Tíminn - 18.04.1959, Síða 4

Tíminn - 18.04.1959, Síða 4
4. T í MIN N, laug'ardaginn 18. aprfl 1959 Minningarorð: Gestur Jóhannesson, bóndi, Giljum Anno 1893, hinn 21. september íæddist á iMöðruvöllum í Kjós „óskilasveinn í óþökk“ flestra eða allra aðstandenda. Á þeim árum var það fáum fagnaðarefni þegar fátæk og umkomulaus vinnuhjú fóku upp á því að fara að eignast ■börn. Svo mun og hafa verið þega þessi óboðni gestur vinnuhjúanna á Möðruvöllum kom í þennan heim Drengurinn var skírður Gestur. Faðir hans var Jóhannes Helg Ásmundsson, fæddur upp í Lundar reykjadal, ætlaður að öðrum þræð xir Kjósinni og átti þar marga ætt- ingja. Móðirin var Margrót Hall- dórsdóttir fædd og uppalin í Kjós inni. Orðrómur er það hjá sumi ættfólk hennar að ættina meg rekja til ekki ómerkari manns, er sálmaskáldsins mikla Hallgrím: Póturssonar prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ekki er ég svc vel að mér í ættum Kjósverja og Kjalnesinga að ég geti rakið það “ enda er það nú svo að í ættfræð inni er ekki alltaf að treysta hinum skráðu heimildum. Hitt er víst að margt af því ættfólki, sem kom- izt hefir upp í Borgarfjörð og ég hefi kunnleika af, hefir verið hneigðara til skáldskapar og átt hagari tungu en almennt gerist. Má .þar minna á frá fyrri tíð, skáldið, sem kallaði sig Þorskabíl og Sig- urð Eiríksson frá Læk (sem reynd- ar var sálmaskáld). Af nútímafólki má nefna Þorgeir frá Efstabæ, Grafardalssystkini og Óskar Þórð- arson frá Haga. Gestur Jóhannesson fluttist með íoreldrum sínum og yngri bróáur upp i Lundarreykjadal þegar hann var á 8. ári. Þar sem foreldrar hans voru í vinnumennsku og hús- mennsku og áttu lítilla kosta völ, óist hann upp á ýmsum bæjum fram yfir fermingu. Upp úr því fór hann til Skógabræðra, föður míns og föðurbróður og átti þar heimili fram yfir tvítugsaldur. Þar lágu leiðir okkar saman og þar eignaðist ég þann „stóra bróður“, sem ég hefi síðan átt um hálfrar aldar skeið, þó leiðir okkar hafi ekki legið saman og oft hafi verið langt er á milli leiða og funda. Þegar Gestur var í Skógum, fór hann til sjós á Suðurnesjum og til náms í alþýðuskólunum, Hjarðar- holti í Dölum og Hvítárbakka í Borgarfirði. Á þeim árum var hann félagi í U.M.F. Dagrenning í Lund- arreykjadal og iðkaði þar bæði sund og glímu. í öllum þessum sundurleitu verkefnum var hann ninn bezti liðsmaður, því greind hans og líkamsatgerfi var yfir alla meðalmennsku. „Enginn veit að hverju barni gagn verður“ segir gamalt spak- næli. Hinn óboðni „gestur", sem íæddist á Möðruvöllum í Kjós 1893 hefir verið stólpi sveitar sinnar og oddviti um langa tíð. Hann varð óóndi í Giljum í Hálsasveit 1925 og hefir búið þar siðan. Kona hans er Þóra Jóhannesdóttir, bónda þar, Jóhannesssonar af ætt Þorleifs á Hofsstöðum, hins ‘kynsæla ættföð- urs margra Borgfirðinga. Þau eign- uðust fjögur börn, tvo syni og tvær dætur, sem öll eru uppkomin. I Giljum hafa þau hjón gert garðinn írægan, þar var gerð ein fyrsta heimilisrafstöð í héraðinu. Þar hafa verið gerðar meiri jarðabæt- ur en annars staðar í sveitinni og allur húsakostur er þar traustur og vandaður. Mikil starfsorka, iðju- semi og reglusemi þeirra beggja hjóna hefir gert þessa fjallajörð að höfuðbóli. Gestur í Giljum var hlédrægur naður og fáskipti.nn og lítt gefinn xyrir að láta á sér bera eða trana -ér fram. Þó að hann, vegna hæfi- í.eika sinna, hafi orðið að gegna nörgum trúnaðarstörfum fyrir - veit sína og hérað, nuin hann ekki hafa eftir því sótt. Heimilið ■,ar hans kærasti vettvangur og nin daglegu störf þess. En iðjusemi hans og afköst við vinnu voru viðurkennd af öllum er til þekktu. Hann var seintekinn og sóttist lít-t eftir lýðhylli, og var vandur að vinurn, en þeir. sem eignuðust vin- áttu hans, áttu þar traustan hauk í liorni. Hann var dulur og þó hann1 væri viðræðugóður og ótrauður í orðasennum um almenn mál þegar við átti, flfkaði hann ekki eigin hug eða tilfinningum. Fáir menn vita að honum „lá létt á tungu mærðar timbur máli laufgað“ engu síður en mörgum öðrum ættmenn- urn hans. Gestur var alla ævi hraustur og heilsugóður, eftir því sem vitað var. Andlát hans bar því bráðar að en nokkurn varði, en hann varð bráðkvaddur af heilablæðingu 8. þ. m. Hann var þá nýkominn til Reykjavíkur til að vitja um konu sína. Hún hafði veik verið flutt þangað fyrir nokkrum dögum og á nú fyrir höndum, eftir ástvina- missinn, veikindi og sjúkrahús- vist. Innilega samúð vil óg hér með tjá henni og börnum þeirra á þess- um erfiðu stundum og óskir og bænir um að úr hryggðaréli þessu komist þau heil og ósködduð. Gestur í Giljum verður í dag jarðaður að sóknarkh-kju sinni Stóra-Ási i Hálsasveit. Óðum fækk- ar nú þeim, sem ég þekkti i blóma lífsins í æskusveit minni fyrir 40 —50 árum, en þeim fjölgar óðum, sem þar eru kvaddir í síðasta sinn. Með Gesti í Giljum er sá kvaddur, er ég kynntist mest og þekkti 'bezt á þeim árum og hefur verið mér alla tíð síðan flestum kærari. Blessuð sé aninning hans. Guðm. IHugason. „Þú ert genginnýgóður drengur, gröfin fengið hefir sitt. Heirns á vegi líísins lengur lítur enginn blómið þitt.“ Einn af öndvegisbændum í efri byggðum Borgarfjarðar er fluttur burt, yfir landamæri lífs og dauða. Við heimsækjum hann ekki lengur að Giljum, en endurminningin liíir og geymist, og þeir, sem að Gilj- um munu korna um langa framtíð sjá að þar hefir toúið dáðadrengur. í Giljum er rnjög víðáttumikil nýrækt, svo að mörg strá vaxa nú þar sem aðeins óx eitt fyrir 40 ár- um. Og enn meira er þó í undir- búningi. Þar er toæjargilið, sem um aldir rann meðfram túninu, eng- um til góðs, en oft til erfiðleika, virkjað til matreiðslu, Ijósa, og upp hitunar m. m. Þar eru byggingar miklar fyrir menn og búfé. Þar er staðarlegt heim að lita og þar er hlýlegl heim að korna. Þangað koma líka mai-gir og þar er mikil gestrisni, bóndinn var jafnan glað- ur og reifur og frúin prúð og hátt- vís svo að afbar, og þar eru börn- in vel uppalin og mannvænleg. Gestur var fæddur að Möðruvöll- um í Kjós hinn 21. september 1893. Margrét Halldórsdóttir rnóðir hans var ættuö úr Kjósinni, en Jó- hannes Ásmundsson, faðirinn, var borgfirzkur bóndasonur. Gestur var af fátæku foreldri kominn, og byrjaði smátt, en óx jafnt og þétt og var alla tið vax- andi. Hann ólst upp á ýmsurn stöð- um bæði í Kjós og í Borgarfirði, ýmist með móður sinni éða án hennar. Hann hafði löngun til að MÐSTOFAN læra, og átti hægt með það og gekk á unglingaskóla. En fjárhagur og lífsbarátta leyfðu ekki meira. Hann vann ungur fyrir sinu brauði og var afburða atorku- og starfs- rnaður, enda mjög eftirsóttur á yngri árum. Gestur mátti heita vel íþróltum búinn, eftir því sem aðstæður leyfðu. Hafði gaman af að glima og náði góðum árangri. Hann hafði ýmsa þá kosti, sem glímumenn prýða, var karlmenni að burðum, léttur og lipur og skapfestumaður. Um 1917 fór hann sem bústjóri til ekkjunnar í Giljum og var þar æ síðan. Árið 1925 gekk hann að eiga heimasætuna á staðnum Þóru Jóhannesdóttur og tóku þau þá þegar við búinu, og bjuggu farsælu og góðu búi, þar til að hann féll sviplega frá 8. þ. m. Búið óx og blómgaðist jafnt og þétt og var af- urðamikið og fallegt. Gestur var mikill búfjárræktar- rnaður og átti oft afburðagóða gripi, kýr, hesta og sauðfé. Hin síðustu ár voru Gilja-dilkarnir með allra vænstu dilkum í Borgarfirði, og sum árin alvænstir. Sýnir þetta vel 'fjármennsku Gests og fjárrækt. Gestur var og hestelskur og hestamaðui-, og' átti jafnan góð- hesta. Á yngri árum keypti hann beztu gæðingana, en á síðari árum ól bann þá upp sjálfur og var heppinn í því sem öðru. Þeirn Gilja-lijónum varð 4 barna auðið, 2ja sona og 2ja dætra og eru 3 þeirra en í föðurgarði og búa þar með foreldrum sínum, en önnur dóttirin er gift og búsett í Reykjavík. Gestur hafði þann gamla og góða sið, að láta börnin eiga skepnur í búinu, og unnu þau því að sínu eigin búi jafnframt. Mig langar til að minnast hér tveggja endurminninga, sem lýsa manninum einkar vel. Þjóðvegur lá meðfram túninu í Giljum, en áin var óbrúuð, og fékkst ekki brúuð. Gestur bað þá um efni í brú á sinn kostnað. Ég á peningana, sagði Gestur, og ég tel þeim ekki öðruvísi betur varið. Ég þarf að fara yfir ána á hverj- um degi og stundum oftar en einu sinni á dag. Áin verður oft furðu slænr yfirferðar, og ég vil heldur missa peningana 'heldur en að drepá sjálfan mig eða missa börnin í hana. 9 m torú var toyggð, sem stendur fullkomlega samanburð við aðrar brýr á þjóðvegum. Hún er til mikils hagræðis fyrir heimilið og alla, sem þarna eiga leið um, en engum dettur í hug að brúin sé eign eins manns. Síðar var greitt af almennu brúafé 50% af kostn- aði, án þess að Gestur sækti urn það. Þetta er mjög ólíkt þvi, sem maður á mest að venjast og áreið- anlega mjög sjaldgæft, svo ekki sé meira sagl. Þegar yngri sonur Gests var 9 vetra, valdi Gestur beztu hryssuna í sveitinni og toezta stóðhestinn í héraðinu og leiddi sarnan og tryggði sér afkvæmið þegar til kæmi. Þetta blessaðist, lánið var með. Þarna var verið að undirbúa fermingargjöf handa hinum unga manni. Þegar svo gæðingurinn var 9 vetra, vannst á hann Faxaskeifan á Hestaþingi héraðsins. Þ. e. að hann var viðurkenndur mesti gæð- ingur í héraðinu á því herrans ári. Þetta er einnig mjög fágætt eða einsdæmi. Þetta er’ lærdómsríkt í fleiri en einni merkingu. Þarna var fyrirhyggja og framsýni. Þetta er fagur gimsteinn i íslenzkri bún- aðarsögu og íslenzkri búfjárrækt og jafnvel í islenzkum uppeldis- rnálum. Eins og að likum lætur, var Gestur stoð og stytta sveitaririnar og þeirra sverð og skjöldur um marga áratugi. Auk margs annars var hann mestalla sína búskapar- tíð í hreppsnefnd Hálsahrepps og lengst af oddviti. j Ég þakka Gesti hálfrar aldar vináttu og órofa tryggð. Ég votta konunni og börunum fyllstu sam- úð í sorg þeirra og erfiðleikum. Ari Guðimmdsson. ^ Frá Akureyri hefur Baðstofunr.í borizt eftirfarandi bréf: „FVRIRSPURN TIL BJÖRNS TH. BJÖRNSSONAR: MÉR HEFUR skilizt, að þér séuð tii þess íráðinn af Ríkisútvarpinu að flytja þætti „Úr heimi mynd- listarinnar". Þér lýsið því skemmti lega, sem fyrir augu ber, og hafið gott vald á íslenzku máli. NÚ HEFUR ‘Undanfarið stáðið yfir sýning á fjölmörgum listaverkum Ásgríms Jónssonai', hl'uta af þeirri gjöf, sem hann gaf þjóðinni allri. Reykvíkingar hafa átt þess kost að sjá málvenk þessi en ekki við, sem búum úti á landsbyggðinni. Ég lief okki Ixeyrt, að þér hafið í þáttum yðar lýst neinu af þessum listaivenkum eða gefið hlustend- um nokkra insýn í það, sem þús- undir Rey.kvíkinga hafa getað séð með eigin augum. Hafið þér kann ske ekki komið á sýninguna, eða er „heimur myndlistarinnar“ svo lítill, að Ásgrímur komist þar naumast fyrir? Þurfa menn, að yðar áliti, að rnála „abstrakt“, til þess að, verða listamenn, sem Idustendum sé frá segjandi? VILJIÐ ÞÉR vinsamlegast gefa ský'ringiu á því, hvers vegna þér flytjið fjálglegar lýsingar á sýn- ingum „atostraktmálara“ en segið okikur hlustendum lítið eða þá elfkert frá sýningum á þeim mál- verkuni, sem við hinir venjulegu metxn, skiljum og vildum gjarnan sjá og heyra um? Og væri ebki rétt, að þér breyttuð nafni á þætti yðar og nefnduð hann: Frá atostalktheimi listarinnar? Akureyringur." KRXSTJAN HELGASON hefur orðið: ,J>AÐ VAR gamall siður að fara i skeljafjöi-u á sumai-dagimx fyrsta, þar sem ég þekki fil. Nú er þetta að leggjast niður, og tel ég þaS illa farið. Hvað er skemmtilegra en ganga um fagra strönd í góð« veðri? Þar er mai’gt að sjá og heyra: Nú er,u teti í kátum krakkaskara, kominn er tolessaður fyrsti sumardagur. Börnin vita vel hverl á að fara — veðrið er dýrðlegt, sjórinn blár og fagur. Þar sem vetrartorimhrannir bylt> ast á laaid nú blæaldan mjúklega iðar viS 6and. Gaman er að gá þar að mörgu, Svo fylla þau pjása af fallegum skeljum, fara svo heim, þegar hnigin er sól. Mikið er safnið af sauðfé og belj- um, er sundur skal dregið og raðað é hól. En flókinn er lýjandi ins fölnaðt grass, , flest urðu dauðþreytt og blaut upp í rass, en ganxan er að muna eftir anörgu". KRISTJÁN hefur lokið spjalll sínu. Tilboð óskast að í nokkrar fólksbifreiðir er verða til sýnis Skúlatúni 4, mánudaginn 20. þ.m. kl. 1—3.. — Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsyniegt er að taka fram símanúmer í tilboðL Sölunefnd varnarliSseigna Jörð til sölu Jörðin Undhóll í Óslandshlíð, Skagafirði, er til sölu og laus til ábúðar í vor. Búpeningur getur fylgt með í kaupunum ef óskað er, þ. á m. 10 kýr, enn fremur dráttarvél og heyvinnslutæki. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar (sími um Hofsós) eða Jóhannes Sölvason (sími 17282) í Reykjavík. Sölvi Sigurðsson WA^WA^V.V.V.V.V.V.V/AV.V.V.VV.V.V.V.WA^V íj Hjartans þakkir færi ég öllum, fjær og nær sem ^ minntust mín með hamingjuóskum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu 12. sept. s.l. og gerðu mér daginn gleðiríkan. í Með kærri kveðju og þökk fyrir liðnar stundir. í Guð blessi ykkur öll. Margrét Magnúsdóttir, Saurhóli S ^WAVWWAWWMWAVMWWAWAW/W.ViW«) Maðurinn minn og faðir okkar Sigurður Jónasson frá Leiti, Dýrafirði. andaðist 15. þ. m. Jónína Sigurðardóttir og dætur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.