Tíminn - 18.04.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.04.1959, Blaðsíða 7
T í ÍVIIN N, laugardaginn 18. apríl 1959. 7 Vigfus Guðmundsson: Ummæíi Sigurðar Norðdals um strjáíbýlið Nú er hið margboðaða kjör- dæmafrumvarp komið fram. Og reynist rélt vera sagt um hvernig Jiað myndi verða. Öll einmennings og tvímenningskjördæmin gömlu lögð niður, en í þeirra stað eiga eð koma nokkur stór hlutfallskosn ingakjördæmi. Og það á að við- halda „viðriniskjördæmunum", senv kölluð eru uppbótarsæti og enginn kjósandi veit á kjördegi hverja frambjóðendur hann er þá að kjósa. Enn fremur á að stór- fjölga þingmönnum. Það var líka helzt þörfin! Allt eru þetita mjög hæpnar ,.umbætur“. Allar miða þær að því að auka flokkavaldið i landinu og færa sem mest völdin í hendur flokks- klíkna í mesta þéttbýlinu og ein- angra og draga úr mætti strjálbýl- jsins. Um þet.ta allt er búið að skrifa niargar og góðar viðvaranir í Tím- ann að undanförnu af fjölda mætra manna víðs vegar á land- inu. Sé það rétt hjá Morgunblað- inu, að ég hafi gefið „forskrift“ fyrir öllum þeim ágætu greinum og viðvöninum, þá hlýt ég að vera talsvert hvggnari og framsýnni en það blað hefir margsinnis minnzt á nú undanfarin 30—40 árin síð- ustu. En mig grunar, að þó að Mbl. hafi verið hrifið af minni fyrsíu kjördæmagrein, sem Tíminn flutti i:m s..l. áramót, þá hafi ekki allir þeir, sem sent hafá mótmæli gegn kjördæmabreytingunni verið berg- numdir af henni. T. d. er það um, rina hreppsnefndina, sem sent hef ji ákveðin mótmæli, að þar þekki ég til að fjórir af fimm nefndar- mönnunum, sem skrifa undir um- mælin, hafa verið taldir sjálfstæð- ir Sjálfstæðismenn fram að þessu — og sumir þeirra mjög ákveðnir. Þetta sýnir m. a., að miargir ágæt- ii menn ætla ekki í þessu máli að lála nokkur gömul flokksbönd fjötra sig. Þó að ugglaust margir álíti að ég hafi farið að skrifa um þessi mál vegna flokkshagsmuna Fram- sóknarflokksins, þá er það ekki rétl. 'Þó að ég sé í þeim flokki, þá vita flestir kunnugir, að enginn maður. annar hefir ,,kritiserað“ margt innan flokksins síðari ára- íug'na eins mikið og ég, einkum meðan ég hafði aðgang að „innstu röðunum". En eitt af því, sem ég hefi alltaf verið sammála megin- kjarna flokksins, þ.að er að hlynna að strjálbýlinu. Þó að margt sé af ágætu fólki í kaupstöðum og kauptúnum í öll- um stjórnmálaflokkunum, þá efa ég, væri ég nú ungur i annað sinn. að koma heim frá nokkurra ára tívöl á einum indælasta stað jarð- arinnar, þar sem hin rýmstu kjpr tlöstu við mér, eftir að ver.a búinn að yfirstíga ir,estu örðugleik.ana erlendis — já, þá efa ég hvort að c.g mvndi nú staðnæmast hér heima. Það er héldi ég að íándeýð- ingarmönnunum tækist að eyði- leggja íslenzka s'trjálbýlið. Það voru íslenzku fjallabyggðirnar og ísienzkt þjóðerni, ásamt mörgu fieirú, sem íslenzkt er, sem dró mig heim. ,.Eg kom heim í hópinn þinna drengja hingað móðir til að fá með þeim aítur snerta upptök þeirra strengja, er ir.ig tengdu lífi og víðum heim“. Þannig kvað skáldið góða, þeg- ar það kom heim til íslands eftir margra áratuga fjarveru. — Þó að margt sé búið að gera myndarlega í kaupstöðum og sjávarþorpum hér 'heima, þá mundi mig ekki langa mikið til að búa á íslandi eftir að önnur byggð á því væri að mestu levti komin í eyði. En bezt væri að byggðin biómgaðist bæði ■ við sjó og í sveiíum. Af því einn af gáfuðustu og menntuðustu niönnum aldamóta j kynslóðarinnai* Sigurður Nordal, | hefir túlSað svo sérstaklöga vel' strjálbýlissjónarmiðið í tímarits-j grein, langar mig til að taka mér' bessaleyfi til að prenta upp úr þessari grein dálítil brot: ---------„En ég er nú í f.vrsta lagi sannfærður um. að ef íslend- ingar væru hnepptir svona saman á fáeina bletti, myndi ekki líða á lóngu áður en cinhver órói færi að koma i fólkið. Óbyggt víðlendi myndi kalla þá. sem framtakssam- aslir væru og frábitnastir kösinni. Það er eitt af boðorðum lífsins að fara eins langt og það kemst. Hvar a hnettinum, sem- til er hnefafylli ,af gróðurmold, hefir verið nóg af jurtum til þess að festa þar rætur. Á sama hátt hefir mannkynið fyllt jörðina og gert sér hvern byggiieg cn blett ijndirgefinn. í þeirri fylk ingu, sem leitað hefir út á endi- mörk hins byggilega heims, erum vér íslendingar meðal frumherj- anna. Ef vér drægjum saman byggðina í landinu. afneituðum vér því iögmáli, sem hefir skapað þjóðina og ekki verður numið úr gildi með neinni hagfræði. Það, sem gerir, að íslendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem þeir eru að höfðatölu, er ein- mitit landið, strjálbýlið og víðátt- an. Það væri óhugsandi, að svo fá- mennur flokkur gæti myndað sér- staka og sjálfstæða þjóð, ef hann væri hnepplur saman á svolítilli frjósamri og þaulræktaöri pönnu- köku. Það- er stærð landsins, sem hefir gert þjóðina stórhuga, og erfiðleikar þess, sem hafa stappað í hana s'ólinu, fjölbreytni þess, sem hefir glætt hæfileika hennar. Ekki einungis hver sveit, heidur hver jörð, hver bær liefir eitthvað sérstakt að kenna heimamönnum, sem ekki verður annars' staðar numið. Stephan G. Stephansson, eit't miesta mikilmenni allra ís- lenzkra skálda, ólst upp á fjórum aídalabæjum norðan lands, sem nú eru allir óbyggðir. Gctur það hafa verið búhnykkur að leggja þau kot í eyði? E-nginn neitar því, að borgar- menning bjóði ríkari þroskakosti en sveitalíf. En hversu margir l æjarbúar færa sér þá kosti í nyt? Menn glevma að skoða þægindin sem skvldur, hcldur heimla þau söriiu réttindi. Því fer það einatt svo, að mennirnir minnka sjálfir með þeim örðugleikum, sem rutt er af braut þeirra. Þeir heimta þægindin, þurfa þeirra og njóta, cn gleyn\a að krefja sjálfa sig um full iðgjöld fyrir þau. Þess vegna veslast svo mikið af ágætum hæfi- leikum í umbúðum nútímatækn- innar. Þar sem lífsbarátta er nógu l.örð og fiölbreytt, hefir hún vit fyrir fólkinu og forðar því frá þeim tímanlega dauða að verða kjölturakkar þægindanna. Hór (í strjálbýlinu) er fólk, sem hefir ekki einungis vaxið að karl- mennsku við torfærurnar, heldur gestrisni, mannúð, drengskap og samheldni. Hvað ætli þessir mann kostir lifðu lengi í sinni fornu mynd í þröngbýli láglendanna, þar sem rpenn verða að temja sér að gefa olnbogaskot fremur en rétta fram höndina? Er það ekki sam- bljóða álit flestra þeirra, sem þekkja eitfhvað til íslands og ís- lendinga, að fólkið sé yfirleitt kjarnmest við fjöllin, að uppsveit- irnar beri af lágsveitunum? En þó svo væri, að hagfræðin benti til ihins gagnstæða, hefir hún ekki cin úrskurðarvaid um slíkt mál. Margur myndi hika við það að láta manngildi fyrir kúgildi. Ef vér hugsum til að eyða há- sveitir íslands að mönnum, þá er oss miklu nær að leggja í eyði land ið allt. Enn er rými nóg í auðsælli löndun\ fyrir ekki tápminna fólk en íslendingar eru. En ef þjóðin kemst að þdirri niðurstöðu, að hér eigi hún að standa, af því að hún geti ekki annað, — að hér sé hólmur sem hún hafi verið sett á, af því hlutverk hennar í heim- inum verði ekki annars staðar af hendi leyst, þá verður hún að fylgja þeirri trú eftir. Landvörn þjóðarinnar fer ekKi einuhgis fram úti á miðunum og í pólitísk- um ræðustóluni. Nú er þörfin brýnust og baráttan hörðust til dala og fjalla, þar sem heiða- bóndinn stendur gegn því að byggðin færist sarnan og landið sniækki." — Það er fólkið, sem hefir rækt- að og byggt landið, sem á mik- inn þátt i að hafa gert Island að eí'tirsóttu landi. Það eru fleiri on Gunnar á Hlíðarenda sem á örlagastundu „horfa hlíðarbrekku móti“, þangað sem „una byggðar- býlin smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir.“ Margir erum vér fullir aðdáun- av og þakklætis til þeirra, sem leita mót straumnum og flýja ekki í ,,kös“ þéttbýlisins, en rækta og byggja upp jarðir í strjálbýl- inu, oft við mikla örðugleika, en oft líka með glæsilega sigra að lckum. Og þökk sé þeim, sem styðja strjálbýlisfólkiö í baráttu þess og veita því stuðning til þess að lifa í strjálbýlinu sjálfstæðu lífi og það þótt einstaka mistök só hægt að finna í þeim stuðn- ingi. í þeim hóp er margt víð- 'Sýnt kaupstaðafólk. En vei sé landeyðingamönnunum, hvort sem þeir birtast í forustu- liði þríhöfðaðra stjórnmálasam- laka eða blindum eiginhágSmun- um eða valdafíkn, ér vilja með misskildu höfðatölulýðræði draga öll völdin i þjóðfélaginu frá strjál býlinu. — Hvaða ráð halda menn t.d. að Skaftfellingar, sem eiga nú tvo málsvara á Alþingi, hafi eftir kjördæmabreytinguna, að eiga þar nokkurn fulltrúa fyrlr sín myndarlegu, strjálbyggðu hér- uð? Eða Norður-Þingeyingar, er byggja nyrzta tanga landsins, eftir að þeir hafa verið innlim- aðir í kjördæmi með Akurevri og tveimur öðrum kaupstöðum, svo að einhver dæmi séu nefnd. Af því aðalfjármagni þjóðarinn- (Framhald á 8. síðu > inaðarathugun á skilyrðum til vinnslu kísiileirs í Mývatni og Aðaldal fari fram Þingsáíyktunartillaga Karls Kristjánssonar um þetfa eíni lands til þess að kanna kísilnám- urnar í Mývatni og Aðaldal. Var þetta gert í samráði við rannsókn arráð ríkisins og raforkumálastofn unina, sem hefur jarðrannsóknir með höndum. Hinir þýzku fræði menn, sem að könnuninni unnu, telja, að á botni Mývatns sé stærsta kísilnáma Evrópu, og álíta kísilleir hennar góða vöru. Kísil- leirinn í Aðaldal telja þeir til ó- dýrari tegunda, en þó hæfan til áburðarhúðunar og margs fleira. Leggja þeir til, að kannað sé ti:l hlítar, hvort hægt sé að framleiða hér kísilleir, sem sé hæfur til sam keppni á Evrópumarkaði, og telja líklegt, að svo muni vera. Nú hagar svo vel 411, að jarð- hiti er við Námafjall, sem er í nánd við Mývatn. Er talið, að hægt sé að ílytja leirleðjuna úr Mývatni þangað með dælu, þurrka hana þar við jarðhitann, brenna hana og mylja' eftir því sem við á. Fróðir menn gizka á, að stofn- kostnaður verksmiðju, sem þarna væri reist til þessara athafna og framleiddi 10 þús. tonn sem sölu- vöru á ári, mundi verða 10—15 millj. kr. En framleiðsluna á ári telja þeir að selja mætti fyrir er- áburðar. Áburðar lendan gjaldeyri, er nemi a.m.k. Gufunesi er talin milljónatug ísl. króna og jafnvel Karl Kristjánsson flytur þings- ályktunartillögu um vinnslu kísil- leirs við Mývatn og í Aðaldal. Tillagan hefur áður verið birt hér í blaðínu en hér kemur grein argerðin: „íslenzkir vfsindamenn, sem eru í þjónustu ríkisins, hafa upp- götvað, að á botni Mývatns eru miklar kísilleirsnámitr. Ennfrem ur eru kísilleirsnámur meðfram Laxá, sérstaklega þó í landi. jarð anna Ness og Árness i Aðaldal, en Laxá á upptök sín í Mývatni. Víða um heim eru kisilnámur, en lierinn, sem er að mestu skeí'j ar dauðra kísilþörunga, er mjög misjafn að gæðum. Hann er til margra hluta nytsamlegur, en það fer eftir legundum, og því, hve hreinn hann er, hversu verðmætur hann er og til hvers hann er hæf- ur. Leirinn er þurrkaður og síðan brenndur í þar til gerðum ofn- um. Verður hann þá að salla eða dufti. Hann er notaður á svo marg víslegan hátt, að hann hefur að sögn verið kallaður „efni þúsund þjala“. Hann er jafnvel hafður í neyzluvörur, en mest mun hann þó í Evrópu notaður við fram- leiðslu tiíbúin verksmiðjan í nota 6—8 hundruð lestir af kísil- miklu meira, ef dýrari tegundir salla í sina framleiðslu. Sá salli leirsins yrðu framleiddar að veru- er keyptur frá útlöndum af því a'ð legu lejúi. hér er ekki unninn kísilleir ennþáJ Allmikið er búið að vinna að Á s.l. ári var fengin tækniað- rannsókn þessara mála, eins og- stoð frá Sambandslýðveldi Þýzka- að framan greinir. En lokarann-i sóknir á námunum og hráefna- gæðunum er þó eftir að gera. — Sömuleiðis er eftir að gera fulln aðaráætlanir um stofn- og rekst urskostnað verksmiðju svo og að kanna til fullnustu markaðsskil yrði fyrir framleiðsluna. Ekki má rasa um ráð fram. Hins vegar má heldur ekki draga skynsamlegar athafnir og láta þau járn kólna, sem elduð hafa verið. íslendingar þurfa að leggja á það áherzlu, að auka gjaldeyris- öflun sína og i'jölga atvinnugrein um. í þeim efnum þarf að hafa hraðan á af því að gjaldeyrisskort ur þvingar athafnafjör og kapp þjóðarinnar og atvinnuöryggi hennar stendur ekki nægilega traustum fótum. Einboðið er, að hagnýta ber ný verðmæti til útflutnings, ef til cru arðvænleg, og skapa atvinnu við þá hagnýtingu. Eðlilegt er, að ríkisstjórninni verði falið að láta ljúka fullnaðar athugunum á þessu ári, að því er kísilleirinn snertir, eins og tillag- an gerir ráð fyrir. Það ætti að vera í lófa lagð, og því fremur, sem Þjóðverjar bjóða enn aðstoð sína. Ef sýnt þykir að loknum athug unum að um arðvænlegar fram- kvæmdir sé að ræða í þessum efnum, þá er lika rétt, að ríkis- stjórnin leiti strax úrræða til þess að framkvæmdirnar geti hafizt. Að sjálfsögðu er ekki þar með sagt, að ríkið sjálft verði að leggja fram fé til stofnunar umrædds f.vrirtækis né reki það.“ Á víðavangi Dálítil missögn V. G. skrifar: í Mbl. sl. fimmtu dag stendur þessi klausa i Stak " steinum þess: „Tíntinn og greinarhöfunilar liatis úr liópi Framsóknarmanna- víðsvegar umland, liafa undanfar ið lagt á þa'S mikla álierzlu, hvi lík hætta fælist í því fyrir sti,) l * býliði að þéttbýlið fái nokk a i'jölgun þingmanna sinna.“ I síðasta Reykjavíkurbréfi tel ur blaðið a'ð greinarhöfundar Tím. ans í kjördæmamálinu liafi farl $ eftir „forskrift“ Vigfúsar Guð- niundssonar. Iin V. G. leggur t:l í báðum þessuni greinuni, sém hann Iiefur skrifað í Tímann uiv kjördæmamálið, að þingmönnurv ver'ði fjölgað beint í nýjum .kjö. dæmum, sem sköpuð veiSi,. í mesta þéttbýlinu, .— cig fjölgaðv þingmönnum í Reykjavík. Hitt er annað mál," að ýnisii mætir menn vilja leggja niðut uppbótarsætin. Finnst slíkt vera óláns kosningafyrirkomulagj' Og eins munu ntargir vera á því, a:ð> ólíkleigt sé að Alþingi batni nokt uð þó að alþingismönnum . sé stórfjölgað. En rauði þráðurinn í greinunr manna, setn skrifað hafa í Tíhi ann unt kjördæmaniálfð, er aó andmæla því að öll gömlu kjöi dæmin verði lögð niður og tekn ar þess i stað ttpp hlutfallskosn ingar í fáuni og stórum kjördæio uin. Það er réttur strjálbýlisins, sem nú á að fara a:5 taka af þvi nieð því að hætta að lofa meira og' minna samstæðum heUduni. um allt land, að kjósa sér béinf sinn eigin málsvara á Alþingi.. eins og þær hafa gert nú á*ann að hundrað ár. j . . Og þegar iitið er á þann vpnda málstað, sem „þríhöfðarnir“ ber| ast fyrir í þessum málum, þá má e. t. v. virða til vorkupnar. 'þótt aðalmálgagn þeirra skrökvi beint upp klausu eins og þeirri seni tilfærð var hér að framan. Tvísköttun félaga í fyrra dag var rætt á Alþingi um skattamál ýmiss konar fé- laga. Segir Mbl. í því sambandi og hefur það eftir Sigurði Ágústsi syni, að viss félagssamtök, .sem hafi með liöndum sölu á útflutn ingsafurðum, séu tvísköttuð. Hér er um grófan niisskiinng að ræða oig næsta furðulegan. Þau samtök, sem þarna ræóir uni eru skattlögð á nákvæmlega sama hátt og samvinnufélög og hluta félög og ber að greiða jafn ;háa. prósentu af skattskyldunv tekj- uin og eignum í skatta til ríkis ins. Tiilaiga sú, sem Sigurður Ág ústsson, Jóhann Hafstein og Ó( afur Björnsson mæltu með ; á þingi í fyrra dag' leiðir, ef'sam þykkt yrði, til þess misréttis, iaf öll félög sein teija sig sameignai félög eða samlög, kæniust hjá skattgreiðslu og igilti cinu í livaða skyni slik samtök væru mynduð. Þokkalegt réttlæti það'. Að taia um tvísköttun í þessil sambandi er hreinasta vitléysa. Hins vegar minnir þetta tví- sköttunartal Mbl. á anna'5 atriði Sjálfstæðismenn liafa stundunt liaft í frammi tilburði í þá átt, aé' koma tvöföldum skatti á sam vinnufélögin. Þrjátíu ára stríðl niótniælenda og katólskra, i Þýzkalandi þótti langt og strangfc á sinni tíð. En samvinnumenij og kaupmannaliðið á íslandi hafa átf: í átökum uni tvöfalða skattinn í meir en þijá aldarfjórðunga Ilingað til hefur góður niáistað nr sigrað, eins og vera ber. En ekkert bendir til, að íiðskostui kaupmanna, nieð Mbl. og Vísi > fararbroddi, hafi enn iátið af á formuni sínuni. Hvernig ætlar nú þetta fólk að saniræma þáð, t.:S hafa í franinii kvartanir út af ímynduðuni tvöföldum skatti á einhver dularfull samtök, seni. það ber fyrir brjósti en krefjasf; þess jafnframt, að samvimiu menn séu skattlagðir á þann liátt? Réttlæti AlþýðublaSsins Alþýðublaðíð segir að þa® (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.