Tíminn - 30.07.1959, Qupperneq 8
T í MIN Nj fimmtudagínn 30. júlí 1950.
Minnnig: Finnbogi Magnússon,
LágaíeSli
: Dey.r fé — deyja frændr
d,eyr sjálfr it sama —
en orðstir — deyr aldreigi —
hveim er sér góðan getr.
Mánudaginn 22. júní síðastliðinn
varð brákvaddur Finnbogi Magnús
son bóndi að Lágafelli í Austur-
Landeyjum. Þessi sorgarfregn
kom sem’þruma úr heiðskíru lofti
yfir bæ og byggð, þar sem hann
var nýskeð glaður og hress að
vanda, og mátti segja á blóma-
skeiði ævinnar. Hann var fæddur
25. febrúar 1908 að Reynisdal í
Mýrdal. Foreldrar hans voru Guð-
rún Jónsdóttir £rá Giljum i Mýrdal
og.Magnús Finnbogason, Einarsson
ar hreppstjóra í Presthúsum, en
móðir Magnúsar var ‘Matthildur
dóttir séra Páls Pálssonar prófasts
í Höngsdal. Má af þessu sjá að Finn
bögi á.Lágafelli var af Skaftfellsku
bergi.brotinn, traustu og vel gefnu.1
Finnbogi sýndi það lika fljótt, er
hann kom hér í Landeyjarnar, ung
ur að árttm, að hann var dugmikill
og stórhuga. Hann kom að Lága-
felli 'fyrst sem kaupamaður árið
1930 til sæmdarhjónanna Sæmund-
ar Óiáfssonar og Guðrúnar Sveins-
dóittur. Og árið 1931 byrjaði hann
að húa á Lágafelli. Og giftist þar
sama ár Vilborgu Sæmundsdóttur
á Lágafelli. Vilborg reyndist manni
sínum traust og afkastamikil í önn
dagsins enda sýnir það allt á Lága-
felli utan stokks og innan að þau
!ha£a verið samhent um að gera
garðinn frægan, verkin sýna merk-
in.
Lágafellshjónunum, Finnboga og
Vilborgu, varð tveggja barna auð-|
ið, sem eru Hólmfríðut fædd 1931'
gift Reyni Jóhannssyni og eru þau
búsett í Hafnarfirði. Magnús er
fæddur 1933 og er hann heima að
Lágafelli aðalaðstoð móður sinn-
ar eins og komið er. Bæði eru
jþessi Ligafellssystkin, Hólmfríður
og Magnús myndarleg og góð eins j
og þau eiga kyn til.
Biinnbogi á Lágafelli skilaði'
miklu og vel unnu dagsverki eftir
ekki lengra æviskeið. Hann breytti
óræktarmóum og blautum mýrum
í .gróandi tún á flákastórum svæð-
um. Hann ræsti þetta allt og girti
með traustum girðingum. Hann
byggði stórbyggingar yfir sívax-
andi heyleng og fénað, og allt með
mestu vandvirkni.
En það var meira en Lágafells-
heimilið sem Finnboga var trúað
fyrir. Hann gegndi mörgum trúnað-
arstörfum út á við, bæði fyrir
sveit sína og hérað. Hann átti sæti
í sýslunefnd, hreppsnend, skatta-
nefnd, Búnaðarfél. og deildarstjóra
störfum með meira. Allt var þetta
vel af hendi leyst, því hann var
bæði samvizkusamur og vandvirk-
ur að hverju .sem hann gekk. Finn-
bogi skrifaði svo vel að það var
prýðí á öllum reikningum og plögg
um, sem frá honum komu. Hér er
sem sagt skarð fyrir skildi, þegar
Finnbogi er fallinn frá öllum störf
um inn á við og út á við, heima
og heiman.
Af þessu má sjá, að hér er margs
að minnast og margt að þakka.
Lágafellsheimilið með aliri sinni
gestrisni og margþættri góðvild
sem við höfum notið þar, Land-
eyingar, og hverjir aðrir ,sem þar
hafa að garði borið. En þrátt fyr-
ir allt veit ég að missirinn er mest
ur á hans eigin heimili. Því að
hann var indæll heimilisfaðir í
ailan máta elskulegur eiginmaður
og góður faðir, já góður húsbóndi
í einu og öllu. Og skjólgott hefur
lengi þótt undir Fellinu, bæði fyr-
ir börn og gamalmenni, sem þar
hafa dvalizt eða dagað uppi, og
talar það sínu máli um þá sem þar
haf húsum ráðið.
Þð er eitt, sem gleður mig mest,
að lí-ta yfir farinn veg Finnboga á
Lágafelli, og það er hversu hann
virti kirkju og kristni. Hann var
kirkjurækinn og söngelskur. Eg er
sannfærður um að hann var trú-
maður. Hann vissi á hvern hann
trúði. Og ef til vill hefur hann ver
ið kallaður heim, til þess að starfa
meira Guðs um geim. Góður Guð
blessi honum eilífðarförina. Því
stutt og fljót er stundin nauða, en
stór og löng er eilífðin.
Og að síðustu vottum við Vil-
borgu á Lágafelli, hörnum hennar
og öðrum vandamönnum, okkar
dýpstu samúð við fráfall Finnboga
á Lágafelli með alúðarþökk fyrir
allt og allt. í Guðs friði.
GuSni Gíslason.
Krossi.
V.V.’.V.VAV/.VAVV.V/.V
MinningarortJ
Tapað
Barnaþríhjól tapaðist 2. júlí ú
leiðinni Rvík—Eyjafjöll. •—
Finnandi láti vinsamlegast vita
að Yzta-Skála. Sími um Varma-
hlíð.
VV.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V
V.V.’.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V
Nýir fjaðra- og svefndýnu
svefnsófar
seljast í dag og á morgun með
1000 krória afslætti. Nýtízku
áklæði.
Sófasalan
Grettisgötu 69 (Opið 2—9.)
.■.v.vv/.v.v.v.v.v.v.v.v.
/AW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.
Vélritunarstúlka
vön og reglusöm, óskast 12—
18 stundir á viku — Bréfa-
skriftir á íslenzku, ensku og
dönsku. Vinna allan daginn
gæti komið til greina. Tilhoð
merkt „Bréfritari" sendist blað
inu fyrir 6. ágúst n.k.
w.v,
a m a a m m
(Framhaja ar S. siðu)
1918, er ég heimsótti æskustöðvarn
ar. Var mér þá tekið tveim hönd-
um í Krossgerði. Vildu þau ágætu
hjón að ég dveldist þar miklu leng
ur en ég hafði tíma til. Þá voru
synir þeirra, Ingólfur og Sigurður,
sem síðar drukknuðu, að vaxa upp
en þó nokkuð innan við' fermingu.
Meðan ég dvaldist þar var fært
frá. Drengirnir .höfðu aldrei verið
í hjásetu, svo það varð úr, að ég
fór með þeim fyrata daginn. Hafði
gaman af að líta fornar hjásetu-
stöðvar og gat leiðbeint þeim hvar
léttast væri að hafa ærnar fyrstu
dagana.
Síðan fór ég með Vilborgu, Jó-
hönnu í Berunesi og Þóru dóttur
Vilborgar í ferðalag á hestum suð
ur að Geithellum, og heimsóttum
þar Helgu systur Vilborgar. Ferða
lagið var hið ákjósanlegasta og
ferðafélagarnir ekki síðri. í baka-
leið komum við á Djúpavog.um
lágnættisskeið. Þar lá þá strand-
ferðabáturinn Reginn, en með
honum ætlaði Þóra til Hornafjarð
ar. Allir voru komnir í svefn. Eg
tók þá bát ránshendi og flutti
Þóru um borð í .skipið. Þegar ég
kom í land aftur voru þær Vil-
borg og Jóhanna búnar að vekja
upp og greiða fyrir gistingu.
Eftir þetta sá ég ekki Vilborgu
aftur fyrr en hún fluttist til
Reykjavíkur. Eftir það hittumst
við af og tU. Og við hjónin nutum
þeirrar ánægju að geta heimsótt
hana röskum sólarhring áður en
hún dó. Þá var hún jafn ung í anda
sem endranær.
Nú er andi hennar horfinn til
himnanna hæða, þar sem hún fæf
í ljósbrotum eilífðarlífsins aft-
ur að líta og dveljast með ástvin-
um sínum, sem þangað eru horfnir
á undan henni.
Við hjónin þökkum henni alla
tryggð hennar við okkur og ágæt-
ustu kynni á lífsleiðinni o,g óskum
henni góðrar heimkomu til eilífð-
arlífsins.
Ástvinum hennar vottum við
innilega samúð við vistaskiptin.
Jón Þórðarson.
HarSstjórn Breta
í Nyasalandi
NTB—LONDON, 28. júlL — Um-
ræður eru í brezka þmginu um
svokaUaða Deviin-skýrslu, sem e,-
árangur af rannsókn á ástandinu
í Afríkunýlendum Breta í Nyasa
landi. Kemur þar fram hörð gagn
rýni á nýlendustjiómina og sagt
a'ð í Nyasalandi sé nú hreint löig-
regluríki eB ekki réttarríki. —
Bar Verkamannaflokkurinn frant
vantraust á stjórnina vegna Itinn
ar slæmu nýlendustjómar, en
seint í gærkvöldi var vantraustið
fellt með rúmlega 20 atkv. mun
Umræður þesa r vekja geysilegt
umtal og athygli, en svipt hefur
verið ofan af kúgun nýlendu
stjómarinnar á blökkumönnum,
AuglýsiS í Tímanum
meS
FALKiNN
HLJÖMPLÖTUDEILD
WW.VW.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.’.VAV.V.V.W.V.V.V
I
i; Skrifstofan er flutt
á Laufásveg 2
KVENFÉLAGASAMBAND tSLANDS
I
V.V.V.VWWW.W.W.VWWW.VV.V.V.VW/WWWW
kWWWWVvW.VWWWWAW.VV’AVWAV.W/JWWV
Símanúmer okkar er !j
10 — 5—10 }
ANDERSEH & UkUTH H.F. %
VERKSMISJAN FÖT H.F. í
VWJWWW/WAV.V/A,.\VW//.WW.V//.WAWV,WV