Tíminn - 03.04.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, föstuttaginn 3. apríl 1959. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINk Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302,. 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamennt Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Frentsm. Edda hf. Siml eftir kl. 18: 13948 Á að efla flokksræðið? í GREIN Björns Haralds sonar frá Austur-Görðum, er nýlega birtist hér í blaðinu, var m. a. sagt, að þjóðina hafi sett hljóða, er hún heyrði þann nýársboðskap núv. forsætisráðherra að leg'gja ætti niö'ur öll núv. kjörd.æmi landsins, nema Reykjavik. Björn segir síðan: ÞJÓÐINA setti hljóða við boðskap ríkisstjórnarinn ar. Veikasta þingræðisstjórn á íslandi tekur sér fyrir hendur að gjörbylta kjör- dæmaskipulagi þjóðarinnar, hyrningarsteini stjórnskipu- lagsins eftir sérhagsmunum minnsta þingflokksins. Bylt- ingin er alger. Hún snertir hvern einasta mann í land- inu. Mörgum reyndist erfitt að trúa boðskapnum, en skýr ingin fylgdi. Sjálfstæðis- flokkurinn stendur að baki Alþýðuflokknum. Hann hef- ur gengið frá orði og eiðum. Þa'ð fyrirkomulag, sem svo illa hefur reynzt í höfuð- staðnum aðdómi 1. þm. Reyk víkinga, skal nú gilda um allt land. Nú verður öllu stjórnað að sunnan. Öll tengsl milli kjósenda og þingmanna skulu upprætt, þau eru ekki lengur æskileg. Framboðin, sem í flestum til feilum eru sama og kosning, skulu nú ákveðin í fáum stór um heildum af uppstillingar- ráði eða ráðum, sem ein- hverjir verða látnir tilnefna. Fyrirhöfn kjósendanna verð ur svo ekki önnur en sú að velja milli framboðslistanna á kjördegi. En tilgangurinn er sagður góður. Hann er sá að ná meira jafnrétti og auka áhrif avald kj ósend- anna. Hver kjósandi fær 5— 7 fulltrúa á Alþingi í stað eins eða tveggja, segja flutn ingsmenn. Ekki tekur að svara svona rökum. KJÓSENDUR utan Reykja víkur, til sjávar og sveita, og fjölmargir Reykvíkingar einn ig, hafa á því glöggan skiln- ing, hvers virði hin afrnörk uðu einmennings- og tví- menningskjördæmi hafa ver- ið kjósendunum og hvað af þeim verður tekið með niður feilingu þeirra. Kjósendurnir hafa reynsluna i þessu efni, þá reynslu sem stjórnmála- foringjarnir ekki þekkja og reikna því eðliiega ekki með. Foringjar Alþýöuflokksins, sem hugsað hafa skipulagið, þekkja aðeins hina flokks- legu hlið málsins. Þeir sjá, að þegar víðlend kjördæmi eru komin í gildi, verður að- staða foringjanna og vald allt annað og meira en nú er . . . . Með stofnun hinna víð- lendu kjördæma færist á- kvörðun framboðanna úr höndum kjósendanna til ílokksstjórnanna og undir- deilda þeirra. Kjósendur í nú verandi kjördæmum fá harla litlu um það að ráða, hvort íulltrúi fyrir það kjördæmi verður á íramboðslista flokks, og því síður í hvaöa sæti hann verður. Sérhvert byggðarlag hverfur úr vit- und Alþingis. Sértilvera þess gleymist. Alþingi þekkir þá aðeins stærri heildir. Þannig rjúfast þau dýrmætu tengsl. Hinar boðuöu kjördæma- tillögur stjórnarflokkanna eru markvissar. Þeim er ætl- að að efla vald flokksstjórna en veikja vald kjósenda. Og nái þær fram að ganga mun hvort tveggja takast. HVERS VEGNA hefur þing flokkur Sjálfstæðismanna brugðizt í kjördæmamálinu? Hvers vegna ekki að jafna misréttið á þann hátt sem eðlilegt var, að fjölga full- trúum þéttbýlisins? Hvers vegna að skeyta skapi sínu á öllum öðrum kjördæmum þó ef til vill fáist ekki sam- komulag um að skipta Reykjavík? Ráöabreytni foringja Sjálf stæðisflokksins i sambandi við kjördæmamálið hefur vafalaust ekki orðið með einni svipan. Hún er afleið- ing langrar baráttu. Um þá hafa lengi togast á málstað ur flokksins annars vegar og málstaöur þjóðarinnar hins vegar. Að berjast fyrir því að viðhalda áhrifavaldi kjósend anna var raunar, að vísu í þröngri merkingu, sama sem að vinna gegn auknu áhrifa- valdi flokksforustunnar. — Flokksræðið er búið að freista þeirra lengi og að lokum hefur það orðið yfir- sterkara rétti fólksins. Fall sitt fyrir þessari freistingu reyna þeir svo að dylja með þvi að þykjast allt í einu hafa öðlazt heilagan áhuga fyrir einhverju ímynduðu stærðfræðilegu réttlæti i kj ördæmamálinu. Forusta Sjálfstæðisflokks- ins hefur löngum verið tæki- færissinnuð. Mun hún þó nú hafa slegið öll sin fyrri met í því efni. Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða kjós- endum Sjálfstæðisflokksins eins og öðrum. Afstaða Alþýðuflokksins til kjördæmamálsins er skiljen- leg. Þetta er hans yfirlýsta stefna í því máli. Hann treyst ir á fiokksræðiö. Og það má vel vera að flokksræðið sé hans eina haldreipi úr því sem komið er.“ LOKAORÐ Bj arnar eru þessi: „Kosningarnar í vor verða ekki venjulegar þingkosning- ar, ekki barátta um mismun- andi úrræði í vandasömum málum, ekki val milli stjórn málaforingja, ekki kapp- hiaup um ráðherrastóla. — Nei, þær kosningar verða um tilverurétt byggðanna til sjávar og sveita; þær verða um afsal réttinda og mögu- leika; þær verða um það, hvort byggðirnar megi eiga sínar framtíðaráætlanir, ósk \ERLENT YFIRLIT: Sambúð Rússa Hindrar Mao Tse Tung fund æSstu manna í annati sinn? EINS og málin horfa nú, eru! fyllstu horfur á, að fundur æðstu j manna stórvcldanna verði haldinn á komandi sumri. Bæði vesturveld- in og Sovétrílön hafa nú samþykkt að utanrikisráðherrar þeirra skuli hittast í' Genf 11. maí næstkom- andi til að undirbúa slíkan fund. Af hálfu Bandailíkjanna og Frak’k- lands eru þó enn iþau 'skilyrði sett fyrir fundi æðstu manna, að á utan ríkisráðherrafundinum náist sam- komulag, er gefi vonir um, að ráð- stefna hinna æðstu imanna beri ein hvern árangur. Þrátt fyrir það, þótt iíklega horfi nú að fundur æðstu manna verði haldinn í sumar, getur sitthvað gerzt enn, sem getur komið í veg í'yrir hann. Þess er skemmsl að minnast, að á síðastliðnu vori, var byrjað að undirbúa utanríkisráð- herrafund, sem átti svo að undir- búa fund æðstu manna. Þessi utan- ríkisráðherrafundur var aldrei hald inn, því að ekki náðist samkomu- lag um tilhögun ihans og dagskrá. Að lokum varð þó samkomulag um það, eftir að ófriðarhættan bloss- aði upp í Austurlöndum í sam- bandi við byitinguna í írak, að hin ir æðstu menn Sleyldu hittast á vegum Öi-yggisráðs S.I>. Á seinustu stundu í'auf Krustjoff þetta sam- komulag og aflýsti þátttöku sinni. Ilann gerði þetta eftir að hafa farið í skyndiför 'til Kína og var þá yfirleitt áiilið, að hann hefði beygt sig fyrir afstöðu Kínverja, er voru andvígir fundinum, v.egna þess, að þeir voru ckki með. VEGNA þessarar reynslu frá síðastliðnu sumri, -eru ýmsir enn i vafa um það, að fundur æðstu manna verði haldinn, þótt það horfi líklega nú. Enn er eftir að semja um, hve 'mörg ríki sku’li eiga aðild að honum og hvaða mál rædd þar. Enn síður er svo búið að fullnægja því skilyrði, að hann leiði til einhvers árangurs. Síðast, en ekki sízt, vdta menn svo ekki um afstöðu Kinverja til fund arins. Sætta Kínverjar sig við, að slíkur fundur verði Ihaldinn, nema þeir scu þátttakendur, og mál Austur-Asíu verði meðal dagskrár mála? Verður Krustjoff ekki enn að beygja sig fvrir þessari afstöðu þeirra? Þótt á vfirborðinu ríki hið bezta samkomulag mil'li Sovétríkjanna og Kína, telja margir þeirra, sem vel fylgjast með, að verulegir á- rekstrar eigi sér slað bak við tjöldin. Eitt mej[''ki þess er það, að Mao Tse Tung sótti ékki flokks- þing rússneska kommúnist3flokks- ins í vetur, enda þótt hann hafi verið búinn að boða komu sína þangað. Heilsul'eysi var þó ekki um að kenna, því að um líkt leyti var tilkynnt, að .hann hefði enn einu sinni leikið sér að því að synda yfir Gula fljótið. AÐ DÓMI þeirra mana, sem hér er vitnað til, er talsverður munur á viðhorfi stjórna Sovétríkjanna og Kina 'til alþjóðamála. Yfirleitt er álitið, að kínverska stjórnin ieggji miklu meiri áherzlu á að viðhalda mikilli spennu í alþjóða- málum. Hún telji það m.a. nauð- synlegt vegna ástandsins heima fyrir. Þjóðin fáist til að leggja „Litli bróðir" er nafnið á þessari myndasyrpu, sem birtist í biaðinu Minneapolis Tribune. ir og hugsjónir. Kosningarn- ar í vor skera úr um það, hvorir skuli eftirleiðis vera aflgjafar lýðræðisins kjösend urnir eða flokks-oddarnir. Þjóðin kemst ekki af án þess að hafa foringja og henni ber að styðja sína for ingja til allra góðra verka. En þegar foringjarnir reyna að hlunnfara þjóðina þá á hún að segja hingað og ekki lengra. Og athafnir sku'u orðum fylgja.“ harðara að sér, ef hún álítur sig eiga öfluga erlenda óvini. Eitt dæmi um þetta er það, að í Kína er rekin miklu öflugri áróður gegn vesturveldunum — Bandaríkjun- 'Uin þó alveg sérstaklega — en 1 Sovétrikjunum. í Kína er rekinn hreinn hatursáróður gegn vestræn um þjóðum. í áróðri Sovétríkjanna er lögð miklu meiri áherzla á frið samlegt samstarl' þjóðanna. ÞÓTT Kína sé enn miklu veikara stórveldi en Sovétríkin og kín- verski kommúnistaflokkurinn við- 'urkennir enn foilustuhLutverk rússneska kommúnistaflokksins, bendir allt til þess, að kínverskir kommúnistar ætli sér annað og meira hlutverk í framlíðinni en að vera taglhnýtingar Rússa, heldur hugsi sér með tið og tíma að taka ■sjálfa forustuna. Eitt merki þessa eru kommúnurnar, sem kínverska stjórnin er nú að koma á í sveit- um, en þar telur hún sig vera að koma á ómengaðri kommúnisma en enn þekkist í Sovétríkjunum. ■Sitthvað bendir til, að rússnesku valdhöfunum sé ekkert um þessa samkeppai. í áróðri kínverskra kommúnista kernur það líka fram í vaxandi mæii, að kinverska bylt- ingin sé Asíuþjóðunum betri fyrir mynd en rússneska byltingin. Af háffu Júgóslava er því cin- dregið haldið fram, að útskúfun þeirra úr samtökum kommúnista sé fyrst og fremst verk Kínverja. Valdhafar Kínverja séu enn hat- ramari andstæðingar endurskoðun arstefnunnar en valdhafar Sovél- aúkjanna. Bæði á þann hátt og ann an vilji þeir nú sýna, að þeir séu eindregnustu fulltrúar hins ómeng aða, kreddubundna kommúnisma. NOKKRIR blaðamenn hafa bent á, að ef til vill sé það ekki neitt út i bláinn hjá Mao Tse Tung að ! láta átökin í Tíbet bera að á þeim i tíma, sem Krustjoff er að laka upp i friðsamlegri viðræður við-vestur- veldin en verið hafa um skeið. — Uppreisnin í Tíbet kemur á m.jög óþægilegum tíma fyrir Krustjoff, en. margt bendir til, að Kí'nverjar hafi af ásettu ráði 'skyndilega hert tökin 1 Tíbet og þannig knúið frarn atburðina þar. Með því hafa þeir viljað sýna Krustjoff og öðrum hverjir séu nú þeir „sterku“ í Asíu. Þá er það talið fullvíst, að kín- verska stjórnin sé nú að undir- búa nýja sókn.gegn Quemoy. Verð ur hún kannske hafin um líkt ieyti og Krustjoff sest að samningaToorð inu með æðstu mönnum vesturveid anna? Fyrir Krustjoff væri það óhæg aðstaða og minnti óþægi- lega á það, að hann hefði ekkieinn samningsumboð fyrir komanúnista. ÞÓTT stjórnir Sovétríkjanna og Kina greini vafaiítið talsvert á um síefnuna í alþjóðarnálum, munu engin opinber friðslit verða milli þeirra á komandi árum. Báðurn er nauðsynlegt að sýna, að kommún- istísk rí’ki geti nnnið friðsamlcga saman. Kínverjar eru líka enn háð ir efnahagslegri hjálp Rússa. Sú hjálp veitir þó Rússum ekkert húsbóndavald yfir þeim, heldur verða þeir að taka tillit til þeirra og því meira, sem Kínverjar verða öflugri. Ekki sist verða Rússar að haga utanríkisstefnu sinni með til- liti til Kínverja,' því að annars munu þeir fara sínu fram á ýms- um sviðum og það valda Rússum ýmsum erfiðleikum. Það er svo vafasamt, þegar 'lengra ’líðúr, að bægt verði að brúa þær hagsmunalegai andstæður, sem í rauninni aðskiij-a Kínverja og Rússa. Fyrr en síðar munu Kín- verjar heimta að Rússar láti :þeim alveg eftir forustuna í Asíu. Og hvaða á'hrif hefur það á þjóðirnar, sem búa í Asiulöndum Rússa? Ef til vill er það ekki sízt með tilliti t.il þessa viðhorfs í framtíðin'ni, að Rússar skipta nú mjög um stjórn- ir í leppríkjunum í Asíu Oig filytja þangað rússneska innflytjend.ur í stóruirn stíi. Eru þeir ekki að reisa þar varnarveg'g gegn kínversku útþenslustefnunni? Þótt sanibúð Russa og Klnverja verði sæmileg á yfirborðinu næstu árin, má fullvíst teija, að árekslr- arnir muni aukast bak við tjöldin. Því er meira en sennilegt, að Itúss ar vilji gjarnan ná einhverju sam komulagi við vesturvcldin um mál- efni Evrópu o.g bæta samtoúð sína við vesturveldiii. Af sömu ástæð- um mun Mao Tse Tung bins veg- ar hafa næsta iitinn áhuga fyrir því, að samtoúð Rússa og vestur- veidanna batni. í»ví er sennilegt, að hann geri sitt tii þess, a'ð lítill árangur eða enginn verði af fundi æðstu manna, ef honum tekst þá ekki að koma i veg fyrir, að hann verði haldinn. Þ.I>.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.