Tíminn - 20.08.1959, Page 6

Tíminn - 20.08.1959, Page 6
e» T f M I N N, fimmtudaginn 20. ágúst 1050, Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjúri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglysingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda húsnæðisskortinum HÉR í blaðinu í gær, var sú saga rakin, hvernig Sjálfstæð isflokkurinn hefði unniö að því aö svæfa á hinu nýlokna þingi tillögu Þórarins Þórains sonar um ráöstafanir til fjáröflunar fyrir Byggingar- sjóð ríkisins. Naut Sjálfstæð- isflokkurinn þar fulltingis Alþýðuflokksins eins og við önnur myrkraverk sín um þessar mundir. Fyrir þá, sem hafa lesið Mbl. undanfarjn misseri, kemur þessi framkoma Sjálf stæöisflokksins sennilega nokkuð á óvart. Meðan vinstri stjórnin sat aö völd- um, átaldi Mbl. hana mjög fyrir þaö, aö hún útvegaði ekki nægilegt fjármagn til íbúðalána. Þá fluttu og Sj álfstæðismenn tillögur um, að stórt erlent lán yröi tekið í þessu skyni. Ef nokk urt mark heföi mátt taka á þessu, hefði Sjálfstæðisflokk urinn átt að taka tillögu Þór arins Þórarinssonar vel eða aö benda þá á önnur úrræði í staöinn. Hann gerði hvor- ugt. Hann stakk málinu hreinlega undir stól og gerði ekki neitt. FYRIR þá, sem þekkja hina réttu afstöðu Sjálfstæð isflokksins til þessara mála, kemur þetta hins vegar ekki neitt á óvart. Hann hefur alltaf barizt meðan hann hef ur getað og þorað gegn allri opinberri viðleitni til að styrkja efnalítið fólk til að eignast eigið húsnæði. For- ystumenn hans sögðu, þegar Framsóknarflokkurinn flutti fyrst frv. um byggingasjóð sveitanna, að með því væri stefnt að því að gera bændur að ölmusulýð. Þegar Héðinn Valdimarsson flutti fyrsta frv. um verkamannabústaði, sögðu talsmenn Sjálfstæðis- flokksins, að hið bezta, sem hið opinbera gæti gert í hús- næðismálum, væri að gera ekki neitt. Og að sjálfsögðu gfeiddu Sjálfstæðismenn at- kvæði bæði gegn' byggingar- sjéíðl sveitanna og verka- mannabústöðum. SÍÐAN þetta gerðist, hafa forystumenn Sjálfstæð isflokksins vitanlega ýmis- legt lært. Þeir hafa m. a. lært það, að það er ekki sig urvænlegt að hafa yfirlýsta sömu afstöðuna og flokkur- inn hafði, þegar fyrstu lögin um byggingasjóð sveitanna og verkamannabústaðina voru samþykkt. Þess vegna læst hann nú vera fylgjandi slíkum aðgeröum i orði kveðnu. Öll viðleitni hans beinjst- hins "Vegar að því, að takmarka slíka starfsemi sem mest. Þess yegna felldi hann það á -siöastl. vetri, að verulegum hluta af tekjuaf- gangi rikisins 1958 yrði varið til íbúðalána. Af sömu á- stæðu lét hann svæfa til- lögu Þórarins Þórarinssonar nú. Það sýnir bezt, hvílíkt auðnuleysi hefur nú hent Al- þýðuflokkinn, að hann skuli veita Sjálfstæðisflokknum aö stoð við slíkar aðfarir. ÞAÐ er ekki ófróðlegt í þessu sambandi að rifja upp ástæðuna fyrir því, að Sjálf stæðisflokkurinn vinnur nú markvisst að því að draga starfsemi Byggingasjóðs rík- isins sem mest saman og hindrar því ráðstafanir til að afla honum aukins fjár- magns. Ástæðan er sú, að verðbólgugróðamennirnir, er ráöa nú mestu í Sjálfstæðis- flokknum, hafa ekki grætt á öðru meira en húsnæðisskort inum. Það er mikið hags- munamál þeirra, að hann haldist áfram. Þess vegna vinna þeir að því öllum árum að takmarka starfsemi Bygg ingasjóðs ríkisins. Menn hafa hér skýringu á því, að auknar ráðstafanir til að draga úr húsnæðis- skortinum og hjálpa efna- litlu fólki til að eignast eig- in húsnæði, verða ekki gerð- ar, ef Sjálfstæöisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn eiga að ráða. Slíkar ráðstafanir veröa aðeins tryggðar með því að efla Fram,$óknar- flokkinn, er hefur haft aöal- fyrstu um nær allar raun- hæfar ráðstafanir, sem hafa verið gerðar í þessa átt. Skerðingarákvæðið BLOÐ Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins keppast nú við að lýsa yfir því, að flokkar þeirra vilji fella nið- ur ákvæði tryggingarlaganna um skerðingu á elli- og ör- orkulífeyri. Flestum mun þó ganga erf iðiega að trúa þessu, þar sem þessir flokkar hjálpast að því á nýloknu Alþingi að koma í veg fyrir afnám þessa ákvæðis. Verður að telja það næsta ólíklegt, að flokkarnir verði fúsari til þess að af- loknum kosningum en fyrir þær. Sú afstaða Sjálfstæðis- flokksins, að vilja halda í þessa skerðingu, getur ver- ið skiljanleg. Stórgróðamenn ina skiptir þessi skerðing litlu máli. Afstaða Alþýðuflokksins er hins vegar önnur. Hann' hef ur áður veriö andvígur þessu ákvæði. Innan vébanda hans er talsvert af fólki, sem þessi skerðing bitnar á. Hann verð ur að fórna hagsmunum þess á altari íhaldssamvinnunnar. Það má vel ráða af þessu máli, hvað í vændum er, ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fara með völd saman. I ERLENT YFIRLIT: iiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimmMHiirf.. Grivas snýst gegn Makarios Makaríos ver sig meft Jjví a<S þrengja að herstöívum Breta MEÐAN baráttan stóð sem = 'hæst á Kýpur gegn yfirdrottn- = un Breta þar, bar mest á tveim- = ur mönnum, Makaríos erki- | biskupi, sem var hinn andlegi | leiðtogi sjálfstæðishreyfingar- l innar og Bretar dæmdu til út- | legðar, og Grívas ofursta. sem § var foringi skæruliðahreyfing- | arinnar og tókst að fara huldu | höfði á Kýpur, þótt Bretar | legðu mikið fé til höfuðs hon- | um. Samstarf þessara manna, | sem um flest eru þó ólíkir, átti | meginþátt í því, að Bretar tóku | þann kost að lála undan síga | og féllust á þá lausn á síðastl. | vctri, að Kýpur yrði gerð að | sjálfstæðu lýðveldi. Makaríos | var aðalleiðtogi Kýpurbúa við | þá samninga. ÞAÐ VAR aldrei fulikinn- | ugt á þeim tíma, hvort Grivas | væri fylgjandi þeSsu samkomu- | lagi. Hann fýsti aldrei stuðn- | ingi sínum við það. Slíkt va • | ekki heldur eðlilegt, því að ti - | gangur hans hafði alltaf Verið | sá að innlima Kýpur í Grikk | land, enda hafði það upphaf- | lega verið takmark sjálfstæðis- | hreyfingarinnar. Grívas cr | Grikki en ekki Kýpurbúi og 1 hefur alltaf verið í röð æstustu § grískra þjóðernisnnna. Hann | tók þátt í fasistískum þjóðernis | flokki fyrir styrjöldina, gat sér | mikið frægðarorð í henni, og | eftir hana var hann foringi I skæruliða. er börðust gegn | kommúnistum. Herfrægð hans I ræður miklu um það, að Makar-- = ios fékk hann til Kýpur til = að skipuleggja skæruliðasam- | tökin þar. Grívas kom því til | Kýpur í þeim tilgangi að inn- | lima eyjuna í Grikkland, og | því mátti búast við, aö hann = yrði lítt ánægður með þá lausn, 1 að Kýpur yrði sjálfstætt lýð- i veldi. Það var líka mjög hljótt | um það, er hann fór frá Kýpur | á síðast iiðnu vori eftir að | skæruliðahreyfingin, EOKA, 1 hafði verið lögð niður. Hann | lýsti þá yfir því, að hann | myndi ekki koma þangað aftur. ÞRÁTT fyrir þetta, var al- | mcnnt búizt við því, að Grívas | myndi ekki hefja baráttu gegn = samkomulaginu um Kýpur. Sú | hefur þó ekki orðið raunin. | Grívas hefur ekki getað stillt I sig, enda er það í mestu sam- = ræmi við skaplyndi hans. Hann = hefur nú látið uppi andstöðu | sína við sainkomulagið um Kýp 1 ur og einkum fordæmt grísku stjórnina fyrir að falla frá þeirri stefnu, að Kýnur verði innlimuð í GrikKland. Enn sem komið er, hefur hann þó ekki hlotið miklar undirtektir hvorki í Grikklandi né á Kýp- Makarios ur. Gríska stjórnin hefur tckið eindregna andstöðu gegn hon- um og sama hefur Makaríos gert. Því fer þó fjarri, að rétt sé að telja Grívas úr sögunni. Hann getur hæglega átt eftir að verða leiðtogi í einræðis- sinnuðum hægri flokki i Grikk landi, einkum ef stjórn Kara- manlis misheppnast. Hann get- ur einnig aftur náð fótfestu á Kýpur, ef framkvæmd sam- komulagsins misheppnaðist. Þegar hefur verið hafizí handa um að stofna þar leynisamtök í anda hans, KEM. Þó er ekki búizt við að þau nái neinni teljandi fótfestu að sinni. Mak- aríos hefur þegar fordæmt þau opinberlega og hinn grískumæl andi hluti Kýpurbúa virðist standa nær einhuga að baki honum. Menn trúa á hann sem óvenjulega farsælan og hygg- inn stjórnmálamann. MAKARÍOS biða hins veg- ar mörg vandasöm verkefni. Eitt hið helzta þeirra er að tryggja góða sambúð við tyrkn eska minnihlutann. Það virðist spá góðu, að honum hefur tek- izt að ná góðu samstarf við Kutehuk, foringja Tyrkja. Þó hefur enn vart revnt fullkom- lega á það, hvernig sarnbúð þjóðarbrotanna verður í hinu nýja lýðveldi. Almennt er á- litið, að ekki séu aðrir m nn vænlegri til að leysa þann vanda en þeir MaKaríos og Kut- chuk. Annað vandaverk, sem bíður Makaríos, er að byggja upp öfl ugan stjórnmálafiokk eða fylk ingu grískumælandi manna. Þetta virðist honum ætla að takast. Horfur eru á, að fiokk- ur hans muni starfa á breiðum grundvell:, en vinstri stefna setja þó aðalsvip á starf hans. Vafasamt er, hvort Makaríos tekur sjálfur beinan þátt í starfi þessara samtaka, held- ur kjósi hann að standa utan og ofan við alla flokka. Þá er það mikið verk og erf- itt að byggja upp atvinnuvegi Kýpur og tryggja þar batnandi afkomu. Slikt verður naumast gért, nema með verulegri að- stoð frá öðrum þjóðum. BRETAR virðast enn gruna Makaríos um græsku, þrátt fyrir samkomulagið í vet- ur. Brezk blöð láta í ljós nokk- urn ugg vegna þess, hve Mak- aríos gerir sér dátt við vinstri menn, jafnvel kommúnista. Aðalótti Breta stendur þó !í beinu sambandi við herstöðv- ar þær. sem þeir eiga að :fá að halda áfram á Kýpur sam- kvæml samkomulaginu í vet- ur. Makaríos hefur jafnan sett fram bá kröfu, að Bretar megi ekki fara með neina stjórn á Kýpur, er skerði vald stjórnarvaklanna þar. í framkvæmd myndi þetta þýða það, að Bretar hefðu miklu minna gagn herstöðvanna en ella. Bretar óttast, að Makaríos eigi eftir að sækja í sig veðrið á þessu sviði og stefni jafn- vel að því, þótt hann láti það ekki uppi enn, að hrekja þá alveg 1 burtu. Það sé a.m.k. ekki útilokað, að Makaríos grípi til þess að heimta Breta í burtu, ef honum stæði ein- hver ótti af Grívas og þyrfti að hamla gegn áhrifum hans. Fátt er enn vinsælla á Kýpur en að vera á móti Bretum. Makaríos getur líka haft all- gott vopn með því að benda Brelum á, að það eina, sem þeir ynnu með því að steypa honum úr stóli, væri að fá Grívas í staðinn. Bretar eru því að verða í vafa um, að þeir fái lengi haldið herstöðvum sínum á Kýpur, þrátt fyrir samkomu- lagið í vetur. Þ.Þ. ÍHUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIMIMIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIIIIIIIMMHIIIIIIIIÍ Samin verði skrá um mannanöfn Prestafélag Yestfjarða liélt að alfund sinn á Þingeyri um síð- ustu helgi. í upphafi fundarins minntust fundarmenn séra Sigtryggs Guð- laugssonar á Núpi, sem jarðsett ur var daginn áður að Sæbóli á Ingjaldssandi, en séra Sigtryggur var heiðursfélagi Prestafélags Vestfjarða. Formaður félagsins séra Sigurð ur Kristjánsson flutti skýrslu stjórnarinnar, en þgr á eftir fram sögu í fyrsta aðalmáli fundarins: Framkvæmd aukaverka. Umræður urðu miklar. í sambandi við mál þetta voru eftirfarandi samþykkt ir gerðar: 1. „Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða, haldinn á Þingeyri 9. og 10. ágúst 1959, beinir þeim til mælum til biskups landsins, að hann hlutist til um að heimspeki- deild Háskólans semji nafnaskrá um íslenzk mannanöfn, samkvæmt gildandi lögum, þar sem prestun Frá aðalfundi Pres um er mikil þörf hennar, og al- menningi til stuðnings og leið- beiningar” 2. „Fundurinn beinir þeim til mælum til biskups, að hann athugi möguleika á, að gefinn verði út leiðarvísir um framkvæmd prests verka.“ 3. „Aðalfundur Prestafélags Vest fjarða, haldinn á Þingeyri 9. og 10. ágúst 1959, beinir þeim tilmælum til biskups landsins, að uninn verði bráðu,. bugur að því að taka i saman og gefa út í einu lagi gild andi lög og reglugerðiv um kirkju mál, prestum og sóknarnefndum til hagræðis." Annað aðalmál fundarins var: Kristileg æskulýðsmót. Framsögu hafði séra Tómas Guðmundsson, Patreksfirði. Um það urðu mjög almennar umræður. í lok þeirra var samþykkt eftirfarandi: él. Vestfjarfta á Þingeyri „Fundurinn þakkar hlutaðeig- endum framkvæmd æskulýðsmót anna á félagssvæðinu og leggur á herzlu á, að þeim sé haldið áfram og aukinn sé undibúningur þeirra heima fyrir. Felur fundurinn fram kvæmdanefnd mótanna að gera þegav í haust áætlun um undir- búningsstarf fyrir næsta mót og senda út dagskrá þess í.aðaldrátt um. Að öðru leyti skal vlsa'ð til umræðna á fundinum um einstQk framkvæmdaatriði.“ Þá var rætt um útgáfu á riti félagsins, Lindinni, og ákveðið að gefa hana út svo fljótt >sem því yrði við komið. Stjórn félagsins skipa: Formað ur séra Sigurður Kristjánsson, prófastur ísafirði, gjaldkeri séra Tómas Guðmund-sson, Patreksfirði ritari séra Jón Kr. ísfeld, prófast ur á Bíldudal.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.