Tíminn - 24.06.1959, Page 5

Tíminn - 24.06.1959, Page 5
TÍMINN, miðvikudaginn 24. júní 1959. 5 Bréf frá Vínarborg: Strawinsky og Ravel undir stjórn Lorins Maazels Vínarborg, 31. maí. Wiener K-onzerthausgesellschaft (tónleikahússfólag) hóf 9. alþjóð- legu tónlistarhátíð sína innan ramma hátíðarviknanna með kór- og hljómsveitartónleikum í stóra sai hússins. Forseti félagsins, Dr. Manfred Mautner Markhof, — sem manna á milli er oft nefndur ríkasti Austurríkismaðurinn — setti hátíðina, borgarstjórinn Franz Jonas og mentamálaráðherr. ann Dr. Heinrich Drimmel fluttu ávörp. Að því loknu hófust tón_ leikarnir sjálfir með forleik Haydns að „Orfeo ed Euridice", („L’amina del filosofo“), Ekki er talið víst,- að forleikurinn hafi raunverulega verið ætlaður þessu verki, enda er hann skrifaður |>remur ái'um síðar (1794), og fjör legur an<n tonuetteiiaö er frá- brugðinn tragísku efni óperunnar. Hins vegar er aöalstef forleiks ins tekið úr aðalaríu Orfeusar. Hvað sem þvi líður, þá er \-erkið stílheint og hessilegt, og var prýðjL lega flutt. af Sinfóníuhljómsveit Vinarborgar. Næsta viðfangsefnið var „Chant du rosignol“ (Söngur næturgaL ans) eftir Strawinsky. Var verkið nú flutt hér í fyrsta sinn. Þetta sinfóníska verk er í rauninni unn_ ið úr tveim síðari þáttum þríþættr ar frásagnarinnar „Le rossignol“. Er Strawinsky var beðinn að um_ skrifa verkið í ballettform, þá valdi hann einungis tvo síðari þætt ina, sem skrifaðir eru 5 árum á eftir hinum fyrsta eða 1914. Mun hann sjálfur hafa fundið stíl-mis. Minning: Sigurður Jóhannsson frá Arnarstapa Igor Strawinsky ■■ wmmmiiá m t | Lorin Maazel muninn á þáttunum. Ævintýri Andersens um næturgalann og kéisarann í Kína, liggur til grund- vallar tónsmíðinni. Strawinsky nær skemmtilega mismuninum á næturgalanum ósvikna og gervi. fuglinum, hann lætur flautu tákna þann fyrri, en flautu og óbó saman gervifuglinn. Yfirleitt kemur fram í þessu verki ekki síður en öðrum, að „instrumenlation“ er honum leikui’ einn, dýrlegur leikur, ^m unun er á að hlýða, ef vel er flutt. Og hér var Lorin Maazei í essinu sínu. Þótt einhvers staðar hafi verið skrifað, að svo virðist, sem honum hæfi allar tegundir tón- verka jafn vel, þá get ég ekki neitað því, að mér finnst hann njóta sín bezt í „móderne klassík. erunum“. Þar fyrirgefst honum líka helzt tilgerðarlegt, að ekki sé sagt beinlínis hrokafullt lát- bragð hans, sem hreint og beint vanhelgar tign þá, sem. hvílh- yfir mörgum verkum gömlu meistar. anna. En hann hcfur óneitanlega til að bera snilligáfu, sem ekki er mörgum gefin. Hvort sá dómur fróðra manna, að hann sé efnileg. astr hljómstjóri yngrr kynslóðar- innar, reynist verðskuldaðm', mun framtíðin bera í skauti sér. Epn er hann aðeins 28 ára, þótt 21 ár séu liðin frá því að hann fyrst stóð á 'sviði með tónsprota í hönd. Var það í New York, en hann er holL enzk-ættaður Bandarikjamaður, nú búsettur í Róm. Ekki dró úr til. gerð. hans, við dynjandj, verðskuld- uð fagnaðarlæti áhorfenda. í verk um Ravels líktist framkoma hans eiirjn'a helzt indvetrskum damsii. Hann stjórnar, eins og hann sé að ,æra fram einhverja galdra. Engu að síður er slagtækni hans at- hyglisverð að mörgu leyti. Hann stjórnar sprotalau-st, og beitir fingrunum mikið. — Ópera Ravels ,L’enfant et les sortileges" (Barnið. og galdrarnir) er byggð á sögu Colette, sem upp. runalega var skrifuð sem ballett fyrir dóttur hennar. Var hún nú flutt hér í fyrsta sinn í hljómleika formi. Á þriðja tug þessarar aldar hafði Ríkisóperan hana á d.agskrá sinni, en þá voru menn almennt enn svo hneykslaðh' yfir verkinu, að það var ekki flutt nema örfáum sinnum. Síðan hefur það ekki ver. ið sýnt, enda sviðsetningin ákaf. lega erfið. Óperan fjallar um óþægt barn, sem særir allt umhverfi sitt upp. á móti sér. Af hinurn óteljandi hlutverkum, eru aðeins 2 raunveru legar manneskjur: barnið og móð- ir þess. Hin eru húsgögn, leirtau, klukka, algebra og stærðfræði- tákn, eldur og alls konar dýr. Sá hluti óperunnar, sem mesta hneykslun vakti meðal áheyrenda áður fyrr, var ástardúett katt- anna í garðinum. Þegar þar var komið á tónleikunum í kvöld, að Margarela Sjoestedt og Tom Krause hófu mjálmsöng sinn í hlutverkum fress og læðu, urðu áhorfendur að berjast við tárin af hlátri og um tíma var hætt við að flissið yfirgnæfði tónlisflna. í rauninni er þessi hluti óperunnar hvorki hlægilegur né hneykslan- legur fyrst og fremst, heldur at-_ hyglisverðasti hluti tónsmíðarinn ar hvað snertir hæfileika Ravels til að notfæra sér hljóðin, sem herrnt er eftir, til að mynda eigin laglínu. Og það er, eins og Arthur Honegger sagði einmitt í sam- bandi við þetta verk, aðalvandi eftirhermu-tónlistarinnar. — Það sem mér fannst sérlega athyglis vert við flutning þessa verks, var ekki aðeins áhrifamikil uppbygg- ing verksins sjálfs, heldur úrval áður Htt eða ekkri1 þelkktra, prýði- legra söngvara. Andrée Aubery söng stærsta hlutverkið, barnið, af mikilli prýði. Sérstaka áthygli mína vakti kornung óvenjuörugg sópransöngkona, Marie-Therese Escribano, sem fór með hlutverk eldsins, næturgalans og prinsess- unnar. úr rifinni ævintýrabók barnsins. Þeirra erfiðast virðist mér hlutverk eldsins vera. Það hlýtur að kosta mikla vinnu að læra það, burtséð frá söngtækni legum hæfileikunum, sem það krefst af eöngkonunni. Undraverða tækni og mikið raddsvið sýpdi einnig Petre Munteanu tenór, sem söng tekönnuna, litla öldung inn algebrUj Og froskinn. Sá hluti óperunnar, sem fjallar um viður- eign algebrunnar við barnið, er hnyttilega vel gerður. Wiener Sangerknaben (drengjakór Vínar borgar) söng stærðfræðitáicnin og tölurnar. Og atriðið í garðinum, sem segir frá ofsókn dýranna, er bráðskemmtilegt. Þar má heyra skordýr, froska ,uglur og nætur- gala hviert inman um annað, frosk arnir eru „sungnir" af Akademie- Kammerkórnum, og meðlimir hans halda fyrir nefið í þessu atriði til að ná betur kvaki dýranna. Endir verksins er hrífandi fallegur. Barn ið hefur liðsinnt særðum íkorna, sem féll niður við fætur þess, þeg ar ofsóknin stóð sem hæst. Allt fellur í dúnalogn. Síðan ákveða dýrin að hjálpa barninu heim, og bera það að dyrunum. Þar reyna þau að mynda orðið, sem þau heyrðu barnið kalla stuttu áður, hjálpa því að kalla: mamma. Síðasta verkið á efnisskránni Daphnis og Cloe, 2. svíta, er eins Og „Söngur næturgalans“ eftir iStrawihsky, sámin að beiðni rússnéska balletmeistarans Diag- hilew. Ekki er það þó ballettinn i heild, sem mesta hylli hefur áunnið sér, heldur hljómsveitar- svíturnar tvær, sem unnar eru úr ballett-tónlistimii. Sú síðari er úr 3. þætti baliettsins, hefst með dagskomunni, og endar á „Danse généfale“, þar sem bakkynjurnar og hjarðsveinarnir Stíga dans. — Þetta voru skemmtilegir hljóm- leikar, og sérstaklega ánægjulegir fyrir það, að mínum dórni, hve mikið af ungum, efnilegum lista- mönnum kom fram á þeim. En mest hrós á þó hljómsveitarstjör- inn skilið fyri,- þaulhugsaða og ör- ugga stjórn hins mikla fjölda flytjenda. B.U. MIG furðar á því, að ég skuli ekki hafa séð sveitunga mína minn ast góðs vinar, Sigurð’ar frá Arn- stapa, er lézt á Sjiikrahúsi Akur. eyrar 20. febr. s.l., og borinn var til hinztu hvílu að Ljósavatni 28. s. m. Fyrir tæpum þrjátíu og tveimur árum, urðum við Sigurður heit inn samferða í þoku, vestur yfir Flótisheóðii, uim vornótít. Við höfð- um sótt sundnámskeið austan heiðarinnar og kunnuni nú að fleyta okkur í volgu vatni. í þetta höfðum við eytt vikutíma frá vor- verkum, og 30 krónum að auki, — og einhvern veginn hef ég enn um það. óljósan grun, að einhverjir kunni að hafa talið þetta eftir okkur báðum, og látið liggja að spjátrungshætti og óráðsíu. Það var svo margur óþarfinn í þá daga, — og vissulega hefur það alltaf skipt máli, hv’er.iir lærðu að synda Á brúninni ofan við Ingjalds- staði gengum við fram úr þokunni. Við okkur bl.asti víðiir fjallahring. ur, byggðarlag og bernskustöðvar okkar beggja, — og allt var svo undursamlega hljótt, hi-eint og tigið. Það var sem bæirnir kúrðu sig niður og svæfu eins og fólkið, er í þeim lifði. Og sem við göngum þarna fram í alríki bh-tunnar, nemur Sigurður staðar, bregður hönd á enni, horfir heitum augum og segir: — Nú sé ég þá aftur hei.m ... Eftir stutta stund skildu leiðir, og við urðum aldrei samferða um ævina framar. En oft he( ég minnzt þessara orða, þegar ég hef horfið til æskustöðva minna, eftir langar fjarvistir, —• og síundum hefur það hvarflað að mér, hvort þetta væri ekki kjarni málsins alls, að sjá. heim úr hæfilegri fjar. lægð ... Sigurður á. Arnstapa gerði ekki víðreist um. dagana, Hanii yfirgaf aldrei sveitina sína, og ekki fæð. ingarstað sinn, fyrr en undir fimmtugt. Fl'utti hann þá hálf. nauðugur ,nð heiman“, vegna land þrengsla, en þó í fullri sátt við alla, og reisti sér nýbýli í land- námsmýrum ríkisins við Kinnar.. veg, og nefnist að Lækjarmóti. Bjó hann þar heimili konu sinni og fjórum börnum þeirra hjóna, sem enn eru flest- í ómegð. ILann átti því margt í vonum, þegar ævL deginum lauk. Hafði hann verið heilsuveill frá barnæsku, og var honum talið það til kjarkleysis, —. en sj,ðustu misserin. ágerðist sjúk. dómur hans mjög, og nokkra mán. uði háði hann þjáningafulla bar- áttu við dauðann. Áttbagaástin var snar þáttur í lífi Sigurðar. Hann unni .sínum bletti fölskvalaust og heilshugar. Hann var grúskinn og athugull á ríki náttúrunnar og snjall veiðL maður, og á Arnstapa eru skilyrði góð til veiða, þar sem Ljósavatn er við hlaðyarpann, og rjúpnalönd í hlíðum og snarbröttum fjalls. eggjum. Þótti öðrum lítil von fangs, ef Sigurður varð ekki var, og hafði hann margan málsverð heim úr veiðiferðum sínum. Enn fremur var Sigurður þjóð. hagasmiður, listelskiu- og músik. ■alskur. Hafði hann allt eðlii ti'l' að verða hlutgengur hljómlistar- maður, ef hann hefði getað aflað sér menntunar í. þeirri list. Lék hann á fiðlu sér til yndis og fró. unar í fábreytileik langra vetra. í listföndri sínu naut hann hvatn. ingar og skilnings frænsystkir.a sinna á Stórutjörnum, en þar er hagleikur og lislfengi margslungn- ara en á nokkru öðru heimili lands ins. Góð vinátta var milli Arn. stapa og Stórutjarna, og þeir Sig- urður og frændi hans Aðalgeir, mjög .samrýmdir leikfélagar og vinir. Þegar Sigurður reisti nýbýli sitt, fjarlægðist hann um nokkurn spöl. það umhverfi, sem honum var svo hjartfólgið. Hann 'kunni ekki við sig, en bar söknuð sinn í hljóði — hafði vanizt því lengi. Sagði hann. mér einu sinni, að sér fyndist hanr. þurfa að ganga spölkorn frá býii sínu á morgni hverjuin, til að sjá þaðan heim að Stapa, teyga að sér morgungoluna úr Skarðinu. Ann. ars hæfist ekki dagurinn með eðii. legum hætti. Lýsti þetta vel skap- lyndi hans. Hann var engipn há vaðamaður né hamhleypa, — en hann var hógyær, kurteis og þakk- látur fyrir hver-t liðsinni. Ég sendi konu Sigurðar, frú Þóru Kristinsdóttur, og börnum. þeirra hjóna, kveðju og samúðar. hug. Mér er vel ljós sú ábyrgð, er leggst á ungar herðar Arnar litla, elzta sonarins, sem stendur fyrir búi með móður sinni. En ég vona, að systkinin á Lækjarmóti megí halda hópinn yfir uppvaxtai'ái.'in, að nýbýlið, sem faðir þeirra bjó þeim, verði heimili hamingjuríkr. ar lífsbaráttu, svo að þau fagni því ávallt að „sjá heim“- Með þakklæti kveð ég svo sam. ferðamann minn, Sigurð frá Ar.a- stapa. S. B. Nehru í ófriðarbæl- inu Kerala Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, er kominn til ríkisins Ker ala í boði kommúnistastjórnarinn ar þar, til að reyna að stilla tii friðar í óeirðunum. Höfðu þúsundir manna safnazi; saman á brautarstöðinni, er hann kom til höfuðborgar ríkisins, og kröfðust menn þess, að kommún- istastjórninni yrði vikið frá völd um. Nehru hvatti menn til að koma lýðræðislega fram í deilum þessum, sem kostað hafa marga menn lífið að undanförnu. Hins vegar mun hann í klípu, því að hans eigin flokkur í ríki .þessu vill öllum ráðurn beita til að bola kommúnistum frá. Sænska útvarpið móti hnefaleikum Heimsmeistarakeppnin milli Pattersons og Svíans Johan. sons í hnefaleikum fer fram í New York á fimmtudaginn. Sænska út varpið hefur neitað að skýra jafn óðum frá gangi leiksins, því a’ð hnefaleikar séu Yillirnennska. Yek ur þetta ólgu hnefaleikaunnenda í Svíþjóð, og hefur fyrirtæki nokk urt fengið Luxemborgarútvarpið til að útvarpa lýsingu á lciknuni á sænisku til Svíþjóðar. Hjarikær móðir okkar Friðborg Friðriksdóttir, Borgarnesi andaðist aS Sólvangi, HafnarfirSi, mánudaginn 22. þ. m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð í veikindum og við andiát og jarðarför Þorbjargar Jóhannesdóttur frá Brekku í Núpasveit Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.