Tíminn - 03.04.1959, Blaðsíða 4
4
Gísli Sigurbjörnsson:
TtMINN, föstimag'inn 3. apríl 1953
Eru elliheimilin óþörf?
Eru elliheimilin óþörf? Þessi
spurning hefir toeyrzt öSru hverju
og ihenni stundum svaraS af þeim,
sem elcki þekkja mikið til þessa
vandamáls — húsnæði. aðhlynn-
ing og hjúkrun fyrir þá, sem
Ikomnir eru á efri ár, — fyrir
gamla fólkið eins og við segjum
svo oft.
Að sjálfsögðu væri æskilegast,
að heimilin væru þannig, að hús-
næði og aðrar aðstæður leyfðu
dvöl hjá börnunum og vandafólki,
en því naiður, á það skortir mikið.
Ilúsnæði er víða mjög takmarkað
og er af þeirri ástæðu einni bók-
Síaflega oft ekki hægt að hafa
eidra fólkið, enda þótt börn þess
og vandamenn væru öll af vilja
gcrð.
Miklar breytingar hafa orðið á
síðustu árum á flestum eða öllum
sviðum, hugsunarháttur og aldar-
andi er nú annar en um aldamótin.
Þá voru elliheimili ekki tiL Þá
var talið sjálfsagt að hafa foreldri
sín hjá sér, einnig hjú, sem starf-
að höfðu árum saman hjá sömu
f.iölskyldu. I-Ieimilin voru stærri,
sérstaklega í sveitum landsins,
enda var þá hægt að fá fólk til
heimiiisstarfa. Á þessu öllu hefir
orðið mikil breyting, og þess
vegna eru elliheimili nauðsynleg,
en ekki óþörf. Hingað koma á
Grund margir, konur sem karlar,
sem eiga börn og tengdabörn. Oft
koma þau hingað vegna þess, að
ibörn þeirra höfðu lítið húsnæði
og gátu því af þeirri ástæðu einni
ekki haft þau hjá sér. Stundum
kemur þetta fólk hingað, enda
þótt börn þeirra hafi góðar aðstæð
ur að öllu leyti, húsnæði sem ann-
að. En sanrt kemur margur til okk
ar á Grund. Ástæðan er stundum
sú, að það þolir ekki blessuð litlu
börnin — hávaða og ólæti — en
aí'ar oft er það vegna þess, að það
vill ekki vera börnum sínum til
byrði. Það veit, að erfitt er um
hjálp til heimilisstarfa og húsmóð-
a'r. sem sinna þarf oft mörgum
börnum, hún á erfitt með að
hiynna að gömlu lasburða fólki.
Lmhyggjan fyrir börnum sínum
verður oft til þess að það leitar
hingað.
Einstæðingarnir eru margir.
Hvar eiga þeir að vera síðustu ár-
in? Á meðan heilsan er sæmileg,
þé er þetta umkomulausa fólk oft
x lélegu húsnæði og býr við þröng
an kost og reynir að hafa ofan af
fyrir sér eftir beztu getu. Mörgum
raunum hefir það lent í, dagar
þess 'hafa stundum ekki verið nein
ir sólskinsdagar. — Hún var átta-
tiu ára, þegar hún kom á Grund
— einstæðingur, sem aldrei hafði
fengið jólagjöf fyrr en á fyrstu
jólunum hennar hér. Lesandinn
getur gert sér í hugarlund ævi-
kjör konunnar. Þau eru því miður
mörg, konur og karlar, sem við
svipuð kjör eiga að búa. Þetta
fólk þarf að eignast heimili, þótt
seint sé — elliheimilin eru oft
einasta og um leið síðasta heimilið,
sem þa'ð eignast.
Vandamál eldra fólksins eru
mörg og þeim hefir enn verið of
lítill gaumur gefinn. Árum saman
hefir verið reynt að vekja athygli
og áhuga forráðamanna ríkis og
bæjar á þeirri staðreynd, að fjölg
un eldra fólksins er að verða al
varlegt vandamál, sem athuga þarf
og gera ráðstafanir til úrbóta, áð
ur en allt er komið í óefni.
Hér skal aðeins drepið á nokkur
atriði. Aðstoð í heimahúsum myndi
verða mörgum að miklu liði
Stúlka, sem kærni einu sinni á dag
tvisvar í viku, eða eftir því sem
þyrfti, hún myndi geta gert mikið
fyrir einstæðing eða hjón, sem las
burða væru. Aðsókn að elliheim-
ilurn og sjúkrahúsum myndi
minnka, ef heimilishjáip, heimilis
hjúkrun væri aimennari. H.iúkrun
arkonur frá Líkn hafa unnið ómet-
anlegt starf á þessu sviði, sem
seint verður fulLþakkað. Á sínum
tíma var hér starfandi Samverj-
inn og síðar mötuneyti safnaðanna.
Þessi starfsemi stóð fyrir matar-
gjöfum, «n á þeim árum var hart
í búi hjá mörgum. Sem betur fer
I er ékki þörf á slikri starfsemi nú
| — en samt sem áður væri full
• ástæða til að senda heitan mat til
■ sumra einstæðinga. Sumir munu
telja þetta óþarft — ellilaunin og
, örorkustyrkirnir eru teknir við —
ftcekur ocj hofunbor
fólkið getur séð um sig sjálft, en
Kristján Röðuls:
Ðeilan um skurnið
í síðusfu grein minni, er ég
byggði á grundvallaratnðum 'ljóðs-
ins, höfðaði ég til itveggja and-
stæðra skauta, sem þó dragast
hvort að öðru, sem sé (atómkveð-
skapur) og hefðbundinn kveðskap-
ur. Þar vék ég að þeirri hættu,
sem er samfara einberri skurn-
dýrkun. Hins vegar vildi ég í þess-
um kafla vikja að þeirri hlið ljóðs-
ins, sem næsta auga stendur, en
niönnum sést tiðast yfir, og vildi
ég mega nefna hana (fjarvídd)
ljóðsins, það er uppsetning og sam-
stilling iljóðanna —- innbyrðis í
verkinu, það þarf að vera með
þeim hætti, að andstæður og blæ-
brigði fái notið sín sem bezt. Að
þessu leyti mætti líkja bókwm við
máiverkasýningu. En það gæ-ti ráð-
ið úrslitum á listrænu mati, hvern-
ig myndunum er stillt saman, einn-
ig á því viðhorfi og andrúmslofti,
sem er ríkjandi, þegar nýr og
óvæntur heimur býður oss þátttöku
i sköpunargleði málarans. — Af
þessu er auðsætt, að það er ekki
vandalaust að steyta ekki fót s,inn
við steini, í listrænum efnum. —
En hins ivegar mætti vekja athygli
á því, að öguð skáldverk krefjast
hygli lesandans, ekki síður en
skálcLsins, er samdi þau. Menn
vcrða oft að renna grun í, að hið
ósagða getur verið sjálf perlan í
verkinu. Því eins og ailir vita, þá
jeggja þær ekki á yfirborðinu, það
verður að kafa eftir þeim. — Þá
er oss ljóst, að það kostar áreynslu
að lesa þannig, að gagn verði að,
gildi skáldverks 'liggur ekki alltaf
á grunnu vatni. — Aftur á móti
er 'listskyn manna æði breytilegt
á ihverjum itíma. — Það er einna
líkast því sem loftvog ráði matinu.
En hvað um það, — listin er síung,
þótt heimurinn eldist.
Hins vegar gætu aldir staði'ð á
milili iistaverks — og skilnings
vors á því, það iþarf -ekki að þýða
að vér séu-m svo dunibir, toeldur
hitt, að vér stöndum of nærri undr-
inu —: 'til þess, að vér áttum oss á
því hvað gerzt hefur. Það er ekki
fyx'r en fjarlægðin ihefur breikkað
og dýpkað skilninginn, — að hið
rétta kemur í iljós. En til þess að
gefa nokkra hugmynd um þá vinnu,
sem liggur að baki verkinu, mætti
ííkja listinni við demant, sem hefði
þúsund óslipaða fleti. — En það
gæti tekið iheila ævi að s'lipa einn
þeirra, og þó væri ekki náð neinni
endanlegri fnlikomnun, aðeins-
vissu stigi — I þróun. Því sannleik-
urinn er sá, að öill viðleitni lista-
mannsins til sköpunar — er spor
— stigið í myrkri.
Hann sér ekki í toendi — uppskeru
erfiðis síns. Ár og aldir geta liðið
hjá, ver.k hans O'g nafn — grafið í
sandinn. En skyndilega Æer stormur
um auðnina-. VerJc hans og na'fn —■
á allra vörum, í andlegri ibirtingu.
— Veraldarsagan sýnir mörg siík
dæmi, þau eru talandi vottur um
hið afstæða mat — á sál 'listarinn-
ar. En hafa iþá verkin stækkað af
þögninni. — Ég toeld ckki, aðeins
skilningixrinn hefur dýpkað.
Ki'istján Röðuls.
því miður er þetta ekki svo ein-
íalt.
Elliheimilin eru neyðarúrræði,
hefir einhver sagt. Líklega hefir
hann þurft að sækja þangað fyrir
sig eða sína. Ef til vill hefir hann
átt börn — en komizt að því, að
þau höfðu ekkert pláss fyrir hann.
Hann komst að þeirri soi'glegu
staðreynd, að nú þegar hann var
orðinn gainall og lúinn, — þá var
honum ofauki'ð — börnin vísuðu
honum á elliheimilið. En er ekki
betra fyrir hann að vera á elli-
heimili, heldur en að vera ofauk-
ið hjá sínum eigin börnum? Ef
til vill hefir hann ekki getað
stundað veika móður eða föður —
konan hans lasburða — börnin
mörg — og húsnæði þröngt •—
var það þá neyðarúrræði að leita
til eliiheimilis?
Elliheimili eru nauðsynleg —
en við skulum leitast við að leysa
málin þannig, að þau verða aldrei
mjög mörg í þessu fámenna landi.
Við skulum reyna að koma málum
þannig, að húsin verði byggð og
gert ráð fyrir görnlu fólki. Elli-
launin þxirfa að vera lífeyrir, sem
liægt er að framfleyta lífinu sóma
samlega á. Við skulum lofa gamla
fólkinu að vinna sér fyrir nokkr-
um aukakrónum og við skulum
hætta að leggja á það útsvör og
skatta. Þetta og margt fleira mætti
gera til þess að fleiri geti lifað
sjálfstæðu lífi íellinni. Þá væri
ekki ástaeðulaust að gera ráðstaf-
anir til þess að eldra fólkið ætti
kost á húsnæði við sæmilegu verði,
líkt og gert er á Norðurlöndunum.
En það er eitt, sem við megum
ekki gleyma. Við erum fámenn
þjóð og getum þess vegna ekki
veitt okkur margt af því, sem þær
stæi-ri geta. Þess vegna er líka
mikilsvert, að það sem gert er, sé
vel xhugað. Við þurfum í þessixm
málwa sem öðrum að gera ná-
kvæmar áætlanir um framkvæmd-
ir, athuga hvað þær kosta og
hvernig afla skal fjármagns til
þeirra.
Að síðustu vildi ég ber.da á, að
mér virðist vera kominn tími til
að athuga um að aldurstakmarkið
67 ár fyrir ellilaun verði liækkað í
70 ár — nema sjómenn, þeir ættu
að fá eililaun 60 ára. Aldurstak-
markið 67 ár — var sett í lög 1946
— en síðan hefir margt breytzt í
heilbrigðismálum og er þvx full-
komin ástæða nú til þess að at-
huga málið vandlega. Þjóðin er
fámenn og okkur vantar starfs-
krafta svo víða og það er ekki rétt
að dæma menn úr leik fyrir það
eilt að almanakið segir þá 67 ára
— 70 ár væri nær sanni, enda þótt
árin ein séu ekki réttur mæli-
kvarði um andlega og líkamlega
heilsu og afköst. En ef að því verð
ur 'horfið að hækka aldurstakmark
ið, þá ætti líka að hækka ellilíf-
eyrinn þannig, að hann verði sann
kallaður lífeýrir.
„Leikur örlaganna“
ef tír Elinborgu Lárusdóttur
Fyrir 23 ármn kom út fyrsta bók-
in eftir Elinborgu Lárusdóttur,
sem nú er löngu þjóðkunnur rit-
höÆundur. Sxi bók var smásagna-
safn, sem strax vakti athygli, enda
segir. skáldið Einar H. Kvaran í
fonmálsprðum , við 'hana: „Mér
•finnst ekki iþað geta dulizt, að hér
■er verulegt skáld á ferðinni. Það
er ekki eingöngu, að þessar yfirlæt-
islausu sögur séu sagðar af snilld
listamannsins. Þær eru fullar af
sarnúð og skilningi kærleiksríkrar
sálai-. Og myndirnar, sem dregnar
eru upp fyrir lesandanum með fá-
'um di-átfcum, eru heillandi og verða
ógleymanlegai'." Formálann endar
hann á þessa leið: „Ég gæti trúað
því, að einhvern txma fari um
þessa litlu bók líkt og um aðra litla
hók, sem samin var hér á landi fyr-
ír xnörgum öldum, að margir vildu
hana skrifað hafa.“
'Síðan þetta gerðist eru nú sem
sagt 23 ár, og á þeim tíma hefur
frú Elixiborg látið frá sér fara 20
'bækur, sú hók, sem kom út í vetur,
„Leikur öi-galanna“ er sú 21, og er
fjórða smásagnasafnið. Bækur frú
Eiinboi’igar eru af ýmsu tagi. Auk
'sxnásagnanna hefxu’ hún skrifað
langar skáidsögur í fieiri bindum,
endui'isagt ævisögur manna eftir
þeirra eigin frásögn og ski’ifað
þætti uxn onenkar konur, sem hún
hefur þekkt. Þá hefur hún og skrif-
að fjórar bækur um dulræn efni,
er þar um að ræða reynslu miðla
og dukæns fólks, sem hún hefur
haft náin kynni af. Vil ég taka það
fx-am rnn þær bækur, að ég hef
kynnt anér og fylgzt nálcvæmlega
með starfsháttum frú Elinbörgar
við að safna þessum sögum og get
ekki anxiað en dáðst að vandvirkni
hennar og óþi’jótandi elju við að
fá vottfestar og sem sannastar og
öauggastar heimildh- að því, sem
um er að ræða.
Bók sú, sem út kom í vetur
„Leikur örlaganna“, er að mínu
áliti einhver bezt skrifaða bók höf-
undarins. Hún hefur til að bera
öll hin beztu einkenni fyrsta smá-
sagna safnsins, sem lýst var með
Oi’ðum Einars H. Kvarans hér að
framan, en ’auk þess ihefxu’ höf.
auðvitað á þessum liðnu árum
þroskað stíl sinn, og fcökin á efn-
inu eru fastari og öruggari. Auk
þess bregður allmjög fyi’ir skemmfi
lesri kímni í Msögninni. sem gerir
sösurnar léttar og viðfelidnar, þó
flestar séu þær um háalvarleg efni
og isumar ádeila á skilnings- og
kæi'ulevsi mannanna í sambúðinni
hver við annan og ekki sízt í við-
skiutum við lítilmagnann, emkum
börnin. sem engan eiga að.
Smásagnagei-ð er list, sem fáum
lætur vel. Það er brugðið upp
augnabliksmynd, sem þarf að vera
svo sjálfstæð og skýr að hún festist
í minninu. en dragi jafnframt hug-
ann að ibeim kjarna, sem hún cr
byggð ufcan um. Taikist þetta ekki,
rennur sagan út í sandinn og gleym
ist um leið. I-Iér er það. sem fmí
Elinborgu tekst sérstakiega vel,
sögui'nar liitta í mark og unihverfið
svo fast mótað^að það er eins og
maður þekki þetta allt úr eigin
rey.nslu. Frú Élinborg hefur líka
fengið mjög mikla viðurkenningu,
sem smásagnahöfuncíur. þar sem
eftir hana er ein isagan í smásagna-
safni því. er New York Herald
Tribune gaf út árið 1956 og nefndi
Wox’ld Prizc Stories. Það er fyrsta
sagan í smásagnasafninu, sem út
kom í vetur og heitir: „Ástin er
hégómi“. Nú er húið að þýða þessa
smásögu á mörg itungumál, og hcf-
ur fengið mjög góða dóma ei'lendis.
Sögurnar í „Leikur örlagann"
eru 11 taisins og sjálfsagt verða
um það skiptar skoðanir. liver sé
bezt sögð, enda fer það eftir eigin
viðhoi'fum lesarans. Mér þykir
átakanlegust og sönnust litla sag-
an um fermingarfötin. sem hegar
þau loksins koxmi til litia sveitar-
ómagans, voru gömul og fóru hon-
um illa. Framvegi's verða vonandi
engir harmar út af fermingarföt-
um, þar eð tekinn hefur verið upp
sá góði siður að öll fermingar-
börnin klæðist sams konar hyítiun
kyi'tlum. En aðalatriði sögunnar
er ekki fötin, heldur kærleiksorð
konunnar, sem skildi sorg og irai-
komuleysi barnssálarinnai’ og
kunni því að færa henni huggun.
„Kæi'leikurinn er allt af vitrastur“,
sagði séra Matthías einu sinni, það
þai'f eklci allt af peninga til a'ð færa
líkn og Ijós þeim, sem í myrkrún-
um situr.
Aðalbjöi'g Sigurðordóttir.
Gísli Sigurbjörnsson.
OXLAR
með vöru og fólksbílahjólum,
beizli og beizlisgrindum, fást
hjá okkur.
Kristjáxi, Vésturgötu 22,
Reykjavík — Sími 22724.
Fermingamyndatökur
í heimahúsum, veizlum og á
stofu. Kyrtlar fyrir hendi.
Pantið með fyrirvara.
Stjörnnljósmymlir,
Framnesvegi 29, sími 23414
?á>j|s§lps§ifil
tilkynnir:
Nemendakórinn syngur
í Aðventkirkjunni laug
ai'dagskvöldið 4. apríl
1959, kl. 8,30.
Aðgöngumiðar við inn-
ganginn.
omwmmmœmœismiiiæm
Jörðin Kílhraun 2
á Skeiðum fæst til kaups og ábúðar í næstu far-
dögum. Áhöfn getur fylgt. Tilboð óskast fyrir
20. apríl. Nánari upplýsingar hjá eiganda og á-
búanda jarðarinnar. Sími um Húsatóftir.
tnammiiammiiaimmiximmiiiiffininmiiiiiiiffinncaa
MaSurinn minn
Jónbjörn Eiíasson,
skipstjóri,
andaóist í Landsspitalanum aðfaranótt 27. marz.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Jóhanna Stefánsdóttir.