Tíminn - 30.07.1959, Side 6

Tíminn - 30.07.1959, Side 6
T í M I N N, fimmtudaginn 30. júlí 195& B Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINM Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndargðts Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 305 o* 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12S2S Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 94* ■ —------------------—>—»—>—■— --------------------- Ofbeldi Breta og AI|)ingi ÞAÐ er tímabært verk, sem utanrikisráðherra hefur látið gera, þar sem er útgáfa hvítu bókarinnar um ofbeldi Breta í íslenzkri fiskveiði- landhelgi. í þessari bók, sem er greinargóð, þótt stutt sé, er getið yfirlit um nokkur helztu ofbeldisverk Breta og lýst aöförum þeirra við að hindra íslenzka varðskip í því að vinna skyldustörf sin innan fiskveiðilandhelginn- ar. Ljóst er af því, sem þar kemur fram, að brezk her- skip hefðu ekki hlifzt við að sökkvá íslenzku varðskipun um, ef þau hefðu reynt að taka enska togara, sem staðn ir voru að ólöglegum veiðum. Þannig hljóðaði dagskipan yfirmanns á brezka herskip- inu Duncan: „Ef eitthvert varðskipanna skýtur að brezkum togara murium við skjóta á það, og hrinda árás inni, og gæta þess að hitta í fyrsta skoti — og það mun «iuga“. ÞESSI dagskipan hins enská sjóliðsforingja, er birt, eins og áður segir, í síðastl. mánuði, og bendir það til þess, að brezk stjórnarvöld virðast síður en svo á því að hættá ofbeldisverkum sínum. X skjóli þessa ofbeldis, virð- isf-líka ofbeldishugur vissra breskra togaramanna fara sivaxandi, eins og sjá má á því, áð nokkru eftir að þessi dagskipan var birt, gerði enskur togari tilraun til þess að kaffelgla íslenzkan vélbát úti fýrii' Vestfjörðum. Meðal vestfirzkra sjómanna er nú vaxandi uggur við það, að brezkir „togarar færi sig upp á skaftið í þessum efnum, þegar dimma tekur að nýju. Af þeim ofbeldisverkum, sem Bretar hafa unnið á íslands miðum, er þetta ofbeldisverk sennilega alvarlegast, og því þörf sérstakra ráðstafana, ef slíkum ofbeldisverkum héldi áfram. Áreiðanlega rifjar þetta upp þær samþykktir, er sjómenn á Akranesi og í Keflavík gerðu á síðastliðnu hausti, en þar var m.a. bent á, að til lítils væri að hafa varnarlið í landinu, ef ís- lenzkir sjómenn gætu ekki verið óhultir fyrir erlendum veiðiþjófum innan fiskveiði landhelgi íslands. UM það þarf ekki að deila, að brezka stjórnin hóf hernaðaraögerðir sínar inn- an fiskveiðilandhelgi íslands, í trausti þess aö það myndi brjóta niður mótspyrnuþrótt íslenzku þjóðarinnar og neyða hana til undanhalds. Ofbeldi sínu munu brezk stjórnarvöld halda áfram svo lengi, sem þau gera sér vonir um eitthvert undánhald af hálfu Íslendinga. Ummæli brezkra blaða benda enn á- kveðið til þess, að brezk stjórnarvöld ali slíkar vonir. Þaö er alveg sérstakt hlut- verk Alþingis að reyna að eyða slíkum misskilningi og gera það ljóst fyrir heimin- um hver stefna og viðhorf íslendinga sé. Alþingi steig veigamikið spor í þessa átt með ályktun þeirri um land- helgismálið, er það sam- þykkti á síðastl. vori, þótt meðferð hennar hefði mátt taka skemmri tíma. Það er skylda Alþingis nú að árétta þessa stefnu, til þess að sýna, að hið nýkjörna þing hafi ekki neitt annað viðhorf en fráfarandi þing. Þaö er skylda Alþingis að mótmæla ofbeldi Breta og árétta sina steínu þing eftir þing, unz fullur sigur er fengin. Því að- eins vinnst sigur í málinu, að menn láti sér ekki nægj a eitt áhlaup eða eina yfirlýsingu, heldur halda baráttunni þrotlaust áfram, unz mark- inu er náð. Yfirlýsing Alþingis, sem samþykkt var á síðastl. vori vakti mikla athygli erlendis. Fún átti t.d. sinn þátt í því, að ýmis stórblöð gáfu mál- inu meiri gaum en ella, t.d. New York Times, sem nýlega hefur birt mjög vinsamlega ritstjórnargrein um þetta mál. Við þurfum að gera allt, sem við getum, til þess að halda athyglinni á ofbeldis- verkum brezku stjórnarinn- ar vakandi. Nýja hvíta bók- inn verður áreiðanlega gagn legur þáttur í þeirri við- leitni. Ný skelegg yfirlýsing Ahingis mun koma að sams konar notum. Því til viðbót- ar myndi hún færa Bretum heim sanninn um, að íslend ingar munu ekki láta undan síga fyrr en he'rskip þeirra hafa hætt ofbeldisverkun- um og full viðurkenning er fengin á tólf mílna fiskveiði landhelgi íslahds. Ráðherravaldið í Morgunblaðs- höllinni Menntamálaráöuneytið hef ur sent frá sér tilkynningu um véitingu prófessorsem- bættis í guöfræði við Háskóla íslands. Raunar var tilkynn ingin ekki bráðnauðsynleg, þvi að húsbóndi ríkisstjórnar innar i Morgunblaðshöliinni hafði sjálfur tilkynnt veiting una í Morgunblaðinu, ekki einu sinni, heldur tvisvar, •meira að.segja.alUöngu áður, meðan ráðherra sá, sem skrif aður er fyrir veitingavaldinu var erlendis. Málgagni ráð- herrans var þetta heldur mikið, bar til baka fregn Morgunblaðsins og sagði stöð una óveitta. En húsbóndinn í höllinni lét ekki stráka stinga upp i sig, sagði sér kunnugt „eftir beztu heim- ;idum“, að staðan væri raun verulega veitt, málið útkljáð, Er ekkí tímabært að ísland hætti aðild sinni að sterlingssvæðinu? Fjölmörg ríki hafa hætt aðiid að því seinustu árin, og forsendan fyrir aðild íslands virðist löngu fallin niður ÁRIÐ 1951 kom út í Bret- landi og Bandaríkjunum bók er nefnist „The Sterling Area“. Var hún samin af nefnd bandariskra hagfræðinga, sem hafði verið falið það sérstaka verkefni, að rannsaka efna- hagsástand landannja á sterl- ingssvæðinu og efnahagssam- starf þeirra. í bók þessari er að finna mikinn fróðleik um sterlings- svæðið sem efnahagslega heild ojf um efnahag og framleiðslu hvers einstaks lands innan svæðisins, þ. á m. um ísland og íslenzk efnahagsmál. •Margt kemur þó fram í bók- inni, sem knýr íslenzkan les- anda til að spyrja: Hvers vegna er ísland enn aðili að sterl- ingssvæðinu? Því er haldið fram, að á- stæðan fyrir því, að þjóðir hafi gerzt aðilar að sterlings- svæðinu, sé sú að þeir telji 'sér efnahagslegt hagræði að því að vera í samtökum þess- um. VAFALAUST má telja, að það hafi verið í samræmi við íslenzka efnahagshagsmuni í iseptember 1939, að ísland gerð- ist aðili að stelningssvæðinu. Rretland hafði þá um langa hríð verið eitt af okkar aðal- viðskiptalöndum og á stríðsár- unum seldum við þeim megnið af okkar útflutningsfram- leiðslu, sein þeir greiddu með bandarísku gjafafé samkvæmt láns- og ieigukjörum. Hélt svo fram nokkra hríð eftir stríð, að þeir voru okkar aðalvið- skiptavinur. Árið 1951, árið fyrir löndunarbannið, keypti Bretland t.d. 23,4% af útflutn irigsvöru okkar en við keypt- um 28,8% af heildarinnflutn- ingi okkar frá Bretlandi. Við þær aðstæður sem voru í viðskiptalífi okkar á stríðsár- unum og fyrst eftir stríð má telja líklegt, að það hafi a.m. k. ekki verið óhagslætt fyrir okkur, að vera innan sterlings- svæðisins. Við nutum þá sömu þæginda af því og aðrar þjóðir sterlingssvæðisins að gera okk ar utanríkisviðskipti upp í sterlingspundum með London sem eins konar gjaldeyris-jöfn unarmiðstöð fyrir okkur eins og aðra aðila sterlingssvæðisins. ALLT ÖÐRU máli gegnir aftur á móti strax 1952, þegar Bretar beita okkur efnahags- ljr gum bolabrögðum til þess að revna að fá okkur til þess að hætta við framkvæmd 4 miílna landhelginnar. Löndun- arbannið á íslenzkan fisk í brezkum höfnum hafði þær af- leiðingar, að árið 1956 ke.vptu Bretar aðeins 9.4% af útflutn- ingi okkar, en seldu okkur aðeins 9,2% af heildarinnflutn inginum. Siðast liðið ár hefur þessi h'lutfallstala að sjálf- sögðu minnkað enn. Jafnframt þessu skulum við ekki gleyma bví, að ísland hefur verið aðili að O.E.E.C. allt frá stofnun þess; að helztu viðskiptalönd íslands eru nú Bandaríkin, Rússland og al- þýðulýðveldin í Austur-Evr- ópu; og að Bretar fara nú með ofurvaldi herskipa sinna gegn íslenzkum varðskipum, þegar þau eru að framkvæma skyldu (l’.örf sín samkvæmt íslenzk- um lögum, sem ekki eru í ó- samræmi við alþjóðalög. ÞEGAR allar framan- greindar staðreyndir eru hafð- ar í huga, þá verður manni erfitt fyrir með að finna rök- semdir fyrir því, að íslending- ar haldi áfram að vera aðilar að sterlingssvæðinu. Þörfin fyrir það hvarf með stofnun O.E.E.C.; sictrerðilegi grund- völlurinn fyrir aðild íslands að sterlingssvæðinu hvarf með efnahagslegum ofbeldisaðgerð- um Breta gegn okkur 1952; efnahagslegi grundvöllurinn hvarf, þegar Bretar þvinguðu okkur til þess að beina við- skiptum okkar til Bandaríkj- anna, Rússlands og alþýðulýð- veldanna í Austur-Evrópu; og eftir ofbeldisaðgerðir Breta innan íslenzkrar landhelgi síð- an í september 1958 er hvorki siðferðilegur, efnahagslegur, né stjórnmálalegur grundvöllur fyrir samstarfi Breta og ís- lendinga í formi aðildar ís- lands að sterlingssvæðinu. Þjóðin hlýtur því, að athug- uðu máli, að gera þá kröfu, að ríkisstjórnin, hlutist til um það, að Landsbanki íslands rifti því samkomulagi, sem gert var, þegar ísland gerðist aðili að sterlingssvæðinu 1939 og láti formlega ganga frá því, að ísland verði ekki framar talið til þess. AUK ALLRA þeirra raka, sem þegar hafa verið til talin fyrir slíkri ráðstöfun, má og benda á það, að ísland er eina aðildarríkið að sterlingssvæð- inu, sem aldrei var nýlenda eða í samveldi Breta. ísland er eina sjálfstæða Evrópuland- ið, að írlandi undanskildu, sem er aðili að þessum efnahags- samtökum Breta. Þau lönd, sem mynda sterlingssvæðið eru: Stóra-Bretland, ásamt öllum nýlendum sínum; í Evrópu: ís- land og írland; í Asíu Burma, Ceylon, Inclland, Pakistan, ír- ak; i Ástralasíu: Ástralía og Nýja Sjáland; í Afríku: Suður- Ródesía og Samveldi Suður- Afríku. Ilvaða samleið á ísland með þessum rikjum í efnahagsmál- um fremur en öðrum þjóðum innan O.E.E.C. eða S.Þ.? Menn þurfa ekki annað ,en að líta í verzlunarskýrslurnar til þess að komast að réltu svari. ÞESS MÁ líka geta, að það er engum erfiðleikum bundið að losa ísland eða önnur aðild- arríki frá sterlingssvæðinu. Ensk-Egypzka Súdan "fór af sterlingssvæðinu 1947, Egypta- land 1947, ísrael 1948, Belg- íska Kongó og Ruandi Urúndi 1944, Færeyjar 1948, Jórdania 1948, Sýrland og Líbanon 1944. — Og sjálfsagt fleiri hreyfing- ar hafa orðið á aðildarskrá steriingssvæðisins. Það vekur einnig athygli, að ekkert Norðurlanda er aðili að sterlingssvæðinu og hefur aldr- ei verið, að Færeyjum einum undanskildum. Að öllu þessu athugðu veð- ur það að teljast til barnasjúk- dóma utanríkisþjónustu okkar, að ekki hefur verið höfð hugs- un á að rjúfa aðild íslands að sterlingssvæðinu fyrir löngu, enda þótt ekki muni gilda um aðildina venjulegur milliríkja- samningur, heldur samkomu- lag, sem Landsbanki íslands er formlega íslenzki aðilinn að.' Kl. B. Fyrsta umr, um frumv. Skúla GuSmundssonar Brýn lagíæring á tryggingarlöguimm Á fundi neðri deildar s.l. mánudag var til fyrstu um- ræðu frumvarp Skúla Guð- mundssonar um breytingu á almannatryggingarlögunum. Hér fer á eftir stuttur útdrátt- aðeins eftir að ganga frá „formsatriðum‘,‘. Var mönn- um' nú nokkur forvitni á ; framhaldinu en nú hefur i ráðherra staðfest, að orð hús bóndans voru lög, en vika- pilturinn fór með fleipur. Staðan hafði þegar verið veitt, húsbóndavaldið brást ekki og það stóð ekki á „forms atriðunum“. Segi menn svo, að ekki sitji stjórn Alþýðu- flokksins að völdum á ís- landi! ur úr framsöguræðu flutnings manns: í 22. gr. tryggingarlaganna eru ákvæði um lækkun eða niðurfell- ingu lífeyris frá Tryggingarstofii- un ríkisins, þegar aðrar tekjur aðila fara yfir ákveðið mark. Var það upphaflega sett inn í lögin sem bráðabirgðaákvæði til 5 ára, en hefur jafnan verið framlengt. Svipuð ákvæði voru í alþýðutrygg- arlögunum áður, meðan þnu voru í gildi. í frv. því, sem hér er flutt er lagt til, að með tekjum, sem takmörk un á lífeyrisgreiðslum miðast við, skuli ekki telja lífeyri eða aðrnr greiðslur frá sérstökum lífeyris- eða eftirlaunasjóðum, og 1 eigi heldur lífeyri, sem menn hafa keypt frá tryggingafélögum eða stofnunum. — Frumvarpið var . flutt á síðasta þingi, en hlaut þá ekki fullnaðarafgreiðslu. Á 'síðari árum hafa verið stofn- aðir margir lífeyris- og eftirlauna sjóðir og fer stöðugt fjölgandi. Með stofnun slíkra sjóða og greiðslum til þeirra, tryggja menn sér m.a. elli- og örorkulífeyri. Aukið öryggi Þetta er aukið öryggi fyrir þá,; sem kaupa sér slíka tryggingu, Það er einnig ávinningur fyrir þjóðfélagið í heild, m. a. vegna þess, að hjá sjóðum þessum er um verulega fjársöfnun að ræða, sem full þörf er fyrir, því vöntun er á sparifé til gagnlegra framr kvæmda og atvinnurekstrar. Rétiátt ákvæ-ði , En sá hængur er hér á, að með? an lögunum er ekki breytt, eiga þeir, sem kaupa sér á þennail hátt lífeyri hjá sérstökum sjóðum, það á hættu, að tapa þess vegna lífeyri hiá í'ilmannatrygginguniun, 'f'ramhai'' *

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.