Tíminn - 16.08.1959, Síða 9
T í MIN N, sunnudagiim 16. ágúst 1959.
9
«OBERTS RINEHARTs
-J&ufyröhL
4. uíLmnarLona
53.
og aldrað andlit, sjá lianii
ganga burt og vita, að liann
var á síðustu göngu, gekk
sömu braut og Herbert cg Júl
ia, til fundar við manninn
með ijáinn.
Var hann myrtur? Eg býst
ekki við, að við vitum það
nokkurn tíma með vissu. En
hann tók stefnu á lögregiustöð
ina, svo er að sjá, sem ákveð
ið hafi verið, að hann skyldi
ekki komast þangað.
Stundum dettur mér í hug
að ég hafi fundið eins konar
ósj álfráða viðvörun þetta
kvöld, því skyndilega fór
skjálfti um mig. Eg hafði snú
iö mér við og var á leið inn
í húsið, þegar ég heyrði rödd
Paulu Brent. Hún stöö utar
lega í garðinum og talaði
lágfi röddu:
— Farðu ekki inn. Eg þarf
að tala við þig. Lokáðu dyrun
um.
.— Hugo er farinn út.
— Eg sá hann. En konan
hans er ennþá inni, er það
ekki? Eg lokaði hmðinni og
gekk til hennar. Ja'cnvel í
myrkrinu gat ég séð, að hún
var í niiklu uppnámi.
— Heyrðu, sagði hún. — Sú
saga gengur, að henni hafi
verið byrlað eitur. Er það
satt? Heldur þú, að það sé
satt?
— Það er álitið, svaraði ég
gætilega.
-i- Sléþpa þeir þá ekki Charl
ie úr háldi?
— Þáð er ekki víst. En það
lítur óiiéitanlega betur út fýr
ir hanii.
— Segðu mér, hvernig þetta
bar að, þá skal ég segja jþér
dálítiði sem ég véit. Átti þessi
Florence rtokkurn þátt í þvi?
Hún vár ein í herberginu þínu,
vofándi ýfir áhaldabakkan-
nm.
— tíg veit það ekki. Hún
gæti hafa gert það. Spurning
in er bara, hvort'hún gerði
það.
Þá gat hún ekki lengur lum
að á sínum eigin fréttúm.
— Mér var einmitt að detta
svölítið í hug, sagði hún.
— Þó veit ég ekki hvers
vegna ég er að segja þér þaö.
Bepnilega af því, að ég get
ekki talað við neinn annan.
Fólkið héima hjá mér get ég
ekki talað við. Þau trúa því,
að Charlie sé sekur, og vilja
ekki tala við mig. Þú sást
hvernig Florence horfði á mig
í morgun?
— Já.
— Eg vissi ekki til að ég
hefði séð hana áður, en þekkti
hana undir eins og hún kynnti
sig. Hún var vinkona Her-
berts. Þau voru meira að
segja mjög nánir vinir* þar til
hann kynntist mér. Þar méð
var því lokið, og ég hef lúmsk
an grun um, að hún hafi ekki
vérið ýkja hrifin af því.
Já, ég gat rétt ímyndað rrtér,
að Fiorencé hefði ekki verið
sem hrifnust af því. Eg fór
að hugsa með mér, hvort
Paula væri komin til þess að
segja mér af giftingu þeirra
Herberts og það með, að Flor
ence hefði komizt að því. En
reyndin varð allt önnur, og ef
til vill mun meira áriðandi.
Eins og hún hafði áður sagt,
höfðu þau Herbert farið í
kvikmyndahús á mánudags
kvöldið. Dimmt var i húsinu
að vonum, og húnu hafði enga
athygli veitt þeim er næstir
sátu. Þegar þau komu svo út, j
hafði hún uppgötvað, að taska
hennar hafði gleymzt inni,
og fór inn aftur til þess að ná
í hana.
Hún lá undir sætinu, hún
tók hana þar og sneri út aft
ur. Herbert var að lesa blað,
og Paula leit í tösku sína til
að sjá hvort nokkuð vantaði.
Það var allt með felldu, útan
að lyklar hennr.r að Mitchell
húsinu voru horfnir. Hún gaf
mér nánar gætur, þegar hún
nefndi lyklana, en ég lét mér
hvergi bregða.
—Þeir voru horfnir, sagði
hún. — Eg var með þá um
kvöldið, en þeir voru horfnir.
En aðalatriðið var, að með
an þau þarna, kom Florence
út úr kvikmyndahúsinu. Her
bert sá ’nana ekki. Hann var
harla ókátur yfir lýklatap-1
inu, en lét hana hafa sína
ejgin lykla á hring, merktum
upphaísstöfum hans. Það voru
lyklarnir sem Charlie Elliot
kastaði út um gluggann, beg
ar hann var króaður inn í
Mitchell húsinu.
— Ertu viss um, að það
hafi verið Florence?
— Já. Eg var viss um það,
strax og ég sá hana í her
berginu þínu, að ég hafði séð
þessa manneskju einhvers
staðar áður.
— Og þú ert viss uin að hafa
verið með lyklana?
— Handviss.
— Gat enginn heima hjá
þér hafa fuiidið þá og gert
þá upptæka, áður en þú
fórst?
Hún hugsaði sig um, mér
fanhst hún óörugg. Svo neit
aði hún. Þar vissi enginn, að
hún hefði þá. Nei. þeim hlyti
að hafa veriö stoliö í kvik
mvndahúgíinu, og hver svo
sem gerði það vissi hvar þeir
voru, og haiði nanbað tösk
unni af hnjám hennar.
— Tókstu ekki eftir neinum
þeirra, sem næstir sátu?
— Það var svo dimmt, að
ég sá engann. En hún var þar.
Meira að segja nærri. Ef til
vill við hliðina á mér.
— Hvers vegna fórstu elcki
á lögreglustöðina með þetta?
Hver sá, sem hafði lykla að
húsinu gat komizt inn þessa
nótt, eða hvað? Og þú segir að
Charlie Eiliot hafi ekki far
ið inn.
Hún hristi höfuðið.
— En hann fór inn, sagði
hún vonleysislega. — Þeix
höfðu það út úr mér. Við rif
uinst um nóttina, og hann
tók þá af mér. Hann tók tösk
una míria með lýklunum.
Hann vissi um þá þar. Þess
vegrta elti ég hann, og þess
vegna varð ég að sækja stig
ann. En ef einhver annar
hafði lykla líka. hvað getur
þá ekki hafa skeð? Sá eða sú
kom á undan Charlie, eins og
hann heldur fram, og Her-
bert var dáinn þegar Charlie
kom.
— Hvers vegna flutti hann
þá líkið til?
— Hann hreyfði aldrei við
því! Hver segir það? Hann
heyrði í einhverjum niðri, og
snaraðist út um gluggann út
á þak.
—• Júlía gerði játningu áð
ur en hún dó, Paula. Hún seg
ist hafa séð hann færa líkið.
— Hún laug því! hrópaði
hún reiöilega. — Hún hefur
aldrei séð það. Þegar Charlie
kom að honum lá hann fram
an við borðið, byssan á gólf
inu við hliö hans og olía og
óhreinindi á blaði á borðinu,
eins og hann hefði verið aö
hreinsa byssuna. Charlie datt
ekki annaö í hug en þetta
væri slys, en langaði ekki að
einhver kæmi að honum þar.
Hann sá í hendi sér hvernig
það yrði útlagt. Svo faldi hann
sig bak við reykháfinn úti á
þaki, þar til lögreglan fór.
í þessari andrá sveigði lög
reglúbiíinn inn í garðinn.
24. kafli.
Priðja dauyýsfall.
Eg man nokkur einstök at-
riði frá þesari hræðilegu nótt
alveg sérstaklega vel. Eitt
þeirra er andlit Hugos, þegar
hann talaði við mig í síðasta
sinn, Paula og áköf rödd henn
ar og síðast en ekki sízt koma
lögreglubilsins. Evans kom
fyrst út, þá Elliot og loks lög
regluforinginn.
Mér er sem ég heyri Paulu
grípa andann á lofti, sjái
Þáttur kirkjunnar
Hjarta - höfuð
Til er lítil bók á ensku, sem
heitir „Power through prayer“.
Máttur bænarinnar. Margir kafl
ar þessarar bókar líkjast Ijóð-
um að formi, stíl og fegurð.
Hún er meðal beztu bóka sinn-
ar tegundar á þessari öld. Hér
birtist einn þáttur úr henni
lauslega þýddur. — Höfundur
hennar heitir E. M. Bounds.
„Hjarta, kraftur tilfinning-
anna er frelsari heimsins. Höf-
uðkraftur hugsunarinnar bjarg-
ar öllu. Gáfur, hugvit, glæsi-
leikij máttur, greind, bjargar
ekki.
Fagnaðarerindið flæðir gegn
um hjörtun. Allir öflugustu
kraftar eru tilfinningalegs eðlis.
Allur sannur yndisþokki kemur
frá hjartanu. Stórt hjarta mynd
ar mikinn persónuleika. Stórt
hjarta skapar guðdómlegan per-
sónuleika. Guð er kærleikur.
Ekkert er kærleikanum æðra,
ekkert Guði meira. Hjörtun
skapa himnaríki. Himnaríki er
kærleikur.
Ekkert er göfugra, ekkert
yndislegra en ríki himnanna.
Það er hjarlað, ekki höfuðið,
sem veitir hina miklu prédik-
ara af Guðs náð. Hjartað er í
öllu hið þýðingarmesta á vegi
trúarinnar. Hjartað verður að
tala frá prédikunarstólnum.
Hjartað verður að hlusta í
kirkjustólnum. Við þjónum
Guði raunverulega í hjörtum
okkar. Litning höfuðsins á ekki
farveg inn í himininn.
Það eru menn hjartans, sem
veröldin þarfnast til að skilja
sitt böl, kyssa brott harm sihn
og kvíða, kehna í brjósti um
sig í eymd sinni og létta þján-
ingum sínum.
Kristur var sérstakt barn sorg
arinnar af því að hann var frá-
bær sonur hjartans.
„Gef mér hjarta þitt,“ er á-
skorun Guðs til mannanna.
Embæltisþjónusta er hjarta-
laus þjónusta. Þegar launin aga
stóran hlut í prestsþjónustu á
hjartað lítinn hluta.
Við getum gjört préditoun að
gróðabralli, en ekki sett hjört-
un í ágóðann. Sá, sem setur.
eiginhagsmuni á oddinn í pré-
dikun sinni, setur hjartað til
hliðar.
Sá, sem ekki sáir með hjart-
anu í starfi sínu mun aldrei upp
skera Guði til dýrðar.
Bænaklefinn er vinnustofa
hjartans. Þar getum við lært
meira um hvernig og hvað á
að prédika en á bókasöfnum.
„Jesús grét“, er stytzta og
■stærsta versið í Biblíunni.
Það er hann sem gengur fram
grátandi ekki prédikandi, ber-
andi dýrmætt sáð. Það er hann,
sem kemur aftur fagnandi, flytj
andi kornbundin með sér.
Bænin gefur skilning, veitir
speki, breikkar og styrkir vit-
undna.“
ItKii
ÍSLENZK ULL — ÍSLENZK VINNA
íslenzkir gólfdreglar
Wilton veínaður
Mörg mynstur - fallegir litit
14 ára reynsla.
Breidd 70 cm — 1225 þræíir — þrinnatS band,
14 ára reynsla.
100% íslenzk ull
Teppaleggjum íbúíSir, stiga og forstofur horna á milli
Einmg skrifstofur, kirkjur, samkomuhús, bíó o. fl.
Sparið gólfdúk.
ÖII vinna unnin af fagmönnum.
KomiS meSan úrvali'S er mest. — AthugiS ver$ og gæíi
áSur en þér kaupiÖ annars staÖar.
V A N T 1 yÖur sérstakan lit eÖa mynztur, þá komiS til okkar.
Sími 17360, afgreiðslan —r 23570, skrifstofán
Skúlagötu 51 (hús SjóklætSagerSar Islands).
Sími 17360, afgreiðslan — 23570, skrifstoían.