Tíminn - 22.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1959, Blaðsíða 6
6 ' T í M I N N, sunmubginn 22 niarz 495*, Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13948 SEXTUGUR: Hannes J. Magnússon Stjórnarfar Sjálfstæðisflokksins í FRUMRÆÐU sinni á flokksþingi Framsóknar- manna vakti Hermann Jónas son athygli á þeirri stað- reynd, að' sú stefna í efna- hagsmálunum, er nú væri búiö við, væri stefna Sjálf- stæðisflokksins. Honum fór- ust m.a. orö á þessa leið: ,,ÞEGAR við vorum hér á síðasta flokksþingi, stóð þannig á ,að við höfðum mikl ar áhyggjur út af afkomu framleiðslunnar, eins og oft hefir verið síðan ríkisstjórn sú, er tók við 1942, leiddi verðbólguna yfir þjóðina. Kostnaður við framleiðsluna var 1956 meiri en hún gat staöið undir, og var því í þann veginn að stöðvast. — Sjálfstæðismenn vildu þá greiða dýrtíðina niður eftir þörfum, án þess að afla þeirra tekna, sem fyrirsjáan lega þurfti, fyrr en eftir reglu legar kosningar 1957. Það er mjög athyglisvert og sýnir greinilega, hverjir nú stjórna, að þá átti að beita nákvæmlega sömu aðferð- inni og nú er viðhöfð: Borga niður verðið og lækka með þvi vísitöluna eftir þörfum. En í stað þess að afla jafn- óðum þeirra tekna, sem til þess þarf — og sannanlegt er — er stofnað til stórra van- skilavíxla á laun, en þær. vanskilaskuidir á síðan að inheimta með álögum á þjóð ina eftir kosningar. — Það er auðvitað vinsælt að greiða niður verðiö og aug- Iýsa það mikið — en leggja ekki á almenning álögurnar, sem þarf til þess aö standa undir niöurgreiðslunum. En þessa pólitík var Framsóknar flokkurinn ófáanlegur til að fallast á 1956 ,og hann var það einnig nú. Þessar vinnuaðferðir, sem ég ieyfi mér að kalla svik- samlegar við þjóðina, stefna auövitað að því að áður en varir verður að afla þeirra tekna, sem a réttu þarf til þess að halda framleiðslunni á floti og greiða þau útgjöld, sem stofna hefir verið til. Við þetta skerðast iífskjör- in frá því, sem var, meðan verið var að safna skuldun um. En þegar til viðbótar kemur og í ofanálag að afla tekna til þess að greiða vanskilaskuldirnar, sem safn azt hafa, er hætt við að kjara skerðingin verði meiri en auðvelt er við að ráða.“ HERMANN Jónasson sagði síðar i ræöu sinni á þessa leið: „Eins og ég benti á áður, er það stjórnarfar, sem viö nú búum við, stjórnarfar Sjálfstœðisflokksins. Svipað þvl, verður það. Hann hefir ekki upp á annað að bjóða. Alveg sama aðferðin og 1956 — greiða niður en afla ekki tekna. Niðurskurður á framkvæmdum út, um landið kemur svo á eftir, eins og hjá nýsköpunarstjórninni. Með því að hlaupa í felur núna með sína stefnu og setja aðra á oddinn, er Sjálf stæðisflokkurinn frj álsari 1 því að ausa yfir þjóðina hin um furðulegustu loforðum og skrumi um þá paradís, sem hann ætli aö skapa á íslandi þegar hann taki við. Þessi aðferð hans er alkunn. Það kæmi mér alls ekki á óvart, þótt lofað yrði meiri framkvæmdum út um land en nokkurn tíma áður. Þar munu sjást hin furðulegustu loforð um allar hugsanlegar framfarir. — Þetta skrum er allt borið á borð fyrir þjóð ina — og um það allt verður gerður furðulegur hávaði — til þess að nota það, sem yfir breiðslu yfir brelluna sjálfa, gjörbreytingu i kjördæma- málinu.“ STAÐFESTINGIN á því, að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að reyna að breiða yfir það, að nú er fylgt hinni gamal- kunnu stefnu hans, — niður greiðslu, án tilsvarandi tekju öflunar — fékkst strax á landsfundi Sjálfstæðis- manna. Ólafur Thors reyndi þar aö koma þvi yfir á ríkis- stjórnina og Alþýðuflokkinn, að niðurgreiðslurnar hefðu verið stórauk'nar og þvi vant aði nú yfir 100 millj. kr. í ríkissjóðinn. Vitanlega er það stærri stjórnarflokkur- inn, Sjálfstæðisflokkurinn, er ræður mestu um þetta, enda líf stjórnarinnar alveg í hendi hans. Menn mega ekki láta blekkjast af þessu, heldur gera sér Ijóst, að það er stjórnarfar Sjálf- stæðisflokksins, sem nú er búið við. SjálfsíæSismenn ng áivarpið HRÆSNI þeirra Morgun- blaðsmanna riður ekki við einteyming. Undanfarna daga hafa þeir skammast mjög yfir því, að komið hafi fram ósæmilegur áróður gegn andstæðingunum í þeim tillögum flokksþings Fram- sóknarmanna, sem lesnar voru í útvarpinu. Hins vegar hafi slíkt verið varast í til- lögum landsfundar Sjálf- stæðismanna. í utanríkismálatillögu landsfundarins, sem var les- in í útvarpinu, er m. a. þessi setning: „Fundurinr; telur vel farið, að vörnum landsins skyldi ha’dið við, en ósæmilegt að tengja þær við erlendar lán- tökur með þeim hætti, sem gert var.“ Sjálfstæðismenn vilja þannig hafa aðgang að út- varpinu til að bera fram raka laus brigsl um andstæðing- ana, en hófleg og rökstutt gagnrýni þeirra má hins veg ar ekki heyrast þar. í DAG er einn kunnasti skóla_ maður landsins og einn hinn þjóð- hollasti starfsmaður þess, Hannes J. Magnússon skólastjóri á Akur. eyri, sextugur að aldri, og er mér bæði Ijúft og skylt að varpa til hans nokkrum orðum af þvi tilefni. Hannes J. Magnússon er Skag- firðingur, fæddur að Torfumýri í Akrahreppi 22. marz 1899. Voru íoreldrar hans búandi hjón þar, þau Magnús Hannesson og Ragn_ heiður J. Gísladóttir. Ólst Hannes þar upp hjá foreldrum sínum fram um tvílugsaldur, en fór þá í al_ þýðuskólann á Eiðum og síðan í Kennaraskólann og lauk þar kenn- araprófi vorið 1923. Gerðist hann þá um haustið farkennari í Döluin, en ári síðar kennari við barnaskól. ann á Fáskrúðsfirði og starfaði þar til ársins 1930, en fluttist þá til Akureyrar og gerðist þar kennari við barnaskólann, og hefir síðan óslitið starfað þar, sem kennari, yfirkennari og loks skólastjóri s.l. 11 ár. Han hefir því þjónað þeirri stofnun í full 28 ár, og er 8. stjórn- ari hennar á 87 árum. Árið 1930 komum við Hannes J. Magnússon alfarnir <til Akureyrar, að barnaskólanum þar, sem það haustHók til starfa í nýjum og glæsilegum húsakynnum uppi á Brekkunni. Munum við fyrst hafa heilsazt þar og þekkt hvor annan í söngsal skólans ■skólasetningar_ daginn. Það var mikill dagur í lífi okkar beggja. Við munum báðir hafa fagnað því að vera komnir nær átthögunum og mega taka til starfa við góð skilyrði, eftir því sem þá gerðist, og fást við marg_ þætt og virðuleg verkefni í höfuð- stað Norðurlands. Og vafalaust höfum við báðir strengt þess heit þennan dag, að duga vel og svíkj. ast ekki um það sem okkur var til trúað. Og ekki þurfti lengi að kynnast kennarahópnum til þess að sannfærast um það, að hann hafði lofað sjálfum sér hinu sama. Þetta var góður hópur, og varð bráðlega svo samstilltur og sam- huga, að fágætt mun vera. Þar voru ekki taldar eftir stundirnar, heldur um það eitt hugsað, hvernig bezt mætti þjóna börnunum og stofnuninni. Það var því óvenju. lega ánægjulegt og örvandi að vinna í slíkum áhugamannahóp, jafnglöðum og viljugum til verka, enda veittu aðkomumenn því þrá_ sinnis eftii-tekt og höfðu á orði. Og einn þessara ágætu manna var afmælisbarnið í dag, Hannes J. Magnússon. Hann fór hægt af stað, lagði ekki margt >til málanna fyrst, íhugaði allt vandlega, en lagði jafnan lið sitt þar að, sem hann taldi til bóta, þótt það kost- aði átök og erfiðk Og sökum greindar sinnar, starfshæfni og mannkosta, vann hann sér bráð_ lega traust samstarfsmanna sinna, og góðum tökum náði hann þegar á kennslustarfinu og sambúðin við börnin var hin bezta. Mér var það þegar ljóst, að Hannes var hug- sjónamaður í kennarastarfi. Að sjálfsögðu kemur nú margt í hugann, sem gaman væri að rifja upp frá þessum fyrstu starfsárum okkar Hannesar J. Magnússonar á Akureyri. En bezt mun þó líklega fara á því, að hér verði sem fæst af því fært.í letur. Þó verð ég nú, þegar Hannesar er iminnzt, að geta ; um Flokkabekkinn svo nefnda, sem til varð haustið 1932 og honum trúað fyrir. Hafði ég það ár, í Helsingborg, í fyrsta sinni kynnzt skipulegri kennslu með vinnubóka. sniði og igeðjaðist vel að ýmsu í þeim vinnubrögðum. Þólti þá sjálf. sagt að gera nokkra tilraun með slíkt, en fara þó hægt í sakir. Því var það, að ein bekkjardeild með 11 ára börnum í betri röð var tek- in út úr venjulegri stundaskrá og látin íara að mestu nýjar leiðir og Hannesi falin þar leiðsögn og for_ sjá. Þetta var vandaverk, því að hér var um nýbreytni að ræða, sem varla mátti búast við að allir for- eldrar barnanna mundu fella sig við, þótt börnin kjmnu að gera það. En þarna var kappsamlega unnið og margt reynt, haldnii- marg’r foreldrafundir og vel fylgzt með starfi barnanna. .Cg sérstaka athygli vakti sýning á v<nnu þess_ ara barna á vorin, því að þessi til. raunadeild vann tvo vetur með þesiu sniði. En þá var það, sem vel hafði reynzt, látið smátt og smátt seytla inn í hið almenna kennslustarf. Þessi tilraunabekkur varð skól- anum að miklu gagni og kennar. anum til sóma, enda sinnti hann •starfinu af frábærri lagni og trú- mennsku. Dómgreind hans reynd_ ist örugg á gildi eins og annars, sem fengizt var við, en urnbóta. viljinn óbilugur. Og það hygg ég, að Hannes rnuni sjáifur telja sig hafa margt lært í starfi og stjórn þessa vetur, sem hann fékk að starfa alveg sjálfstætt og kanna og reyna nýjar leiðir. | Hannes J. Magnússon er í fremstu röð þeirra skólamanna, sem telja þátt uppeldisins í skóla-, starfinu mestu máli skipta, og sé þó hinu nauðsynlega og sjálfsagða fræðslustarfi sinnt svo sem efni standa til. En um fram allt þurfi skóli að vera mannbætandi stofn_ un, hafa góð áhrif og festa hollar venjur. Og að þvi hefir hann reynt að vinna eftir megni, bæði innan skóla og utan. llann hefir líka fylgzt vel með því sem gerist á þessu sviði hjá nágrannaþjóðum okkar, eigi aðeins með lestri blaða og bóka um þau efni, heldur einnig .með því að fara utan sjálfur, oftar en einu sinni til þess að kynnast því af eigin sjón, og hefir skóli hans án efa haft gott af því. Hann er mikill áhugamaður um bindindismál, sem kunnugt er, og rná þar úr flokki tala sem alger bindinismaður á vín og tóbak. Iíann stofnaði snemma á AkurejT- arárum sinum barnastúkuna Sam. úð, sem enn starfar, og hefir varið geysimiklu starfi í þágu barna á þeim vettvangi. Og í forystuliði hinna eldri í Góðtemplarareglunni hefir hann verið alla tíð, auk þess skrifað mjög mikið um bindindis. málin og tekið saman bækur til lestrar og fræðslu um þau. Og . sterkur málsvari bindindis hefir hann jafnan verið á fundum og þingum, auk þess sem hann sat um árabil i framkvæmdarnefnd Stór- ■slúkunnar, og beitti sér þá einkum fyrir fræðslustarfi í þágu hinnar uppvaxandi kynslóðar. ' Allt þetta mikla starf, og fleira ótalið, hefir kostað mikinn tíma, verið áhugastarf, sem allt lenti á frístundunum, því að ekki voru skyldustörfin sett á hakann. Sam_ . vizkusemi og trúmennska í störf- 1 um er honum í blóð borin. Eins og alþjóð veit, er Hannes ! J .Magnússon all mikilvirkur rit. höfundur. Hafa bækur hans fengið yfiileitt góða dóma. Hefi ég ný_ lega getið þessa lítillega hér í blað- inu og s'kal því ekki fjölyrt frekar um það nú, en þó aðeins minnzt þess, hve rniklu af tíma sínum hann hefir varið til þess að rita fyrir börn. Hann hefir samið margar sögur og æfintýr handa börnuni, sem eigi aðeins hefir ver_ ið skemmtilegt lestrarefni og sumt af því lystilega ritað, heldur og allt miðað við það að vera fræð- andi og mannbætandi. Það er því óhætt að mæla með slíkum :>ókum, enda hafa þær verið mikið lesnar, þvl að höt'. er einkar lágið að láta söguna eða æfintýrið flytja jafn. framt margt íhugunar. og> 'umtals- efnið, og verður þetta ,þá hin fróð. legasta lesning. Og það er a. «n. k. víst, að görótt er hún ekki Og svo hefir Hannes J. Magnús- son um aida.fjórðungsskeið gefið út barnablaðið Vorið, og framan af árum ritað það einn að mestu, en Eiríkur Sigurðsson skólastjóri með honum hin síðari 'ár. Þefcta rit hefir verið fjölbreytt að efni og mikið lesið, fiutt fjölda góðra greina og riígerða og nilkið af margs konar skemmtiefni handa börnum. Mun t. d, sennilega ekk. ert ísl. rit geyma meira af smá- leikritum og sýningum fyrir börn en Vorið. Ég efa ekki .að rit tþetta hafi veitt börnum marga ánægju. stund og haft fræðandi og bæt'andi áhrif. Snernma á Akureyraráruia okkar Hannesar var oi't mikið rætt um nauðsyn þess, að gefið væri út rit handa foreldfum, sem einkum fjall- aði um vanöamál uppalandans og væri til fræðslu og leiðbeiningar. Var um þetta raétt við hin aimennu samtök kennara, er þá stóðu í ströngu með að haida úti riti stétt- arinnar, og töldu, sem rétt var, að ógerlegt væri að sameina s-li'k rit í eitt, en getu skorta til útgáfu tveggja riía. Lá þetta svo niðri ura hríð en gleymdist þó ekki. En er hernámið skall yfir og vandamal uppeldisins urðu bersýnilegri og flóknari, hófst Kennarafélag Eyja. fjarðar handa um útgáfu hins iim- talaða rits í áxsbyrjun 1942, og nefndi það: Heimili og skóla. í for_ mála taka úigefendur fram um tiL ganginn: „-------Það er mála sannast, að oft er þörf en mi er nauðsvn á því að glæða og dýpfca skilning maima á vandamálum. nppeldisins, að efla þjóðræktar- og þengskaparhiugann og auka og treysta samstarf heimila og skóla til þess að ala upp dreng. skaparmenn og batnandi. Hættur samtíðar vorrar kalla alla góða ís- lendinga til' starfa á þennan vett- vang. Og þvi er það, að K. E. hefir ‘ásett sér að gera þessa tilraun, og sendir nú þetta litla rit út í þeirri von, að þvi verði. veitt brautargengi, og að því auð!nisit að verða vísir að miklu stærra og betra riti, sem ætti fyrir sér að komast inn á hverí: heim- ili í landinu Er þessa upphafs getið hér í af- mælisgrein am 1I.J.M. vegna þess, að hann var upphafsmaður og einna ódeigastur til þess að hrinda ritinu af stað, og gerðist líka þá þegar ritsfjóri þess og hefir verið það alla tíð síðan. í full 17 ár hefir rit&tjórinn fórnað þessu riti miklum tíma og sýnt því frábæra alúð og umbyg.gjn, og sáralitla þóknun fyrir þegið. í ritið hafa frá ■upphafi margir góðir menn ritað, þótt ritstjórinn muni líklega eiga þar drýgstan hlut. Þar er þvi sam. ankomið mikið og margþætt efni um uppeldis- og skólamál. Mun hver og einn, sem flettir blöðum þess í dag, veriýa þess áskynja, að jafnframt því .se<m þar er skyggnzt til starfs og síefna annars staðar og margt gott cxg nytsamt þaðan flutt, þá er ailur grunntónn þess fyrst og fremst. þjóðlegur og kristi. legur. Það er maðurinn og samfé. lagið, sem rækta.þarf, bvað sem öllum „stefnum" og straumum líð- ur. Ilinn kristilégi og siðlegi þátt ur þarf og á að vera hinn vígði þáttur í allri voðinni, ef vel á að fara. Má segj-a að þetta hafi jafnan verið mergur þess lífsskilnings og málflutnings, er ritið hefir frá upp- hafi viljað hlynnia að. Og það hsfir verið hógvær og góður boðberi milli heimila og skóla og kennur_ unum hollur vinur. Og vissulega myndi starfi þeirra vera það nokk. ur ávinningur að sem flestir for- eldrar læsu það, og ætti það þess vegna að komast inn á fleiri heim. ili en því hofir tekizt enn sem komið er. En þetta er nú kannski önnnr (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.