Tíminn - 30.07.1959, Qupperneq 3

Tíminn - 30.07.1959, Qupperneq 3
T í 311N N, fimmtuflaginn 30. júlí 1959 3 Henry King, sem er einn bezti framleiðandi og leik- stjóri kvikmynda sem Bandaríkjamenn eiga. Mynd þessi er tekin í vínræktardölum Kaliforníu, og uppi- staða hennar er sagan ,,The Cup And The Sword“ eftir Alice Tisdale Hobart. „Jörðin mín“ er hundraðasta myndin, sem King gerir, en áður hefur hann gert myndir svo sem Snjó- ar Kilimanjaro, eftir samnefndri sögu Hemingways og Davíð og Bathsheba. Mynd þessi var frumsýnd vest- an hafs 25. júní s.l. og hefur hlotið mjög góða dóma. Aðalhlutverkið leikur Claude Rains, en Henry King gróf hann upp til þess að fara með þetta hlutverk. Meðferð hans á Philippe Rambeau. sem hugsar ekkj um annað en vínekrur sínar og gróðann af þeim, þykir vera frábær. Þá eru í myndinni Rock Hudson, Jean Simmons og Dorothy McGuire, svo einhverjir séu nefndir. Hér á síðunni eru myndir úr nokkrum atrið- um kvikmyndarinnar ásamt söguþræði hennar. Spillingin og sorgin í kjöl far hennar, hófst í hinum heita Napa-dal, þegar John sonarsonur Rambeaus, (Rock Hudson) ákveður að láta staðar numið ein- verunni, giftast Elísabetu og fá með henni hluta af vínekruauði dalsins. Vinekrurnar í dalnum eru eign Rambeaus gamla, sem hefur ræktað þser upp með stakri kostgæfni á sinni lóngu æfi. Hann hef- ur reynt að koma málum svo fyrir að fjölskylda hans sé einráð í dalnum og miðl að samkvæmt því í hjú- skaparmálum. Elísabet er af Rambeau-ættinni. Hún kom til Ameríku, vonsvik- in eftir misheppnað ástar- ævintýri. John veit hvað það hefur að segja að vita ýmislegt sem aðrir vita ekki. Hann veit til dæmis, John, leikinn af Rock Hudson, berst fyrir víni, landi og ást. í reiði og þrjóiku kasta'ði John logandi sígarettu í þurran lauf- bing. Hin heilaga jörð Rambeaus gamla brennur, barnabarn hans, Elísabet og þjónn bjarga honum úr logunum. ÓSur af afbrýðissemi skýtur ítalinn á John og hann Vfeltir vagni sínum og slasast hættulega. Slysið verður til þess að augu Eiíabetar opnast. að sá maður, sem hann kallar dags daglega Francis Fairon frænda, er faöir hans, en ekrum hans hefur verið slengt saman viö vín ekrur Rambeaus þegar hann var þvingaður til þess að ganga að eiga Mörtu Rambeau, ein af ráðstöf- unum Philippe gamla Ram beau. Nú hyggst gamli mað urinn láta Elísabetu giftast André nokkrum Swann, vegna þess að það hjóna- band mundi færa Rambeau ættinni enn fleiri vínekrur og þar með meiri völd í dalnum. En John lætur ekki að sér hæða. í 12 ár hafa safnazt fyrir milljónir lítra af vini í kjöllurum Rambeau fjöl- skyldunnar. Það var áfeng isbann í Bandaríkjunum. Rambeau gamli myndi held ur hella niður þessu víni en brjóta lögin — og John finnst alveg ótækt að láta sér slíkt tækifæri úr greip um ganga. Hann gerir bandalag við nokkra vin- framleiðendur í dalnum og þeir hefja að selja smygl- urum og glæpamönnum vín. Marta hatar stjúpson sinn, fyrst og fremst vegna þess að hann er einmitt eins og sá sonur sem hún hefði hugsað sér að eiga. En hún getur þó ekki ann að en dáðst að verzlunar- hæfileikum hans. Þegar hann stingur af til Chicago — eftir að hafa talið Elísa betu á að biða sin — bjarg ar Marta honum meira að' segja úr slæmri klípu. Ung stúlka i dalnum, Buz að nafni, eignast barn, og John er um kennt. í hlíðum dalsins, meðal vínberjarunnanna, hittir John síðan Elísabetu og afa hennar. Þetta er fyrsti fundur þeirra siðan hann fór burt, og reikningarnir eru geröir upp. Jcfhn fok- reiðist, vegna þess að Elísa bet trúir sögunni um barn ið og stúlkuna, kastar John frá sér sígarettunni i þurr- an laufbing. Á þessum sama degi, er helgidómur Ram- beau gamla brennur til kaldra kola, lendir John í slysi. Maður Buz, sem er ítalskur, tryllist af bræði og skýtur hann í fótinn og John veltir vagni sínum. Mörgum mánuðum síðar kemur hann aftur til sjálfs sin, og þá er Rambeau gamli látinn. Hann byrjar síðan að rækta sviöinn dal inn — á sama hátt og Ram beau gamli byrjaði, og meö Elísabetu sér við hlið. Henry King gerir mynd nr. 100 - Stór- kostleg kvikmynd um vín, ástir, hatur og græðgi, eftir sögu Alice T. Hobart - Claude Rains á sjónarsviðið að nýju Eftir að hafa legiö rúmfastur í marga mánuSi, sættiat John viS föður sinn, sem hann til þessa hefur kallað frænda — þrátt fyrir að hann þekkti til leyndarmálsins. Elíáabet — þú átt þín leyndarmál og ég mín. Við eigum saman líkt og góð vín fara vel saman, þegar þeim er blandað. (Rock Hudson og Jean Simmons í hlutverkum sínum.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.