Tíminn - 22.03.1959, Blaðsíða 8
T í MIN N, sunnuxfaginn 22. marz 1959.
Sextugur:
(Framhald af 6. síðu)
saga. Og þó er hún nátengd lífi og
starfi afmælisbarnsins. Og fátt
myndi gleðja þennan ósíngjarna
áhugamann meir en sú vitneskja,
að fleiri og fleiri ihuguðu þessi
vandamál og tækju með honum í
strenginn.
Og vel má líka geta þess hér og
í þessu sambandi, að Hannes J.
Magnússon hefir nýlega gerzt rit-
stjóri og ábyrgðarmaður blaðs, líL
ils að vísu, er Magni heith- og Bind,
indisfél. ísl. kennara sendir nú frá
sér, og á að hvetja og styrkja
stéttarsystkini hans til bindindis-
semi. Hann og þeir félagar skilja
hvaða þýðingu það gæti haft fyrir
uppeldi og fi-amtíð þjóðai'innar, að
kennarastéttin yrði bindindissöm.
Áhugi Hannesar skólastjóra á heiL
brigðu uppeldi þjóðarinnar og vel-
farnaði hennar, ósérplægni hans og
heiiindi í boðun og störfum, er svo
fölskvalaus, að það skipar honum
í sveit hinna beztu vökumanna,
bæði fyrr og síðai', sem einlægast
ög ólrauðastir hafa unnið að því
að vekja þjóðina til vitundar um
það, hvilikur skaðvaldur eitur,
nautnirnar eru manndómi hennar
og þroska.
Eins og fyrr greinir, gerðist
Hannes J. Magnússon skólastjóri
Barnaskóla Akureyrar 1947, er
uadirritaður lét þar aí störfum.
Hann var þar allri stjórn og ölL
um störfum þaulkunnugur. Og
kennarahópurinn var úrvals lið.
En stundum reynist erfitt fyrir
einn úr slikum hópi að gerast yfir-
maður hinna, og þarf nokkuð tiL
En bæði var það, að Hannes var
vel metinn í hópnum og hafði haft
nofckra stjórn á hendi um árabil
og, gengið vel, og svo hitt, að eng.
inn annar heimamanna sótti um
starfið, enda hafa gömlu félagarnir
reynzt honum vel, oð hann verið
heppinn með þá nýju, og Það er
þá heldur ekkert vafamál, að hann
befir haldið vel á spilunum og
skólastjórnin farið honum farsæl-
lega úr hendi.
Því mun sjálfsagt enginn neita,
að hollt sé hverri stofrtun að hafa
reglusama forustu og trausta, og á
það ekki sízt við um skóla. Margs
þarf skóli með, sem taka vill hlut.
verk sitt alvariega, en þó iriun hon
um sú þörfin brýnust, að við stjórn
vöi hans standi reglumaður. Og
þar er Hannes J. Magnússon til fyr
irmyndar. Reglusemi hans og sam
vizicusemi, álujgi hans á bættu upp
eldi, hinn leitandi hugur og vak-
andi viiji til starfa, cru þeir miklu
kostír, sem prýða þennan góða og
gagaiholla skólamann og trausta
þegn, er jafnau í riti og ræðu bend
ir æskunni til hæstu hæða. Og þótt
ha'ttn sé að eðlisfari fremur fá.
skiptinn og þögull, getur hann oft
vearið léttur á bárunni, gamansam-
ur og glettinn, og fáa menn hefi ég
■séS hlæja hjartanlegar en hann.
En allt «likt er hið mesta hnoss.
gaeti í félagslífi og samstarfi öllu.
Og drengskap hans og góðvild efar
enginn.
Skömmu eftir að Hannes J.
Magnússon tók við skólastjórn
fliitti hann erindi á kennaramóti.
Þar vitnar hann til nokkurra orða
sem, þáverandi kennslumálaráð-
hérra Dana, J. Bomholt, lét falla
á kenmaraþingi þar, en þau voru
m. a. þessi: „ — Eg vildi óska að
hver einasti kennari liti allt af á
skóla sinn og skólastarfið eins og
eitthvað, sem aldrei verður fulL
gerV’. Og erindi sitt endar H. ,1. M.
Leikhúsmál
Framhald af 3. síðu.
hafa þessir tveir leikir ásamt „Jac.
ques ou la soumission“ og „La
cantatriee chauve“ verið þýddir á
ensku og gefnir út saman.
Leikurinn „L’Impromtu d’Alma“
er ádeila á þá, sem vilja móta þró.
un leikhúsanna eftir einhverjum
fyrirfram ákveðnum reglum, og á
það sameiginlegt með hinum æfa.
forna leik Aristofanesar, „Skýin“,
að þar er hið eldra form dregið
sundur og saman í háði. Meðal
þeirra, sem látið hafa i ljós aðdáun
sína á Ioneseo, er leikritaskáldið
Jean Aouihl, sem skrifaði mjög
vinsamlega um hann í stórblaðið
Le Figaro og viðurkenndi hann
þar sem sér meiri höfund.
Inesco hefur nú um nokkurt
skeið verið leikinn um þvert og
endilangt Þýzkaland, og um þessar
mundir er hann mjög að komast í
tízku í Bandarikjunum. Vonandi
verður þessi ekki langt að bíða, að
við íáum að sjá íslenzka leikara
fara með þessa furðulegu leiki.
Sbj.
Mál og menning
(Framhald af 5. síðu)
inni Til de norske sjovetters
historie eftir R. Th. Ohristensen.
Sú grein birtist í norska tímarit-
inu Maal og Minde 1935.
í haust hirti ég eitt sinn orða-
skrá, sem Svanur Pálsson, stúd-
ent í Hafnarfirði, lét mér í té. Nú
hefi ég fengið aðra orðaskrá frá
Svani. Get ég ekki birt hana
þessu sinni, en mun hins vegar
gera það innan skamms. Hins
vegar ber mér skylda til að leið-
rétta prentvillu, sem inn slædd-
ist í fyrri orðaskrána. í dálki
mínum stóð filpusliettur, en átti
að vera filpusarhettur, en þetta
orð er kunnugt úr Gullbringu-
sýslu um „öfugt niðurbrett eyru
á hundi“. Bið ég afsökunar á
mistökunum, þótt ég muni ekki
eiga þátt í þeim. H, H.
þannig: — Já, skólastarfið er eins
og hús, sem aldrei verður fullgert.
Með stöðugri leit, stöðugri gagn.
rýni á okkur sjálf og skólastarfið,
með víðsýni og þrautseigju getur
okkur tekizt að fullkomna þetta
hús, gera það hetra í ár en það var
í fyrra. En við skulum liafa það til
marks, að þegar við erum fyiliiega
ánægð með skólastarfið og okkur
sjálf, þá erum við hætt að vaxa,
við erum farin að steinrenna. Hús-
smíðin er stöðvuð. Slíkt má ekki
gerast, og ég trúi því að það gerist
ekki.“
Þetta er vel mælt. Og ég vildi
óska að honum yrði að trú sinni.
Hannes J. Magnússon er kvæntur
Solveigu Sveinsdóttur, austfirzkri
að ætt, hini beztu konu og mikilli
húsmóður, sem hefir af alúð hinn.j
ar skylduræknu móður sinnt heim
ili sínu og börnum af frábærri um.
hyggju. Eiga þau hjón 4 mannvæn
leg börn á lífi.
Með þessari afmæliskveðju vil
ég þakka Hannesi J. Magnússyni af
alhug langt og gott samstarf og vin
arþel og marga ánægjulega stund.
Eg þakka honum mikið og óeigin-
gjarnt starf, óska honum til ham.
ingju með unna sigra og bið hon-
um og húsi hans blessunar um ó-
komin ár.
Snorri Sigfússon.
Aðalfundur . . .
(Framhald af 4. síðu)
vill aðalfundur Slysavarnadeildar-
innar Ingólfs í Reykjavík, skora á |
alla ökumenn og stjórnendur öku-
tækja, að gæta sem allra mestrar
varúðar í umferðinni og fylgja í
öllu settum reglum um hraða og
svo öðrum ákvæðum hinna nýju
bifreiðalaga.
Með því að mjög er algengt, að
þeir, sem bifreiðaslysum valda,
reynast ölvaðh' við akstur eða und.
ir áhrifum áfengis, skorar aðaL
fundur Slysavarnadeildarinnar Ing.
ólfs á alla löggæzlumenn og lög-
reglutjóra, að taka hart á slíkum
brotum, og sýna enga linkind í
sviptingu ökuleyfa í slíkum til-
fellum.
ETOR
25 A
Gallabuxyr
AO&F «©®am&æw © o©,
3 (IMIODt' * HllkOvlRUlMt
aviorua ttr u •• ilai itm
DiESELVÉL
íl
Hafin er afgreiðsla á ZETOR 25 A dráttarvélum til
þeirra, sem þegar hafa gert pantanir sínar. í síðustu við-
skiptasamningum við Tékkóslóvakíu var gert ráð fyrir
auknum innflutningi á þessum sterkbyggðu dráttarvél-
um, sem hafa hlotið lof þeirra íslenzku bænda, sem
festu kaup á þeim s. 1. ár og áöur. í vetur hafa ZETOR
25 A dráttarvélarnar reynzt mjög gangvissar í kulda,
og frostum. í sumar er væntanlegur sérfræðingur frá
ZETOR verksmiðjunum, sem mun ferðast um meðal
ZETOR eigenda.
Með hverri dráttarvél fylgja varahlutir og verkfæri
innifalið í verðinu, en ZETOR 25 A kostar nú um
kr. 43.950.00.
Við útvegum eigendum ZETOR dráttarvéla flest tæki
til hey- og jarðvinnslu, svo sem sláttuvélar, múgavélar,
heyýtur, ámoksturstæki, tætara, plóga, kartöflusáninga-
og upptökuvélar Einnig útvegum við snjóbelti. .
Bændur, gerið pantanir ykkar í dag og munum við
afgreiða ZETOR 25 A í aprílmánuði. Munið, að við leggj-
um áherzlu á góða varahlutaþjónustu. Leitið upplýsinga.
EINKAUMROÐ:
Everest Trading Company
Garðastræti 4. — Sími 10969.
Sölumenn:
Einar H. Einarsson, Skammadalshól, Mýrdal.
Verzlunin Ölfusá, Selfossi.
Loftur Einarsson, Borgarnesi.
Raforka h.f., Akureyri.
Viðgerðir annast:
TÆKNI H.F., Súðavogi 4. j:
I
I
n
::
::
*♦
::
::
*♦
::
::
»♦
::
il
♦ ♦
♦ ♦
♦ ♦
::
♦ ♦
♦♦
a
n
♦♦
::
% - ■ .
Auglýsingasíœi TlMANS er 19S23
Verzlunarfólk og unglingar,
sem hyggja á verzlunarnám
Samvin'nuskólinn Bifröst byrjar nýja verzlunarfræðslu í vor, ætlaða
deildarstjórum og afgreiðslufólki sölubúða. Kennt verður í 3 vornámskeið-
um á 2 árum, auk bréfaskólanáms.
Þeir. sem nám stunda, eiga að vera á samningi hjá viðurkenndu
verzlunarf yrir tæki.
Hér gefst nýtt tækifæri til undirbúnings verzlunarstörfum.
Fyrsta námskeiðið verður um miðjan maí í vor. Nánafi upplýsingar 1
Samvinnuskólanum Bifröst eða fræðsludeild SÍS.
SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST.