Tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudjginn 21. nni 105», ,,Þar var gott undir bú eins og víð ar í Jökulf jörðum og á Ströndum* Sjötugur: Þórhallur Baldvinsson, frá Nesi „Ótt líður æviskeið"', kom mér í hug nýiega, er mér var sagt að Valgeirs J-ónsson, nágranni minn væri sertugur að aldri 3. Bpríl. Eg heimsótti hann um kvöldið, en hann hafði verið í Þingeyrar ferð um daginn og síðan farið út í fjarðarmynni með beitu og skrúfu í veg fyrir bát frá Bíldu dál, en annar hátur þaðan hafði misst skrúfu í isjóinn daginn áð ur, en auka skrúfa til á Þingeyri. Eg ætlaði að rifja upp með honum ýmislegt af því sem ég vissi að á daga hans hafði drifið. En þar var þá fullt af gest'um í tilefni af aímælinu, því að Valgeir er vin- • sæll maður og ómissandi hjálpar- hella svrcitungum sínum og öðrum, sem yfir Dýrafjörð þurfa að kom ast, ííðan að Jón hóndi Ólafs £on á Gemlufalli, sem um þrjá áratugi sá um lögferju yfir fjörð inn, hætti að geta flutt, en á Gemlufalli hefir verið ferjustaður - öldum saman, og nú á síðustu ár- tim, eru allar kaupstaðarferðir úr sveitinni farnar á hát frá Gemlu falli, og annarra erinda líka, þeg- ar vegurinn inn fyrir fjörðinn er . leystur af snjó að vetrarlagi, en évo hefur verið árlega síðan hann var lagður 1953, þar til í vetur. Valgeir lofaði að líta inn til mín næstu daga og er nú kominn. — Þú ert úr Jökulfjörðunum, Valgeir? — Kétt er það. Fæddur á Höfða s'rönd 3. april 1899, sonur Jón Arnórssonar á Höfðaströnd og Kolsá, og þar tojó líka Arnór aí'i minn, Hannessonar prests í Grunnavík, Arnórssonar, prófasts i Vatnsfirði. Móðir mín var Kristín Jónsdóttir., Vigfússonar bónda í Furufirði á Ströndum, og er móð uræít min þaðan að norðan. Faðir min,n brá búi 1915 og fluttist þá til Hnífsdals og átti þar. heima til dauðadags. Stundaði ég þar sj.ó aðallega, en fór í kaupavinnu sum- arið 1922 til Friðriks hreppstjóra B.jarnasonar, og konu hans Ingi- tojargar Guðmundsdóttur á Mýr- um. Kvæntist Ingitojörgu Guð- mundsdóttur, f-ósturdóttur þeirra Mýrahjóna ’25, dóttur Guðm. Eng ilbertssonar og Önnu Bjarnadótt ur á G-emlufalli. Fór að toúa á fjórða partinum á Gæmlufalli 1927 og var þar þangað til í fyrravor, 1957 að við flutyum okkur að næsta bæ, Lækjarósi. Börnin urðu níu, öll uppkomin. Fjögur gift og hurtflutt en hin eru viðloðandi heimiilð. Vegna þess hve jarð- næðið var lrtið varð ég að stunda sjó ,á vetrar- og voirvertíðum fram undir síðustu ár. — Segðu mér eitthvað frá föður þínum og búskapnum í þeim 'köldti Jökulfjörðum, sem nú eru nær í eyði; því hyggð er víst ekki œffltir nema í fSnumniavíkinni. —- Faðir .minn bjó í tvutoýli á Höfðaströnd og hafði minnihlut ann af jörðinni. Stundaði hann sjó eins og fleiri, og var lengi for maður í Hnífsdal og frá Snæfjalla strönd. Heimilið var stórt og toörn in mörg. Með fyrri konu sinni Kristínu Kristjánsdóttiu- átti hann sex toörn. og börn hans og mömmu voru einnig sex. Á Höfðaströnd var mikið land rymi og undirlendi meira en ætla xnætti. Er um hálftíma gangur miIU fjalls og fjöru og eru þar .að allega engjar, en toeit ágæt á Staðarheiði og eins á Höfðadál, sem tilheyrir Höfðaströnd og neð&ta bæ fyrir innan, Höfða. Var fþví þarna gott undir bú, eins og víðar í Jökulfjörðum og Strönd rym. <■ • — Þú hefur fljótt farið að snú ast við 'kindur, ef ég þekki þig rétt? — Fóð var sétið fyrst eftir frá færurnar og siðan var því smalað kvölds og morgna. Rekið var á kvöldin út á Staðarheiði, svo langt, eð það færi ekki um nóttina fram á Höfðadal, en þar var mjög gott ifceitiland, en þar voru ærnar -á Laginn. Eg man eftir fyrstu smali AfmæHsviðial vií Valgeir Jónsson frá Gemlu- falii, sem varS sextugur í síÖastliðnum mánuði ferðinni minni. Þá var ég á 9. ári og elztur af toörnunum á efri bæn :um, en á neðri bænum voru 'börnin enn yngri, og átti fullorðin stúlka að sxnala frá því heimili. Var ég \'akinn í bítið um jnorgun inn og var fljótur á fætur og fór á stað á undan stúlkunni, hélt að ég rataði, þó þoka væri; þúinn að fara þetta oft áður, enda myndi stúlkan ná mér. Held á stað með seppa og fram á holt fram undir Staðarvatn, sem er á miðri heið inni, en hin.u megin við vatnið voru gr.ösugar eyrar og hélt féð sig oft þar. Beygur var í mér vi'ð vatnið, því nykursögur hafði ég heyrt þaðan. Stanza svo á holtun um heimantil við vatnið og hóa og tojóst við að ærnar hrykkju við það af stað. Hélt ég svo heim á leið hóandi, en sá ekkert fyrir þokunni. Mæti ég þá stúlkunni frá hinum bænum, og spyr hún mig hvað ég sé að fara. — Hefurðu ekki mætt ánum? spyr ég? — Mikið flón erf þú, og snýr mér við ,og fundum við ærnar á eyrunum framan til við vatnið. Þetta var mín fyrsta smalaferð og hefur mér oft lánast toetur, enda stundum eins og hvíslað að mér, að ég þyrfti að fara lengra. — Já, mér er nú kunnugt um það, .að þú ert góður smali, svo oft erum við nú toúnar að smala saman. En hvernig er það, dreym ir þig ekki stundum fvrir fjárleit- inni? —- Jú, það kemur fyrir. Manstu ekki þegar við sóttum kiridurnar á Mjóadal hérna um veturinn? Mig dreymdi nóttin^ áður, að við finnum fimm kindur framantil við Illagilið, en þú taldir -að þær gætu ekki verið nema fjórar. — Jú, ég man vel eftir því. Kind urnar voru þar sem þú sást þær í draumnum og voru fimm en ekki fjórar ,eins og ég bjóst við. Gömul ær var sú fimmta, sem •aldrei hafði úr átthögunum farið, en búin að vanta allt haustið og taldi ég hana löngu dauða, en hún átti nú þrjú lömb um sumar- málin næstu, því að dilkær með hrútdilk var þarna með mæðgun- um, sem mig vantaði. Þetta var 10. desember 1941. — Öðru sinni dreymdi mig tvö lömb, sem mig værí lengi búið að vanta og leita mikið að, taldi fennt, því áhlaup ‘hafði gert um 'haustið, og var hættur að leit’a. Sá ég lömbin í draumi frarn á G-eniIufallsdal, fjarri þeim slóðum sem mitt fó gekk á, og átti -ekki von á þeim þar, en fann þau strax eftir tUvísun di'-aumsins. Stiuidum hefur eins og verið sagt við mig í smalaferðum; farðu lengra og lief ur það orðiö til þess að ég hfe fund ið það sem ég leitaði að. — Var ekki flæðihætt á Höfða strönd? — Jú, það kom fyrir að fé flæddi þar. Eitt sinn átti pabbi 7 sauði, ég var þá 7 eða 8 ára. Flæddu þeir á rifi fram undan bæn um. Tveir isyntu i land -en fimm voru sóttir á bát, því þetta var dagtími. • Svo var það á síðasta vetrardag þennan vetur að óg er seandur niður í neðribæinn eftir hugvekj um til kvöldlestrar. Fjárhús íöður míns voru á milli hæjanna og voru ærnar þar hýstar, en sauðirn ir sjö lágu undir fýárhúsveggnum og taldi faðir minn það öruggt, að ef þeir legðust hjá húsinu, þj-rfti ekki að gá <aö jþefcn fyrr en hann kæmi á fætur. Eg lagði leið mína á fjárhúsvegginn og stökk síðan ofan af veggnum, en sauðirnir styggðust og slóðu upp. Um morguninn á sumardaginn jyrsta, vantaði 5 sauðina en þeir sem synt höfðu í land, er sauðina flæddi áður, voru vísir. Hina 5 rak yfir að Kvíum handan Jökul fjarða. iHöfðu flætt um nóttina. — Þú hefur nú reynt að ibæta föður þínum þetta tjón, sem þú hefur kennt þér um? — Já, ég reyndi það eftir getu. Var ekkert fyrir að hætta við áform mín. Á næsta toæ, Kolsá, var bóndi sá er Jakob Hagalínsson hét. Hann átti 20 bönn með konu sinni og eitt áður og ól þau öll upp. Hann þurfti að sækja björg út af heim ilinu eins og fleiri í þá daga. Hann var fyglingur og fór fjöldamörg ár fram á .gamals aldur, norður að Horni og seig í Horntojarg á vorin eftir eggjum og fugli. Hann var og fugla. Fór fólk af næstu bæjum með Jakobi er hann fór í bjarg. með Jakoibi er han nfór í bjarg. Eg fékk að fara með einu sinni. Var þá 13 ára. Auk fyglingsins, voru 4—5 menn fullorðnir, stund um kvenfólk með. í þetta sinn var annar strákur á líkum aldri frá Horni. Þegar sigið var til eggja, var byrjað kl. 10 að morgni. Fór fyglingurinn niður í syllurnar, leysti sig og lét stein á vaðinn og tók svo að tína saman eggin í hrúgur og var að því oft til kl. 2. Gaf þá merki og var þá dreg inn ppp, og síðan sigið hvað eftir annað meðan eggin entust sem borin höfðu vex-ið saman. Einu sinni, þegar karlinn var að hvíla sig, fórum við strákarnir að nauða á honum, að lofa okkur að síga niður fyrir brúnna. Þangað til vor um við að, að kaii segir við son sinn, sem var ibrúnamaður, að bezt sé að hnýta utan um strákana og henda þeim fram af. Fyrst var drengurinn frá Horni látinn síga. Er skammt var komi niður fyrir hrúnina, var kjarkurinn búinn og bað hann þá að draga sig upp. Sagði þá Jakob gamli að lalltaf hefði sig grunað að svona myndi fara. Herti nú á mér að verða ekki minni og knafðist þess að fá að síga líka. Þeir sem uppi voru 'réðu því hve langt ég seig, en ekkerx skipti ég mér af þvi. Mér þótti nú flllt, er ég fér að svip ast um og sá all staðar eggin, að hafa enga hvippuna til að láta í egg. Tek húfu mína og læt í hana egg, og kem þar 10 eggjum. Hélt á henni í annarri hendinni, en um festina með hinni og gef svo merki. Var mér Iofað ívisvar nið ur í viðbót og átti ég nú 30 egg sjálfur, en þau voru ekki látin Taaman við 6ön. Langaði nú Jakob gamla til þess að ég gæti eitthvað fengið fyrir eggin. Þarna lágu mörg fiskiskip er ’höfðu mik il viðskipti við land, keyptu eink um egg. Voru egg mín seld í eina skútuna og fékk ég bláa peysu fyrir, en lítið mu,n hafa verið um ■venjulegan gjaldeyri. Þvert yfir brjóstið var saumað með rauðu garni: MARINÓ. — Hvað varstu lengi við sjó, Valgeir? — Eg stundaði aðallega sjó frá því ég kom í Hnffsdal og þar til ég fór að búa. Svo var eg 10 vetraxvei-tíðir hjá Páli Jónssyni á lí.nuveiðaraTium Fjölni. Sagði Páll oft við mig að sér leiddist að ég gæti aldrei verið með sér á sumr in á síldinni, þegar meira væri að hafa. Það gat ég ekki, Þurfti að vera heima til að heyja. Eftir að Pálí drukknaði fór ég til Guð mundar Júní og var hjá honum á iSæbii’ni í 9 vetrarvertíðir. Sagðist hanri ráða mig til 10 ára. Það er naumast þú ætlar að ráða mig lengi, svaraði ég. — Eg er nú ekki vanur því að skipta oft um háseta en býst ekki við að endast leng ur til skipstjómar en þetta. Eg var hjá honum meðan heilsa hans leyfði ,eða þar til hann hætti sjó mennsku. Síðan var ég hjá Indriða (Framhald á 9. slðu) Þórhallur Baldvinsson, Sólarhóli Seltjarnarnesi, er sjötugur í dag. Hann er fæddur 21. maí 1889 að Núpum í Aðaldal. Foreldrar hans voru hjónin Baldvin Þorgrímsson bóndi þar, síðar lengi bóndi í Nesj og Halldóra Þórai’insdóttir. Baldvin var sonur Þorgríms bónda í Nesi, Péturssonar bónda á Stóru laugum, Jónssonar bónda'á Hólma. vaði, Magnússonar 'bónda þar, Jóns sonar. Frá Magnúsi er kölluð Hólmavaðsætt. Halldóra kona Baldvins var dóttir Þórarins bónda á Landamóti í Kinn, og síðar á Núpum, Halldórssonar bónda og stúdents á Úlfsstöðum í Loðmund- •arfirði, Sigurðssonar prests á Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar lög réttumanns í 'Sigluvík, Hallgríms- sonar lögréttumanns á Svalbarði, Sigurðssonar, lögréttumanns þar Jónssonar. Það er Svalbai’ðsætt. Þórhallur fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Nesi, tveimur árum síðar að Bergsstöð- um og síðar að Múla í Aðaldal. Þaðan fluttist hann með foreldr- um þrettán ára að Nesi, og ólst þar upp síðan. Þórhallur fór í búnaðarskólann á Hvanneyri 1911 og útskrifaðist þaðan 1913. Á Ilvanneyri kynntist Þórhallur konu sinni, Pálínu. Hún var dóttir Steina Björns Arnói’s. sonar er lengi hjó á Narfastöðum í Melasveit, og konu hans Stein. unnar Sigurðardóttur. ’ Þórhallur og Pálína hófu búskap í Nesi 1914 á móti föður hans og afa, og þar bjó Þórhallur í tví- og þríbýli til 1922, að hann varð að hætta búskap sökixm vanheilsu. Fluttist Þórhallur þá á brott úr ættbyggð sinni, til Borgarfjarðar, með tvö börn í æsku, Lilju og Hall dór, en elsta barn sitt höfðu þau misst nýtfætt. Þórhallur og Pálína voru þrjú ár á Nai-fastöðum hjá fólki Pálínu, Árið 1925 fluttust þau á Akranes. Þar eignuðust þau fjórða barnið, ■stúlku er dó á fyrsta ári. Á Akra. nesi áttu þau hjón síðan heima til 1949 að þau fluttust að Sólarhóli á Seitjarnarxiesi og hafa átt þar lieima síðan. Börn þeii'ra er upp komust voru tvö. Lilja Guðrún, giftist Níels R. Finsem bókhaldara á Akranesi, syni Ólafs læknis Finsen. Lilja lést 1949, 29 ára að aldri, efnis- kona, vinsæl og vel látin. Halldór .sonrn- þeirra er strætisvagnsstjóri i »♦♦♦♦-♦♦♦»♦»♦«♦♦♦< »♦♦♦♦»»♦»»»♦♦♦•♦■ í Reykjavík, kvæntur Þórunni Mey vantsdóttur. Þórhallur er greindur maður, svo sem hann á kyxx til. Hann var hin mesti æringi í æsku, jafnan með spaug á reiðum höndum og eftirhermur, og segja má að hann næði í-ödd og látbragði hvers ■manns, ef hann vildi. Gaman hafði hann af Ijóðum og vísum og gat kastað fram stöku. Um Þórarinn móðurföður hans var ort í sveitar. vísum fyrir um það bil öld á þessa leið: Það ég inni um Þórarinn, þegnar svinnir heyra. Ærslaskinn í allri Kinn ekki finn ég meira. Ætla má að Þórhallur hafi frá honum fengið glaðværð og frásagn argleði. Þórhallur var aldrei heilsu- hraustiu’, og um áratugabil hefii’ hann ált við mikla vanheilsu að stríða. Þá er og Elli kerling a3 sjálfsögðu farin að líta hann hýru auga, en hann mun svara henní með glettni og hafa atlot hennar að engu. fvrst um sinn. Þegar mér nú verður hugsað til Þórhalls frá Nesi í tilefni af sjö. tugs afrnæli hans, vildi ég segja1 þetta: Það eru margir brotsjóir að baki, frændi sæll, en ég óska þér þess að ævíkvöldið verði þér frið. sælt á Sólarhóli í nágrenni við son inn þinn og barnabörnin. Lifðu heill. Indriði IndriSason. js Súgþurrkunarmótorar Höfum nokkra 10 ha. einfasa súgþurrkunarmótora með gangsetjara óráSstafaða. Verð kr. 11,916.00. SAMBAND ÍSL. SAMVJNNUFÉLAGA véladeild. ««:«««:«i Barnaskóli Hafnarf jaröar Börn fædd 1952 (7 ára fyrir næstu áramót) komi 1 skólann til innritunar föstudaginn 22. maí kl. 2 síðdegis. Skólastjóri. :::««» n Mágur minn Jóhann Pálmason frá Hvammstanga, er andaðist i Landsspítalanum, 17. þ. m., verður jarðsunginn frá Foss vogskirkju, föstudaginn 22. þ. m. kl. 10,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanjr. Steindór Gunnlaugsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.