Tíminn - 21.03.1959, Side 7

Tíminn - 21.03.1959, Side 7
T í itf I N N, laugardaginn 21. marz 1959. 7 Á nú að raska undirstöðu þjóðfélagsins? Slofnun þióðveldisins Þegar til mála kemur stórbreyt ing á kjördæmaskipan landsins, er eðlilegt, að rennt sé huga til stofn- unar þjóðveldisins forna. Lands- hlutamir gengu til stofnunar þjóð- veldisins á þeim grundvelli, að þeir ættu tiltölulega jafna hlut- deild í þeim þjóðfélagsstofnunum, sem sameinuðu landið allt, Alþingi með lögréttu og dómum, og að hér- uðin ny.tu áfram vissrar sjálfstjórn ar. Á 'þeim tímum var byggðin jafnafi um landið en síðar hefir orðið, 'sérstaklega á síðustu tímum. En svo mun hafa verið litið á, að landshlutarnir yrðu að eiga sína fulltrúa á þjóðþinginu án sérstaks tillits til fólksfjölda, enda var það eðlilegt sjónarmið, ekki sízt vegna þeirrar sjálfstjórnar, sem einstakir landshlutar höfðu notið fyrir stofn un þjóðveldisins. En auk þess hef- jr það verið mjög ríkjandi regla frá fornu íari, að sérstök afmörk- uð landssvæði ættu sína forsvars- menn og fulltrúa á þingum þjóð- lanna eða landsráðstefnum, án til- 3its til fólksfjölda, enda landið frumskiiyrði hvers sérstaks ríkis: Þegar landinu var skipt í fjórð- oinga, sættu Húnvetningar sig ekkl við að sækja til Vaðlaþings. þings, og Þingeyingar sættu sig ekki við ðað sækja til Vaðlaþings. Urðu vorþingin því fjögur í Norð lendingafjórðungi, og hélt þá hver sýsla sinni heimastjórn. Eflir að landið gekk undir kon- ung, héizt svipað fyrirkomulag um iskipun lögréttu og verið hafði á Þjóðveídisöld. Hvert hérað hélt BÍnum fulltrúum, en valdsmenn konungs komu í stað goðanna. Endurreisn Alþingis Þegar Alþingl var endurreist, var talið sjálfsagt, að sérhver sýsla fengi sian fulltrúa á þinginu, enda istendur svo í tilgkipaninni frá 1843: „Sjeifivör af landsins 19 sýslum á að vera eitt kosningarumdæmi og fyrrr hvört af þessum skal einn fulltrúi kjósast til Alþingis. Kaupstaðurinn Reykjavík, með því byggðarlagi, er heyrir til stað arins Iðgsagnar, er sömuieiðis eitt kosningai'umdæmi, sem nefnir einn alþingismann.-1 Reykjavík fékk hér einn full- trúa, vegna sinna kaupstaðarétt- inda, þótt fámenn væri. Á kjördæmaskipuninni hafa síð- an verið gerðar nokkrar breyting ar, en þær hafa ailar vérið ’gér'ðar til að fjölga þingmönnum þeirra héraða sem fólksfjölgun hefir orð- ið mest í, og til að stofna ný kjör-1 dæmi, en ekkert hérað hefir verið i svipt futlltrúa sínum og lagt undir j annað kjördæmi, enda hefir slíkt hingað til verið talið hálfgert bana ráö viS íiéruðin. Stafar þetta af því, að réttur héraðaana til fulltrúa á Alþingi var svo fomhelgur, að óráð þótti að svifta þau fulltrúa, meðan þjóð félagið hvildi á sínum forna grund velli. Breytt viðhorf Fólksfjölgunin í sumum kaup- stöðunum, sérstaklega á Suðvestur ’ landi, hefir á síðustu tímum orðið svo ör, að jafnan hefir orðið nokk uð fjölmennara um hvern þing- mann heldur en í sýslunum. Hefir þetta -vakið óánægju þeirra manna, sem halda því fram, að allt vald ■eigi aðeins að miðast við höfðalölu. Flo'kkaskipan síðari tíma hefir einnig mjög stuðlað að óánægju. Flokkamir hafa reynt að afla sér fylgis scm víðast og reynt að fá alla til að miða atkvæði sitt við pólilíska flokka, en ekki við fuil- trúa innan héraðsins. Fyrirkomu- lagið um framboð iandslista og ii:n uppbótarþingmenn hefir lyft undir þessa viðleitni og sundr- að einingunni innan héraðanna. — Þanni-g hefir verið reynt að venja k.iósandur frá fulltrúa síns héraðs ©g lil undirgefni við flokksstjórn í Rsykjavík. Nú faalda sumir,.að þessum máL um sé svo iangt komið, að óhætt Eftir Jóhann Skaftason, sýslumann só að treysta því, að nægur fjöldi manna innan sýslnanna fáist til að afneita sýslufulltrúunum og halla sór að fiokksfulltrúum, sem boðn, ir verða fram við hlutfallskosningu fyrir stór kjördæmi. Það liggur í augum uppi, að þing menn, sem kosnir yrðu fyrir stór kjördæmi, ættu þess engan kost, að kynnast svo vel högum manna innan kjördæmisins sem hægt er í minni kjördæmum, og enginn vafi er á því, að þeir myndu að jafn- aði ástunda mest að afla sér fylg- is í fjölmenninu, en íjariægustu og fámennustu héruðin yrðu al_ gerar hornrekur á þeim vettvangi. Af-kekktari héruðum mun reynast örðugt að hafa áhrif á framboð, sem ákveðin verða á flokksfund- um í fiarlægð og vart koma mönn- um sínum i örugg sæti á framboðs- listum, þar sem þeir verða að jafn. aði lítið þekktir í þéttbýlli héruð. unum. Núverandi kjördæmi eru yfirleitt ekki stærri en það, að þingmann- inum eða mönnunum sé í lófa lag- ið að kynnast vel ölhi héraðinu og ástæðum manna þar. Þeir hafa orð ið fulltrúar hóraðs síns víðar en á' Alþingi og á margan hátt stuðlað að velferðarmálum kjósenda og héraðs utan þingsalanna, en þing.j mennskan hefir greitt þar göt«; þeirra. Þetta nána samband við þing. manninn hefir átt drjúgan þátt í því að auðvelda fólki lífsbaráttuna úti í hinum dreifðu byggðum lands ins og ger,a því mögulegt að við- halda landsbygg'ðinni. Nú er stefnt að því að svifta dreifbýlið þeim stuðningi, sem hvílir á þessum nánu kynnum og umboði þing. mannsins fyrir tiltölulega takmark að svæði. Hcruðin verða sjálf að hindra þetta gerræði. Gömul saga Hér er því miður haldið áfram starfi, sem löngu er hafið og reynzt hefir þjóðinni óheillavænlegt. Ýmsar þjóðfólagsstofnanir, sem dreift var um landið, áttu drjúg- an þátt i að viðhalda þar byggð. Niðurlagning þeirra eða brott. flutningur til kaupstaðanna skildi eftir opið sár, vindurinn náði scr þar niðri og byggðin tók að blása upp....... Gömlu biskupsstóíarnir voru iagðir niður og biskupssetrið flutt til Reykjavíkur, skólarnir fornu fóru sömu leið. Einn skóli og einn biskup komu í stað tveggja. Næst var ráðizt að prestsetrum, sem um aldir höfðu verið miðdepill þjóð. lífsins í sóknunum. Byrjaö var að icggja þau niður, þar sem byggðin barðist mest í bökkum á erfiðum harðindaárum. Prestssetrin voru nokkurs konar lífakkeri. Meðan þeim var við haldið, var öruggt að byggðin hélst við umhverfis og ó- hætt var að leggja í nýbyggingar og framkvæmdir. Þegar höfuðból. ið var horfið, eða köttur kominn í ból bjarnar, varð allt óvissara og úrræðin oft færri. Fái þessi viðleitni að halda ó- hindrað áfram, má búast við að næst verði farið að fækka lækn_ unum. Svo verður stungið upp á því að slá sýslunum saman (hefir raunar þegar verið gert, en var mótmælt heima fyrir og hindrað) og rýra þar með sjáifsstjórnina heima í hinum fornu hóruðum. — Sömu leið myndu hrepparnir fara sinátt og smátt, það myndi þykja einfaldast að leggja þetta allt undir nærliggjandi kaupstað, sveitirnar lifðu hvort sem er á viðskiptum við þá. Þessi leið er alltaf farin á áföng. um. Reynt er að sannfæra menn um það. að hvert spor sé nauðsyn- legt og lengra verði ekki farið. En þegar það mál er komið í höfn, er fljótlega farið að búa jarðveginn uiidir næstu hreytingu, og þegar alltaf er haldið áfram í sömu átt_ ina, verður lokaáfanginn æði fjarri brottfararstað. % ,, Við verðum að gera okkur ljóst hve:t hér steínir. Takmarkið er að brjóta á bak aftur sjálfstjórn og áhrif dreifbýlisins og ieggja öll völd í landinu undir áróðursmenn kaupsíaðanna. Takist þeim að ná öllum röldum í sínar hendur, hækka raddir um að leggja niður landbúnað á íslandi, því hann borgi sig ekki, hægt sé að fá allar land- búnaðarafurðir ódýrari frá útlöncL um. í sveitum eiga aðeins að vera sumarskemmtistaðir og sportveiði- staðir fyrir borgarbúa og vegir og samgöngur eigi fyrst og fremst að miðast við þeirra hagsmuni. Segja má, að þetta séu ekki fagr- ar getsakir, en víst er, að í kaup slöðunum er margt fólk, sérstak- lega æskufólk, sem trúir því, að sveitirnar séu aðeins baggi á þjóð. félaginu, og því verði landbúnaður allur að leggjast niður. -Með þessum rökstuðningi er lagt til að íakmarka sem mest alla opin bcra þjónustu og framkvæmdir út um land, sem ekki er við haldið beint í þágu fjölbýlisins. Hér er rétt að henda á það, að ■mikill hluti hins fjölþætta menn_ ingarlíís, sem nú þróast í þéttbýl- inu stafar frá fóiki, sem upp er alið í dreifbýlinu eða er beint við hgl.d, ið af þvi f.óLki. • Enn: ér osannað, 'aff bofgunum okkar takist að skapa jafn holl uppeldisskilyrði, sem sveitunum og flest bendir, því mið- ur, i gagnstæða átt. Fjölga á fulltrúum í þéttbýlinu Flestum virðast. gild rök liggja ■að því, að fjölga beri alþingsmönn um í þéttbýlinu. En í því sam_ bandi er rétt að minna á það,.að fulltrúarnir eru ekki kjörnir að_ eins til að fylla atkvæðatölu, held ur til að bera fram misjöfn við- horf og hagsmunamál, og í þétt_ býli, á takmörkuðu svæði, þar sem margir eiga sömu hagsmuni, er hægt að komast af með færri full- trúa til að skýra viðhorfin. Auk þess er höfðafjöldareglan hvergi talin algild sem hinn eini réttlætisgrundvölluj- i samskiptum manna eða þjóða, enda myndi hún oft leiða til óbærilegs tillitsleysis og' ranglætis. Sérsfaða höfuðborgarinnar Höfuðborgin hefur ekki borið skarðan hlut frá borði á þjóðmála sviðinu, enda á hún raunverulega á Alþingi fjölda fulltrúa utan ■sinna heimakjörnu þingmanna. — Margir þingmenn utan af landi eiga heima í Reykjavík og eru fulltrúar heimaborgar sinnar, jafnframt því sem þeir fara með umboð annarra kjördæma. Þetta hefur mikið að segja. Auk þessara ■fulltrúa á borgin ótal aðra full- trúa á þjóðmálasviðinu og í rikis- búskapnum. Allar opinberar stofnanir, sem ná til landsins alls, hafa aðsetur í Reykjavík. Forstöðumenn þeirra eru þar heimilisfastir og eru að jafnaði góðir fulltrúar Reykjavík- ur jafnframt því sem þeir gegna starfi sínu fyrir aila þjóðina. Nefna má biskup landsins, ráðu neytisstjóra, póst- og símamála- stjóra, raforkumálastjóra sem einnig er jarðhitamálastjóri, vega- máiastjóra, fræðslumálastjóra, út- varpsstjóra, þjóðleikhússtjóra, aiia hankastjóra og allar þær stofnan ir með slarfsliði, sem heyra undir þessa st.ióra. Þá eru skólarnir: háskólinn, sem er mjög vaxandi stofnun, með öllum sínum deildum, kennaraskól inn, stýrimannaskólinn, vélstjóra- ■skólinn og ýmsir fleiri skólar. — Söfnin öll: þjóðskjalasafn, lands- bókasafn, þjóðskjalasafn, náttúru- gripasafn, listasafn. Þetta eru allt stofnanir, sem mikils virði er að hafa innan sinna vébanda. Þá má minna á ríkissjúkrahúsin. Á þcssum grundvelli hefur höf- uðborginni hlotnazt að verða heim- kynni flestallra lærðustu manna þjóðfélagsins, rithöfunda og lista- manna. Vart getur heitið, að hægt sé að festa utan Reykjavíkur nokk urn tæknifróðan mann, hvað mik- ið se;n við liggur. í Reykjavík er aðsetur stjórna allra landssambanda stéttarfélaga og stjórnendur flestra þeirra eru þar búsettir. Hafa Reykvikingar því þar hina beztu aðstöðu til á- hrifa um gjörvallt landið og að kalla innangengt til æðstu valda- manna þjóðfélagsins, með þann bakhjarl, sem þeir hafa skapað sér í þessum samböndum, og hafa lika mikil áhrif á framvindu þjóð málanna, stundum of mikil. Þá má nefna það, að með að- stoð rikisvaldsins er haldið uppi skipulegri fjársöfnun um allt land til þess að bvggja upp stórar stofn anir í Reykjavík og nágrenni. Má þar minna á happdrætti háskól- ans, happdrætti Sambands ísl. berklasjúklinga og happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Énn fremur fjársafnanir í margra annarra reykvískra slofnana. Auk alls þessa hefir verið kom- ið á fót í Reykjavík fjölmörgum hálfopinberum stofnunum fyxu' framtak^ alira ilandsman'riá‘.‘ 'Hér'hefur verið bent á nokkuð af því, sem skapað hefir velmeg- un Reykjavíkur og orðið hefur til að soga fólkið þangað úr þeim stöðum, sem minna er gert fyrir og veita fábreytilegri lífsskilyrði. Það er mikils virði fyrir vax- andi stað, að búa við stöðugt að- streymi uppkomins efnisfólks. — Unga fóífcinu fylgir svo gamla fólkið, og það tekur með sér eigur sínar, sem þvi hefir tekizl að safna með þrotlausu starfi á langri ævi, oft við erfið og frumstééð.. skil- yrði, og þessar eigur eru oftast iagðar fram til að byggja upp okkar ungu höfuðborg og annað þéttbýli á Suðurnesjum. Nema þessar fjárhæðir árlega vafalaust mörgum miiljónum króna. Þótt Reykjavík hafi haft tiltölu lega fáa þingmenn, munu þó flest- ir sannfærast um það, við nána íhugun, að borgin hefir ekki að- eins borið mest frá borði, heldur hefir ölluin öðrum stöðum belri áhrifaaðstöðu í þjóðfélaginu. Næst henni að þessu leyti gengur svo annað þéttbýli á Suðurnesjum. Ef þessar staðreyndir stöfuðu eingöngu af því að landkostir væru miklu betri á Suðurnesjum en ann ars staðar á landinu, væri þetta eðlileg þróun. En þegar um er að ræða svipaða landkosti í þeim byggðal'lögum, sem flutt er frá, þá stafar hrottflutningurinn af ónógri upphyggingu á þeim stöð- um, sem frá er flutt. Og hinar miklu opinberu framkvæmdir i þéttbýlinu benda ótvírætt í þá átt, að landshlutum hafi ekki ver- ið gert jafnt undir höfði af opin- heiTÍ hálfu. Okkur þjóðfélagi má nú likja við dverg á grönnum fót um en með órastórt hofuð. Full- (Framhald á 8. síðu). * A víðavangi Ógáfulega spurt Ekkert skal um það fullyrt, hvort leiðarahöfundur Alþýðii- blaðsins s. L miðvikudag liefir ráð á að leika þvílíkan fávita sem hann gerir í forystugrein blaðsins þann uinrædda dag. í aðsendum greinum hér í blaðinu hefir stundum vcrhS vakin athygli á því, að Band.i- ríkjamenn sjái ekki ástæðu fil að lúta höfuðborg sina, Washing- on, hafa neinn þingmánn. Þeir telja áðstöðu höfuðborgárinnar til áhrifa á þjóðþingið svo rik.r, að á því sé ekki þörf. Út af þessu spyr Alþýðúbiað'- ið, hvort það sé meining .Fram- sóknarmanna, að Iteykjavík eigi engan þingmann að hafa. ,Gáfu- lega er nú spurt. Er þcssuin greinarhöfundi ekkert úm þa'ð kunnugt, að Frainsóknárfiokkm- inn hefir margoft tjáð sig fylgj- andi því, að þingmönnum Reykja víkur verði fjölgað frá því sem nú er? Alþingismaðurinn og rit- stjórinn, Benedikt Gröndal,: ætti að geta upplýst hann um.það og eru hæg heimatökin. Hins vegar telja Ffainsoknar- menn, að aðstaða ReykvíKinga gagnvart Alþingi sé iill önhUr' og betri en t. d. Austfirðinga, Vest- firðinga og íbúa annarra fjar- lægra landshluta. Þetta þekkja þeir vel, sem úti á landi búa, þo að vel megi vera, að lítið fari fyrir skijningi og þekkingu á þessum aðstöðunnin í flókkslnis- inu við Hverfisgötu. Af þéssum ástæðum er það á engan - hátt óeðlilegt að kjósendur úti um Jandsbyggðina hafi tiltölulega fleiri þingmenn en íbúar liöfuð- staðarins, þar sem þingið situr Það er ekki misréíti, heldur rétt læti. Þetta skilur líka áreiðanlég'a meiri hluti Reykvíkinga, þó afi litlar líkur séu til, að það komist nokkurn tíma inn í koll þeirra manna, sem halda, að þjóðmál séu bara einfalt reikningsdæmi. Eru SameinuSu þjóðirnar' á villigötum? Sagt er, að lengi geti ’gott batnað og þó ekki síðúr ' vont versnað, og sannast þáð á þeSs- um Alþýðublaðsrithöfundi. í um. ræddri grein spyr liann hvorÞ Fram^pkuarmemi' ‘ vilji láta ‘stærstu héruðin liafa neitunar- vald gagnvart tillögum, hinna smærri af því að neitunarvald gildi í Öryggisráðinu? Tilefni þessarar spurningar skilur auð vitað hvorki fyrirspyrjandinn né nokkur maður ainiar. í Tímanum hefir verið á það bent, að hver þjoð hafi aðeins: eitt atkvæði á allsherjarþinginu, hvort sem hún er stór eða smá. Þannig er réttur liinnar smæstu þjóðar og umkonuilausustu gerð ur jafn rétti hinnar stærstu og voldugustu. Svo er að sjá, sem forystmnenn þessara samtaka liafi enn ekki náð því menning- ar- og þroskastigi, að tiiéinka sér höfðatöluspekina. Skyldu þeir virkilega hvorki lesa ■ Mbl. eða Alþbl.? Þess er nú að yænta. að þeir Bj. Ben. og Gröndal geri viðhlítandi ráðstafanir til. þess að forvígismenh Sameinúðú þjóð anna fái áttað sig á þvi, áð þeir séu á rangri leið og viðsjálli. Ef þeir vilji í einlægni þjóna lýð- ræðinu, þá verði þeir að sjá svo til, að hin fjölinennari ríki sam- takanna fái fulltrúa í samræmi við íbúatölu sína miðað við minnsta rlki. Eða kanhske þeir félagar vilji bara stækka kjör- dæmin? Varla mundu þeir telja, að íslendingar hefðu ústæðu til að bera sig upp undan slíku ' „réttlæti“. Ef allir eru á einu máli Mbl. lýsir því yfir með sínu venjulega lítillæti, að einkenn- andi hai'i verið fyrir fiokksþing Sjálfstæðisflokksins, að þar hafi sézt menn úr öllum stéttum. þjóft félagsins. Ilvaða flokkur skyldi halda svo flokksþing, áð þar megi ekki finna merin úr öllum (Framhald á 8. síiu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.