Tíminn - 21.06.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1959, Blaðsíða 9
I'ÍM.i N'N, sunnuclagiiin 21. júijí 1959. I MARY ROBERTS RINEHART: ~JJaaröLL 1 o o o ♦ ugroi LjúLntnarLona — Herbert, er þetta þú Herbert, hrópað’i gamla konan skelfd. Enginn anzaði og þar sem hún óttaðist mjög innbrots- þjófa var hún í fyrstu svo lömuð af skelfingu, að hún gat sig hvergi hreyft. Þó tókst henni loks að komast fram úr rúminu og meira að segja opna dyrnar um nokra þuml- unga, þar eð hún varð ekki var við neinn nötring lengur. Hún sá engan á ganginum ,en uppi á efri-ganginum sá hún að herbergisdyrnar hjá Her- bert stóðu opnar og var ljós þar inni. Hún kallaði aftur nafn Herberts og hærra en áður, en fékk ekekrt svar, svo að hún fór í inniskóna og nátt- slopp sinn og staulaðist upp á þriðju hæð. Þar bjóst hún raunar ekki viö öðru verra en því, að pilturinn hefði sofnað út frá ljósinu. Var hún mjög gröm ylir þessari eyðslu semi í piltinum. hað sem hún sá, er hún kom upp í stigann, varö til þess að hún hljóöaði sem vit- stola væri og æddi niður aö dyrunum, sem lágu að álm- unni, þar sem þjónustufólk- ið bjó. Dyrnár Voru læstar og höfðu verið árum saman, meira að segja með slag- brandi fyrir. Þjónarnir urðu að fara niður stigann bak- dyramegin og þaöan gegnurn anddyrið niðri til þess að komast til hennar, þar sem hún stóð o.g lamdi eins o.g vit stola á Iæstar dyrnar. Er þau Maria og Hugo komu fylgdi hún þeim í áttina aö herbergi Herberts, en fór ekki inn. Hugo gerði það, en María og Júlía biðu fyrir utan. Hún segist hafa skipað Hugo að hreyfa ekki viö neinu og full yrðir að hann hafi ekki heldur gert það. Líkið hafði legið alveg eins og lögreglan fann það fyrir framan þvottaborð- ið og skammbyssan við hlið þess. Jú, glugginn var opinn, en hann var fullar þrjár hæð ir ofan við jörð. Er hér var kornið leið yfir gömlu konuna eða þá að hún fékk aðkenningu af slagi. Þó mundi hún eftir því, að Hugo hafði sagt að skotsárið væri alveg hreint og ósvikið og þvi hlyti að vera um slys að ræða. Hún hafði þá beðið hann að hringja til Arthurs Glenn málafærslumanns hennar, og Maria hefir sjáanlega hringt til Stewarts læknis, því aö hann kom rétt á eftir lög- reglunni. Þetta var í meginatriðum allt, sem gamla konan hafði að' segja um málið, en lög- regluforinginn bætti því viö. að henni heðfi virzt mjög í muna að hér reyndist um slys að ræða. Khikkan var orðin fjögur, þegar Patton lögregluforingi fór og ók á brott í bíl sínum nieð ofsahraöa eins og venja hans ver. Eg fylgdi honum út á götuna. fundzit að allt þetta gamla hús og það sem í því var, brakaði og tísti með ókenni- legum hljóðum, en nú fannst mér ég bókstaflega ég heyra skuggalegar vofur skrönglast upp og niður stigana. Einu sinni slóst gluggatjald inn í herbergið og straukst við hönd mína. Eg varð að taka á öllu se még átti til að æpa ekki. 9 wmmsttimwtntmntmtmttKnmttnmmfflnttffitttnnroiKiiwwwmns Málverkasýning ÓLAFS TÚBALS í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Opin vii’ka daga 1—10 síðd. Sunnudaga 10—10. iigtiniiimgflnmiaiimiiiinuiiuuuumiiiimttminiiiiiinininmiiiiwm. smttfflttffiffifflmffinttttuttttfflttfflfflimttfflffliiiiiiifflmmnmmmtt: — Og hvert er mitt hlut- verk? spurði ég. — Þetta venjulega. Taktu sem bezt eftir öllu, það er allt og sumt. Meðal annarra orða. Eg hef lagt svo fyrir, að enginn skuli fara inn í her foergiö, þar sem líkið fannst. Eg ætla að skoða það betur á morgun. Hann setti fótinn á startar- ann, en mér hafði dottið nokk uð í hug. — Þessi drengur, hann Her- foert, hann hefir auðvitað haft lykla? — Að útidyrunum, já. — Er hugsanlegt, að hann hafi komið með einhvern inn með sér? — Ekki ef Hugo segir satt, og hvers vegna skyldi hann ekki gera það? Hann myndi einmitt vilja allt til vinna að sanna, að Herbert Wynne hefði gert eitthvað slíkt. Og Hugo segist hafa verið i setu- stofu sinni um kl. ellefu eða skömmu síðar og hafa heyrt piltinn ganga upp stigana og upp á þriðj u hæð. Hann segist alveg viss um að hann hafi verið aleinn. Svo þaut bíllinn af stað og ég stóð ein eftir á götunni. Það var enn aldimmt, þótt telcið væri að grána fyrir degi á austurloftinu. Það fór um mig hrollur þarna í kuldanum og myrkrinu og ég flýtti mér inn i húsið. Uppi fann ég gömlu konuna í svipuðum stellingum og ég hafði skilið við hana. Hún hafði hátt undir höfðinu, svo að hún ætti auðveldara með andardráttinn. Eg hafði enn óljósan grun um að hún lét- ist aðeins sofa. Eg stóð um stund og horfð,i á hana. Jafnvel nú hefi ég enga hugmynd um, hve gömul hún var, hátt á sjötugsaldri býst ég við. Sagt var, að ung- frú Júlía hefðí verið mjög fög ur stúlka, en erfitt var að sjá merki þess nú. Hún var mjög ellileg og þreytuleg. Þegar ég horfði á hana fannst mér, að sanngirni mælti með því að ellin veitti einhverja umbun fyrir horfiia æsku, og þar á meðal frið og öryggi. En einhvern veginn fannst mér, að árin hefðu leikið hana grátt og gert hana liaröa og beiska. Eg minntist orða þeirra, sem Patton sagði mér, að hún hefði sagt, er hún lauk skýrslu sinni: — Hann er dáinn og ég mun ekki tala illa um hann. En ef einhver myrti hann var það þarft verk. Eg þakkti hann nægilega vel til þess að vita, að það er rétt. Og hann framdi ekki sjálfsmorð. Til þess hafði hann ekki hugrekki. Fimmti kafli. . . Svifiiö dcigblafi Klukkan var talsvert yfir fjögur, er ég loks lagðist út af á legubekk við fótagafl á rúmi fröken Júlíu og reyndi aö sofna. Það reyndist ekki auðvelt. Gamla konan virtist sofa, en undir dögun kólnaði én ní húsinu. Mér hafði áður Hafií samband viS kosningaskrifstofurnar. GeritS viívart um J)á, er dvelja utan kjörsta’Sar á kosningadag. Sjá frekari upplýsingar á bls. 2. Vestfiröingar Sá, er rekur „Vestfjarða- ]fiið“ segist verða að láta áætlunarbíla sína koma í annan skála en minn í sum- ar vegna eins Dalabíls. sem hafi komið þar einu sinni í viku s. 1. vetur, Þetta er ástæðan fyrir því, að þið getið nú færri stanzað að Hreðavatni en undanfarin ár. Ég þakka ykkur fyrri við- skipti, og býð ykkur vel- komna í Hreðavatnsskála, þegar þið hafið tækifæri íil að koma. Eins og venjulega er verð nú á veitingum sanngjarn- ara en víðast, t d. kaffi og kökur kr. 10.00. Kaffi og smurt brauð kr. 15,00 o. s. frv. Vigfús Guðmundsson. MINNINGARSPJÖLD OG HEILLAÓSKAKORT Barnaspítalasjóðs eru seld á eftirtöldum stöðum: :{ í Hannyrðaverzl Refill, Aðalstræti 12 í Skartgripaverzl. Árna B. Björnssonar, Lækjart. í Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61. í verzl. Spegillinn, Laugarvegi 48. I Holtsapóteki, Langholtsvegi 84. í verzl. Álfabrekku, Suðurlandsbraut. ! fflttttttttttmtttmttfflmttttmttttfflttifflttffltttttffltttffltfflfflffltmtttttttttttti K. S. I. í. B. K. íslandsmótið — 1. deild í dag kl. 4 leika á grasvellinum í Njarðvíkum K. R. — Keflavík Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Valur Benediktsson og Daníel Benjamínsson. K R K. Skrifstofur okkar verða loltaðar mánud. 22. þ..m. vegna flutnings. Opnum afíur á þriðjudag að Brautarholti 20. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR h.f., símar 10161 og 19620. fluttii ! NÝR SÍMI 17600 . . . í nýtt og betra húsnæ'ði, opið virka daga: 9—12 og 1—6 Iaugardaga frá 9—12 Seljum farseðla um allan heim Skipuleggjum ferðir einstaklinga og hópa. Með einu simtali við SÖGU getið þér pantað farseðla, gistingu og annað, sem varðar ferðalög ytiar. ferðaskrifstofan saga gengt Gamla bíó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.