Tíminn - 18.04.1959, Side 1
skipaleiðma um
St. Lawrence-íljót.
bis. ó
43. árgangur.
Strjálbýlið og kjördæmamálið, bls. 7
Kísilnám við Mývatn, bls. 7
Teikningar mennskælinga, bls. 3
„Ég varð svona barn", bls. 5
86. bla'ð.
Framboð Framsóknarflokks-
ins í Skagafirði ákveðið
Olafur Jóhannesson, prófessor, og Kristján
Karlsson, skólastjóri, efstir á listanum
Jóhann Salberg Guðmundsson
1. Ólafur Jóhannesson, prófessor.
2. Kristján Karlsson, skólastjóri, Hólum.
3. Magnús H. Gíslason, bóndi, Frostastöðum.
4. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður.
Óiafi/r Jóhannesson
Kristian Karlsson
FuÍltrúaráð Framsóknarfélaganna í Skagafirði hefir ný-
lega gengið frá framboðslista Framsóknarflokksins fyrir
næstu kosningar og samþvkkti einróma að fara þess á leit
við' eftirtalda nienn að skipa listann, og hafa þeir aliir
orðið við þeim tilmælum:
Magnús H. Gíslason
Steingrímur Steinþórsson,
búnaðarmálastjóri, sem verið
hefir þingmaður Skagfii-ðinga
i aldarfjórðung lætur nú af
þingmennsku samkvæmt eig-
in ósk eftir glæsilegan og
giftudrjúgan þingmannsferil.
ÓJafur Jóhannesson, prófessor,
er fæddur í Slór-Holti í Fljótum
1. marz 1913 sonur hjónanna Krist
rúnar Jónsdóttur og Jóhannesar
Friðbjarnarsonar. Hann varð stúd
ent frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1935 og lauk embættisprófi
við Háskólann 1939. Varð siðan
iögfræðingur og endurskoðandi
SÍS en rak jafnframt málflutnings
skrifstofu í Reykjavik. Hann var
•síðar framkvæmdastjóri félags-
niáiadeildar SÍS og lög.fræðilegur
ráðunautur þess og kaupfélaganna.
Ólafur var settur prófessor við
Húskóla íslands 1947 og skipaður
árið eftir og liefir gegnt þvi emþ
ætti síðan. Fjölmörgum opinber
um trúnaðarstörfum hefir hann
gegnt, var um skei'ð formaður úl-
varpsráðs og sa( þing Sameinuðu
þjóðanna 1946. Iíann á og sæti
í stjórn Seðlabankans.
Ólafur hefir tekið mikinn þátt
í flökksstarfi . Framsóknarflokks- <
ins og átt sæti í miðstjórn flokks
ins síðan 1946. Undanfarin ár
heíir hann verið formaður skipu-
lagsnefndar flokksins, en sú
nefnd hefir unnið geysimikið starf.
Eru þó ótalin fiölmörg önnur trún
aðarstörf fyrir flokkinn.
Ólafur Jóhannessbn var annar
maður á lista Framsóknarflokks
ins í Skagafirði við síðustu kosn
ingar og sat um tíma á þingi á
þessu kjörtí mabili i forföllum
Stengríms Steinþórssonar.
Mikil ritstörf liggja eftir Ó!af,
einkum lögfræðilegs efnis, og
yrði of langt upp að telja. Ólafur
er kvæntur Dóru Guðrúnu Guð-
bjartsdótlur, Ólafssonar hafnsögu
manrts.
, Ólafur Jóhannesson er löngu þjóð
kunnur maður. Hann er viður-
kenndur afburða málafylgjumaður,
rökfastur, og flytur mál sitt flesl
um skipulegar og skýrar. Hann
:nun í senn verða ágætur fulltrúi
Skagfirðinga á þingi og atkvæða
mikill í almennum þjóðmálum,
enda nýtur hann almenns álits og
trausts jafnt í Skagáfjárðarhéraði
sem annars staðar.
KriSfján Karlsson skólastjóri á
I-Lólum er fæddur að Landamót'i í
(Framhald a 2. síðu>.
I
Rúmlega 80 kr. fengust fyrir kg.
af laxi, sem seldur var í Frakklandi
Þokast í áttina
í Genf
NTB—Genf, 17. apríl. Enn
miðaði í dag nokkuð í sam-
komulagsátt á kjarnorkuráð-
stefnunni 1 Genf.
Fulltrúarnir féllust á uppkast að
inngangi fvrir samningi um bann
við tilraunum með kjarnavopn. Var
uppkastið samið af brezka fulltrú
,anum. í því á-'gff, aíS isteífna
beri að því að banna kjarnavopn
með öllu. Byrjað skuli á því að
banna tilraunir með slík vopn
um aldur og ævi undir nægilega
sterku alþjóðlcgu eftirliti. Kjarn
orkan skul aðeins notast i frið
samiegu.n lilgangi.
Nixon á fundi
æöstu manna
j Lundúnum, 17. apiil- Eis-
| enhower forseti mun taka Nix
! on varaforseta með sér á fund
æðstu manna í sumar.
Blaðið Moines Regisler segir
frá þessu i grein í dag. Segir j
i þlaðið, að Eisenhovver hafi nefnt ]
þetta við Macmillan er þeir rædd-
ust við ivrir skömmu og Macmill-
an fallizl á tillöguna. Ef svo fari ’
að ráðstefnan dragist á langinn,
þá ætli Eisenhower að hverfa |
heim, cn láta Nixon taka við De
Gaulle og dr. Adenauer hafi einn- j
ig verið lilkynnt um þessa fyrir-
ætlan.
Samband ísl. samvinnufélaga annaðist þennan
útflutning fvrir framleiíiendur
Samband islenzkra sam-
vinnufélaga hefir eins og
kunnugt er á hendi umfangs
mikla afurðasölu fycir félags
menn samvinnufélaganna í
landinu. Er þar um að ræða
sölu á framleiðsluvörum inn
an lands og til útflutnings.
Hefir þessi rekstur skilað
framleiðendum ótöldum upp
hæðum í arð vegna þess fyr-
irkomulags sem haft er á um
samvinnufélög framleið-
enda, þar sem framleiðend-
ur fá sjálfir alit endanlegt
söluverð framleiðslunnar, að
frádregnum sameiginlegum
kostnaði.
Blaðamaður frá Tímanum var
nýlega á ferð uppi í Borgarfirði, j
þar sem laxveiði hefir frá fornu
fari verið ein mikilvægustu hlunnj
indin. Höfðu menn þar orð á ó-
trúlega háu verði, sem samvinnu-
fólögin skiluðu franilciðendum j
fyrir lax, sem, fluttur var til
I'rakklands ó vegum Sambands ís-'
lenzkra samvinnufélaga.
Vegna þess snerum við okkur
til Valgarðs Ólafssonar frarn-
kvæmdastjóra sjávarafurðadeild-
ar S.Í.S. og spurðum hann um
þessa úlflutnignsgrein.
Valgarð sagði að SÍambandið
liefði flutt út til Frakklands 7—8
smálestir af frystum laxi frá síð-
asta sumri. Var þessi lax fluttur
út heilfrystur og líkaði sérlega
vel.
Eins og áður er sagt selur Sam
bandið vöruna í umboði eigenda
sem fela því útflutninginn og þeg
ar gert var upp endanlegt sölu-
vcrð laxins, sem þannig var seld-
ur til Frakklands var greitt kr.
80,94 fyrir kg. Eru þar m.eðtaldar
útflutningsuppbætur, en að frá-
dregnu útflutningsgjaldi og um-
boðslaunum seijanda, sem eru um
?.%.
j Sambandið hefir síðan flutt út
frystan lax í marz og með Jökul-
fellinu, sem fór héðan til útlanda
fyrir nokkrum dögum fór enn ein
i sending af frystum laxi til Frakk-
lands.
j Magnið, sem hægt er að selja
. til Frakklands af þessari vöru
takmarkast af innflutningsleyfum
(Framhald á 2, síðu).
Valgarð Ólafsson
\ fjármátastjórn Sjálfstæðismanna árin 1940-
49 varö meðaltal umframgreiösina 55%
í gær var ríkisreikningur-
inn 1956 til 2. umr. í neðri
deild Alþingis. Framsögumað-
ur fjárhagsnefndar var Skúli
^Guðmundsson og kvað hann
nefndina sammála um að
leggja lil að reikningurinn
væri samþ.
Ólafur Björnsson áleit að gefa
ætti Alþingi kost á að íylgjast
betur með starfi ýmissa nefnda,
sem launaðar væru af rikinu.
Æskiiegt væri t.d. að vita, hvort
þær hefðu skilað áliti, hvað þær
hefðu haldið marga fundi o.s.frv.
Slíkt mundi m.a. geta eytl margs
• konar tortryggni. Kostnaðar við
| svonefnda efnahagsmálanefnd
hefði t. d. numið kr. 200 þús.
Sjálfsagt hefði sú ncfnd unnið
golt slarf og nauðsynlegt, enda
væri rannsóknir, slíkar sem, þær,
ei hún hefði eflaust haft með
höndum, nauðsynleg undirstaða
heilbrigðra aðgerða í efnahags-
málunum. Slagorð eins og áætlun
. arbúskapur og skipulagning, frelsi
Ríkisreikningurinn 1956 til umræíiu- Þá uríiu
umframgreiíislur minni en nokkru sinni fyrr á
30 ára skeiíi, at> Jirem árum undanskildum
og framtak væru lett a metun-
um.
Jón Pálntason taldi trúlegt, að
ongar ráðstafanir yrðu gerðar til
leiðréttingar í samræmi við at-
hugasemdir endurskoðenda nú
fremur venju. Mætti það vera
vorkunn, því alltaf blasti við aug-
unt ntanna verra ástand en það,
seni um væri rælt í sanjtandi
við reikningana hverju sinni. Allt-
af hækkuðu fjárlögin og ykist
ejðslan. Athugasemdir endurskoð-
enda væru fyrst og frems't í því
fóignar, að benda á og vara við
vaxíndi umframgreiðslum og ó-
innheimtum skuldum, sem væru
órækasta dæntið unt slænta fjár-
málastjórn. Þá teldu endurskoð-
endur, að ríkisreikningnunt ælti
að fylgja reikningur útflutnings-
sjóðs því hann væri nú eiginlega
orðinn m.eira fyrirtæki en ríkis-
sjóður, þar sem honum væri ætl-
aðar meiri tekjur og útgjöld en
ríkissjóði.
Eysteinn Jónsson sagði eðlilegt,
að áætlanir fjárlaga stæðust illa
þar sem verðbólgan yxi stöðugt.
Sú þróun leiddi óhjákvæmilega af
sér umframgreiðsliii'. Ræðumaður
kvaðst áður hafa þýfgað Jón
Pálmason um kvað hann ætti við
með dómum sínum um fjármála-
stjórnina á undanförunn'v árum og
mætti ætla, að það hcfði nú
haft þau áhrif, að Jón hefði nú
sundurliðað athugasemdir sínar
meira en áður. Hins vegar væri
það galli á Jóni sem endurskoð-
; nda, að athugasemdir hans virt-
ust mjög mótast af því. hver færí
með fjármálastiórnina. Frá 1940
—1949 hefði Sjálfstæðismenn far-
ið með fjármálastjórnina. Þá
hcfði meðaltal umframgreiðslna
verið 55'í á ári eða meira en
nokkurn tima fvrr eða síðar. Aft-
ur á móti hefði Jón þá ekki séð
astæðu til neiniia teliandi atliuga-
sem'da. Svo þegar Framsóknar-
(Framhald á 2. síðu).