Tíminn - 22.04.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.04.1959, Blaðsíða 7
íT í MIN N, niiðvikudaginn 22. april 1959. 7 Hannes Pálsson frá Undirfelli: 2415 íbuðarbyggjendur í kaupstöðum og kaup- tánum þarfnast lánsaðstoðar hins opinbera Það er nú orðið fullvíst, að fekjuafgangur ríkissjóðs frá áiinu 1958 mun vera um 50 miUjónir króna. Frá alda öðii hefir það verið talin góð búmennska hjá hverj- um þeim þjóðfélagsþegni, sem þannig hefir haldið á málum, að við hver árslok hafi hann nokkurt fé af- gangs frá atvinnu- eða heim ilisrekstri sínum. Allir góðir búmenn hugsa um það, á hvern hátt þeir geti bezt varið slíkum tekjuafgangi. Þjóöarbúið er ekkert annað, en samneínari af sameiginlegiun bú- skap þjóðfclagsþegnanna, og gilda því um þjóðarbúið sömu lögmál og 'búskap einstaklingsins. Á atS éta út tekju- afganginn ? Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú er húsbóndi á þjóðarbúinu, — enda þótt ráðherrastólarnir séu skipaðir mönnuna, sem kalla sig Alþýðu- flokksraenn, — hefur nú ákveðið að nota tekjuafgang ríkisins frá 1958, til þess að borga niður verð þeirra nauðsynja, sem mesl verka á vísftöluna, þ. e. kjöt, mjólk, fisk, kartöflur o. fl. Það er m. ö. o. ællun rikisstjórnarinnar að eta •tekjuafganginn upp strax, án þess nokkurar framkvæmdir eða fratn- íarir fáist fyrir hann. Til fram- 'búðar leysir þetta ekki efnahags- málin feeldur. Helzt minnir þetta á það, þegar óvitum verður það á, að pissa í skó sinn, er fótakuldi hefur sótt að þeim. SÍíkt framferði hefur ávallt leitt til þess, að sá, sem siíkan verknað framdi, kól á tfótum, og stundum misstu menn tær og jafnvel meira, vegna slíkr- ar augnabliks fávizku. Hvaí gera góðir búmenn við tekjuafgang? Þegar hygginn heimilsfaðir hef- ur vcritS svo heppinn, að hafa nokk urn tefcjuafgang eftir árið, þá eyðir hann honum ekki í átveizlu um árainótin, heldur hugsar hann ráð sitt, og athugar hvað hann gcti gert til þess að tekjuafgang- urinn notist til hagsbóta heimil- inu á fcomandi árum. Með öðrum orðum, 'hann ver tekjuafganginum til einhvers, sem léttir lífsbarátt- una í framtíðinni, og tryggir fram- tíð barna hans og annars heimilis- fólks. Ilúsbændurnir á islenzka þjóðar- búinu eru svo vel settir, að hægt er að nota tekjuafganginn til margs, sém tryggir framtíðina, og ef þeir hafa ekki eðli óvitans, sem pissar í skó sinn í kuldanum, þá nuinu þeir geta komið auga á rna gt, sem þarf að byggja upp fyrir framtíðina. ÞaS á a$ nota tekjuaf- I gangínn til atS efla bygg- ingarsjóSi þjótiar'innar 1 Sá, sem þetta ritar, hikar ekki \ið að fullyrða að tekjuafgangin- um frá 1958 er á engan hátt betur varið en til þess að koma þeirn byggingum í nothæft ástand, sem nú eru ónothæfar sökum fjármagns skorts hú&byggjenda. Þess vegna ber ríkisstjórninni, að nota allan tekjuafganginn í framlag til Bygg- ingarsjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs •Búnaðarbankans. Sjálfsagt munu ýmsir hagspekingar ríkis- stjórnarinnar reka upp óp mikið, og kalla: Það má ekki auka fjár- Tekjitafgangi rikisins á árinu 1958 verður ekki betur varið en tií að hjálpa þeim íbúðabyggjendum, sem verst eru staddir festinguna. Þessum góðu mönnum vil ég benda á það, að versta fjár- festingin er sú f.járfesting, sem rennur út í sandinn með aukinni eyðsiu, til þess, sem hægt er að komast af án. Auk þess skal bent á það tvennt, að nú eru í landinu 2—3 þúsundir íbúðarbyggjenda, sem annað tveggja standa með hús sín hálfgerð og ónolhæf, eða eru búnir að hleypa sér í botnlausar skuldir, til þess að komast inn í íbúðir sín- ar, og geta engin úrræði séð, til i að halda þeim frá nauðungarupp- I boði, ef ekki fæst fast lán. Greiðsla slíkra skulda til banka og einstakl- inga, er engin ný fjárfesting. Held- ur sjálfsögð hjálp þjóðfélagsins til þess fólks, sem með ærnu erfiði er að reyna, að eignast þak yfir höfuð sitt. Húsnæði cr eitt af frumþörfum fólksins í okkar kalda landi, og hver sá eyrir, sem gengur til sjóð- myndun-ar, sem síðan er notað til íbúðarlána, er geymdur eyrir, og kemur framtíðinni að notum, til betri lífsafkomu barna okkar og barnabarna. Ástandifi í byggingar- máiunum Af því að þaö er ekki víst, að löggjafarnir eða almenningur í landinu.geri sér ljóst það vand- ræðaástand, sem nú ríkir í bygg- ingarmálum, vil ég leyfa mér að vekja athygli á eftirfarandi stað- reyndum. Þann 1. des. 1958, lágu hjá Hús- næðismálastofmm ríkisins, um- sóknir um lán til 1385 íbúða, frá 1. okt. 1958 til 1. apr. 1959 h,afa borizt 265 nýjar nntsóknir. Þarna eru 1650 lánsumsóknir. Flestar þessar íbúðir eru orðnar fokheld- ar og sumar hafa verið teknar til íbúðar, en flestar þeirra eru þá ófullgerðar. Ef veita a;tti þess- um 1650 íbúðarbyggejndum 100 þús. króna lán hvterjum, þá cr lánsfjárþörfin til þeirra 165 inilljónir króna. Kostnaðarverð meðal ibúðar nú, er aldrei undir 300 þús. króna á íbuð, oftast mun meira. og sér því hver maðttr, að 100 þúsnnd króna lán á íbúð, er sízt ofmikið, ef vel ætti að vera. Auk þessa lágu hjá Húsnæðis- málastofnuninni þ. 1. des 1958, 603 umsóknir ttm viðbótarlán, og frá 1. des 1958 til 1. apr. 1959, hafa borizt 212slik.tr umsóknir. Þarna eru því alls 815 lánsttm- só.knir frá húsbyggjendum, sem þegar hafa fengið 20—70 þústutd króna Ián frá Húsnæðismála- stofuuninni, en þurfa viðbót. Til að fullnægja óumflýj.tnlegri Iáns fjárþörf þessara manna, þyrfti að minnsta kosti 40 milljónir króna. Lánsfjárþörfin nú er því a. m. k. 205 milljónir króna, cf koma ætti fjármálum þessara 2465 íbúðarbyggjenda í viðunan- legt horf. | I Segja má að hverjar 10—20 mill- jónirnar segi Jííið í slíka hít, en hver milljónatugur bætir þó úr brýnustu neyð þeirra, sem verst eru staddir, og styttir biðtíma hinna. Hverjir eru lánsmögu- Ieikar Húsnæftismála- stofnunar ríkisins? Það yrði of langt mál, að fara að rekja það hér hvernig tekju- möguieikum byggingarsjóðs ríkis- ins, scm húsnæðismáiastofnunin hefur yfir að ráða, cr fyrir komið. En segja má, að lánsmöguleikar Byggingarsjóðsins séu árlega ca 40 milljónir króna. Þá er þó reiknað með því að stóreignaskattsgreiðend ur geti ekki haldið áfram að refj- ast um greiðslu stórcignaskattsins. En eins og kunnugt er, eiga stór- eignaskatts þess, sem síðast var á lagður, að ganga til Byggingar- sjóðs. Auk hinna föstu tekna Bygging- arsjóðs ríkisins er svo ráð fyrir: gert í 4. gr. laga um Húsnæðismála-’ stofnun ríkisins o. fl., að veðlána-' kerfi til íbúðabygginga.sé starfrækt' undir stjórn húsnæðismálastjórnar og veðdeildar Landsbankans, og er veðdeildinni heimilt að gefa út bankavaxtabréf, sem nema allt að 100 milljónum króna árlega næstu 10 ár (miðað við 1956). Veðdeildin, sem stendur undir stjórn Seðlabankans, hefur ekkert fengizt til að gera í þessu og er því þessi fjóröflunarleið einskis virði eins og nú standa sakir. Samkvæmt C-lið 5. greinar laga um Húsnæðismálasloínun ríkisins o. fl. er bönkum, sparisjóðum, tryggingafélögum, opinberum trygg ingarsjóðum og líl'eyrissjóðum, ætlað að lána nokknrt fé sam- kvæmt útlánaregltim Byggingar- sjóðs ríkisins, en þessar stofnanir hafa eig'i gert það, svo nokkru nemi, nema TryggingarféJagið And vaka, Sjóvátryggingafélagið og Tryggingarstofnun rikísins. ' Þegar bygginganiálin eru athug- uð, í ljósi þeirra staðreynda, sem hér hefur verið bent á, er það alveg Ijóst, að ríkisvaldinu ber skylda til að gera s'itt ýtrasta til; þess að bæta úr því ófremdar-' ástandi, sem byggingarmálin eru komin í. j Við byrjun ársins 1959, standa 2465 íbúðarbyggjendur í kaup- stöðuni og kauptúnuin, alveg ráðalausir nteð býggingarmál sín. Margir þessara manna hafa unn- ið látlaust í öllum sínutii Fritímum síðastliðin 1—4 ár. Þéir háfa látið fjölskyldu sína ganga alls á mis, og í dag sjá margir þeirra ekki fram á annað, en allt þeirra strit verði til einskis, og þeir tapi íbúðum sínum. Aðrir mega áfram búa í hurðalaus- um stofunum án allra nauðsynlegra þæginda, eða geta alls ekki flutt í íbúðir sínar. Þetta íólk getur ekki komizt af með orðagjálfur póli- tískra froðusnakka, sem með kjaft- æði sínu liafa steypt því út í öng- þveitið. TiIIögur Framsóknar- flokksins í janúar í vetur, lögðu nokkrir Framsóknarþingmenn fram þings- ályktunartillögur, þess efnis, að 15 milljónum króna af tekjuafgangi ársins 1958 yrði varið til útlána .i vegurn Húsnæðismálastofnunar rík- isins, 5 milljónum til Byggingar- sjóðs Búnaðarbankans og 5 míiJ- jónum til veðdeildar Búnaðarbank- ans. Tillögu þessari var vísað 1 til nefndar, en stjórnarflokfcarö ir -hai t. til þessa, notað forsetayaid sitt í sameinuðu þingi, til þpss,,að máliö fengi ekki afgreiðslu i þjn'ginu. Frantsóknarflokkurinii mun taka tillögu þessa upp við af- greiðslu fjárlaga, og vbr.ður; þaö' fróðlegt fyrir hina, nauðstöddu húsbyggjendur, að fylgast íneð afgrei'ffslu þessa máls. Þegar tekjuafganginum frá 1958 verður ráðstafað, verður úr því skorið, hvort meirihlúta háttvirtra alþingismanna fer eins og: óvitan- um, sem pissar i skó sinnv til aö kala ekki, eða honum fer eins or sönnum búmanni, sem npi(ar árs- hagnað sinn, til að bæta frámtíðar- lífskjör fjölskyldu sinnar. ' : Tillaga Framsóknarflokksins er góð, það, sem hún nær, endá feefur sá flokkur alltaf átt frumkv'æðið aö öllum þeim sjóðmyndunum, seni starfa eiga í þágu húsbyggénda í sveit og við sjó, en upþhæðin er ekki nóg. Það á að verja, öllun tekjuafgangi ársins 1958 til þessara mála. Það er 35 milljónum til Byggingarsjóðs ríkisins, 10 milljón- um til Byggingarsjóðs Búnaðar- bankans og 5 milljónum til veð- deildar sama banka. -■'• Ræktun skjólbelta og nytjaskóga héf ir ómetanlegt gildi fyrir kornræktina Þegar frumvarpið um kornrækt var til fyrstu urnræðu í neðri deild Alþingis á dögunum, hafði Ásgeir Bjarnason orð fyrir land- búnaðarnefnd og fer ræða hans liór á eftir: „Fróðir menn telja. að það sé vel hægt að rækta korn hér á landi og þá ekki sízt í hinum veð- ursælli sveitum sunnanlands. Lág- markshitasumma, sem þarf til þess að bygg nái fullum þroska, tr 1150—1250” yfir sprettutímann, sem helzt má ekki fara yfir 100— 115 daga. Ú'rkom;um,agn þarf á sama tíma að vera sem næst 200— 250 mm. Ilafrar,, liveiti og rúgur þurfa meiri hita og regn en bygg- ið. Vegna þurrefnainnihalds korns ins er æskilegt að regnið sé sem mest fvrri hlutann af vaxtartíman- um en sólríkt þarf aftur á móti að' vera þegar líður að þroskastigi kornsins'. Þetta eru þau höfuðskil- yrði, sem akuryrkjumenn telja, að þurfi að vera til staðar, svo að góðrar uppskcru megi vanta. En hvernig eru þessi skilyrði hé.r á landi? Eftir því sem tilrauna stjórinn á Sámsstöðum, Klemenz Kristjánsson, telur, eftir áratuga reynslu, þá á að vera liægt að rækta korn hér í allflestum árum eða sem næst 9 af hverjum 10 sumrum og telur hann þetta ekki lakara en tíðkast t.d. í norðanverð i,m Noregi. En þar rækta bændur korn, þótt þeir búi við mun lak- ari skilyrði en þegar sunnar kem- ur í landið. Það er vitað mál, að c kkar frumbyggjar ræktuðu korn og alltaf hefir kornrækt tíðkazt hér nokkuð, þótt oít hafi liðið ára- tugir milli þess sem menn hafa haft áhuga á kornræktinni, enda liefir hún ekki unnið sér almenn- an sess í búrekstri okkar nema hjá sárafáum bændum. Veðurfar er Framsöguræía Ásgeirs Bjarnasonar, })ing- manns Dalamanna, um kornræktarfrumv,arpið hér líka misjafnt hér á landi og því ekki þess að vænta, að bænd- ur hvar sem er á landinu, geti ræktað korn með jafn góðum ár- angri. Það er bæði metnaðar- og menn ingarmál hverrar þjóðar að vera sjálfri sér nóg á sem flestum svið- vm eftir því sem landkostir og rðrir möguleikar leyfa. Hingað til hefir landbúnaður okkar byggzt á því', að við höfum stundað búfjár rækt, af því að búféð hefir notað okkar jarðargróður, grösin. En sá ;arðargróður, sem fer beint til manneldis, er ,að mestu leyti feng inn með hjálp jarðhitans. Okkur skortir ekki lönd til ræktunar, öðru nær, og einungis með þurrk- un landsins er hægt að auka veru- lega gróður þess, því að við þurrk- un eykst jarðvegshitinn. Hið nýja landnám okkar íslend- inga er ungt, eins og sjálfstæði landsins, en það hefir sýnt það, að við getum ræktað þau grös, sem áður þrifust ekki. Þekking bónd- ans á viðfangsefnum sínum hefir batnað, ný tækni hefir komið til sögunnar, sem gerir það niögu- legt sem áður reyndist ófært og þannig má lengi telja. En þettá sýnir okkur líka inn í þá heima, sem marga hefir dreymt um, en verða að veruleika fyrr en varir. Þannig mun það verða með korn- ræktina. Ræktun skjólbelta og nytja- skóga hefir ómetanlegt gildi fyrir rnnan gróður og ekki sízt korn- ræktina, sem þarf bæði mikinn bita og gott skjól. Þá mun ný og betri tækni gera auðveldara með þreskingu korns og þurrkun en áður var, því að til eru vélar, sem gera allt í senn: að slá akurinn og þreskja kornið og koirra'því í sekki jafnóðum. Og vel þékkt er súgþurrkun orðin hér á lándi og auðveldar hún til muna þiitrrkun korns frá því sem áður var, enda oft votviðrasamt á haústin,. þegat þurrka þarf kornið. Árlega. ey.ðuin við nokkrum millj. í innflutning á kolvetnislóðurbæti auk þess sem við flytjum allt korn til, rnann eldis. Kornrækt hér á land.i. mun vafalaust geta sparað okkúr þenn- an-innflutning að miklu Cða öllu leyti. Tilraunir þær, sem stáðið hafa yfir áratugi, sýna, að korn nær hcr fullum þroksa í allflestum ár um og að uppskerumagnið er sem ræst 20 tn. af ha. Við höfum þvi tæplega efni á að notfæra. okkm ekki þessa möguleika, seni tíðar farið og jarðvegurinn sýna að ci okkur hagstætt. Það frumvarp sem hér er til um- ræðu, miðar að því, aS •glæða áhuga þeirra manna, sem vilja rækta korn, en treysta sér .efcki til að hefjast handa nema -með einhverjum fjárhagslegum, , stúðn- ingi þess opinbera, enda gérir frumvarpið ráð fyrir að svó verð gert á tvennan hátt: 1. Með framlagi til vélafcaupa. 2. Með framlagi til jarðvinnsl.: !ikt og við aðra ræktun. ■ 3. Með verðlaunum til þeirra, sem ná mjög góðum árangri, eru skilyrði fyrir því, að framlag sé veitt, er að finna i 3. gr., frum- varpsins. Ég tel, að frumvarp þett'a miði (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.