Tíminn - 12.04.1959, Qupperneq 3
TÍMINN, sunnudaginn 12. apríl 1959.
3
Heimsókn í upptökustudio í Kaupmannahöfn - Haukur
Morthens syngur með Four Jacks og Jörn Grauengard -
kunnir hljóðfæraleikarar - gömul lög endurvakin
Einn —- tveir — þrír,
heyrum við hljómsveitar-
stjórann segja, og hljóm-
sveitin og söngvararnir
byrja. Við erum nefnilega
staddir í „Roklubben Kvik“
við Svanemöllen í Kaup-
mannahöfn en þar hefir
plötufyrirtækið Odeon
,,stúdió“, þar sem plötur
fyrirtækisins eru teknar
upp. Við höfðum nefnilega
fregnað að Haukur Mort-
hens væri staddur í Höfn
þeirra erinda að syngja inn
nokkur lög á plötur með
hljómsveit Jörn Grauem
gaard, sem hefir eins og
kunnugt er leikið með
Hauki á mörgum plötum
áður.
Við förum þess á leit að
við fáum að vera inni í upp-
tökusalnum meðan verið er
að taka þar upp eitt laganna,
og veröum í staðinn að lofa
því að gefa ekki svo mikið
sem hóstakjöitur á meðan.
Frægir söngvarar
Upptökusalurinn í „Róör-
arklúbbnum" er mjög stór,
en mjög vel hljóðeinangrað-
ur. Við setjumst út í horn og
reynum að láta fara sem •
allra minnst fyrir okkur.
Umhverfis hljóðnemann
standa margir söngvarar, og
við berum þegar kennsl á
Four Jacks, sem eins og kunn
ugt er komu til íslands í vet-
ur og sungu við miklar vin-
sældir. Þarna eru ennfremur
tvær stúlkur og einn karl-
maður, sem við berum ekki
kennsl á, enda varla von, þar
sem okkur er tjáð' að hér sé
um fólk úr danska útvarps-
kórnum að ræða. Stúlkurnar
tvær eru auk heidur í söng-
tríóinu „Lördagspigerne", en
tríó þetta er mjög vinsælt og
þekkt i Danmörku. Önnur
þeirra, Birthe Buch hefur
þess heldur sungið inn á
HAUKUR MORTHENS
með fyreta eintakið af „Simba“
fjölmargar plötur ein, fyrir
Polydor.
„Heima"
Veriö er aö taka upp lagið
„Heima“, eftir Oddgeir
Kristjánsson, en þetta lag
var þjóðhátíðarlag í Vest-
mannaeyjum fyrir allmörg-
um árum síðan. Haukur
Mortliens tjáir okkur að
þegar hafi verið gerðar marg
ar upptökur á laginu, en
Grauengaard sé ekki enn á-
nægður með upphafið og
endann á laginu. ,Jíér eru
saman komnir margir af
beztu hljóðfæraleikurum í
Evrópu,“ segir Haukur við
okkur. „Það þarf sennilega
ekki að kynna Four Jacks
fyrir ykkur, en annar gitar-
leikarinn, þessi þarna“ —
hann bendir á ungan hvat-
legan mann, „heitir Jörn
Ingeman. Hann spilar að
staðaldri með Svend As-
mundsen, og hefur verið
hægri hönd hans í fjölda-
mörg ár. Trompetleikarinn
er kallaður „Perri“ og hann
þekkið þið vafalaust — af
trompetleiknum — þvi að það
er hann sem spilar á tromp-
etinn í laginu Mama, sem
Gitta syngur, og er mjög vin
sælt heima, ef ég man rétt.
Hann er sennilega einn bezti
trompetleikarinn, sem Danir
eiga.“ — Við samþykkjum
það, eftir að hafa heyrt
„Perri". taka nokkra tóna á
trompetinn.
/^Eins konar rokkstíll"
Nú kailar Grauengaard á
Hauk, og við setjumst aftur,
spenntir að sjá og heyra
hvernig „alvöru'* plötuupp-
taka fer fram.
Nokkrir kaflar úr „Heima"
eru nú æfðir, og Grauen-
gaard kallar fyrirskipanir á
báða bóga, en við skiljum
minnst af því sem fram fer.
Eklci líður þó á löngu þar til
algjör þögn er fyrirskipuð í
salnum og rautt ljós kvikn-
ar. Haukur, Four Jacks og
Lördagspigerne hefja upp
raddir sínar, og Ingeman
ÉEí.
Haukur Morthens og nokkrir söngvaranna umhverfis hljóðnemann.
Myndin er tekin í gegnum glugga á upptökusainum.
leikur nokkra fyrstu taktana
einn undir á gítarinn. Ekki
liður þó á löngu þar til öll
hljómsveitin er „komhi í
spilið“ — og við þekkjum
vart lagið „Heima“ aftur.Það
er nefnilega leikið í einskon-
ar rokkstíl, og Haukur syng-
ur aðeins nokkrar fyrstu lín-
urnar í textanum — og viti
menn: siðan lætur Haukur
ekkert til sín heyra i laginu!
Tvær upptökur
Þegar þessum hluta upp-
tökunnar er lokið náum við
í Hauk og spyrjum hann
hverju það sæti, að hann
hafi ekki sungið nema lítið
eitt af textanum. „Þetta
gengur þannig fyrir sig,” seg
ir Haukur, „að fyrst syng ég
byrjunina, eða svonefnan
„kóda“ — við lítum hver á
annan — og þetta er allt
tekið upp á segulband. Síð-
an tekur hljómsveitin við og
heldur áfram með undirleik-
inn, án þess að ég sé með.
Þegar lagið er búið er segul-
bandið spilað aftur, og það
er ekki fyrr en þá, sem ég
syng textann við lagið — með
segulbandinu auðvitað! Þetta
fyrirkomulag er haft svo
(Framhald á 8. síðu).
Jsienzku dægurlögín eru prýðisgóð
Þegar hlé verður á upp-
tökunni, notum við tæki-
færið og náum tali af
hljómsveitarstjóranum,
Jörn Grauengard, til þess
að inna hann eftir áliti
hans á íslenzkri dægurlaga
gerð o. fl.
„Mér finnst það merkast
um íslenzk dægurlög", segir
Grauengaard, „að þau eiga
það flestöll sammerkt að vera
í moll, eins og það heitir á fag
máli og fremur dapurleg eru
þau velflest. Á hinn bóginn
hefi ég rekið mig á að enda
þótt íslenzku lögin virðist
ekki vera mikið fyrir ayrað
fyrst í stað, þá verða þau
skemmtilegri eftir því sem
maður heyrir þau oftar. Það
íslenzkra laga, sem mér finnst
bezt, er Simbi sjómaður, en
það vorum við að taka hér
SpJaSlað við Jörn Grauengaard um dægurlaga-
gerð á íslandi, söngvara og Heira
upp í gærdag. Simbi er prýðis
gott lag og ég er viss um að
það mundi ná miklum vin-
sældum hér, ef við það yrði
gerður danskur texti óg það
sent á Danmerkurmarkað".
Beztu upptökurnar
— Hvað um íslenzka söngv-
ara?
„Af eðlilegum ástæðum
þelcki ég ekki mikið til þeirra
yfirleitt, vegna þess að ég hefi
aldrei til íslands komið. Ann-
ars langar mig mjög til að
skreppa þangað við tækifæri,
sjá landið og kynnast fólkinu.
Það, sem ég hefi haft af ís-
lenzkum söngvurum að segja,
er ekki nema gott eitt. Ég lék
nokkur lög inn á plötur með
Erlu Þorsteinsdóttur á sínum
tíma. Erla var mjög efnileg
söngkona, en nú er hún harð-
gift og hætt að syngja. Um
Hauk Morthens hefi ég það
að segja, að hann er frábær
dægurlagasöngvari, svo ekki
verði meira sagt. Rödd hans
er sérlega góð og ég hefi haft
mikla ánægju af því að vinna
með honum. Ég hugsa að þess
ar upptökur sem við erum að
vinna að núna komi til með
að verða þær beztu sem við
höfum gert saman. Annars
var upptakan á „Heima“, sem
þið heyrðuð áðan óvenju erf-
ið, en nú held ég að við séum
búnir að ganga endanlega frá
því lagi“.
Hefir komið víSa við sögu
Við þökkum Grauengaard
fyrir greið svör. Þessi hávaxni,
dökkleiti maður hefir víða
komið við sögu áður, varðandi
plötuupptökur, en hann er
einn af fremstu mönnum
Dana í þeirri grein. Hann hef
ir meðal annars stjórnað upp
tökunum á öllum plötum
þeirra Nínu og Friðriks, svo
og hjá Gittu og George Brown
sem er heimskunnur kalypsó-
söngvari frá Jamaica, en hef
ir sungið inn á nokkrar plötm*
í Höfn. Plötur þær, sem Hauk
ur Morthens söng inn á að
þessu sinni, munu koma út
hér heima á vegum Fálkans,
og ef allt gengur að óskum
ættu þær að vera komnar á
markaðinn hér eftir mánuð
eða svo.
JÖRN GRAUENGAARD
— Simbi beztur —