Tíminn - 16.08.1959, Page 6

Tíminn - 16.08.1959, Page 6
6 T í M I N N, sunnudadnn 16. ágúít 1959. WKSHm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18301,18302, 18303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaöamenn). Augl'ýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 Samvinnuhreyfingin eg Reykjavík Að þinglokum VAFALAUST má telja, að það’ Alþingi, sem nú hefur ný lokið störfum, sé eitt hið ör lagarikasta þing, sem háð hefur verið á landi hér um Janga hrið. Aðalverkefni þess, var að varpa fyrir borð skipulagi, sem þingstjórn okk ar hefur hvílt á allt síðan A1 þingi var endurreist, og taka upp annað, gjörólíkt. Bylt- ingu þessa hefur borið að höndum með býsna snökk- urn hætti og óvæntum. Rétt er nú í þinglok, að rifja upp í stuttu máli aðdraganda hennar, framkvæmd og þau „rök", sem fyrir henni eru færö. Það hefur raunar ekki far ið dult síðastliðin 30—35 ár, að Ajlþýöúflokksmenn og kommúnistar hugðu á rót- tæka breytingu á kjördæma skipuninni. Markmið þeirra hefur verið að gera landiö allt að einu kjördæmi. Sú er stefna þeirra enn og þarf því enginn að láta sér til hug ar koma að þeir staðnæmist við þá breytingu, sem nú er gerð. Afstaða þeirra nú þarf því engum að koma á , óvart. UM Sjálístæöisflokkinn gegnir allt öðru máli. Þegar fyrst var um það rætt, að breyta kjördæmaskipuninni i það horf, sem nú hefur verið ákveðið beittu Sjálf- stæðismenn sér eindregið á móti því. Og jafnvel í um- ræðum um kjördæmamáliö 1942 lýstu þeir því yfir að hlutfallskosn. í fáum og stórum kjördæmum myndu þeir aldrei fallast á. Menn tóku þetta að vonum trúan- legt. En hvað gera svo þess ir menn? Þeir nota jólahátíð ina í vetur til þess að ganga frá öllum sínum fyrri orðum og eiðum í þessum efnum og mjmda ríkisstjórn sem hef ur raunverulega það eitt markmið að ómerkja það, sem þeir hafa áður sagt, Hafi Sjálfstæðisfl. svolítið meint með fyrri ummælum sínum, þá er hér um að ræða ejnhver stórfelldustu stefnu- svik, sem sögur fara af. Nú hefði mátt ætla, að flokkur, sem hefur frelsazt. , svona rækilega, legði á bað á herzlu, að kynna þjóðinni fagnaðarboðskapinn. Sú hefur jafnan verið venja þeirra sem telja sig hafa gott mál að flytja, að þeir leggja kapp á að kynna það sem mest og bezt. Gerði Sjálf- stæðisfl. það í kosningabar- unni? Nei, þvert á móti. Hann gerði blátt áfram allt sem í hans valdi stóð til þess að telja menn á að láta allt annað fremur ráða at- kvæöi sínu, en afstöðuna til k j ördæmabreytingarinnar. Þannig fara þeir einir að sem vita sig flytja vont mál. HVER eru svo „rökin“ fyr ir þessu óhugnanlega til- tæki? Sagt er, að koma yrði í veg fyrir að Framsóknarm. gætu nokkru sinnf*framið ofbeldi og lög- leysur á borð við það, sem geröist með stofnun umbóta bandalagsins 1956. Þá er þessum spekingum bent á, að þeir séu sjálfir upphafs- menn slíkra kosningabandal. Auk þess hafi sjálfstæðismaö urinn Jón Ásbjömsson dæmt þessa samvinnu fullkomlega löglega. — Sagt er að kjör- dæmabreytingin sé nauösyn leg til þess að skapa rétlæti og koma í veg fyrir forrétt indi Framsóknarfl. Þá er á það bent, aö allir flokkar hafi jafna aðstöðu til þess að vinna sér fylgi 1 hvaða kjördæmi sem er. Framsóknarmenn hafa lagt til að þingmönnum yrði f jölg að jafnmikið og þríflokkarn ir telja sig vilja og nákvæm- lega í sömu kjördæmum. Þannig hefur hver einasta viðbára þríflokkanna jafn- harðan verið hrakin. Enda hafa þeir gjörsamlega gefizt upp við að verja málstað sinn, en knýja hann samt fram í krafti rangfengins at kvæðavalds. En hvaða hvatir búa þá að baki þessari byltingu? Þaö eru hin þröngu flokkasjónar mið, er ráða gerðum kjö- diæmaby.ltingarm. Alþ.{Elokk inn telur sig eiga lífsvon sína undir því komna, aö kjördæmaskipuninni sé breytti. Kommúnistar vilja auka árekstra og upplausn, þvi það er þeirra vítamín. íhaldið er orðið úrkula von ar um að nár meirihlutaað- stöðu nema með aukinni sundrungu andstæöinganna. Stefna Framsóknarmanna er sú, að viðhalda því skipu lagi sem við höfum búið við og vel hefur reynzt. Rök þeirra eru rök reynslunnar. Þeir benda á, að hlutfalls- kosningafyrirkomulagið sé alls staðar á meira og minna undanhaldi. Allar þjóðir, sem breytt hafa kosningaskipu- lagi sínu á síðari árum hafa horfið frá hlutfallskosning- um. Engin þjóð, sem risiö hefur á legg frá striðslokum hefur tekið upp þetta fyrir komulag. Erum við íslending ar einir þjóða það stjórnar- farslega sterkir að við getum strítt gegn strauminum? FRAMSÓKNARmenn hafa lagt til, að þjóðin fengi aö ráða því, ótrufluö af hinum flokkspólitísku sjónarmiö- um, hvort hún vildi kjósa yf ir sig þetta skipulag eða ekki. Því er neitað af þrí- flokkunum. Ástæðan er auð skilin. En baráttunni er ekki lokið. Það er hæggt að blekkja um stund en ekki til lengd ar. Og þjóðin mun svara til ræði þríflokkanna með því að fylkja sér í æ ríkara mæli um þann flokk, er einn sagði henni satt á örlagafctuhd. Mun því enn sannast, að skamma stund verður hönd höggifegin. „Vandaðu ljóð þitt og líf. Þú crt fæddur til að fækka tárunum.“ Þjóðskáldið Matthías Jochumsson mælli svo við ungan mann. Ekki eiga allir ljóð að vanda, en allir ciga líf. Enginn mun svo ræddur að innsta þrá hans sé ekki að íara vel með þá gjöf. Láta henni ckki til einskis eytt. ____ „Hvar þú böl kannt; kveð þig t'ölvi at.“ Finn í erfiðleikum ann- arra hvöt að lótta byrðar. Slík er ábending þjóðskáldsins og svo hafa allir bezlu menn þjóðanna kennt. Mennina greinir á um margt. Fer það að vonum. Ilitt er hafið yfir ágreining, að tillitssemin er fögur manndyggð. „Lotning fyrir hfinu“ er kjörorð eins mesta mannvinar aldarinnar. Margt er annan veg í veröld okkar en æskilegt væri. Því er þörf að fækka tárum. Því er þörf rð létta böl og græða sár. Hins krefst og lotningin fvrir lífinu að orku sé beint að uppbygging, kjör alþýðunnar bætt og afkema. Neyð og harmur eiga ekki eins að skapa samkennd Hennar er alltaf þörf. Samhug þarf til allra verka, er stuðla að framförum. Samvinuhugsjón er jafngöm- ul mannkyninu. Þroskaverk manns ins hefur hún varðað. Lotning fyrir lífinu vill hún skapa. Því á hún erindi við alla. ss^sspnii Framkvæmdastjórn Kron 1937—43 Vilmundur Jónsson, Jens Figved, Árni Benediktsson. og einkaverziun keppi á jafnréttis- frundvelli. Afstaða forráðamanna Reykja- víkur er önnur. Stutt greinargerð glöggvar lesandan á vanda verzl- unarmála höfuðstaðarins. Santvinnuhreyfingin sem verzlun ar- og mennmgarstefna er tilraun nianna að framkvæma fagra hug- sjón. í rúm hundrað ár hefur hún terið snar þáttur í sókn til mann- dóms. Árangurinn er ótrúlegur. Alþýðustéttir hafa hagnýtt úrræði hennar og uppskorið betra líf. Óbein áhrif henar er aukinn félags þroski. Norðurlönd hafa gert veg sam- vinuhreyfingarinanr mikinn. Höf- i'ðborgir Norðurlanda hafa þó flestar orðið seinar til að veita stefnunni brautargengi. Kaup- mannastéttin, sem víðast hvar hef- ur litið hreyfinguna óhýru auga, hefur átt í höfuðborgunum öflug- r.st vígi og beitt áhrifum sínum gegn henni. Nú er samt svo komið, £'ð samvinuhreyfingin hefur náð öruggri fótfestu í öllum höfuð- horgum Norðurlanda. AIls staðar ncma í Reykjavík stendur hún jafnt að vígi og einkaverzlunin á markaðinum. Forystumenn höfuð- borga Norðurlanda nema Reykja- víkur telja skyldu sína að styðja verzlunarsamtök alþýðunnar, gera veg þeirra sem mestan. Þess er gætt að réltur samvinnuverzlunar sé ekki fyrir borð borinn við út- hlutun lóða eða viðskipti bæjarfé- laganna. Samvinnufélög fá í Stokk- hólmi helming lóða, sem úthlutað er til vcrzlunarhúsa. Nýtt verzl- rnarhverfi í Oslo tryggir að tvær búðir sömu tegundar séu hver í r.ánd annarrar. Samvinnuverzlun Fyrir nokkrum árum mynduðu kaupmenn í Reykjavík samtök. Þeim var stefnt gegn sarr.vinnu- hreyfingunni Samtckin nefndu þeir „Vegg h.f.“. Nafnið er tákn- rænt. Kaupmenn vildu hlaða kína- múr um Reykjavík að sjálfir yrðu þeir einráðir á verziunarmarkað- :num. Þeir treystu á stuðning bæjarstjórnarmeirihlutans, ekki að ástæðulausu. Hann hafði ótví- rætt sýnt hug sinn til samvinnu- verzlunar í bænum. Bæjarfulltrúar fengu nýlega skýrslu Innkaupastofr.unar bæjar- ins sem trúnaðamál. Leyndardóm nokkurn mun hún hafa að geyma, -jhollan lestur almenningi. Við fréttina minntust samvinumenn, :.ð stofnun þessi hafði aldrei lotið svo lágt að leita tilboða á útvegun vara til samvinustofnunar. í Reykjavík er þó samvinnuheild- sala landsins SÍS og stærsta kaup- íélag íslands Kron. Kron hefur starfað í Reykjavík yfir 20 ár. Aldrei hefur félagið fengið úthlutaða lóð Kron hefur keypt eða leigt verzlunaraðstöðu sína í bænum dýrum dóir.um af einstaklingum. Fyrir nokkrum ár- um virtist bæjarfélagið ætla í íyrsta og eina sinn að sýna hlut- leysi í úthlutun verziunaraðstöðu. Tilboða var óskað í slíka í Bú- .staðahverfi. Kron gerði hagstæð- ?st tilboð. Ekki hugnaðist bæjar- stjórnarmeriihluí|anum sú niður- staða, breytti útboðinu og óskaði nýrra umsókna. Enn bauð Kron hagslæðast bæjarfélaginu. Enn var tilboði þess hafnað og verzl- unaraðstöðunni úthlutað öðrum án skýringa bæjarstjórnarmeirihlut- ans. j Þótt Kron hafi enga verzlunar- aðstöðu fengið fyrir atbeina bæj- arfélagsins, hefur hefur það samt þurft til þess að ’sækja' vegna teyptrar eða leigðrar aðstöðu. Lít- ið hefur þar farið fyrir lipurð:og íyrirgréiðsTu. Sumir myndu segja, rð meira hefði gætt þeirrar hug- kvæmni. sem óvildinnr einci er lag in. Blöð bæjarstjórnarmeirihlut- r.ns hafa hekhrr ekki vandað Kron kveðjurnar. Hefur Kron orðið < að leita réttar sms gagnvart þeim fyr- ir dómstólum og fengið meiðyrði þeirra og aðdróttanir dæmdar dauð og ómerk. Hvílíkt er þetta samvinnufélag, sem svo harí hefur verið Ieikið? Ekki er nema von að almer.ningur spyrji. Kron, kaupfélag Reykjavíkur og r.ágrenis er stofnað 6 ágúst 1937. Nokkur samvinnufélög. sþóðu að slofnuninni: Pöntunarfélag verka- manna Reykjavík, Kaupfélag Eeykjavíkur, Pöntunarfélagið Hlíf, Hafnarfirði, Pöntunarfélag Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- \íkur og Pöntunarfélag Sand- gerðis. Stofnun Kron var e.itt mesta :tak samvinnumanna síðustu ára- tugina og merkur áfangi í verzlun- arsögu landsins. Draumar sam- vinumanna um öflugt neytenda- ielag í höfuöborginni og nágrenni rættust. Mikill einhugur og sókn- cdrfð skapaðist. Félaginu var fagnað ?.f samvinumönum um allt land. „Nýr sigur í Reykjavík", v arð orðtak þeirra. Kron gerðist þegar í upphafi aðili að samvinnuheilsölu lands- ins SÍS og naut þar stuðnings og fyrirgreiðslu. Hefur engan skugga borið á það samstarf allt til þessa, þótt andstæðingar samvinnuhreyf- ingarinnar viíji telja almeningi trú um anað. Heimskuleg er sú aðdrótíun íhaldsblaðanna, að SÍS setji viðskiptabann á Kron til þess íð takmarka tölu fulltrúa þesg á Tðalfundi SÍS. Viðskiptabann er óþekkt fyrirbæri í samvinnmerzl- un, en ráð, seni heildsalar og kaup menn grípa til, er þeir vilja kúga. Kunugleiki ihaldsblaðanna á slík- um aðgerðum leynir sér ekki. (Framhald á 8. síðu). Verzlunarhúsið Hólmgarði hér bauð Kron hagstæðast bæjarfélaginu en fékk ekki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.