Tíminn - 13.05.1959, Blaðsíða 6
6
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargðto
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Árásin á raforkuáætlimina
EKKI fer það á milli
mála að einhver vinsælasta
þýðingarmesta og réttmæt-
asta framkvæmd sem ráðizt
hefur verið í á síðari árum,
er rafvæðing landsbyggðar-
innar. Þegar hið opinbera
hófst handa um vatnsafls-
virkjanir á landi hér, var
þéttbýlið látið sitja fyrir raf-
orkunni. Máttj það teljast
eðlileg stefna. Nokkra furðu
hlýtur það þó að vekja, þeg-
ar til baka er litið, hversu
lengi dróst að hefja fram-
kvæmdir í þá átt, að deila
rafmagninu út um sveitir
landsins og sjóþorp. Rétt er
það að vísu, að allt fram á
heimsstyrjaldarárin síðari
hafði þjóðin ekki efnalegt
bolmagn til svo fjárfrekra
framkvæmda. En upp úr 1940
breyttist aðstaðan hins veg-
ar mjög í þessum efnum. Árið
1944 kom til valda ríkisstjórn
sem sæmdi sjálfa sig hinu
hófsamlega nafni: nýsköpun
arstjórn. Sú ríkisstjórn hafði
án eigin tilverknaðar, rýmri
auraráð en nokkur önnur
ríkisstjórn á íslandi hefur
haft fyrr og síðar. Ætla hefði
mátt, að ríkisstjórn, sem svo
vel var að vopnum búin fjár
hagslega sem nýsköpunar-
stjórnin, hefði séð ástæðu til
að verja nokkurri fjárhæð til
þess að gera að veruleika
draum dreifbýlismanna um
hlutdeild í raforkunni. Var
sú tilætlun þeim mun eðli-
legrj þar sem forystuflokk-
ur þessarar ríksstjórnar hef
ur jafnan lagt á það
trúboð ósmátt kapp, að hann
væri öðrum flokkum áhuga-
samari um raforkufram-
kvæmdir. Hér gafst gullið
tækifæri til að sýna áhugann
í verki. ann reyndist engin.
Ef þessi ríkisstjórn Ólafs
Thors hefði sýnt þann mann
dóm að hefja merki rafvæð-
ingarinnar þá hefði það
ekkj verið látið falla af þeim
stjórnum, sem síðan hafa set
ið. Vonin um allsherjar raf-
væðingu landsbyggðarinnar
væri þá í dag orðin að veru
leika, að mestu leyti a. m. k.
Það kom eins og vænta mátti,
í hluta Framsóknarmanna
að hefja þetta merki. Skrum
ið og orðagjálfrið skorti ekki
hjá íhaldinu fremur en endra
nær en viljinn til athafna var
ekki viðlátinn.
Síðan framkvæmdir hófust
á 10 ára rafvæöingaráætlun
inni hefur miðað jafnt og
þétt í áttina. Ljóst var, að ef
ekki hentu einhver sérstök
óhöpp, mundi henni lokið á
tilsettum tíma. En nú hef-
ur það gerzt, að stjórnarflokk
arnir hafa tekið upp hreina
skemmdarstarfsemi gagn-
vart þessu mesta hagsmuna
og áhugamáli íslenzkra dreif
býlisbúa. Allir vissu raunar
að áhugaleysi þessara manna
á velferðarmálum sveitanna
a. m. k. mátti heita algjört en
fáir bjuggust þó við að þeir
dirfðust að fordjarfa raforku
áætlunina svo sem nú er orð
ið.
UPPHAF þessa máls er
það, að þegar fjárlagafrv.
var til 2. umr. síðari hluta
aprílmánaðar báru fulltrúar
stjórnarflokkanna í fjárveit-
inganefnd fram till. um 10
millj. og 750 þús. kr. lækkun
á framlögum ríkissjóðs til
raforkuframkvæmda á yfir-
standandi ári. Flutnings-
menn till. töldu þó að þetta
ætti ekki að leiða til sam
dráttar í framkvæmdum því
niðurskurðurinn yrði ekki
gerður nema því aðeins að
nægilegt lánsfé yrði tryggt í
staðinn. Það sýndi sig þó í
sambandi við lokaafgreiðslu
fjárlaganna, að ríkisstjórnin
hafði látið gera nýja áætlun
og algjörlega frá því horfið,
að ljúka framkvæmd 10 ára
áætlunarinnar. Þessi fyrir-
ætlun stjórnarliðsins fól í
sér 30—40 millj. kr. niður-
skurð á framlögum til raf-
orkuframkvæmda á þessu
ári. Þá var og felldur úr
gildi samningurinn við bank
ana um lánsfé til' raforku-
framkvæmda en einmitt
hann var grundvallaratriði
fyrir framkvæmdunum.
Augljóst er, að stjórnarfólk
ið er gj örsamlega utangátta í
þessum málum öllum. í öðru
orðinu talar það um, að þess
ar fáheyrðu tiltektir séu gerð
ar í sparnaðarskyni Með hinu
munnvikinu er sagt, að við
ekkert eigi að hætta af því,
sem fyrirhugað var aðeins að
fresta framkvæmdum. Þetta
heitir vist að láta ekki hægri
höndina vita hvað sú vinstri
gjörir. Hvert mannsbarn skil
ur, að um sparnað er fávís-
legt að tala í þessu sambandi
nema fella eigi framkvæmdir
algjörlega niður. Sé það hins
vegar svo, þá er þar um að
ræða algjörlega fáheyrð svik.
Verður því naumast trúað
fyrr en á verður þreifað.
í umræðum á Alþingi um
þetta mál í fyrradag var lát-
ið í það skína að ein megin-
ástæðan fyrir þessu nýja
stjórnarplani væri sú, að
með því mundi rekstrarhalli
rafveitnanna lækka um 5
millj. á ári. Stjórnarflokkarn
ir hafa aukið niðurgreiðslur
um 114 millj. og ekki þóttzt
þurfa að spyrja Alþingi neitt
um það. Með niðurgreiðslun
um er hlutur bænda og ann
arra framleiðenda landbún-
aðarvara gerður miklum mun
lakari en annarra stétta. Nú
á til viðbótar að neita þessu
sama fólki um rafmagn svo
að hægt sé að veita þeim ó-
dýrari raforku sem orðnir eru
hennar aðnjótandi, m. a. fyr
ir aðstoð þeirra, sem nú er
niðzt á. „Ekki er að spyrja
um móralinn.“
Nokkrir Framsóknarmenn
hafa nú flutt þingsályktunar
tillögu um að auk þeirra raf
veitna fyrir sveitir og kaup
tún, sem ætlað er að koma
upp árið 1959 verði einnig,
á yfirstandandi ári unnið að
þeim aðalorkuvetum og raf
stöðvabyggingjum sem ráð er
fyrir gert í 10 ára áætluninni,
Ræða Herr
Kjördæmamálinu er
eftir leikinn, sem mi
Ilerra forseti. Góðir íslendingar.
Það er löngum haldið uppi ádeil
um á ríkisstjórnir, flokka og
menn, fyrir stefnu þeirra og verk.
Til þess að reyna að draga fram
hið sanna, ætla ég að bera fram
nokkrar spurningar og svör í sam-
ræmi við staðreyndir í ýmsum
hinna stærstu mála, sem mestu
skipta fyrir líf þjóðarinnar og vel-
ferð: —
Staðreyndir, sem
tala sínu máli
Var ástandið gott þegar fyrrver-
andi ríkisstjórn tók við? Nei,
Sjóðir voru allir tæmdir, flestar
framkvæmdir að stöðvast vegna
fjárþrots, útflubningsframleiðslan
á heljarþröm. — Þessu eymdar-
ástandi kippti fyrrverandi ríkis-
stjórn í lag á fyrstu mánuðum
valdatímabils síns.
Var framleiðsla þjóðarinnar rek
in af kappi í tíð fyrrverandi ríkis-
stjórnar? Já, aldrei með meira
fjöri og minni stöðvunum.
Var atvinnuleysi? Það mun
sjaldan eða aldrei hafa verið jafn-
ari vinna um allt land.
Voru miklar framfarir? Aldrei
meiri framkvæmdir né jafnari um
allt landið.
Hvernig voru tekjur almenn-
ings? Talið er að þær hafi orðið
með allra bezta móti um alll land.
Voru miklir fólksflutningar til
Suðvesturlandsins? Þeir næstum
stöðvuðust.
Þetta eru staðreyndir og þær
tala sínu máli.
Það er og eftirtektarvert, að
þeir stjórnarflokkar, sem felldu
fyrrv. rikisstjórn, hafa lagt sig
meira fram við það en flest ann-
að, að telja þjóðinni trú um, að
þeir séu saklausir a£ því verki.
Skyldu þeir sverja af sér verkið
vegna þess að þeir haldi að stjórn
in hafi verið óvinsæl með þjóð-
inni? Þessu getur hver svarað
fyrir sig. —
Skemmdarverkið,
sem tókst
Nú segir fyrrverandi stjórnar-
andstaða að vísu: Fyrrv. ríkis-
stjórn sveikst um að leysa efna-
hagsmálin — og hljóp frá öllu
þegar dýrtíðin var að skella yfir.
Við skulum einnig athuga þetta í
Ijósi staðreynda. —
Þegar fyrrv. ríkisstjórn fékk
samþykkt efnahagslögin vorið
1958, opnuðust alveg nýjar leiðir
til þess að skapa jafnvægi í öllum
greinum efnahagsmálanna. — I
greinargerð, er fylgdi efnahags-
lögunum og allir fyrrv. ráðherrar
stóðu að, var skýrt fram tekið, að
til þess að lögin -næðu tilgangi
sínum mætti kaupgjald ekki
hækka um meira en 5%. Ef hækk-
unin yrði meiri, færi dýrtíðarflóð-
ið af stað og efnahagskerfið úr
skorðum. — Þegar þessi skýrsla
— þessi staðreynd birtist í útvarpi
og blöðum, var sem óteljandi árar
væru settir í' gang. Sjálfstæðis-
flokkurinn magnaði nú og marg-
faldaði fyrri áróður fyrir kaup-
hækkun með ihaldsdeild Alþýðu-
flokksins; — og Þjóðviljinn, und-
ir stjórn kommúnistadeildarinnar,
birti æðisgengnar hvatningagrein-
ar um kauphækkun. — Þessi sam-
stillti áróður hlaut að bera til-
ætlaðan árangur. En hann var
gerður gegn betri vitund. Allir
kumpánarnir, sem að áróðrinum
stóðu, vissu upp á hár, að eng-
inn grundvöllur var til fyrir kaup
hækkun. Þeii’ vissu hins vegar, að
ef kaupið hækkaði nægilega mik-
ið, kollvarpaði það efnahagsráð.
stöfunum og felldi ríkisstjórnina.
Kaupið hækkaði um 6—10% um-
fram 5%. Skemmdarverkið hafði
tekizt. — Nú var ekki annað eftir
en að láta Alþýðusambandsþing
neita að falla frá nokkru af þess-
um kauphækkunum í nokkurri
mynd. Með samstilltu átaki sömu
aðilja heppnaðist það skemmdar-
verk einnig prýðilega, — eins og
landfrægt er. — Tillaga ráðherra
Framsóknarflokksins, þar sem
launamönnum voru tryggð sömu
lífskjör og í febrúar 1958 eða októ-
ber 1958, voru felldar í ríkis-
stjórninni — en úrslilakostir, sem
Alþýðusambandsþing hafði verið
látið samþykkja, gerðir að úrslita-
kostum í líkisstjórninni — og hún
þar með felld eins og að hafði
verið stefnt með samfelldri hern-
aðaraðgerð. -—
Yfirlýsingin frá
19. desember
— En nú reyiiui Sjálfsiæðis-
flokkurinn að fá Alþýðubandalag-
ið og Alþýiiuflokkinn til að mynda
með sér ríkisstjórn. Eftir að það
mistókst gaf Sjálfstæðisfl. út
hátíðlegan boðskap, dags. 19. des.
1958, um það, hvað þyríti að gera
til þess að koma efnahagsmálun-
um aftur í jafnvægi. Þar segir
undir stórri fyrirsögn:
LÆKKUN KAUPGJALDS
OG VERÐLAGS.
Launþegar afsali sér 6% af
grunnkaupi sinu og verð landbún-
aðarvara breytist vegna hliðstæðr-
ar lækkunar á kaupi bóndans og
öðrum vinnutilkostnaði við land-
búnaðarframleiðsluna. Þó verði
grunnlaun engrar stéttar lægri en
þau voru, þegar efnahagsráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar lóku gildi
á s.l. sumri.
AÐEINS FYRSTA SKREFIÐ.
Ráðstafanir þessar til stöðv-
unar verðbólgunnar eru aðeins
fy*sta skrefið til jafnvægisbúskap-
ar og heilbrigðrar þróunar í at-
vinnulífi þjóðarinnar."
í þessari yfirlýsingu er sagt að
kaupið þurfi að lækka aftur um
6% — þ. e. að launin þurfi aftur
að lækka niður í það sem ráðgert
var í efnahagsmálalöggjöf fyrr-
verandi ríkisstjórnar. Sagt er orð-
rétt að þetta sé aðeins „fyrsta
skrefið til jafnvægisbúskapar og
heilbrigðrar þróunar í atvinnulífi
þjóðarinnar.11
Skemmdarverkið
viðurkennt
Með þessu játar Sjálfstæðis-
flokkurinn frammi fyrir alþjóð, að
kauphækkunarherferðin hafi ver-
ið vísvitandi skemmdarverk. Til
þess að hægt sé að stjórna land-
inu, sé hið fyrsta nauðsynlega að
lækka-kaupið aftur. —
Ég hefi heyrt ýmsa Sjálfstæðis-
menn halda því fram, að þessi játn
ing hafi komizt í Morgunblaðið af
vangá. Það skiftir ekki máli. —
Kropið fyrir
kommúnistum
Hin gífuryrta og margendur-
tekna árás Sjálfstæðisflokksins á
fyrrverandi ríkisstjórn fyrir að
hafa ekki leyst efnahagsmálin,
verður heldur rislág, þegar fyrir
Stjórnarferill
kennzt af vane
liggur játning um það, að það var
Sjálfstæðisflokkurinn og kumpán-
ar hans, sem með vísyitandi
skemmdarverkum komu í veg fyr-
ir lausnina. —
Það er svo mál út af fyrir sig,
að þegar samið var við Alþýðu-
bandalagið 1956 um stjórnarsam-
starf, hellti Sjálfstæðisflokurinn
og handbendi hans óhróðrinum
yfir hinn vestræna heim . út af
stjórnarmynduninni. Taldi þetta
samstarf stórhneyksli og .varaði
hinar vestrænu þjóðir við hætt-
unni: — Kommunistar piyndu
öllu ráða í ríkisstjórninni. Áhrif
þessa áróðurs, til þess að vinna
þjóðinni ógagn, urðu veruleg. —
En fyrsta verk Sjálfstæðisflokks-
ins, eftir að fyrrv. ríkisstjórn féll,
var að knékrjúpa kommúnistum
og biðja þá fund eftir fund, að
koma með sér í ríkisstjórn. Finnst
ykkur þetta ekki sýna heiðarleik
og heilindi og andlegan skyldleika
við framkomuna í efnahagsmálun-
um. —
Mútubrigslin
Illyrðar o,g margtuggðar eru á-
rásir Sjálfstæðisflokksins á fyrr-
verandi stjórn út af því að hún
hafi tekið of mikil lán — og hvar
í veröldinni sem til stóð að taka
þessi lán, voru þau kölluð mútur.
Þó voru lán fyrrv. ríkisstjórnar
tekin eins og lán höfðu verið tek-
in áður, sbr. og Marshallhjálpina.i
En Sjálfstæðisflokkurinn hefir
verið hálfskömmustulegur — og
lítið minnzt á lántökur undan-
farið. — Ástæðan er sú, að nú
nýlega var farið í fótspor fyrv.
ríkisstjórnar og lán tekið 1 Banda
ríkjunum. — Einnig á þessu sviði
þurfti Sjálfstæðisflokkurinn að
ganga á bak orða sinna, ómerkja
áróður sinn og verða sér til minnk-
unar. —
Sparnaðartillögur
sem ekki fyrirfinnast
Ár eftir ár hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn sagt þjóðinni að í ríkis
rekstrinum væri mesta sukk, sem
yrði auðvitað lagfært þegar flokk-
urinn kæmi þar nærri. — Meðan
Eysteinn Jónsson vann með Sjálf-
stæðismönnum, bað hann þá hvað
eftir annað unr sparnaðartillögur.
Þær komu aldrei. Nú hafa Sjálf-
stæðismenn haft sérfræðinga sína
við skoðun fjárlaganna í 4 mán-
uði — með fjármálaráðherra. —
Úlkoman er eins og á öðru sem
þeir hafa sa,gt. — Sparnaðartillög-
ur fyrirfinnast ekki, nema ein ein-
asta, um innheimtu oi’lofsfjár —
nokkur hundruð þúsund. — En í
þess stað eru verklegar framr
kvæmdir, raforkuframkvæmdir, al
veg sérstaklega skornar niður svo
skiptir tugum millj. Orðheldnin
er söm við sig hjá Sjálfstæðis-
flokknum, — einnig í þessu
máli. —
Sjálfstæðisflokkur
og landhelgismálið
Þó er framkoma Sjálistæðis-
flokksins í landhelgismálinu eitt
hið mesta óþurftarverk, sem hann
hefir unnið. Eftir útfærsluna lék
flokkurinn lengi vel tveim skjöld-