Tíminn - 16.06.1959, Síða 10
10
TÍMINN, þriðjudaginn 16. júní 1959,
Wwfm
fqp
Islandsmótið:
Akranes skoraði sigurmarkið gegn
Keflavík á síðustu sek. leiksins
Keflavík haítSi yf;r í hálfleik. — KR lék eins
og vel smurtS vél og sigrafö Fram me'ð 7—0
Á sunnudaginn fóru fram tveir leikir í íslandsmótinu 1.
deild. Fyrri leikurinn var háður í Njarðvík milli íslandsmeist
aranna frá Akranesi og Keflavíkur. íslandsmeisturunum tókst
að tryggja sér sigur í leiknum á síðustu sekúndum hans.
Keflvíkingar hafa leikið þrjá leiki í mótinu og tapað öllum
með eins marks mun, og hefir liðið verið óheppið í flestum
þessara leikja. Á sunnudagskvöldið lék svo Fram og KR á
Melavellinum, og þar skeðu stórtíðindi. KR gersigraði Fram
með 7—0, en fyrir tæpum mánuði höfðu þessi lið skilið jöfn
í Reykjavíkurmótinu Hér á eftir fer stutt lýsing á þessum
leikjum.
5aS var úti-hátíðasteinming
yfir öllu á íþróííavellinum í
Njarðvík, er ég kom þangað
laust fyrir kl. 4 e. h. á sunnu-
daginn til að horfa á leik ÍA
og ÍBK. — Fánar blökíu á
stöngum í n.v. andvara og
sólskini og lúðrasveil lék hressi
leg cig fjörug Zög meðan fjúrði
flokkur ÍBK sigraði KR með
tveim mörkum gegn einu, í
jöfnum og spennandi leik.
Er aðalleikur dagsins hófst var
orðið nokkuð skýjað í lofti svo
tsólarinnar gætti minna, -en and-
varinn að sama skapi kaldari, þó
•ekki svo að áhrif gæti haft á
leikmenn.
Það að hlaupa til leiks út á
völl láém þeirra Njarðvíkinga,
rcnnisléttan og fagurgrænan,
!hlýtur í 'sjálfu sér að vera allt að
því nautn út af fyrir sig, fyrir
hvern-þann knattspyrnumann, er
fær þess kost. Jafnfr. hljóta slík-
ar aðstæður að kalla fram allt það
Ibezta, sem býr í mönnum, bæði
hvað snertir knattspyrnulega
getu, sem og leikgleði. Það kom
'líka strax fram í leik beggja lið
anna, að leikun þeirra var léttari
og mýkri en þau áður hafa sýnt
í íslandsmótinu, og kom þetta þó
sérstaklega fram í leik Keflvík
inganna. Leikur þeirra var allt
tað þvi óþekkjanlegur frá því, sem
þeir hafa sýnt hér í Reykjavík.
Að vísu lék hinn gamalkunni lands
liðsmaður^ Hafsteinn Guðmunds-
son með ÍBK og varð til þess að
imeiri festa var yfir leik liðsins,
þó sérstaklega í vörninni, en það
sem meira var áberandi og öllu
gleðilegra var að hin óþarfa harka
og þunglamaleiki var nú horfinn
isem heildarsvipur og kom aðeins
fram hjá einstaka lelkmönnum.
Akurnesingar ætluðu augsýni-
lega að gæta sín og fara að engu
óðslega, en hinn mikli hraði Kefla
víkurliðsins smitaði fljótt út frá
sér og varð til þess að leikurinn
í heild varð hraður og oft meir
en góðu hófi gegndi.
Landsliðið -
Suðurnes
í kvöld fer fram á grasvellinum
í Njarðvíkum, knattspyrnulelkur
milli landsliðsins og úrvalsliðs
úr Keflavík, Hafnarflrði og Sand-
gerði. Liðin eru þannig skipuð.
— Landsliðið Heimir, KR, Hreið-
ar KR, Árni, Val, Sveinn Akra-
nesi, Hörður, KR, Garðar, KR,
Örn, KR, Ríkarður, Akranesi,
Þórólfur, KR, Högni, Keflavík og
Þórður, Akranesi. — Suðurnesja
liðið er þannig. Heimir, Kefla-
vík, Einar, Hafnarfirði, Hörður,
Keflavík, Guðmundur, Keflavík,
Ragnar, Hafnarfirði, Sigurður,
Keflavík, Páll, Keflavík, Hólm-
bert, Keflavík, Eiríkur, Sand-
gerði, Berqþór, Hafnarfirði og
Gunnlaugur, Sandgerði. Leikur-
inn hefst kl. 8.30.
Akurnesingarnir höfðu meira
vald á leik isínum. Leikur þeirra
var heilsteyptari og skipulegri,
•enda liðið allt samstilltara og
skipað jafnsterkari mönnum. Rík
arður var sem fyrr driffjöður liðs
ins og jafnframt lang bezti maður
vallarins. — Þó er leikur þeirra
Akurnesinga um of farinn að snú
a®t um Ríkarð. Einnig eru einleiks
kaflar Ríkarðs orðnir of áberandi,
enda Þórður Þórðarson ekki með
til að reka smiðshöggið á enda-
sprettina. —
Fallega skoruð mörk
Akurnesingar unnu leikinn með
3 mörkum gegn 2, eftir 2:1 í hálf
leik. Þessi fimm mörk voru öll
vel skoruð og má segja óverjandi
að undanteknu öðru markinu, sem
Skagamenn fengu á isig. Helgi átti
að geta varið í það sinn, en var
illa staðsettur og gerði enga til
raun til að verja.
Fyrsta mark leiksins skoraði
hinn ungi og efnilegi miðf.h. ÍA,
Gísli Sigurðsson á 5. mín. eftir
að hafa fengið góða sendingu fyr
ir mark Keflvíkinga frá Þórði Jóns
syni. Gísli tók við knettinum fyr
ir miðju marki í mjaðmarhæð. —
Gísli dróg knöttinn niður og skaut
þegar er knötturinn snerti jörð
ina, föstú og óverjandi skoti í
mark Í'BK.
Hólmbert jafnar leikinn og
skorar af 20—30 m. færi itíu mín.
síðar. Var skot Hólmbert áferða
mikið, vel af hendi leyst og fall
egt mark er knötturinn hafnaði í
markinu í efra horni undir þver
slá. Fallegt mark, en Helgi átti
að geta varið. —
Á 25 mín. er Helgi að spyrna
frá marki og knötturinn hafnar
fyrir fótum Hauks Jakobssonar,
sem þakkar fyrir sig með því að
senda til Hólmberts, sem augsýni
lega kann lagið á Högna, því hann
leggur réttu megin (hægra meg-
in) við hann svo Högni komst
ekki hjá að skora enda í dauða
færi. —
Þórður Jónsson skoraði bæði
mörkin sem sett voru í síðari
hálfleik. Bæði mörkin voru vel
gerð. Föst skot af stuttu færi.
Síðara markið og vinningsmark
Orn Steinsen, KR, og Geir Kristjánsson, markvörður Fram, hlupu llla sam>
an í fyrri hálfleik, og fékk Örn mikið magastuð. Hér sést Geir stumra yfir
Erni, en sem betur fór, var Örn fljótur að jafna sig, og gat haldið leiknum
áfram.
Akurnesinga skoraði Þórður á
síðustu sek. leiksins. Ríkarður fær
sendingu frá hægra kanti en
hleypir henni fram hjá sér og
knötturinn fer til Þórðar sem er
óvaldaður, þar sem hægri bakv.
ÍBK hafði stuttu áður haltrað út
af vellinum. Þórður lék lítið eitt á
fram með knöttinn. 'Skaut síðan
föstu óverjandi skoti í mark ÍBK.
Sóun marktækifæra
Þótt leikurinn hafi verið hraður
og skemtilegur frá byrjun til enda
var áberandi neikvætt hjá ÍBK
hve góð marktækifæri voru illa
nýtt, vegna fljótfærni, itaugaó-
styrks og í einstaka tilfeUum
skorts á knattmeðferð og inngrip
um í leik. Voru þar aðallega að
verki Högni, Páll og Skúli. —
Af Akurnesingunum voru það
Kíkarður, Donni og Þórður, sem
voru óheppnir með skot, þó sér
staklega fyrir frábæran dugnað
Heimis, markm. ÍBK, sem varði
oft snildarlega, og er þetta ef-
laust bezti leikur Heimis í mörg
ár.
Dómarinn sleppti tveim
vítaspyrnum
Dómarinn Jörundur Þorsteins-
son hafði nokkuð góð tök á leikn
um í heild, en í einstaka tilfell
um var cins og hann væri ekki
með, ILklegast vegna hraða leiks
ins. Tvær vítaspyrnur hefði ver-
ið hægt að dæma á Hörð, bakv.
ÍBK. Þá fyrri fyrir grófa bak-
hrindingu á Þórð Jónsson og í síð
ara sinnið er Hörður á 75. mín
leiksins varði skot frá Ríkarði með
höndunum.
Ekki auðunnir heima
Leikur þessi færði mönnum isönn
ur á að Keflvikingar eru ekki
auðunnir á heimavelli. Og því mik
il eftirvænting að sjá hvernig
Reykjavíkurliðunum vegnar að
sækja þá heim, en þar renna KRr
ingar á vaðið ,n. k. sunnudag.
—GAME—
KR—Fram 7—0
Þegar KR tryggði sér sigur I
Reýkjavíkurmótinu fyrir tæpum
mánuði lék liðið til úrslita við
Fram og Iauk þeim leik með
jafntefli. En í sjöunda leik fs-
landsmótsins, sem fram fór á
Melavellinum í fyrrakvöld, og
þessi lið áttust við að nýju fóru
leikar svo, að KR gjörsigraði
Fram með sjö mörkum gegn
engu, og yfirburðir liðsins voru
svo gífurlegir, er líða tók á leik
Framhald á 11. síðu.
Tveir Danir og tveir Svíar keppa
á afmælismóti KR í frjálsíjmttum
v
Það var oft mikil hætta við Fram-markið í leiknum eins og mörkin sjö gefa til kynna. Sveinn Jónsson, KR.,
skoraði tvö mörk, enda glöggur að finna eyður í vörn Framara. Hér er Sveinn hins vegar aðeins of seinn og
nær ekki knettinum. Guðmundur Guðmundsson, Guðjón Jónsson og Rúnar Guðmannsson fylgjast spenntir með.
Ljósm.: Guðjón Einarsson.
Eins og öllum íþróttaunn-
endum er kunnugt um, varS
Knattspyrnufélag Reykjavík-
ur 60 ára á þessu ári. Þessara
merku tímamóta félagsins
hefir verið minnzt af hinum
ýmsu félagsdeildum og er nú
röðin komin að frjálsíþrótta-
deild félagsins. Þann 22. og
23. júní n. k. fer afmælismót
, déildarinnar fram.
Reynt hfeur verið að undirbúa-
mótið á sem beztan hátt, til þe.ss.
að það mætti verða sem veglegast
og í því augnamiði hefur verið
reynt að fá hingað heimsfræga er
lenda frjálsiþróttamenn. Það hef
ur borið misjafnan árangur, en
nú er afráðið að 4 af fremstu
frjálsíþróttamönnum Norður-
landa koma hingað í boði KR. «
Þessir menn eru 'Svíarnir Bertil
Kallevaagh sem keppir í 3000 m
og 5000 m hlaupum og Stig Ander
son í hástökki, og Danirnir Poul
Cederquist, sem keppir í sleggju
kasti og Thyge Thögesen er kepp
ir I 3000 m og 5000 m hlaupum.
Þeir Poul Cederquist og Thyge
Thögesen kepptu hér í landskeppn
inni við Dani 1956 og urðu sérstak
leg vinsælir, ekki hvað tsízt Töge
sen, sem átti athygli allra áhorf-
éhdá'gQskiþta.
Eklcert vafamál er, að keppni
þeiréá 'Thögesen, Kallevaagh,
KristCbifs, . Hauks, Kristjáns og
Svav'ars í 3000 m hlaupmu mun
verða ákáflega tvísýn og mjög
spennándi. Er þeir Kristleifur og
Tögesen. mættust síðast skildi
stutt bil þeirra á milli og setti
..Kristfeifur þá sitt ágæta 3000 m
i.ú. niet.
Jón Pétursson stökk eins og
kurínugt .er 1.97 m í hástökki inn
anhúss í vetur, og má því mikils
af 'honum vænla í framtíðinni og
keppni háns og Stig Anderson
verður dyímælalaust mjög
•skemmtileg.
Þá' munu -þtii' Poul Cederquish
og Þúrður B.'Sigurðsson mætast
í slegþjuka.stinu og munu íslenzk-
ir síeggjukástarar vænta góðs af
komy.-Cedérquist hingað.
-’Búást' hiá við að Reykvfkingar
flykkist út á völl á mánudags og
þriðjudagskvöld n.k. til þess að
fagna þessum góðu gestum og
fylgjast með spennandi og tví-
sýnni keppni.