Tíminn - 07.04.1959, Side 5
ÍÍMINN, þriðjudaginn 7. apríl 1959.
S
Jóhann Jónasson, forstjóri:
„Pólitískar smákartöflur”
óðu verði
f Alþý'ðublaðinu 20. marz síðast
liðinn er lítil skammaklausa um
Grænmetisverzlun landbúnaðarins
á baksíðu blaðsins með stórri íyrir
Bögn.
Þetta virðulega blað hafði jþá
látið 'Grænmetisverzlun landbúnað
arins óáreitt'a, frá því í fyrra sumar,
/•r cg skrifaði smágrem í Tímann
óg benti Aiþýðublaðinu á að það
þyrfti að breyta nm búning og
efni svo það yrði læsilegra.
Þetta hefir gerzt. Blað.ð hefir
tekið stakkaskiptum, hvort, sem
þessi ábending mín hefir ýtt und
ir það eða ekki. Það birtir nú dag
ilega nokkuð af læsdegu efni, þó
að ennþá slæðist með 'greinar af
gamla skólamim, eins og sú, sem
ég gat um í upphafi þessa máls.
Við I'estur hennar fannst mer
hún svo fjarstæðukennd, að ég sá
ekki ástæðu til að svara lienni.
. En mér hefir síðan verið bent
á, af velunnurum Græaimetisverzi
unar landbúnaðarins, að alltaf séu
til einihverjai" svo fáfróðar sálir, að
þær trúi öilu, sem í blöðunum
stendur, ef það er ekki leiðréU.
Skal því greinarkorn þetta tekið
til athugunar.
Greinin hefst á því að einhver
tnaður hafi komið tii Alþýðublaðs
ins með einhverjar kartöflur, sem
sonur hans hafi k'eypt, af einhverj
um katipmanni, einhvers staðar i
bænum. Kaupmaðurinn hafði selt
þær á úrvalsflokksverði. En kart
öfluxnar voru smáar 10—50 gr.
og voru því ekki í úrvalsflokki seg-
ir höfundur og vitnar þar í símtal
við Grænmefisverzluh landbúnað-
árins.
Það skal strax fram tekið að ekki
einu sinni þetta er rctt, enda Itann
ást enginn starfsmaðui- Grænmet
isverzlunar landbúaðaiins við að
Íiafa gefið þessar upplýsingar.
Samkvæmt matsreglum em kart
öflur af stærðmni 30—50 gr. tekn
isii’ í úrvalsflokk en ekki þær sem
eru þar fyrir neðan.
Blaðið hefir það svo eftir við
komandi kaupmanni að Grænmetis
verzlun landbúnaðarins seljr kaup
mönnum siíkar smákartöflur, sem
væru þær af úrvalsflokki.
Alþýðublaðið sér enga ástæðu
til að athuga þetta neitt nánar, svo
vel 'trúir það nú kaupmönnum d
Eeykjavík. Ef það hefði nú hringt
til Grænmetisverzlun'ar land'búnað
ái’ins' og spurzt fyrir,þá var ekkert
0uðveldar.a en að fletta upp a af-
á’iti af nótu á viðkomándi verzlun
Og athuga hvort hún hefði keypt
úrval ’oða t. d. II. fl. og ,selt út sem
Úrval. Heiðarlegur blaðamaður
íiefði lagt á sig það ómak.
En að gefnu þessu tilefni vil
ég ennþá einu sinni rif ja upp fyrir
íesendum hvernig mati og verzlun
með kartöílur er liáttað.
; Framleiðöiidur flokka kartöflurn
ar yfMoht heima og nota oftast til
þess netgrind með ákveðinni
möskvastærð, þannig að þær kart
öflur, sem eru of smáar, til að
fara í t. d. úrvalsflokk, falla niður
gegn um möskvana en hinar velta
af grindinni i pokana.
Ef hins vegar of miklu er
hvolft í grindina í einu, er hugsan
Íegt að einhverjar smákartoflur
geti flotið með í sekkinn, en sé
það igert viljandi mætti kalla það
vinnusvik.
Kartöflurnar eru síðam sendar á
inarkaðsstað, t. d. til Reýkjavíkur.
Þar eru þær metnar 'af ma ■ nanni,
sem er starfsmaður landbúnaðar-
ráðuncytisins. Hann tekur I sekk
af hverjum 10 og hvol'flr úr honum
og skoðar vandlega og finni hann
eitthvað athugavert við kartöfl-
tirnar skoðar hann mifchi fleiri,
þar til hann telur sig hafa fengið
nægilega gott yfirlit yfir allt magn
ið. Þá fyrst sétur hann viðkom-
andi flokksstimpil á miða, sem fest
lur er við hvern sekk.
Grænmetisverzlun landbúnaðar-
ins kaupir svo kartöflurnar og
greiðir íramleiðanda fyrir þær
eflir því hvernig þær hafa flokk-
ézt.
Síðan selur hún verzlunum úr-
val eða 1. fl. eftir því, sem á mið
unum stenclur.
Þetta mun alveg hliðstætt því
sem gerist t. d. með kjötverz'lun
Sláturfél. Suðurlands. Komi hins
vegar í Ijós einhver galli á kartöfl
unum, sem matsmanni hefir sézt
yfir, og verzlunin kvartar til Græn
metisverzlunar landbúnaðarins, þá
er venja okkar að skipta á þe.m
poka, sem gallaður er, hvort sem
'Grænmetisverzlun landbú'naðarms
ber skylda til þess eða ekki. Þetta
vita kaupmenn og notíæra sér það
ef þeir telja ástæðu til.
Af þessu má öllum vera augljóst
að Grænmetisverzlun landbúnaðar
ins ber ekki iábyrgð á matsgölhim,
þar sem hún selur kartöflur eftir
þe’iin stimpli, siem matsmaður rík
isins hefir ,sett á pokann. Iíitt er
svo annað mál að ennþá eru til
st.öku framleiðendur, sem reyna
að fara í kringum reghirnar í þeirri
von, að .matsmaður hafi efcki tíma
tií að skoða í hvern poka.
Og svo spyr Alþýðublaðið:
„TIL HVERS ER VERIÐ A»
FLOKKA VÖRURNAR, EF ÞÆR
ERU SELDAR Á IIÆSTA VEÐI.“
Blaðið skilur ekki að tlgangur
flokkunarinnar er einmitt sá, að
eingöingu sé úrvals og 1. fl. vara á
■markaðnum og þá auðvitað seld á
því verði sem gildér fyrir hvern
flokk á hverjum ííma.
En Alþýðublaðið segir enn frem
ur:
„ÞAÐ ER ÓÞOLANDI, HVEUN-
IG FRAMSÓKNARMENNIRNIR
HJÁ GRÆNMETISVERZLUN
LANDBÚNAÐARINS NOTA
VALD SITT TIL ÞESS AÐ SELJA
„NEYTENDUM KARTÖFLURUSL
SEM ÚRVALSVÖRU.“
iSvo mörg eru þau orð.
En svo kemur rúsínan í pylsu
enda Alþýðublaðsins en þar stend
ur orðrétt og stafrétt.
„ALÞÝÐUBLAÐIÐ SEGIR:
NEYTENDUR ERU ORÐNIR
LANGÞREYTTIR Á, AÐ FRAM-
SÓKNARMENN HAFI Á HÖND-
UM EINOKUN Á LANDBÚNAÐ-
ARVÖRUM, NEYTENDUM OG
BÆNDUM TIL STÓR TJÓNS.“
Þar fundu þeir nú Framsóknar-
lykt af þessum smákartöflum, og
nú er hún víst ekki lenigur góð.
Öðru vísi mér áður brá.
Það er eins og mig minni, að
þeir Alþýðublaðsmenn hefði ekk-
■ert á móti því, við síðustu Alþing
iskosningai’, þó að eitthvað væri
til af Frinnsóknarmönnum t.d. í
Borgarfirði og á Snæfellsnesi og
Reykjavík pg víðar á landinu og
fúlsuu ekki við þeim jafnvel þó
að þeir störfuðu að söiu og dreif
ingu landbúnaðarvara.
Eg gat þess hér að íraman hvern
ig fúsk eða sv.ik við flokkun karl-
aflna, gætu orðið orsök þess að
smákartöflur slæddust í þann
flokk, sem þær ættu ekki heima.
Al'bingiskosningar eru nokkuð
hliðstæð ílokkun. Vilji kjósend
anna er það sigti, sem á að sigta
frambjóðendur þannig að aðeins úr
valið komist inn á þing.
Ef ég man rétt, þá voru einhverj
ir að tala um fúsk í sambandi við
.síðtistu kosningar og ekki var grun
laust um að sumum 'hafi fundizt
að „PÓLITÍZICAR SMÁKARTÖFL
UR“ hafi flotið með úrvalinu inn
á Alþingi, þó að þær heíðu, að
réttu Jagi átt að falla niðttr úr
kosninganetinu af þvi að þær
náðu ekki. lágmarks stærð.
Og nú í dag heyrir maður ennþá
hvíslað um. að eitthvert slíkt fúsk
sé fyrirhugað við næstu kosning-
ar, af því að pólitískar smákart-
öfíur langi enn til að fljóta með
úrvaiinu inn á þingið.
Litið inn í bogasalinn
Nokkur orS um sýningu Baldurs Edwins
í smágrein, sem ég las fyrir
skömmu, virtist mér í það skína
að það mundi ekkert aufúsuverk
að fella dóma um bækur, ef þær
hefðu ekki yerið þeim 'sendar, er
dóminn felldi. Greinarkorn þetta
var að vísu skrifað í sennustíl og
til varnar nýlega skrifuðum rit-
lingi. Það er fjarri mér að hneyksl
ast á þó eigin verk séu varin. í því
er alltaf að finna virðingarverðan
hug. Hitt sýnist fiær lagi, ef það á
að vera efst á baugi, að listdómar
skuli því aðeins eiga rétt á sér að
þeir séu pantaðir. Muii þá oftast
þangað leitað, sem lofs er að
vænta. Því skal ekki neitað, að ým-
islegt bendir ti'l, að svo sé til ým-
issa þeirra ritdóma stofnað, sem
fylla blöð vor siðustu vikurnar fyr
ir jól, enda mun það mála sannasi,
■að það sem þar .er sagt, nnm —al-
mennt talið, — ekki tekið mjög
hátíðlega. — Það er ekki
heldur alveg víst, að svo mjög
sé skaðinn skeður, þótt slíkir dóm
ar séu ekki mjög í ’há.vegum hafð-
ir, ef til þeirra væri aðeiris efnt í
augiýsingaskyni. Mundi þá oft
mega telja vafasamt gildi þeirra
til leiðsagnar við val þeirra verka,
sem á boðstólnum eru hverju sinni.
Hitt er annað mál að fáir mundu
draga í efa, að nokkuð mættu þeir
dómar varða, ef óhætt væri að
treysta þeim til nofckurrar hlítar.
Mælti hlutverk hlaða í þessu
efni þá verða mun gildara en met-
ið verður til fulls í fáum linum.
Ekki mun þó um það dcilt, að
nokkurs mun vert um það hlut-
verk blaða, að fylgjast með því,
sem fram kemur á 'listrænu sviði
meðal þjóöarinnar á hverjum tíma
að svo miklu leyti, sem slíkt verður
túlkað á almennu blaðamannamáli.
En blaðamennska vor virðist líta
talsvert öðrum augum á þetta, ef
það væri rétt lesið, sem drepið
var á hér að framan, a'ð ópantaður
listdómur eigi lítinri rétt á sér.
Við lauslega athugun virðast
blaðamenn hafa þetta mjög í heiðri
ef athuguð eru viðbrögð þeirra
við þeim málverkasýningum, sem
uppi hafa verið í Þjóðminjasaí'ninu
nú um skeið. Þess hefir að vísu
verið getið, að þær væru þar fyrir
heridi. En að nokkur ástæða væri
til að benda alþýðu manna á, hvað
þar væri um að vera, virðist ekki
hafá verið ihátt 'í huga. Mun það þó
mála sannast, að með minna erindi
hefir oft verið rölt til raæ.sta bæj-
ar á íslandi en það, að virða það
viðlits sem þar er til sýnis.
Það blasir mjög við þegar þar
er géngið 'um garðá, að þar er
mjög ólíku ti'l að dreifa. Annars
vegar einn þekktasti meistari þjóð
arinnar, fflestum vinsælii og það
að verðieikum. Frá hans hendi blas
ir við heildarsýn yfir langa og ann-
ríka ævi hins ágæta manns og
meistara. Þótt efalítið vanti þarna
ýmislegt, sem hróðri hans hefur
lyft hæst, verður það ekki fært
þeim til saka, er að þessu stóðu.
Sýningin á fyrst og fremst að sýna
dánargjöf •meistarans, og gerir það
ágætlega um leið og hún túlkar vel
starfs- og þroskasögu faans.
Við fótskör Ásgríms situr svo
Baldur Edvins, einn af yngri mál-
urum okkar, og trúlega ein hinn
sérstæðasti þeirra. Og það er vert
að benda á það, að hann fer þarna
svo mjög sínar göíur, að aHt virð-
ist benda til þess, að hann eigi
sáralitla samleið með þeim starfs-
bræðrum sínum, sem á 'líku aldurs-
slceiði eru. Af fáum orðum, sem
einn slíkur lét frá sér fara á opin-
berum vettivangi nýlega, vai’ð itæp-
lega annað ráðið en það, að þang-
að væri fátt nýtilegt að sækja. En
sú mun raunin á að drjúgmargir
munu hafa talsvert aðr.a sögu að
segja. Hannes Hafstein kvað:
(Framh. á 9. síðu)
Eftirtaldar skáldsogur eru mjög óaýrar miðað við núgild-
andi bókaverð. Margar þeirra fást ekki lengur bjá bóksöium,
enda ýmþar þe;.rra á þrotum.
□ Anna Jórdan. Spennandi saga um heitar ást’r tilfinninga-
ríkra persóna eftir M. Brinker Post. — 298 bls. Ib. 58,00.
□ Auðlegð og konur. Ein af allra skemmtilegustu skáldsög-
um Bromfields. — 418 bls. Ób. 35.00
□ Bntffarieit. Ákaflega spennandi og viðburða-ík saga eftir
L. J. White. Verður einna helzt iafnað til „Sigurvegarans
frá Kastilíu“, 366 bls. Ib. 72,00.
□ Désirée. Hin lieillandi skáldsaga Annemarie Seiinko um
dóttur s’ilkikaupmannsins, æskuunnustu Napóleons. sem
síðar varð drottning Svíþjóðar og formóðir sænsku kon-
ungsættarinnar. — 316 bls. Ób. 63.00.
□ Systurnar Lindeman. Spennandi ástar- og örlagasaga eftir
Synnöve Christensen. — 428 bls. Ib. 110,00.
□ Drottniugín á dansleik keisai'ans. Heillandi ástarsaga eftir
hinn heimskr.rma finnska rithöfund Mika Waltari — 246
bis. í stóru broti. Ób. 25.00, b. 37.30.
□ Gleðisögur. Bráðskemmtilegar sögur um ástina og mann-
legan breysfcleika eftir snillinginn Baizac, prýddar fjölda
ágætra r.Unda. — Ób. 25.00, ib. 35.00.
□ Suðrænar svndir. Ástarsögur eftir hinn heimskunna rit-
höfund Somerset Maugham. — Ób. 30.00.
□ Hershöfoingínn heunar. Söguleg skáidsaga um ástir og
örlög í óveðrum mikillar borgarastyrjaldar eftir Daphne
du Maurier, höfund „Rebekku" — 472 bls Ób. 35,00.
□ Hertogaynjan, Saga um unga og fagra hertogaynju, sem
var helzt til ástgjörn og tilfinningaheit. — 228 bls Ób.
39.00, ib. 58.00.
□ Hulin fortíð eftir Theresa Charles. Spenna’idi, dularfu'li
og áhrifarík skáldsaga, sem mun lesandanum seint úr
minni líða. — 264 bls. Ib. 98.00.
□ Katrín Mánadóttir. Söguleg skáldsaga eftir Mika Waltari, ti
áhrifamikil og spenr.andi, 266 bls. í stóru broti. Ib. 75.00.
□ Kona manns. Hin víðkunna og bersögla skáldsaga Mobergs. tj
Á þrotum. — Ób. 25.00.
□ Larz í Marzhlí'ð. Spennandi sveitalífssaga frá Svíþjóð eftir tj
Bernhard Nordh. — Ób. 30.00, ib. 45.00. t;
□ Silkikjólar og glæsimennska. Spennandi saga eftir Sigur-
jón Jónsson. —279 bls. Ób. 12.00, Ib. 20.00. tj
□ Sumardansinn. Heillandi saga um ungar ásíir eftir P. Ö. *j
Ekström. Hlaut sænsku verðlaunin í noriænni skálci- tj
sagnakeppni. og kvikmynd gerð eftir sögunni hefir hlotið t;
alþjóðlega viðurkenningu og farið milda sigurför. •— S
228 bls. Ib. 60,00. jj
□ Svo ungí er lífið enn. Heillandi saga frá Kína um ungan t: _
amerískan lækni, starf hans og einkalíf, eflir Alice T.
Hobart. — 243 bls. Ób. 25.00, ib. 35.00.
□ Uppreisnin á Cayolte. Hörkuspennandi saga. sern sannar- :l
lega hentar ekki taugaveikluðu fólki. — 224 bls. Ób. 18.00 jj
□ Við skál í Vatnabyggff. Nútímasaga frá Bandaríkjunum, tt
dularfull og spennandi. — Ób. 8,00. t:
GULU SKÁLDSÖGURNAR
Léttai’ og skemmtilegar skáldsögur til tómriundalesturs, tí
afar vinsælar. Eftirfarandi sögur fást enn:
□ Þyrnivegur hainiugjitnnar eftir Stark Ób. 20,00, ib 29.00 ts
□ Gestir í Miklagarffi eftir Kastner. — Ib. 29.00.
□ Brækur biskupsins I-II. eftir T. Smith. — Ób. 3.2.00. t;
□ Ungfrú Ástrós eftir G. Widegren. —- Ób. 29,00, ib. 29,00. ti
□ Kæn er konan eftir G. Segercrantz. — Ób. 15,00, ib. 25,00 t-
□ Ást barónsins eftir G. Segercrantz. — Ób. 20,00, Ib. 29,00. tj
□ Elsa eftir Jsn Tcmpest. — Ób. 20,00, Ib. 29,00.
□ Skógardísin eftir Sigge Stark. — Ób. 26,00. Ib. 39,00. |:
□ Ég er ásífangin eftir Maysie Greig. — Ób. 28.00, ib. 40,00 |j
□ Ung og saklaus eftir Ruby M. Ayres. Ib. 39,00.
□ Kaupa&onan í Hlíð eftir Sigge Stark. Ób. 26,00, ib. 39,00. ti
SKÁLDSÖGUR Frank G. Siaughters |
Aí' hinum vinsælu og eftirsóttu skáldsögum Slaughters tj
i'ást þes'sar enn, af sumum þó aðeins örfá eintök: tí
8
□ Ast en ekki Iiel. —- 332 bls. Ob. 50,00, ib. 70,00.
□ Dagiu: við ský. — 373 bls. Ób. 50,00, ib. 70,00. tj
□ Fluglæknirinn — 280 bls. Ib. 65,00. ;j:
□ Erfðaskrá hersliöfðingjans. — 280 bls. Ib. 70,00. t!
□ Líf í læknis heudi. — 481 bls. Ib. 85,00.
□ Þegar hjartaff ræður. — 280 bls. Ób. 50,00, ib. 70,00. tt
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið x í ferhyrn- tt
inginn framan við nöfn þeirra bóka, sem þér óskið eftir. |j
Undirstrikið ib.. ef þér óskið eftir bókunum í bandi. — Ef tt
pöntun nemur kr. 300,00 effa meira, gefum við 15% afslátt ♦'
frá ofangrcindu vcrði. Kaupandi greiði sendingarkostnað. tí
___________________________________________________________ tt
♦♦
u
Gerið svo vei að senda mér gegn pósíkröfr þær bækur, íí
sem merkt er við i auglýsingunni hér að ofan. j*
♦♦
H
(Nafn) ............................................ |
♦♦
|
(Heimili) ............................................ H
4
tt
......................................... 1
tt
Bókamarkaður Iðunnar |
Skeggjagötu I, Pósthólf 561 — Sími 12923 Reykjavík. •?