Tíminn - 21.04.1959, Side 6

Tíminn - 21.04.1959, Side 6
6 T í M I N N, þriðjiníaginn 21. apríl 195!). Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstoíur í Edduliúsinu vi3 Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eflir kl. 18: 13948 Örjmfaráð Breta mega ekki veikja úthald og stillingu íslendinga LOKS hefur nú borizt svar frá brezku stjórninni við mótmælaorðsendingu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar í tiiefni af því, að brezkt her- skip hindraði íslenzkt varö- skip, er það ætlaði að taka brezka togarann Carella, er var að ólöglegum veiðum 8,5 míiur innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu, þ.e. innan við fjögra mílna fiskveiðimörkin gömiu. Svar brezku stjórnar innar barst ekki vonum fyrr, þar sem mótmælaorðsending islenzku rikisstjórnarinnar var afhent brezka sendiráð- inu 26. marz, en svar brezku stjórnarinnar var ekki afhent hér í stjórnarráöinu fyrr en 18. apríl. Við það hefði ekki þurft neitt að athuga, þótt nokkur dráttur yrði á svari brezku stjórnarinnar, ef það hefði verið I samræmi við hinn svo mjög rómaða drengskap Breta og áhuga þeirra fyrir rétti og frelsi smáþjóðanna. Þvl miður er hvorugt þetta að finna í brezka svarinu. Bretar eiga, líkt og ýmsir aðrír, fleira en drengskapinn og réttlætiskenndina í fór- um sinum, eins og hin blóði- drifna nýlendusaga þeirra ber vott um. Það er þvi mið- ur sú hlið Bretans, sem snýr að íslendingum í þessu máli og gleggst kemur fram í um- ræddu svari brezku stjórnar innar. BREZKA stjórnin segir blákalt í svarj sínu, að Car- ella hafi ekki verið innan fjögra mílna fiskveiðimark- anna, og þótt togarinn hefði verið það, væri það ekki brot að dómi hennar, því að hún viðurkenni ekki nema þriggja mílna fiskveiðiland- helgi við ísland. í reynd eru Bretar búnir að viðurkenna fjögra milna mörkin árum saman, en nú þykist brezka stjórnin ætla að hafa þau að engu vegna þess, að íslending ar hafa vogað sér að nota rétt sinn frekar en það. Hér er augljós tilraun gerð til að reyna að kúga íslend- inga til undanhalds í land- helgisdeilunni. Brezka stjórn in gerir sér bersýnilega von- ir um, að íslendingar glúpni ög láti undan, því meiri ólög um sem hún beitir og færir sig meira upp á skaftið í ó- svífninni. Slíkt hefði ekki þýtt að bjóða íslendingum áður og það er líka þýðingarlaust nú. Það mun aðeins stæla þá í þvi að víkja hvergi fyrir hinu brezka ofbeldi. SVARI brezku stjórnar- innar lýkur á þann veg, að vilji íslenzka stjórnin koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig, skuli hún beygja sig fyrir skilyrðum hennar og láta málið annað- hvort ganga fyrir Haagdóm- stólinn eða fallast á bráða- birgðasætt — Færeyinga- samninga — fram að land- helgisráðstefnunni næsta vor. Hér er vissulega fylgt regl unni: Peningana eða lífið. Annað hvort verðum við að beygja okkur fyrir skilyrðum Breta eða 'þeir halda áfram að beina byssunum að okkur. Enginn Islendingur á í vanda með að svara þessari ögrun Breta. Hvert ríkið á fætur öðru hefur fært út landhelgi sina í tólf mílur og fengið hana beint og óbeint viðurkennda, án þess að hafa spurt Haagdómstólinn um, hvað væri rétt í þessum efn- um. íslendingar, sem hafa meiri þörf en nokkur önnur þjóð fyrir tólf mílna fisk- veiðilandhelgi, geta ekki og mega ekki sætta sig við, að mál þeirra sæti hér einhverri annarri meðferð en hinna, sem eru öflugri og geta því varið landhelgi sína. Til við- bótar þessu, væri það svo hrein fjarstæða að vísa mál- inu til Haagdómstólsins, þar sem eftir rétt ár verður hald in alþjóðleg ráðstefna til þess að ná samkomulagi um þessi mál. Sams konar fjarstæða er líka það, að þangað til verði samið um það við Breta að hér skuli gilda einhver önnur minni landhelgi en ís lendingar hafa með fullum rétti ákveðið. íslendingar hefðu aldrei, fyrr né síðar, beygt sig jafn smánarlega fjnir ögrunum og ofbeldi en ef þeir litu við því eitt ein- asta stundarkorn að kné- krjúpa þannig hinu brezka ofbeldi. FYRIR íslendinga er ekki nema eitt að gera í þessu máli: Halda fast á rétti sín- um og víkja hvergi fyrir of- beldinu. Þeir mega hvorki missa úthaldið né stilling- una. Hefja þarf skipulega sókn til að kynna öðrum þjóðum sem bezt málstað íslendinga og það ofbeldi, sem Bretar beita íslenzku þjóðina. Allt kapp verður að leggja á að undirbúa sem bezt málflutning íslands á landhelgisráðstefnunni vorið 1960 og tryggja þar sigur tólf mílna fiskveiðilandhelg innar. Allar þær ráðstafanir sem gerðar verða þangað til, verða að miðast við', að mál- staður okkar verði sem sterk astur þar. Ef íslendingar standa fast og vel saman í málinu, þarf ekki að efast um úrslitin. — Öll þróun alþjóðamála er ís- lenzka málstaðnum i vil. Hér þarf ekki annað en úthald og stillingu til að sigra. Það veit Bretinn og því beitir hann örþrifaráðum til að knýja okkur til undanhalds áður en landhelgisráðstefn- an kemur saman. ERLENT YFIRLIT. Hlutlausar Atburíirnir í Tíbet hafa haft mikil áhrif víða í Asíu A LAUGARDAGINN var, birti Dalai Lama og Chou en Lai nær samtímis yfirlýsingu um brott för þess fyrrnefnda frá Tíbet. í yfirlýsingu, sem :Dalai Lama flutti á blaðamannafundi í Tezpur í Ind- landi, skýrði hann frá því, að hann hefði íarið .af fúsum og frjáls um vilja frá Tíbet, því að hann hefði ekki lengur getað unað of- ríki og samningsrofum Kínverja. Chou en Lai, sem fjutti ýfirlýsingu sína í kínverska þinginu, hélt því hins vegar fram, að Ðalai Lama hefði verið neyddur til þess af uppreisnarmönnum að fara frá Tíbet. Samkvæmt frásögn Chou en Lai hefðu Kínverjar haldið alla samninga við Tíbetbúa og forðast allar yfirtroðslur, en hins vegar neyðst til að grípa til vopna gegn uppreisnarmönnum. Uppreisnin hefði verið kveðin hiður og Tíbet- búar fögnuðu ósigri uppreisnar- manna, er mvndi gera 'Dalai Lama fært áð hverfa aftur heim. HJÁ því ínun ekki fara, að þe.js um tveimur ósamhljóða yfirlýsing um verður veitt mikil athygli í Asíu. Það er líka alveg víst, hvor um þeirra Dalai Lama og Chou en Lai verður trúað betur. Buddha trú er mjög útbreidd um alla Suð austur-Asíu og hefur sterk ítök meðal fylgismanna sinna, senni- lega enn sterkari en t.d. kaþólsk- an hefur meðal áhangenda sinna. Meðal Buddhatrúarmanna er litið á Dalai Lama sem einn heizta and legan leiðtoga þeirra og orð hans eru ekki véfengd, því .að allt upp eldi hans miðast að því að hann ástundi sannleikann. Það er því alveg víst, að með'al Asiumanna verður Dalai Lama betur trúað en Chou en Lai. Það gefur líka nokkra hug- mynd um, hve mikið er álit Dalai Lama meðal Múhameðstrúar- manna, að kínverskir kommúnist- ar yilja ekki veitast gegn honum persónulega, heldur kenna öðrum um brottför hans frá Tíbet. Þstta er engan vegin .gert vegna áhrifa Dalai Lama í Tíbet, heldur alveg eins eða öllu heldur vegna áhrifa hans meðal Buddhatrúarmanna víðs vegar í Asiu. EBLENDIR blaðamenn, sem undanfarið hafa ferðast um Asíu, láta yfirleitt uppi þá skoðun, að uppreisnin I Tíbet og ofbeldi Kín- verja þar, hafi haft í för með sér svipaðan álitshnekki fyrir kín- verska kommúnista meðal Asíu- þjóðanna og uppreisnin í Ungverja landi hafði fyrir Rússa meðal Evrópuþjóðanna. Þetta giidir þó kannske alveg sérstaklega um hin ar Uiutlausu þjóöir í þessum hluua heims. í nær ölium blöðum hinna blutlausu landa, nema kommúnista blöðunum, hefur framferði Kín- ,verja í Tíbet verið fordæmt. í mörgum blaðanna eru dregnar af því þær ályktanir, að framferði kommúnista sýni, .að þeir séu jafnt andvígir trúarbragðafrelsi og frelsi smáþjóða. Meðal Buddhatrúar- manna er ekki sist lögð áherzla á hið fyrnefnda. í ÝMSUM nágrannalöndum Kína, t.d. Thailandi, Burma og Japan, benda blöðin 'á, að fram- ferði Kínverja í Tíbet sanni, að þeir vilji færa yfirráð sín út fyrir landamæri Kina, og bezt sé að menn átti sig á því í tíma. Einn helzti talsmaður hlutleysis stefnunnar í Asiu, Sihanouh for- sætisráðherra í Kambodíu, befur sennilega lýst einna greinilegast þeim áhrifum, sem atburðirnir i Tíbet hafa haft i Suðauslur-Asíu, þegar hann komst svo að orði: Samtilvist Kína og Kambodiu bygg ist á því, að löndin eiga ekki sam eiginleg landamæri. YFIRLEYTT benda fréttirnar frá Asíu lil þess, að eftir þá at- Nehru og Dalal Lama 1954 burði, sem hafa gerst í Tíbet, verði viðhorfið til kommúnista verulega annað en það var áður. 'Sú velvild. sem kinverska bylting- in átti þa.r áður hjá ýmsum öðrum en kommúnistum, hefur þorrið. — Menn sjá kommúnismann líka í öðru og rcttara liósi en áður. Iiann hefur komið til dyranna í Tibet sem yfirgangssöm heimsveldis- stefna og er að því leyti illfengari en hin gamla nýlendustefna Evrópuþjóðanna, að hann lætur ekki einu sinni trúarbrögðin í í'riði. Þótt kommúnistum hafi tek- ist að brjóta niður hinar veiku varnir Tíbetmanna, hafa þeir með yfirtroðslum sínum þar reist gegn sér annars staðar nýjar, öfl- ugar varnir, er vel geta átt eftir að breyta Cjórnmálþróuninni í Asíu. Viðleitni kommúnista til að verja framferði þeirra í Tíbet hef ur hingað ti) reynst misheppnuð, eins og t.d. hip 'áðurnefnda yfir lýsing Chou en Lai um naúðungar flutninginn á Ðalai Lama frá Tíbet. Helzt hafa þeir getað hjálpað sér með því. að \nina í það, að Ohaing Kai Shek hafi lýst fylgi sínu við uppreisnina i Tíbet. Áreiðanlega hefur Chiang Kai Chek gert frelsis hreyfingunni i Tíbet ógagn með þessum vfirlýsingum sínum, því að sennilega er- hann nú óvinsælasti maðurinn i Asíu. Kommúnistum mun 'þó ekki níúgja áðstioð hans til þess að draga athyglina frá því, sem gerzí hefur í Tíbet. Þ.Þ. Brezka stjórnin ver landltelgisbrðt Caretla OsvífiS svar viíi mótmæium Islendinga Utanríkisráðuneytinu barst sl. laugardag svar brezku ríkisstjórn- arinnar við mótmælaorðsendingu þeirri, sem ráðuneytið bar fram við brezka sendiráðið 26. marz s.l., er brezkt herskip hindraði varð- skipið Þór að taka togarann Car- ella, sem sta'ðinn var að ólöglegum veið.um á Selvogsgrunni um 8.5 sjó- mílur innan íslenzkrar fiskveiði- lögsögu. Jafnframt því, sem borin voru fram harðorð mótmæli vegna atburðar þessa, var þess krafizl af hálfu ríkisstjórnar íslands, að i brezka stjórnin gerði þegar í stað í ráðstafanir til að hið íslenzka varð- skip gæti haldið áfram töku land- helgisbrjótsins eða honum snúið við til íslenzkrar hafnar til þess i að íslenzkur dómstóll gæti fjailað um mál hans. í svari sínu, sem sendifulltrúi Bretlands í Reykjavík afhenti ut- anríkisráðuneytinu s.l. laugardag (18. apríl), endurtekur brezka stjórnin fyrri yfirlýsingar um áð hún viðurkenni ekki fiskveiðilög- sögu íslendinga utan þriggja mílna landhelgi og véfengi því rétt ís- lenzkra varðskipa til þess að taka erlend skip „á höfum úti“, eins og það er orðað, eða veita þeim e'ftir- för, nema um sé að ræða brot, sem framin séu innan þriggja mílna landhelgi. Brezka stjórnin heidur því og frarr.. að togarnn Carella hafi ekki verið Innan íjögurra míina mark- anna samkvæmt reglugerðinni frá 1952 um fiskveiðilögsögu íslands, og neitar því að viðurkenna stað- setningu togarans samkvæmt mæl- ingum hins íslenzka varðskips. Þá neitar brezka ríkisstjórnin að verða við kröfunni um að mál tog- arans verði íjallað af íslenzkum dómstólum, þar eð hún telur að reglugerðin um 12 mílna fiskveiði- lögsögu íslands sé ógild áð alþjóða- lögum. Verrnl isú, sem hið brezka herskip veitti togaranum hafi ver- ið utan þriggja sjómílna yfirráða- réttar íslands og því heimil sam- kvæmt alþjóðalögum, en auk þess sé það ekki á valdi brezku stjórnar- innar að fyrirskipa brezkum fiski- skipum að hakla til erlendrar hafnar. Loks tekur brezka sljórnin fram, að hún telji líklegustu ieið- ina til þess að koma í megi í veg fyrir að atburðir sem þessi endur- taki sig — mcðan ekki liggi fyrir niðurstaða væntanlegrar alþjóða- ráðstefnu vorið 1960 um réttarregl- u" á hafinu — að fundin verði bráðabirgðalausn varðandi fisk- veiðar hér við land, annaðhvort með samningaviöræðum eða með því að vísa málinu til alþjóðadóm stólsins. Utanrikisráðuneytið, 20. apríl 1959.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.