Tíminn - 13.05.1959, Blaðsíða 4
T í M I N N, íniðvikiidaginn .13. maí 1959.
Guðm. Jósafatsson:
Kvittun til Þórðar Valdimarssosiar S
Þórður Valdimarsson sendi mér
opið bréf í Tímanum nýlega. Ég
’befði gjarnan kosið, að kvitta fyi'ir
þi tta í sömu mynd, þ. e. í opnu
bréfi, en sé mér alls ekki fært að
fara þá leið, — sízt eins og hann
leggur hana. Hann byrjar á þvi, að
þéra mig, og er fjarri mér, að gera
mér rellu út af því, enda þótt ég
ge-ti vel gert að mínum orðum þau,
sem Indriði á Fjalli mælti eitt sinn
í mín eyru: „Mér er raun að því
að vera tvíkenndur og foýð það
errgum að raunalausu.“ Þ. V. á
sinn sjálfkjörna rétt í því að
þé’ra þá, er honum þóknast að
sýha þá virðingu. En foann segir
síðar í foréfinu: „Nú vil ég spyrja
yður Guðmundur, hvort þér finnst
þessi ókurteisi mín við MÍR og
páfa þess“ o. s. frv. Mér fannst
þpssi setning dálítið 'skrítin. í
æsku minni var frá því sagt, að
ibóndi einn kom með poka sinn
til sóknarprestsins, — alþekktra
útmánaðaerinda eins og þá var
foáttað högum ýmsra. Bóndi mælti
'þa: „Hér pr ég kominn með pok
ann til yðar. Þú verður að láta í
hann.‘‘
Það er fjarri mér að telja, að
Þörður gangi nokkurra útmánaða
erinda í þessu bréfkorni. Hann hef
rar poka sína troðna af lærdómi,
■og auðvitað mannviti með. En
einmitt af því að hann er svo lærð
ur, sem raun gefur vitni, hefði
mátt ætla að hann hefði lesið
grein mína með dálítið meiri at-
thygli, en raun gefur vitni. Það
sem ég sagði í sambandi við
Kjarval var, að mig furðaði sú
fundvísi nefndar þeirrar, er verk
in valdi, að hún skyldi hafa getað
rekist á ómynd í fórum Kjarvals.
Þaðan átti ég annars von. Og í
sannleika sagt fyrirgef ég heils
foagar þó nefndinni hafi ekki tek
izt að finna nema eina ómvnd þar.
Viðleitnia verður þó að virða. En
þett'a er annað mál og sný ég mér
fiftur að Þórði.
Hann getur búizt við að ég kalli
Gunnarshólma Jónasar og Norður
Ijós Einars leirfourð. Nei, þetta er
fjarri mér. Eg foefi um langt skeið
iktnnað og dáð foæði þessi Ijóð.
Hvort ég kann að meta þau til
fnlls mun ég ekki leggja undir
armarra dóm. Hitt er annað mál
sð mcr hefur aklrei hugkvæmst,
þ.-átt fyrir aðdáun rnína á þessum
yerkum og höfundum þeirra í
heild, að slá því föstu að óreyndu
sð allt, sem frá þeirra hendi hef
jr komið, séu óbrotin listaverk.
ölér er ekki grunlaust, að sú teg
und gagnrýni, sé í reynd lausari í
'ipum en skyldi. Það er einmitt
;hinn sterka hlið þeirrar leitar,
íi?m gert hefur íslendinga áð menn
ingarþjóð á liðnum öldum, að hún
hefur vegið og metið það, sem við
henni foefur horft, og þá löngum
meira eftir því hversu það var gert
en því, hver hafði gert það. Eink
unarorð þeirrar leitar hefur verið
heilræði Páls postula: „Reynið og
prófið alla hluti og haldið því
sem gott er“. Þess vegna liefur
íslenzk alþýða alltaf vegið og met
ið sjálf það, sem að henni hefur
verið rétt af auðlegum og efnis-
legum verðmætum í hverri mynd,
sem þau foafa komið fram. Eg játa
það í auðmýkt, að ég dái ekki allt,
sem þeir hafa látið frá sér fara
Jónas Hallgr., Einar Ben eða
St. G. St svo einhverjir séu nefnd
ir. En það kastar að mínu viti
engri rírð á það, sem þeir hafa
gefið okkur ágætast. En þessi lei/
m,n hefur •eLnmitt orðið til þess
að þeir hafa vaxið, mest frá mín
um hæjardyrum séð. Viðhorf mitt
til Kjarvals er hið sama. Því fór
fyrir mér eins og smalamanni Þor
kels háks, er hann horfði á eftir
garnarendanum, að ég undraðist
fundvísi þeirra er verkin völdu, er
ég sá að þeim hafði lánazt að
draga ómynd fram úr fórum Kjar
vals. Þaðan átti ég annars von og
hana alveg vísa. —Frá sjónarmiði
okkar alþýðumanna heldur hann
tign sinni, sem hinn ókrýndi jöfur
íslenzkra málara, þótt það sé ját
að í fullri hreinskilni, að hann
skapi ókki aðeins listaverk, frem
ur en aðrir þeir, er ‘hæst bera
sögu íslenzkrar listar. Tign fjall
anna verður áð jafnaði metin eftir
tindum þeirra, þó að sjálfsögðu
komi fleira til. Svo verður um Kjar
val.
Ætla má af bréfi Þórðar, að
hann sé viðförull. Svo víða ber
hann þar niður. Hann segb- frá
heimsókn .sinni til amerískrar spá
konu, — að því er virðist' nokkuð
dýrseldra. — En í það mundi þó
ekki horfandi, ef gyliivonir henn
ar hefðu gefizt sem skyldi. En
svo virðist ekki hafa verið. A. m.
Ik. virðast atvikin ekki hafa unn
•að honum faðmlags við hina
þrezku kóngsdóttur. En þó þæt
vonir hafi foæði verið vaktar og
brugðizt, fæ ég ekki séð neitt or-
sakasamband milli þeirra vón
þrigða og sýningar á íslenzkum
máLverkurn í Rússlandi, og læt
því útrætt um þann þátt.
Þórði verður tíðrætt um rúss-
neskt réttarfar og listmat. Við skul
um gera ráð fyrir að hann fari
þar í aðalatriðum með rétt mál.
Þ6 virðist rétt að staldra þar við.
Það er fjarri mér að hallast að
rússneskum stjórnarháttum eins og
þeir birtast í þlaðafregnum okkar.
Og mér er ýmislegt í sögu síðustu
ára, sem því er tengt, óþlandið
sorgarefni og jafnvel andstyggðar.
En hér er ekki um það að ræða
að laga eða aflaga rússneska stjórn
arháttu, heldur að sýna einn þátt
íslenzkrar menningar í fjarlægu
landi. Eg lít svo á, að þessi þáttur
hafi verið skrumskældur, og það
harma ég mjög. Sögur ganga lim
það — og víst ekki tilhæfulausar
með öllu, — að inn á sýninguna
hafi verið bætt 15 verkum höfuð
meistara okkar. Hvers vegna var
það gert? Því var ekki þætt við
verkum hinna yngri? Sagan segir
að þeir hafi orðið fyrir valinu Ás
grímur, Kjarval og Jón Stefánsson.
Um það þarf engum getum að
leiða, að þessi viðfoót hefur sett
geysimikinn svip á sýninguna og
að sjálfsögðu því meiri og betri,.
sem þetta val liefur tekizt betur.
Það er þýðingarlaust að neita því,
að þetla kemur fyrir augu al-
mennings, sem hljóðlát en drengi-
leg játning þess, að ekki hafi tek
izt sem skyldi í öndverðu. —
Þeir sem af okkar hendi standa
fyrir menningarmálaskiptum
Rússa og íslendinga, mega vel vera
þess minnugir að af Rússa hálfu
er hvort tveggja fyrir hendi: í
fyrsta lagi: iRússar eru ekki að
feta sig fyrstu skrefin á listabraut
sinni. Þeir byggja þar á aldagam-
alli mcnningu, sem átti í fórum
sínum það skapanmegin, er til
þess þurfti að gefa samtíð sinni
og framtíð listaverk, sem hin vest
ræna menning dáir og drúpir
höfði í lotningu fyrir. í öðru lagi
er víst, að Rússar leggja í dag þá
•alúð við mannrækt sína, að aðrar
þjóðir ná ekki betri árangri. Næg
ir i því efni að benda á íþróttaaf
rek þeirra, skákina, söngmenntir
þeirra, o. s. frv., að vísindaafrekum
þeirra alveg ógleymdum. Hitt skal
ég játa, að ég harma mjög við-
horf. þeirra til Pasternacks, og
bann þeirra á hendur fionum við
því að þiggja hina alþjóðlegu
sæmd, sem fólgin er í veitingu
Nóbelsverðlaunanna. Eftir því
sem til okkar hefur borist virðist
auðsætt, að að bannið hvílir ekki
á því, að Basternak sé ekki skáld,
sem þess,a virðingu eigi skilið,
heldur hinu, að hann skuli hafa
dirfst að yrkja á annan veg, en
valdhöfum finnst viðunandi. En
var ekki hið sama að gerast hér?
Stafar ekki útilokun ýmsra, er
fyrir henni urðu í sambandi við
þessa Rússlandssýningu íslenzkra
málverka, einmitt af því, að þeir
mála ekki eins og valdhöfum þess
ara mála þóknast? Það munu vera
til einræði víðar en austur í Garða
ríki, jafnvel þó það sé ekki byggt
á réttarvitund, sem heimilar að
stytta andstæðngana um höfuðið,
(Framhaid a ö. síðu)
tsi
Suðu
Ljósa
og
Upphltunar
r
I
Sumarbústöðum
Veiðlhúsum
og
Vinnuskálum
og hvarvetna þar, sem þörf er fyrir hand-
hægt hreinlegt og fljótvirkt eldsneyti.
Ein- og tvíhólfa gassuíutæki og gaselda-
vélar fyrirliggjandi.
SHELL
Olíufélagið Skeljungur h.f.
verzlunin Ægisgötu 10. — Sími 24420
AVV.V.^VAV^VAV.V.W.V.V.V.VAW/.V.V.V.WV
I
yAw.w.v.wvvv.v.v.v.v.wv.v.v.v.v.'.v.v.ww.v
i
Hjartans þakkir til allra fjær og nær, sem minnt-
ust mín á 70 ára afmæli mínu 7. þ. m.
Guð blessi ykkur öll.
Salómon Bárðarson,
Stóra-Ási
Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem auðsýndu
mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu þann 27. apríl \
s. 1., bæði með hlýjum afmæliskveðjum, heimsókn- fc
um og giöfum. «j
Sömuleíðis þakka ég kaupfélagsstjóra Kaupfélags %
Vopnfirðinga, og meðstiórnendum mínum 1 stjórn ■*
félagsins, fvrir vinsamlega tilkynningu um heiður í;
mér til handa. i;
Svo óska ég ykkur öllum blessunar guðs. ^
i; Methúsalem Methúsalemsson, ^
I' Burstarfelli. I®
í s
V.V.V.W.V.VAV.W.’.'.V.V.V.VAWW.V.V.V.VANW;
Hjartaniega þökkum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
Guðjóns Röqnvaldssonar,
Tjörn í Biskupstungum
Sérstaklega þökkum við sveitungum okkar fyrir margvíslega
veitta aðstoð. — Guð biessi ykkur öll.
Guðrún, Erna og Guðjón,
'"mmmmmmmmmmmmmmmmmmTimmmmmamammmm