fallin að tryggja jafnrétli kjósenda en lítil kjör- dæmi — einmenmngskjördæmi. Og — meðal annarra orða: Hvers vegna gangast forkólfar Alþýðu- fi. og Sjálfstæðisfl. (hann er líka verkalýðsflokkur — á stundum!) þessir miklu og óeigingjörnu post- ular réttlætisins, ekki fyrir því, eð teknar séu upp hlutbundnar kosningar í öllum verkalýðsfélög- um og kosið sé hlufallskosningum til Alþýðusambandsþings? — Sann leikurinn er sá, að ljóminn yfir hlutfalls'kosningum hefir þorrið njeð þjóðinni. Kemur þar til,-m.a. erlend reynsla, sem engan veg- inn er þeim í vil. Sumir vitna til Búnaðarþings um ágæti hluti'alls- kosninga. En í engu hafa þær aukið veg þeirrar virðulegu stofn- unar. Jafm-æði kjósenda er af sumimj talið vera fólgið í því, að fylgt sé höfðatölureglu svokailaðri. Til að ná slíkum jöfnuði — að svo miklu leyti sem æskilegt má telj- as't -— liggur annað beinna við én að jafna við jörðu hin gömht fojör- dærni, — sú hin sarna leið -og far- ir, hefir " verið: kjördæmtim skipt, ný tekin upp og þingmönn- um f-jölgað þar, sem þéttist byggð in og mannfjöigun var mest. Má svo enn gera — og raskar í engu hinum forna grundvelli. Annars er það syo um höfða- tiiluna, að hún, út af fyrir sig, e'r hvorki gildur né. réttlátur mæli-. kvarði við ákvörðun kjördæma ög tölu þ.ingmgnna. Þar -kemur "tíl', aðstöðumunur kjósenda. í Reykja- vík situr ríkis'Stjórri og\ Alþirtgi,- Þar eru ailar æðstu og helztn stpfiaanir þjóðarinnar, Þar er yfir síjó:n allra .málá.. Hver immdi; hafa flairi tækifæri ög 'betri 'að- stöou til að konia ár -sinni fyrir bqrð, höfuðstaðarbúinn eðá Norð- unÞingeyingurinn, — og; hve' mörgum sinnum betri —- syo að beirt sé■ á aðstöðiimun kjósénda í- tveiin.ur kjördæmum, sitt■' á 'hvóru- lqndshófni, Það er sitt hvað, að hafa himna ríki í hlaðvarpanúm eða hinum’ megin við öll öræfi. Víst lætur það vel í eyrum, að allír skuli hafa jafnan rétt. En þess ber að gæta, að „jöfntin" kjördæma eftir fólksfiölda er ekki sama og jöfnun áhrifa. Eða skyldi það vera einskær tilviljun eða at- hugaleysi að sjálf höfuðborg Bandaríkjamanna, þeirrar miklu lýðræðisþjóðar, hefir engan þing- mann? Hún verður að Iáta sér nægja að hafa þingið og ríkis- stjórnina innan sinna vébanda. ísland er minns'ta ríkið í sam- félgi hinna sameinuðu þjóða. Á ailsherjarþingi Sameinuðu þjóð- ánna hafa öll ríki jafnan rétt, eitt atkvæði hvert, án tillits til mannfjölda. Atkvæði íslands er jafngilt atkvæði þeirra þjóða, sem eru 1000 sinnum mannfleiri. Ekki hafa heyrzt íslenzkar raddir um að þessu bæri að breyta. Hitt er dálítiö kaldhæðnislegt, ef þetta ininnsta riki jarðar leiðir höfða- ■töluregluna lil hásætis heima hjá sér, en gefur dauðann í hana er á allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna kemur. „Rétlæti hér, rang- læti þar“. — Þannig á það að vex-a. Nei. Það er ekki réttlæti, ekki raunverulegt jafnræði kjósenda um áhrif á löggjöf og stjórnarfar, sem stefnt er að. V Ef til vill er það umhyggja fyirir landsbyggðinni, sem fyrir foringj- unum vakir. Þá er að líta á það. Þess er þá fyrst að geta, að gömlu kjördæmin eru ekki stærri en svo, að þingmenn þeirra þekkja persónulega hvern kjósanda að kalla, áhugamál hans og þarfir kjördæmis'ins alls út í æsar. Milli þingmanns og kjósanda verða per- sónuleg tengsl, sein báðum eru mikils virði, og þingmaðurinn finn ur til ríkrar ábyrgðar gagnvart kjördæminu í heild. Bjarni Bene- diktsson oi'ðaði þetta svo í i'æðu, er hanh flutti fj’rir 6 árum, að einmenningskjördæmi (í Rvík) mundu „hafa í för með sér miklu nánai-a samband þingmanns og kjósenda en verið hefir“. Og hann fullyrðir, að einmenningskjör- dæmi mundi verða „mikill ávinn- ingur fyrir kjósendur.“ Bjarni Ben. sagði satt í janúar- mánuði 1953. Þetta ei-u augljósar sta'ðreyndir. Nú er staðreyndum snúið við. Nú á hagsmunum gervallrar lands byggðar að vei*a betur borgið, sé gömlu kjördæmunum hrært sam- an í allsherjar grautarpotti stórra kjördæma. Nú á að höggva á per- sónuleg' tengsl þingmanna og kjós- enda og girða fyrir gei’þekkingu þingmannsins á margvíslegum þörfiuh og kröfum kjördæmisins, Trúið þið því, kjóseudur góðir, að þetta mundi reynast ykkur til mikilla hagsbóta? Nú á það að vera mikill greiði við kjósendur, að leyfa þeim að k.iósa i cinu lagi marga þingmcnn í staðinn fvrir einn eða tvo. Með sömu röksemdafærslu væri kjós- endum mestur gi-eiði gerr með því að' lofa þeim að kjósa 50—60 þingmenn, — þ.e. gera landið allt rð einu kjördæmi. Og vitaskuld er það lokamarkið, sem stefnt er að. Þetta er drjúgur áfangi á þeirri leið. Eruð þið hrifnir af þessum , gréiða“, kjosendúr? VI ■ Þessari „nýsköpiin“, að fækka kjöi-dæmum úr 28 ofaxi í 9, íylgir sá böggull, eijxn meðal annarra göðrá, að frumkvæð'i um framboð verður, að verulegu leyti, hrifið úr hondum -kjósenda og lagt á val’d flokksstjórna. P-rófkjör má; heita útiloka'ð'. Togstreitan milli- Ixinna gömlu'. kjördæma um fram- boð og röðun á lista fyrirsjáanleg, úlfúð og óánægja magnast. Fyrir þvi nuindi hið ráðandi vald um frainboð án álls efa flytjast í hend ur flokksstjórna í Reykjavík. Þær mundu ráða framjboðum, ráða- vali þingmanna, ráða skipan Al- þingis. Stjórnarfarið breytast úr lýðræði í flokksræði. Hvernig lízt ykkur á það kjós- cndur? Þeir vita hvað þeir syngja, leið- togar stóra í'lokksins og skósvein- ‘ar þeirra. VII Svo er af mörgum talið, að' með þessari fyrirhuguðu bráðabyltingu sé vegið að Framsóknarflokknum sérstaklega. Ég veit það ekki — og óttast það ekki svo mjög. Ilitt veit ég, að þetta er árás á mig og þig, ósvifin árás á okkur alla, á hagsmuni og sjálfstæði okkar allra, sem enn hírumst í sveitum og sjávax-þoi'pum þessa lands, hvaða flokki sem við annars kunn um að fylgja, hver og einn. Því er kjördæmamálið hátt yfir það hafið, að vera flokksmál. „Pólitíska fjái'festingu“ kalla þeir framkvæmdir úti á lands- byggðinni, þar sem gerðar eru að meira eða minna leyti fyrir at- beina hins opinbei'a: rafvæðingu, hafnargerðir, fiskiðjuver, vegi, brýi’, byggingai', svo að eitthvað sé nefnt. Þessa „pólitísku fjárfest- ingu“ á að stöðva að verulegu leyti, rýra afkomumöguleika fólks iris í sveit og við sjó, draga úr framleiðslunni úti um land, beina straumnum til beti'i sta'ða •— Reykjavíkur og Suðui’nesja. Með þessum hætti á að koma lagi á efnahagsmálin. Og ráðið til að koma því í ki’ing, er að skerða í nógu ríkum mæli áhx'ifavald dreifbýlisins á Alþingi. „Það var lóðið.“ Finnst ykkur ekki til um því- líka umhyggju, kjósendur um allt land? En þetta nxá aldrei verða. Við tökum höndum saman — bóndinn, sjómaðurinn, vei’kamaðurinn, og lirindum þessari vanhugsuðu árás. Öllum þykir okkur vænt um sveitina okkar og sýsluna, þorpið okkar og kaupstaðinn. Við mót- mælumf þvi allir, kjósendui’, að landið okkar sé smækkað. VIII Með lilkomu uppbótarþing- manna hófst margvíslegur glund- roði. Má vera, að nú só ætlunin eð skapa meiri festu, meira ör- yggi í ísl. stjórnai-fari, en verið hefir um hi-íð. En — er kjördæma byíting bezta ráðið? Reynslan er ólygnust. Hlutfallskosningar í stórum kjördænuim hafa gefizt misjafn- lega og víðast illa. Þær greiða fyrir myndun smáflokka. Þar sem margir eru i'Iokkar og smáir, þar er tilvalinn jarðvegur fyrir hrossa kaixp, yfirboð, ráðvillu og ringul- reið, sem ósjaldan endar með ó- sköpum. Við státum okkur af frelsi og lýðræði. Hlutfallskosn- ingar hafa á stundum orðið lýð- ræði og þingræði og öilu frelsi að fallii Þarf ekki langt að seil- ast aftur í tímann til að finna átakanleg dæmi þess. Er þetta það sem koma skal? Eigitm við að tefla okkar unga cg óharðnaða lýðveldi í þvílíka tvísýnu? Einmenningskjördæmi tx’yggja meiri festu og meira öryggi í lýð- ræðislegu stjórnarfari en nokkur sú skipan önnur, sem enn er þekkt. Þetta vita allir og viður- kenna flestir — með sjálfum. sér a. m, k. Annar aðalforingi Sjálf- stæðisfl. fór og ekki dult með þá sannfæringu sína fyrir nokkrum árum, að einmenningskjördæmi væri bezta lausnin. Hví þá þetta flan og flaustur? Hvers vegna ekki að doka við ti4 loka kjöi'- timabilsins og nota tímann til aö freista þess í fulli'i alvöru og ein- lægni, að ná samikonuilagi um eitt hvert það foi'xn, er allir gætu, eftir atvikum, unað við? Við þein-i spurningu hefir ekki fengizt svar. Kosningalögin eru meingölluð, það er satt. Þeim, þarf að breyta, En það á ekki að viðhafa þau vinntibrogð, er vel eru fallin til að blása að glóðum sundrungar, elds og lilfúöar með þjó'ðinni. Henni ríður á öðru meix'. Ekki er það festa í stjórnar- fari, sem fyrir byltingarforingjun- um vakir. Ekki heldur jafnræði nc umhyggja fyrii' kjósei’dmn. Hvað í ósköpunum er það þá? Fyrir þeim vakir eitt — og aðeins eitt: Að hrifsa í hendur flokksstjórnar áhrifavald lands- byggðarinnar með svo skjótuiii hætti, a'ð fólkið átti sig ekki é hvað undir býr og gerist sinii eigin böðull: „Þegar allt er komi?' í ki'ing“ er hægurinn hjá að gef, okkur langt nef. IX Hverjir eru svo þeir flokkax. sem fyrir byltingunni jeitast7 Það er Sjálfstæðisflokkurin fyrst og fi-emst. Hann selur lif ■ semd sína við að'halda lífinu \ ríkisstjórninni þessu verðk Or, það er Alþýðuflokkurinn líka Hann virðist vera dæmdur til a'- di'aga frarn lífið á lánum. Við sí? ustu kosningar fckk hann nokku þúsund atkvæði lánuð hjá Fram- sóknarflokknum — og launa'ð stórmaainlega! Næst fær hann ugc: laust lán hjá Sjálfstæðisflokkr um. Ella er honum háski búinr Það fer svo sem ekki illa á þv að sósíalistiskur flokkur eigi lí sitt uncfir íhaldsflokki! Engan skyldi furða á afstöð . Sjálfstæðisfl. Hann er fyrst o. fremst flokkur stór-atvinnurelc- enda og stóreignamanna á suðves urhorni landsins. Þeir eru kjarr flokksins. Þeir leggja honum f> — og skei'a ekki við mögl. Þei líta smáum augum á allan atvinni. rekstur úti um land. Þcir líta ■ það sem fíflsku eina að leggj: fram stórfé til í-aforkumála í svei um, til fiskiðjuvera og atvinni ■ tækja í kauptúnum og sjávarþorp- um. Að bruðla þannig fé út uir. allt land, — það borgar sig ekkl. P yrir því er einsætt að skerða á- hrif dreifbýlisins á löggjöf og stjórnarfar. Þetta er ef til vill skiljanleg: aistaða. Hitt er öllu torveldara til skilnings, að jxingmenn lxinn. gömlu kjördæma skuli láta haf. sig til þess að styðja þvílíkanj verknað. Og brjóstheilir mega-jxeÍL vera, þessir fáu þingbændur Sjál: stæðisflokksins-, ef. þeir leggj . hönd að því með köldu blóði or kinnroðalaust, að kála sínum eig- in kjördæmum. Um Alþýðuflokkinn gegnir öðiv. máli. Eigi Ieikur á tveim tungum a:: sú er — og hefir lengi verið — höfuðmeinsemd íslenzks stjórx.- málalífs, hversu átakanlega sundr- uð er hin fjölmenna vei'kamann.. stétt. Orsakir þeirrar sundrungai' eru nxargar og vei'ða ekki raktar hér. Sjálfstæðisflokkurinn hefi; lagt á það meginkapp, að blás; þar að glóðum elds — og orðifi furðumikið ágengt. Hitt fer þó ckki í rnilli mála, að Alþýðuflokk- urinn á þarna sjálfur þyngsla söl Öðrurn’þræði hefir hann áruxv saman háð vonlaust kapphlaup við kommúnista um ábyrgðarlaust yfi; boð á öllum mögulegum sviðun.. j A hinu Ieytinu hefir hann, ein:i slíkra flokka á Norðurlöndum.— og víðar að vísu miklu —, danci- alast aftan í íhaldsflokki ár ,og síð, alla stund fi'á því er Jór, Baldvinsson leið. Að sjálfsögð'.. á þetta við um foringjalið flokks- ins en ekki óbreytta liðsmeniv þeir hafa margir fylgzt með a! flokksli'yggð einni saman, sáró-i ánægðir flestir; aðrir horfjð á braut rne'ð ógeði. Framsóknarflokkui'inn og A.- þýðuflokkurinn eru í eðli siri.i skyldastii’ íslenzkra stjórnmáli- flokka. Þeirri tilraun, sem þessi; fiokkar gerðu fyrir síðustu kosr- ingar til að samfylkja liði gegn hentistefnu séi'hyggjumanna Sjáfi: stæðisflokksins, var fagnað af liðs inönnum Alþýðuflokksins urn al.: land. Þes'si tilraun hefði vissulégai átt að geta orðið upphaf sigu:- sællrar baráttu frjálslyndra nianna fyrir alhliða uppbyggingst hvarvetna urn landiö. En tilraunin mistókst. Og slík tilraun er dæmd til að mistakast, ef á breslur íull hei,- indi þeirra flokka, cr að henr.i standa. Alþýðuflokkurinn var ekki heill í því samstarfi, er hófst 1956. Óheilindi leiða ávallt t:l tjóns. 1 (Framhald á 8. síðu), ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.