Tíminn - 22.07.1959, Qupperneq 10
10
TÍMINN, miðvikudaginn 22. júli 1951A
Pressulið leikur við B-lands-
liðið í knattspyrnu á morgun
— Leikurinn verSur há(5ur á Laugardatsvelli
B-Ii'Öi‘S íer til Færeyja á laugardaginn
Lá við að hætta yrði við leik Fram
og Keflavíktir í Njarðvík vegna þoku
Annað kvöld, fimmtudag,
fá knattspyrnuunnendur tæki
færi til að sjá B-landsliðið í
knattspyrnu, sem leika á
landsleik við Færeyinga hinn
Ég er ekki í nokkrum vafa
um það, að þeir trúu og
tryggu áhugamenn Fram,
sem gerðu sér leið til Njarð-
víkur til að horfa á liðið leika
við ÍBK, fóru nú jafnvel í
fyrsta sinn í sumar ánægðir
jheim. Hefur það vafalaust
komið þeim vel að klukku-
tíma akstur er frá Njarðvík
til Reykjavíkur, og því gefizt
tími til að ræða málin og
gleðjast yfir unnum sigri.
Og Framarar mega vera vel
ánægðir, því að liðið sýndi loksins
það, sem menn — þar á ég sér-
URSLIT
í leikjum í 1. deild að undanförnu
hafa orðið þessi:
Keflavík — Valur 3—2
Fram — Þróttur 5—1
Akranes — KR 0—2
Þróttur — Valur 2—3
Keflavík — Fram 0—3
/
1 Staðan í deildinni er nú þannig:
K.R. 6 6 0 0 27— 3 12
Frain 6 3 2 1 13—12 8
Valur 7 3 13 12—16 7
Akranes 5 3 0 2' 10— 9 6
Keflavík 7 115 9—17 3
Þróttur 7 0 2 5 7—21 2
■staklega við Framara — hafa vilj-
að halda fram, að það er knatt-
spyrna til í liðinu. — Jafnvel Arn-
eríkani, sem var þarna að horfa á
ieikinn, en Ameríkanar hafa sem
kunnugt er, lítið vit á knattspyrnu,
sá þetta. Er ég spurði hann hvern-;
ig honum líkaði leikurinn, sagði
hann: „Þessir bláu hafa meiri sam- :
vinnu og betra samspil.“ Og þetta;
er mergurinn málsins, — Fram-
arar unnu leikinn með samhug og
samspili. Og einnig eins og Hauk-
ur Óskarsson sagði: „Fram sýndi
virkara spil, en þeir eiga ekki
mikla skotmenn.“ Og það er einnig
satt. Ef Framarar hefðu sýnt meiri
skotfimi, hefði sigur þeirra orðið
mun meiri, því tækiíærin skorti
ekki. —
Keflvíkingarnir mættu til leiks
án Páls Jónssonar, sem meiddist
í leiknum við Val, en í stað hans
lék á kantinum Skúli Skúlason,
og sannaði, svo ekki verður um
villzt; að hann á tilverurétt í lið-
inu. Skúli var áberandi bezti mað-
ur IBK liðsins, og maður, sem
lagði sig fram við að reyna að
byggja upp spil. Áberandi galli er
það á leikmönnum IBK liðsins,
hve þeir tala mikið meðan á leik
stendur, og fara þessi köll og fyrir-
skipanir vaxandi með hverjum
leik.
Gefur það að skilja að ítuk
þess að þetta er mjög óáheyrilegt
fyrir áhorfendur, fer ekki svo lít-
ill tími í þetta hjá leikmönnum,
enda ekki tilgangurinn að vera
að kenna mönnum knattspyrnu,
er þeir eru komnir út á völlinn
til keppni.
Gott keppnisveður.
Veður var frekar gott til
keppni, en nokkur gola á annOð
markið. Bjart var yfir meðan fyrri
hálfleikur var leikinn, en í síðari
hálfleik gerði dumbungs þoku, svo
Til þess kom þó ekki og Fram lék sinn bezta
leik í sumar og sigraíi Keflvíkinga meÖ 3—0
mikla að á köflum bjuggust menn
við cið dómarinn yrði að stöðva
leikinn. Nokkur kaldi kom og með
þokunni og hafði sín áhrif á Ieik-
inn og leikmenn. Var þetta gott
dæmi um snögga veðrabreytingu
á Suðurnesjum. Og við, sem á
knattspymuleikinn horfðum, kom
umst ekki hjá að hugsa, að þ?ið
væri ekki að furða þótt Keflvík-
ingar sýndu nokkurt kaldlyndi og
þunga í leik sínum.
Fyrri hálfleikurinn var betri
hélmingur leiksinis. Bæði l'iðBn
léku þá góða knaittspyrnu og áreið
anlega það bezta, sem hefur sézt
■til þeirra. Leikurinn var nokkuð
jafn. Upphlaup og sókn á báða
bögú. Framarar voru þó meira í
marktækifærum og vörn IBK oft
mjög opin, .sem mikið til stafaði
af því að hugur Hafsteins, fyrir-
liða liðsins, var allur við að kdlla
á leikmenn sína og gefa þeim fyrir
skipanir í tíma og ótíma. Fyrsta
m;lrk leiksins og það eina, sem
skorað var í þessum hálfleik, kom
á 23. mínútu. Voru tildrög þess
hin skemmtilegustu og byrjuðu
hjá markmanninum, sem kastaði
knettinum fram til Ragnars, sem
lék með knöttinn fram völlinn,
sendi síðatn vel til Gretars, sem
var vel staðsettur og braust eins
og pilubrandur í gegn og skor-
aði með öruggu skoti. Grétar var
mjög virkur í þessum leik og hraði
og góð knattmeðferð hans var Haf
steini Guðmundssyni um megn.
Skúli og Högni voru virkustu
menn í framlínu IBK, en Rúnar
‘Guðmannsson sýndi yfirburði við
að gæta Högna og stafaiði því ekki
mikil hætta af honum í þessum
leik.
Kuldinn er fylgdi þokunni hafði
sín áhrif á leik liðanna í síðari
hálfleik. Þyngdi hann mjög leik
Keflvíkinga, en hafði ekki eins
áberandi áhrif á hina kviku og
léttu leikmenn Fram. Leikur
þeirral út .allan leikinn var glöggt
dæmi um, að liðið er mun sterk-
ara á grasvelli en á mölinni, og
leikur þess virkari. Einn náungi
kom með þá spurningu að fyrst
nú væri leikið „heima“ og „heim-
■an“ og KRingar gumuðu svo mjög
af því alð vera Vesturbæingar,
hvort ekki væri sanngjörn krafa
að Fram fengi að leika við þá
í heimkynnum sínum í Austur-
bænum, og þá á Laugrí'dalsvell-
inum. Myndi það vafalaust
skemmtilegra áð sjá þessi tvö lið
Markahæstu leik-
menn í L deild
Þeir leikmenn, sem hafa skorað
flest mörk í keppninni í 1. deild
eru nú þessir:
Sveinn Jónsson, KR 8
Þórólfur Beck, KR 7
Guðm. Óskarsson Fram 6
Ellert Schram, KR 4
Ríkarður Jónsson, ÍA 4
Gunnar Gunnarsson, Val 4
Jón Magnússon, Þrótti 4
Grétar Sigurðsson, Fram 4
leika þar, en á Melakellinum. En
slíkt kemur víst ekki til greina.
Síðari hálfleikur.
Bæði mörk Fram í síðari hálf-
leik gerði Guðmundur Óskarsson.
Kom góð knattmeðferð hans mjög
vel fram í þessum leik, og var hann
ásamt Rúnari Guðmannssyni, bezti
rnaður liðsins. Fyrra markið kom
á 25 mín. Var það mjög glæsilegt
mark. Fast og vel spyrnt hæðar-
skot, sem hafnaði í efra hægra
'horni marksins. Síðara markið
skoraði Guðmundur á 30 mín.,
eftir gott og skipulagt upphlaup.
Guðmundur komst innfyrir vörn
IBK. Heimir kom út til varnar,
en Guðmundur lék fumlaust fram
hjá honum og sendi knöttinn í
opið markið.
Nokkur kraftur færðist yfir
Keflvíkingana í síðari hluta leiks-
ins, með Sigurð Albertsson sem
virkasta og bezta mann, en tæki-
færin nýttust ekki, og lauk því
leiknum með verðskulduðum sigri
Fram 3:0. — Fram er nú orðið
annað .stighæsta félagið í mótinu.
Það getur þó vart ögrað KR úr
því sem komið er, en hiklaust má
segja, að gaman verður að sjá þá
leika gegn KR og eigi síður gegn
Akur.nesingum á grasvellinum á
Akranesi.
Haukur Óskarsson dæmdi leik-
inn og honum til aðstoðar tveir
af efnilegustu dómurum í flokki
'hinna ungu manna, sem eru að
mennta sig í þeim vanþakklátu
list, þeir Hreiðar Ársælsson og
Ragnar Jónsson. Átti Haukur og að
stoðarmenn hans ekki hvað sízt
þátt í að leikur þessi var vel leik-
inn, þótt Haukur af kunnu látleysi
sínu hafi sagt eftir leikinn, að
það hafi verið létt að dæma leik-
inn, og lét orð falla um, að Fram-
arar væru prúðir leikmenn.
Game,
> ■■ Game.
Markmaðurinn í B-landsliðinu gerð-
ist framherji og skoraði tvívegis
Undanfarið hafa farið fram __ Valnr cifrrafii I>rntf moÁ .*?_?
Undanfarið hafa farið fram
fimm leikir í íslandsmótinu í
knattspyrnu, 1. deild, og s.l.
mánudagskvöld voru tveir leik-
ir háðir. Á Meklvellinum í
Reykjavík léku Þróttur og Val-
ur og varð sá leikur mun t\d-
sýnni en búizt hafði verið við.
Valur fékk öruggan sigur, þeg
ar þessi lið mættust í fyrri leik
félaganna í mótinu, en nú mátti
■segjc'i, að úrslit í leiknum hafi
verið tvísýn fram til hins síð-
asta, þótt Valur hefði alltaf for
ystu hvað mörkin snerti, og
sigraði með þremur mörkum
gegn tveimur.
Lið Þróttar er í stöðugri
framför og eftir þessum leik í!S
dæma er alls ekki svo víst, að
Keflavík geti talið sig örugga
með að haldast áfram í deild-
inni, en sem kunnugt er eiga
Keflvíkingar og Þróttur eftir
■að leika í Njarðvík, og sá leik-
ur sker úr um hvort liðið fell-
ur niður — eða minnstn kosti
benda allar líkur til þess.
Að vísu hafði Valur nokkra
yfirburði í leiknum við Þrótt
hvað leik út á vellinum snerti,
en leikmenn Þróttar hdfa sýnt
það í leikjum að undanförnu,
að liðið getur skapað sér tæki-
færi til að skora — þó hins
vegar að tækifærin hafi ekki
verið notuð sem skyldi, og á
það einkum við um leikinn
■gegn Fram s.l. föst'udag.
Albert Guðmundsson mun
vera hættur að leika með VaÆ
— og þó það sé tjón fyrir liðið,
er það þó rétt ákvörðun hjá
Albert — í st'að þess „að visna“
■upp í leiknum, því allir verða
£.0 æfa til að halda við hæfi-
leika sínum á knattspyrnusvið
inu.
í sambandi við þetta hafa
verið gerðar nokkrar breyting-
ar á Vailsliðinu t.d. er Björgvin
■Hermannsson (fyrrum landsliðs
imarkmaður) kominn aftur í
markið, en Gunnlaugu.r Hjálm
arsson leikur nú innherja
(hílim er hins vegar markmaður
B-landsliðsins). Og segja má,
að þett.a hafi gefizt nokkuð vel
í leiknum við Þrótt því Gunn-
laugur fór úr marki til að skora
mörk. Hann skoralði sem sagt'
tvö fyrstu mörkin fyrir Val, hið
fyrra í miðjum fyrri hálfleik
með skalla, en hið síðara er 18
mín. voru af síðari hálfleik,
með spyrnu af stuttu færi. •—
Gunnlaiugur var hættulegast'ur
framherja Vals í leiknum þrátt
fyrir nokkuð takmarkaða leikni,
en hann e,. „stór og sterkur",
og var einkum hættulegur með
skalkt, þegar gefið var fyrir
markið. í því sambandi kom fyr
i,r einkennilegt atvik í leiknum
í fyrri hálfleik. Gunnlaugur
■skallaði þá á mark Þróttar, en
knötturinn lenti í höfði míJrk-
manns Þróttar og fór yfir þver
slá. j
Nokkuð fljótlega í síðari hálf
leik tókst Jóni miðherja Magn-
ússyni að jafna fyrir Þrótt á
nokkuð skemmtilegan hátt. —
VíCur náði svo forystunni aft-
ur, er Gunnlaugur skoraði, og
síðan bætti Björn Júlíusson
þriðja markinu við fyrir Val.
En strax í næsta upphlaupi
■skoraði hægri útherji Þrótklr,
Birgir Björgvinsson, og barátt-;
an var í algleymingi. Bæði lið-
in fengu tækifæri, sem þó ekki
■nýttus’t. j
í liði Vals voru Árni Njáls-
son, Matthías Hjartarson og
Gunnalr Gunnarsson beztir, en
hjá Þrótt' Halldór Halldórsson
(sem lék nú sinn fyrsta leik
gegn sínu gamla félagi). —
Haraldu,r Matthíasson og Axel
Axelsson. Dómari var Guðbjörn
Jónsson KR, og dæmdi hann
vel. — hsím.
29. þessa mánaðar. Liðið fer
utan á laugardaginn 1 með
Heklu. Liðið mætir á morgun
■pressuliði, sem Samtök í-
þróttafréttamanna völdu.
Leikið verður á Laugardals-
velli.
Liðin eru þannig skipuð:
B-landsliðið: Gunnlaugur Hjálm
arsson, Val; Einar Sigurðsson,
Hrlfnarfirði; Helgi Hannesson,
Akranesi; Guðmundur Guðmunds
son, Keflavík; Jón Leósson, Akran.
Ragnar Jóhannsson, Fram, Bald-
ur Scheving, Fram; Guðmundui*
Óskarsson, FrUm; Högni Gunn-
laugsson, Keflavík; Björn Helga-
ison, ísafirði og Ingvar Elísson,
Akranesi. Varamenn eru: Þórður
Ásgeirsson, Þrótti; Hörður Guð-
mundsson, Keflavík; Gísii Sigurðs
son, Akranesi, Grétar Sigurðsson,
Fram og Guðmundur Sigurðsson
Akranesi.
Lið íþróttafréttamanna er þann
ig skipað: Heimir Guðjónsson KR;
Árni Njálsson, Val; Guðjón Jóns-
'son, Fram; Sveinn Teitsson, Akrai
nesi; Hörður Felixson, KR, Helgi
Jónsson, KR; Örn Steinsen KR;
Sveinn Jónsson, KR; Ríkarður
Jónsson, Akranesi; ÞóróMur Beck
KR og Þórðuf Þórðarson, Akran.
— Varamenn: Helgi Daníelsson,
Akranesi; Hreiðar Ársælsson KR
GrUðar Árnason KR og Rúnar Guð
mannsson, Fram.
íþróttafréttamenn völdu ekki
þá leið, sem margir hefðu haft
gaman að sjá, að tdka enga menn
úr landsliðinu, en velja í þess
stað leikmenn, sem ekki bafa kom
ið til greina í A og B-ldadsliðin.
En þar sem B-liðið er eadanlega
ákveðið, varð ofan á, að velja
okkar beztu menn, en nokkrar
breytingair eru þó gerðar á því
liði, sem sigraði Noreg á dögun-
um.
Helzt er þar að nefna, að nýir
menn eru Heimir, markvörður,
■Guðjón, bakvörður, Helgi fram-
vörður og Þórður Þórðarson
vinstri útherji. Auk þess eru tals-
verðíir tilfæringar á mönnum. —.
Ríkarður er miðherji og Þórólfur
innherji, og þeir Árni Njálsson,
Sveinn Teitsson og Sveinn Jóns-
son leika nú allir hægra megin,
eins og þeir gera með félögum
sínum, en ekki vinstra megin eins
og í landsliðinu.
En vissulega verður gaman aið
fylgjast með hvort þessar breyt-
ingar verða jákvæðar eða ekki. En
hvað sem því líður verður leikur
inn milli þessEJra liða áreiðanlega
■skemmtilegur.
Akureyringar
í úrslitum í 2. deild
Keppni í 2. deild í knattspyrnil
var háð í þremur riðlum, og
liafa nú úrslit fengizt í tveimur
þeirra. í Vestmannaeyjum léku
lieimamenn við Víking úr Reykja
vík og sigruðu með yfirburðum,
sex mörkum gegn engu. Áður
höfðu fengizt úrslit í ðeildinni
Norðanlands. ísfirðingar og Akur
eyringar léku á ísafirði og sigr-
uðu Akureyringar með þremur
mörkum gegn tveimur.
Fyrir þann leik komast Akur-
eyringar beint í úrslit, en úr-
slit hafa enn ekki fengizt í riðl-
inum í Hafnarfirðii. Þai' voru
sem kunnugt er af fréttum liér
á síðunni, fjögur félög. Þar
urðu jöfn að stigum: Reynir,
Sandgerði og Hafnarfjiirður, en
liafa ekki ennþá leikið til úrslita.
Það liðið, sem vinnur þann leik,
mun síðan leika til úrslita við
Vestmannaeyinga, og það liðið,
sem sigrar í þeim leik, keppir
við Akureyringa um réttinn til
að leika í 1. dcild næsta sumas.