Tíminn - 03.04.1959, Page 3
TfMINN, föstudaginn 3. apríl 1959.
3
Yfir jökla og auðnir landsins
Þrír menn notuðu páskafríið til að
ganga yfir Vatnajökul þar sem
hann er breiðastur. Blaðið hefir
fengið einkaleyfi til að birta brot
úr dagbók, sem félagarnir héldu
í ferðinni
Þegar páskafn er fram undan fara margir að velta fyrir
sér hvernig þeir eigi að eyða því. Flestir kjósa sér einhverja
hæga skemmtuu; fara gjarnan þangað, þar sem þeim er séð
fyrir flestum þægindum og ekki reynir of mikið á ganglim-
ina. Hinir eru færri, sem undirbúa sig' í erfiðisferðir í kringum
páskana, en þó mun þeim fara fjölgandi. Eins og getið hefir
verið hér í blaðinu, þá fóru þrír menn nú um páskana yfir
þveran Vatnajökul, þar sem hann er breiðastur. Gengu þeir
úi' Öræfum og norður í Bárðardal. Veit blaðið ekki til að sú
leið hafi verið farin áður af gangandi mönnum. Menn þessir
voru Kristján Halígrimsson, ljósmyndasmiður á Akureyri,
Magnús Hallgrímssón, bróðir hans, og Þór Benediktsson, báð-
ii búsettir í Reykjavík. Allt eru þetta ungir menn og vanir
fjallaferðum, enda varð þeim engin skotaskuld úr að ganga
þessa leið. Blaðið hefir fengið leyfi Kristjáns til að styðjast
við dagbókarbrot, sem hann skrifaði í ferðalaginu og birta
myndir þær, sem hér fylgja og hann tók.
ulinn þótt veði'ið sé ekki gott.
KL. 19.00: Búnir að tjalda og nú
er s'kollin á okkur hríð en veður er
ekki hvasst, eitthvaö um fjögur
vindstig, frost er átta stig. Tjald-
staðiirinn er í um það bil í fjög-
urra kíiómetra fjarlægð frá jökul-
röndinni vestur af Færlnestindum.
Við urðum fegnir að skríða í tjald-
ið, því við vorum meira og minna
blautir eftir rigninguna og hríðina j
síðasta spölinn. Við komumst yfir
Skeiðará á ísbrú. Það var sæmilegt
að ganga upp af því jökuljaðarinn
er mjög sandorpinn, og við þurft-
um ekki að nota brodda. Engar
S'læmar sprungur urðu á leið okk-
ar. Þær voru aðeins nokkurra
Hvílst á leiðinni upp. Skömmu síðar urðu þeir að snúa við.
erum ekkert að flýta okkur. Við
reiknum með að gista næstu nótt
í skála Jöklarannsóknafélagsins
við Grímsvötn. Erum nú i 15—20
km. fjarlægð frá Svíahnjúkum.
KL. 11: Erum að leggja af stað.
Þeir félagar tóku sér far með
flugvél austur a-ð 'Fagurhólsmýri
föstudaginn 20. imarz. Komu þeir
þangað um miðjan dag og fengu
inni í verzlun við flugvöllinn með
an þeir voru að jafna faran.grinum
niður I byrðar. Þegar því var lok-
ið ko.m í ljós i»5 hver þeirra varð
að bera þrjátíu og' sex kíió tii að
byrjaiaieð. Þeir liöiðu í hyggju að
fara.yfir Öræfajökul en hættu við
það vegna voJHÍrar veðurspár.
Lágskýjað var og rigning. Þeir á-
kváðu nú að fara upp á jökulinn
á öðrum stað og fengu sig flutta
að SkaftafeLli iuni kvöldið. Fengu
þeir 'hinar beztu .móttökur lijá
Skaftafellshjónunr og gistu þar um
nóttina.
Laugardagurinn 21. marz
Um morguninn lögðum við af
stað frá Skaftafe'Mi upp Morsár-
dal í áttina að jöikiinum. Póstur
sveitarinnar, Páii Bjömsson frá
Kviskerjum, var staddur í Skafta-
felli. Hann fiutti ókkur eitthvað
áleiðis. Farartækið var Ferguson
di'áttarvél. Flutti ihann okkur á
um bratta og var næturstaðurinn
ekkert sérlega fýsilegur. Hann
ko.m samt að góðu gagni.
KL. 1: Byrjað á því að fá sér morg-
unverð. Komið sólskin óg góð út-
■sýn. Horfur á að okkur gefi vel til
ferðarinnar upp á jökuiinn.
KL. 9: Lagt af stað að jökuijaðrin-
inum. Ferðin hefur gengið vel þar
tii nú, að við eigum ekki nema
tvö hitndruð metra upp á jökulinn
við Þumal. Við erum búnir að
klífa upp bratta hlíðina og yfir
okkur gnaefa snarbrattir og ísi-
lagðir klettar, sem era ógengir
svona svellaðir. Um aðra leið er
ekki að ræða þarna. Við erum að
sjálfsögðu með ísaxir, reipi -og
brodda, en það er ekki ástæða til
að vera að hætta á meitt. Það er
;hálf gremjuiegt að vera búnir að
klifa í rúmlega ellefu bundmð
metra hæð með toyrðarnar og
þurf'a að snúa við. Við höfum ekki
fengið nógu nákvæmar upplýsingar
um uppgöngur á jökulinn. Þessi
leið hefur verið farin að sumri
til, en aðstæðurnar eru allt aðrar
núna.
Kristján Hallgrimsson. Kominn af jöklinum niður í Dyngjufjalladal.
á
*< >
Á Skeiðarárjökli. Sprungurnar voru ekki djúpar.
henni inn í ho’tn iMorsárdals. Veð-
ur var ekki.gott; hráslagaiegt og
úðaregn. Pósturiinin tkvaddi okkur
við Vestur-Meingii.
KL. 12.39: Héldum á jökulinn og
stefna lekin á Þumai, sean er kletta
drangur í jökuljaðrinum vestan
við Miðfell. Fjöll eru þarna þver-
hnípt og hrikaleg. <Tátum farið á
skíði í miðjum hliðum. Tjölduðum
í ljósaskiptum í. utn það toil átta
hundruð metra hæð.
Sunnudagurinn 22. marz
Við höfðum orðiðað tjalda ímikl
í RÖKKURBYRJUN: Tjöldum í
Bæjarstaðaskógi í Morsárdal um
það bil átta kílómetra frá Skeiðar-
árjökli.
Mánudagurinn 23 marz
Vöknuðum snemma. Höfum á-
kveði'ð að gefast ek’ki upp, þótt illa
hafi tekizt í gær. Nú erum við
ákveðnir í að fara upp Skeiðarár-
jökul.
KL. 14.00: Komnir að jökulrönd-
I inni. Höfum fengið á okkur smá-
vægilega rigningarskúra annað
síágið. Höldum t.afarlaust á jök-
metra djúpar og auðvelt að sneiða
hjá þeim. Þegar komið var nokkra
kílómetra upp á jökulinn gerði
toezta veður um stund. Við erum
ánægðir vfir að vera loksins komn
ir áleiðis á jöku’lmn eftir nær
þriggja daga árangurslaud strit.
Þriðjudagurinn 24 marz
Heiðskírt veður og glampandi
sól, þegar við vöknuðuro. Það er
enn snemmt og við erum að (
Leggja af stað. Við geUim notað
skíðin, því þa'ð hefur snjóað i
nótt. Nokkurn tima tekur að búa
sig af stað, enda þurfum við að
hita mat á morgnana og einnig á
kvöldin. Á daginn toorðum við
rúsínur og súkkulaði og snjó við
þorsta.
KL. 19.00: Höfum tjaildað í
þriggja metra djúpri jökulsprungu
og iliöfum gott skjól íyrir næðingi.
í dag hefur verið heiðskírt og
frost. Ski'ðafæri hefur verið prýði
ilegt. Tálsvert um jökulsprungur
fyrsta sprettinn. .Þær eru ekki
mjög djúpar og flestar nær fullar
af snjó, svo auðvelt vai' að komast
áfram. Við höfurn haldið viðstöðu
laust áfram í átt til Grímsvatna.
Fengum hvassviðri og skafrenning
þegar við vorum staddir austur af
Háubungu en stóð stutt. Nú hefur
'kólnað mjög skyndilega og frostið
líklega um tuttugu stig. Áðan sáum
við tunglmyrkva. Höfum gengið
um þrjátíu kílómetra i dag og .allt
á brattann.
Miðvikudagurinn 25. marz
Við vöknuðum frekar seint og
Veður sæmdegt, lágskýjað og frost
laust en afleitt færi.
KL. 18: Búnir að tjalda á Svía-
hnjúkum. Höfum ekki fundið sælu
húsið vegna dimmviðris. Við vor-
um ekki búnir að ganga nema
nokkra kílómetra, þegar gerði
Iblotahrið. Urðum að gr’ípa til
áttgyita og gengum eftir honum
allan daginn.
Fimmtudagurinn 26. marz
Nú er hrið og lítur ú* fyrlr
slæmt færi. Ákveðið hefur verið
að reyna ekki frekar að leita að
skáian'dm.
UM SÓLSETUR: í morgun tókum
við strik ð norðaustur til að sleppa
við Grímsvatnalægðina. Urðum að
ganga eftir kompás. Veður fór
kólnandi, þegar leið á daginn og
gerði ágætt skíðafæri. Okkur hef-
ur því miðað drjúgum áfram í dag
og toetur en í gær, þegar skíða
færið var afleitt. Frostið fór harðn
andi hegar við áttum eftir um 25—
30 km. leið að norðurjaðri Dyngju
jökuls. Upp úr því birti til og
fengum við ágætt útsýni og stofnd
um á Kistufell Við vorum á réttri
leið þótt við höfum ekki ihaft út-
sýni í tvo daga. Tjaldstaður okkar
er um tuttugu kílómetra frá Kistu
felli og dagleiðin orðin 40 km. Allt-
af ihefur verið að herða frostið
og tjaldið hrímar innan. Skórnir
okkar eru gaddfreðnir og gekk erf
iðiega að komast úr þeim. Við er
um búnir að kveikja á prímusnuin
og fara í al-lar okkar flíkur, en
þó er okkur kalt.
SEINNA UM KVÖLDIÐ: Nú er
komið suðaustan rok og skafrenn
ingur. Við erum uggandi um tjald
ið.
Föstudagurinn 27. marz
i Það fór að lægja undir morgun-
: inn, samt er skafrenningur og
skj'ggnið er afleitt, svo ekki verð-
ur farið eftir öðru en áttavita.
KL. 16.00: Erum ibúnir að tjialda,
Tókum þá ákvörðun heldur seint
því við erum meira og minna blaut
| ir og mjög lítið eftir af eldsmeyti.
I Við höfum ge.ngið eftir kompás
frá því í morgun. Storminn lægði
um hádegið og skipti 11.11 átt og
kom á norðaustan með slydduhríð.
Skíðafæri afleitt. Við erum ekki
alveg vissir um hvar við erum
1 staddh', en reiknum með a'ð vera í
1 námunda við Kistufell. Höfum
haft mjög stutta dagleið vegna illr
ar færðar.
Laugardagurinn 28. marz
Hyass austan vindur, þegar við
litum til veðurs og skafrenningur.
Framhald á 11. síðu.
Fyrsti tjaldstaður á jökli. Færinestindur í baksýn.