Tíminn - 21.06.1959, Síða 6
6
T í M I N N, sunnuuaginn Tl. júní 11959,
Skrifstofur í Eddúhúsinu viO Lindargðí*
Símar: 18 300, 18 301, 18302, 1»*08, 18 894.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaSamena)
Auglýsingasíml 19 523. - AfgrelOsUn 12838
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 18849
Dreifibréf Sjálfstæðisflokksins
til Reykvíkinga
SEINUSTU dagana hefur
Mbl. verið að auglýsa eftir
sjálfboðaliðum til að brjóta
bréf og láta inn í umslög.
Auglýsing þessi hefur verið
birt undir stórri fyrirsögn og
verið feitletruð, svo að mik-
íð virðist standa til, en sjálf-
boðaliðarnir hiris vegar látið
eitthvað á sér standa, því að
ella hefði ekki þurft að aug-
lýsa svona fjálglega eftir
þeim.
Það bréf, sem hér er um
að ræða, er frá Sjálfstæðis-
flokknum og mun eiga að
sendast til kjósenda í Reykja
vik. Undir það skrifa allir
þeir, sem eru á lista flokksins
í Reykjavík.
HVERT er svo efni þessa
bréfs, sem Sjálfstæðisflokkur
inn leggur slíkt kapp á að
koma til Reykvíkinga og aug
lýsingarnar í Mbl. bera merki
um? Er þar kannske verið að
leiða kjósendurna í allan
sannleikann um það, hvað
kosið sé um og Sjálfstæðis-
flokkurinn hyggist fyrir, ef
völdin falla honum í skaut?
Mbl. hefur verið furðu hljótt
um þetta síðan kosningabar
áttan hófst, svo að þar er
vissulega þörf frekari upp-
lýsinga.
Bréf þeirra frambjóðenda
Sjáifstæðisfl. er næsta þög-
ult um þetta. Að svo miklu
leyti, sem það fjallar um
þetta er það að mestu leyti
falsanir og blekkingar.
Þykir því rétt að athuga
efni þess nokkuð nánar, en
það hefur nýlega borizt til
Tímans frá einum kunningja
hans á skrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins.
í BRÉFINU segir, að kjör
dæmamálið sé annað aðal-
mál kosninganna, en hitt sé
viðskílnaður vinstri stjórnar
innar og efnahagsmálin. Hér
er alrangt sagt frá. Kjör-
dæmamálið er aðalmál kosn
inganna samkv. beinum fyr-
irmælum stjórnarskrárinnar.
Þingið er rofið og efnt til
kosninga, svo að þjóðin geti
lagt dóm sinn á þá breyt-
ingu, er seinasta þing sam-
þykkti.
Ótti íhaldsleiðtoganna við
verk þeirra i kjördæmamál-
inu, lýsir sér bezt í því, að
þeir reyna að draga þannig
önnur mál inn í kosninga-
baráttuna, þar sem þeir von
ast til áð menn kjósi frekar
um þafl eftir flokkslínum en
um kiördæmamálið. Vissu-
lega ætti þetta að vera mönn
um aukin hvatning til þess
þess að íhuga enn betur
hvers eðlis kjördæmabreyt-
ingin er.
ÞÓTT frambjóðendurnir
segi að kjósa eigi um störf
vinstri stjórnarinnar og
efnahagsmálin, verða þeir,
sem bréfið fá, jafnnær um
stefnu Siálfstæðisflokksins í
efnahagsmálunum. Um hana
segir ekki annað en það, að
„allt veiti á að valin verði
frambúðarleið, sem liggur til
fjárhagslegs jafnvægis, fram
leiðsluaukningar og atvinnu
öryggis“. Um það er ekki eitt
orð, hver leiðin sé. Bréfið er
bersýnilega skrifað í öðrum
tilgangi en að fræða Reyk-
víkinga um stefnu Sjálfstæð
isflokksins í efnahagsmálun-
um. Hana er reynt að fela í
umbúðir, sem eru áferðarfal-
legar, en segja hins vegar
ekki neitt.
ÞÁ er í bréfinu vikið að
kjördæmamálinu, og sagt um
þá breytingu, sem er fyrir-
huguð, að hún sé aðeins „lág
marksbreyting“. Það kemur
hins vegar ekki aiveg í Ijós,
hvað átt er við með þessu
orðalagi, en helzt virðist þó
mega skilja það á þann veg,
að kosningarétturinn sé ekki
nægilega j afnaður með
henni, Fullkomin breyting
yrði samkvæmt því að gera
landið að einu kjördæmi.
Samstarfsflokkar Sjálfstæðis
flokksins í kjördæmamálinu
fara ekki dult með að það sé
lokatakmark þeirra. Fram-
angreint orðalag bendir þann
ig til, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hugsi sér einnig, að breyt
ingin nú sé aðeins áfangi að
því marki.
ÞÁ er komið „að rúsínunni
í pylsuendanum“ eða loka-
orðum bréfsins. Þau eru á
þá leið, að kjördæmabreyting
in ,,sé notuð til fáheyrðra æs
inga víðs vegar um land gegn
Reykvíkingum og valdi
þeirra.“ Hér er farið með
vísvitandi ósannindi og er
furðulegt um suma þeirra, er
skrifa undir bréfið, að þeir
skuli láta hafa sig til þess.
í umræðum, sem um þetta
mál hafa orðið, hefur því
aldrei verið haldið fram, að
kjördæmabreytingin auki ó-
eðlilega vald reykvískra kjós
enda, heldur miklu fremur
sé það enn oflítið. Hinu hefur
hins vegar verið haldið fram
með fullum rökum, að kjör-
dæmabyltingin auki úr hófi
fram vald hinna fámennu
flokksstjórna í Reykjavík og
skapi þeim aðstöðu til að
ráða vali frambjóðendá, er
strjálbýlið hefur hingað til
haft í sínum höndum.
SJÁLFstæðisflokknum mun
ekki takast að æsa Reyk-
víkmga til andstöðu gegn
strjálbýlinu með þvi að
rugla saman reykvískum kjós
endum og flokksstjórnunum
í Reykjavík. Fjöldi Reykvík
inga gerir fullan greinarmun
á þessu tvennu. Fjöldi Reyk
víkinga hefur einmitt svo
sterkar rætur i dreifbýlinu,
að þeir munu í þessum kosn-
ingum kjósa heldur að
styðja það en flokksstjórn-
irnar í Reykjavík, hvað sem
öllum áróðri og blekkingum
Sjálfstæðisflokksins líöur.
Margar heiðarlegar vinnukonur og
piparmeyjar eru komnar á sakaskrá
Sextugur er í dag maður-
inn, sem fylgist með afbrot-
um almennings, sá sem fær-
ir sakaskrána og gefur vott-
orð um gott eða ilit fram-
ferði eftir því sem skrifað
stendur, syndaskrásetjarinn
Guðmundur lllugason, títt-
nefndur af vildarmönnum
„illi", þótt maðurinn sé hið
mesta Ijúfmenni.
Starfssetur Guðmundar er í
húsakynnum sakadómaraembættis
ins að Fríkirkjuvegi 11, nánast til.
tekið í vinnukonuherbergi frá dög
um Thors Jensens, vinstra megin
við uppgönguna innst i horni.
— Hvenær fæddur í þennan
synduga heim? spyr Guðmundur,
þegar maður á við hann erindi.
Svo lítur hann í nafnaskrána og gá
ir hvort viðkomandi hafi komizt á
blað, dregur fram syndaregistrið
ef maðurinn nafngreinist í skránni
ritar vottorð með löglegu skila.
haldi, stimplar það og tekur -15 j
krónur fyrir.
Talað vií Giiðmuná IHugason, sakaskrárritara
Líf og hræring í annarra manna syndum
eru bundin sakarvottorði, meira að
segja innganga í Sjómannaskólann.
Og svo þarf isakarvottorð til að end
urnýja þessi réttindi.
Á sakarvottorð viðvíkjandi öku-
skírteini eru eingön.gu skráð brot
gegn bifreiða. og umferðarlögun-
um, en þau brot fyrnast á 5—10
árum. Til dómara eru lögð fram
vottorð um öll brot, en til vél-
stjóra og annarra slíkra réttinda
þarf aðeins vottorð um að mað.
ur njóti borgaralegra réttinda.
Fyrir kosningar
— Svo er það endurheimt borg-
aralegra réttinda, en slíkt tíðkast
aðallega fy.'ir kosningar. Þá kem.
ur fjöldi manna, sem hefir verið
sviptur kosningarétti ‘og kjörgengi,
en langar til að kjósa. Þá verður
að leggja fram vottorð um allar
sakir, ef mönnum eiga að veitst
Guðnuindur Illugason
36 þúsundir þessi réttindi. Svona fyrirgefning-
^ ar eru veittar eftir að tvö til fimm
— Já, ég á að passa það, að synd eru dómi.
ir borgaranna séu skráðar, sagði _ 0g hvað finnst þér> þegar þú
Guðmundur, þegar fréttamaður iitur yfir aiit þetta syndaregistur,
leit inn til hans í vikunni. þykir þér ekki heimurinn vera
— Og þetta er langur listi? ,f spilltur?
Bílfarmur á ári
— Hvað geymir þú hér fleira en
sakaskrána?
— Það eru dómabækur, dómar og
málskjöl. Dómarnir eru geymdir
hér þangað til þeir eru ársgamlir.
Þá eru þeir sendir upp á tuikthús-
loft og geymdir þar. Það er venju.
le.ga bilfarmur á ári, sem ég .sendi
uppeftir.
Og skjölin, sem vitna um glæpi
og refsingar eða vanrækslusyndir
38 þúsunda eru allt í kringum Guð
mund Illugason. Skáparnir og hilL
urnar fullar frá gólfi til lofts og
sífellt bætist við. Skáparnir taka
nú orðið yfir svo mikið af herberg.
inu, að gólfplássið þætti lítill
skeiðvöllur fyrir vinnukonu.
— En svo við brjótum upp á
öðru umtalsefni, Guðmundur, þú
ert mikill félagsmálamaður.
— Já, það virðast hafa verið á-
lög á mér frá f\Tstu tíð, að vas.
ast eitthvað í félagsmálum. Þegar
ég var strákur uppi í Flókadal,
þá stofnuðum við, sem vorum of
ungir til að ganga í ungmenna-
félagið, með okkur félagsskap. Og
svo gekk maður í ungmennafélag.
ið, þegar maður hafði aldur til.
Eg komst í stjórn Eldborgarinnar
í Kolbeinsstaðahreppi, og varð
fyrsti formaður Ungmennasam-
bands Snæfellsness og Hnappa-
dalssýslna.
— Og Borgfirðingafélagið?
— Með frá upphafi, 1945, o,g for
maður síðastliðin þrjú ár.
— En Kvæðamannafélagið?
— Þar er ég varaformaður. Svo
var ég í stjórn verkamannafélags.
ins Hlífar í Hafnarfirði og í góð-
templarareglunni hefi ég starfað
lengi og er þar þingtemplar.
— En hvað um ættfræðina?
— Hún er tómstundagaman.
— Fleira sem þú gamnar þér
við í tómstundum?
— Fjallgöngur.
— Og kveðskapur?
— Óprenthæfur kveðskapur.
— Láttu mig heyra vísu.
— Kemur ekki til mála, ég sa.gði
þér, að hann væri ekki prenthæf.
ur.
Og með það fór undirritaður.
Guðmundur var ófáanlegur til að
fara með neinn kveðskap og sat
fastur við sin keip. Hitt er alkunna
að hann er hagyrðingur góður og
að ættfræðin kemur honum að
drjúgum notum í starfinu þótt
hann kalli hana tómstundagaman.
En Guðmundur er sextugur í dag
og er þess að vænta, að honum
berist margar stökur í tilefni_ af.
mælisins. B.Ó.
— Á sakaskrá er komið 36000
manns af öllu landinu.
— Og þú hefir alla þessa skrá
undir höndum?
— Bæjarfógetar og sýslumenn
um land allt eiga að senda þessi
plögg hingað um leið og þeir
dæma menn og taka sektir. Marg-
ir sem hér eru nefndir, hafa feng
ið eina sekt eða svo, en til eru
vottorð upp á 17 síður. Nokkrir
eru með 10 síður og þar yfir.
Guðmundr bendir á skápana.
— í þessum skáp er nafnaskrá
og hvert nafn hefir sitt númer.
Þeir sem ekki hafa gerzt brotleg-
ir, eru ekki á skrá . . . það er nú
það, sem sumum þykir hálf skítt
að vera ekki nefndir, en ég er nú
að reyna aö koma þeim í skilning
um, að það séu engin hlunnindi
að vera skráður hér. En sakarvott
orð þurfa menn nú til flestra
hluta. Bílstjóraréttindi, vélstjóra.
I réttindi, meistararéttindi í öllum
iðngreinum, iðnaðarréttindi og
■ réttindi til að stofna hlutafélag
— Það má nú segja, að maður
lifi og hrærist í annarra manna
syndum. Annars býst ég við, að
allur fjöldinn á þessari skrá sé nú
bara. venjulegt fólk. Það er ekki
allt af illmennsku þótt menn kom.
ist á skrá hér. Svo er alltaf verið
að fjölga lögum og reglum og gera
fólki erfiðara að lifa án þess að
komast á sakaskrá. Á síðustu ár-
um hefir til dæmis rignt niður kær
um frá Hagstofunni fyrir vanrækt
ar tilkynningar um bústaðaskipti
og það hefir haft í för með sér, að
fjöldi af vinnukonum og pipar.
junkum, sem aldrei hafa haft
neina glæpi í huga, er kominn hér
á sakaskrá. Og fyrir svona van.
rækslusyndir verður að greiða 50
króna sekt.
Sakaskráin er alltaf að öðlast
meiri þýðingu, og nú eru sumir
atvinnurekendur farnir að koma
hér til að forvitnast um menn,
sem þeir ætla að ráða til sín. Eg
hefi sagt þeim, að þeir skuli bara
krefjast sakarvottorðs því við meg
um ekki gefa slíkt upp til óvið.
komandi manna.
Mikhibrautar-
tíðindi
Þeir, sem leið eiga um Miklu.
braut þessa (taga, ver’ða að
beygja fyrir gryf ju mikla rétt við
Lönguhlíð. Menn taka varla eftir
þessu, því að menn eru farnir að
gera ráð fyrir, að þetta séu eilífð-
arframkvæmdir. En svona til að
svala hugsanlegri forvitni má
geta þess, að þarna er verið að
brjóta upp hluta af því, sem
steypt var í fyrra eða fyrr á þessu
ári í undirgangi Miklubrautar. —
Snilling'arnir mundu nefnilega
allt í einu eftir því, þegar jarð.
húsinu var lokið, að þarna áttu
að vera salerni, en hafði gleymzt.
Og aftur var ráðizt niður í jörð.
ina til þess að brjóta upp og
Koma fyrir náðhúsum.