Tíminn - 22.08.1959, Page 4
4
TÍMINN, laxigardagiiin 22. ágúst 1959.
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjómin og blaSamenn).
Auglýsingasími 19523. * Afgreiðslan 1232S
Prentsm. Edda hf. Simi eftir :(d. 18: 13 940
Ranglæti veltuútsvarsins
Á SÍÐASTL. ári kom hing
aö til lands sænskur hag-
fræðingur, Nils Vasthagen
prófessor, til fcess aö semja
álitsgerð um skattamál ís-
lenzkra fyrirtækja. Höfðu
iðnrekendur og fleiri aöilar
fariÉS þess á leit, að erlendur
fi’æðimaður yrði fenginn
hingað til þess að segja álit
sitt um þessi mál.
Vásthagen prófessor skilaði
ýtarlegri skýrslu um athugun
sína og benti á ýmsar leiðir
til aö bæta hlut fyrirtækja
til fjármagnsmyndunar í
sambandi viö skattlagningu.
Flestar þær tillögur hans,
er snertu skattaálögur ríkis-
ins, iágu þá fyrir Alþingi í
frumvarpi, sem hafði verið
flutt að tilhlutun þáv. fjár-
málaráðherra, Eysteins Jóns
sonar, og varö það nokkru síð
an að lögum. Að því er ríkið
snertir, hefur því mjög 'ver-
ið bættur hlutur fyrirtækja í
sambandi við skattamálin
frá því, sem var, þegar Sjálf
stæðisflokkurinn lét af
stjórn fjármála ríkisins í
ársbyrjun 1950.
AÐ dómi Vasthagens pró
fessors var það útsvarsálagn
ing bæjar- og sveitarfélaga,
sem lék fyrirtækin larígverst
og þó fyrst og fremst hið svo
kallaða yeltuútsvar. í ný-
komnu hefti af ársfjórðungs
ritinu „íslenzkur iðnaður,“
sem Félag ísl. iðnrekenda gef
ur út, eru rifjuð upp nokkur
ummæli Vásthagens prófess-
ors um veltuútsvarið. Meðal
annars farast honum orð um
það á þessa leiö:
„Getið hefur verið þess
sérkennilega skatts, veltu-
útsvarsins, sem lagöur er á
veltu fyrirtækjanna. Ókostir
skattkerfis sveitarfélaganna,
sem drepið var á hér rétt áð
ur, eiga sérstaklega við um
þennan skatt. Mér virðist,
hann vera algerlega ósam-
ræmanlegur skattkerfi, sem
byggist á þeirri meginreglu
að skattlegja hreinar tekjur.
. . . Sýnt hefur verið, að
þetta veltuútsvar nemur í
vissum atvinnugreinum veru
lega hærri upphæð en skatt
skyldar tekjur, en við ákvörð
un þeirra má ekki draga frá
veltuútsvarið. Það vekur undr
un, þetta skuli ekki hafa
verið talið brjóta í bága við
regluna um skatt. „eftir efn
um og ástæðum."
Með því að leggja á þennan
veltuskatt geta sveitar-
stjórnirnar hamalð verulega
þróun fyrirtækja og gert viss“
ar atvinnugreinar algerlega
óaröbærar. Skattlagning á
veltu virðist hafa slíkar efna
hagsafleiðingar að sveitarfé-
lögunum ætti ekki að vera
heimilt að beita henni."
SIÁKUR er dómoir hins
sænska fræðimanns um
veltuútsvarið, sem hann gef
ur í skyn, að- hvergi þekkist
nema á Íslandí, a. m, k. í því
formi, sem það tíðkast hér,
Það leggst á án alls tillits til
tekna og efnahags fyrirtækj
anna. Yfirleitt leggst það
ósanngjarnlegast á-þau fyr-
irtæki, sem bjóða almenningi
bezt kjör og hafa því mikla
veltu en lítinn gróða. Hin,
sem framleiða eða selja lítið,
en hafa . háa álagningu,
sleppa langbezt. Þess vegna
ýtir veltuútsvarið mjög und
ir öfugþróun í verðlagsmál-
um og starfsháttum fyrir-
tækja, jafnframt því, sem
það tálmar eðlilega fjár-
magnsmyndun þeirra.
Það er í sambandi við veltu
útsvarið, sem kaupfélögin
standa heldur betur að vigi
en einkafyrirtæki, þar sem
það leggst ekki á viöskipti
við félagsmenn, og þau þurfa
ekki heldur, samkv. hæsta-
réttardómi, að borga veltu-
útsvar, sem er umfram tekj-
ur. Það verða einkafyrirtæk-
in hins vegar oft aö gera.
í Reykjavík hefur veltuút
svarið numið 0,5—5% af
heildarveltu og getur því í
mörgum tilfellum orðiö mjög
tilfinnanlegt. ,
ÞAÐ hefur, verið álit Fram
sóknarmanna, að veltuút-
svarið væri óviðunandi í
núv. mynd sinni vegna þess
hve það léki einkafyrirtækin
grálega og óréttlátlega. Hér
yrði óhjákvæmilega að finna
leiðir til úrbóta og kemur þar
sithvað til athugunar. Lág
mark virðist t. d. ,að einkafyr
irtækin fengju ekki lakari
aðstöðu en samvinnufélögin
hafa nú. Til þess að efla heil
brigða fjármagnsmyndun fyr
irtækja, þyrfti þó að ganga
lengra. Hingað til hafa allar
úrbætur í þessum efnum, —
einkum þó varðandi Reykja
vík, þar sem veltuútsvörin
eru hlutfallslega stærstur
hluti útsvaranna— strandað
á því, að ekki hefur náðst
samkomulag um tekjustofn
í staðinn. Að því verður að
stefna, jafnframt því, sem
draga þarf saman kostnað-
Inn við bæjarreksturinn og
mæta á þann hátt lækkun
tekna, sem leiddi af afnámi
veltuútsvarsins í ,núv. mynd
sinn..
Sá flokkur, sem lengst hef
ur gengiö í því að leggja á
veltuútsvar, Sjálfstæðisflokk
urinn, hefur verið furðulega
tómlátur um að beita sér fyr
ir úrbótum á þessu sviði. T.
d. hefur hann ekkert gert
síðan núv. stjórn kom til
valda til þess að fá þetta
mál leyst. Verðbólgubraskar-
arnir, sem miklu ráða í
flokknum, sleppa líka furðu
vel við þennan skatt.
Kannske skýrir það að
nokkru tómlæti-Sjálfstæðis-
flokksins í þessum enum. En
jafnframt sýnir það, að Sjálf
stæðisflokknum er ekki
treystandi til að draga úr
ranglátri skatpíningu, þótt
hann tali fagurlega um það.
ERLENT YFIRLIT:
Leysir Krustjoff Berlínarmáliö?
Sögusagnir um nýiar tillögur, sem hann muni leggja fvrir Eisenhower
ÞAÐ MÁL, sem öðrum
| fremur verður rætt, er fund-
1 um þeirra Eisenhowers og
1 Krustjoffs ber saman, verður
| Berlínarmálið. Meginástæðan
1 til þess, að Eisenhower fór inn
| á þá braut að bjóða Krustjoff
| heim, var sú, að hann vildi
H freista þoss á þann hátt að
| finna lausn á þessu vanda-
| máli, eftir að Ijóst var orðið,
| að ekki næðist neitt samkomu-
| lag um það á utanrikisráðherra
| fundinum í Genf. Því aðeins
| verður eining um það milli
| vestrænna þjóða að láta þar
| hart mæta hörðu, að áður hafi
| allar leiðir verið reyndar til
| samkomulags. Fyrir Rússa
| veður líka þeim mun örðugra
| að beita þar ofríki, sem meira
| hefur áður verið reynt til þess
1 að finna friðsamlegá láusn á
| deilunni.
| Yfirleitt mun það lika talinn
= mælikvarði á það, hvort fundir
| þeirra Eisenhowers og Krust-
| joffs þoka málunum í rétta
| átt, hver verður árangur þeirra
| í sambandi við Belínardeiluna.
I Ef hún verður jafn óleyst eftir
1 sem áður. að þessum fundum
1 loknum hvílir áfram helzti
| skugginn yfir sambúð vesturs
| og austurs í Evrópu. ___________
E ■
ÞAÐ ER nú yfirleitt talið,
| að Krustjoff sé orðið ljóst, að
| vesturveldin geta ekki fallizt
| á kröfur hans um að veikja að-
i stöðu sína í ‘ Vestur-Berlín,
i nema Rússar slaki eitthvað til
É á rnóti. Líklegt þykir einnig,
| að Krustjoff sé ljóst, að póli-
| tísk vigstaða hans sé ekki góð,
i ef hann heldur þessum kröfum
i einhliða til streitu. Eftir heim
I boð það, sem hann hefur fengið
= frá Eisenhower, sé líka yfir-
= leitt ætlazt- til þess af. honum,
| jafnt erlendis sem heima fyrir,
| að hann sýni meiri tilhliðrun
1 en áður.
| í framhaldi af þessu gengur
| nú all.s konar orðrómur um
| nýjar tillögur, er Krustjoff
1 muni bera fram, er hann hittir
1 Eisenhowtr, um lausn Berlín-
I ardeilunnar. Þessi orðrómur
| er nú mjög ræddur í erlendum
| blöðum og hann er talinn
I skapa talsvérða óvissu og nokk
| urn ugg hjá ráðamönnum í
| Vestur-Evrópu.
TVÆR sögur eru nú eink-
| um í gangi varðandi þær til-
| llögur, sem lí'klegt þykir, að
| KrustjofÍE muni leggja fyrir Eis
| enhower.
| Önnur sagan er sú. að þeg-
ar dr. Milton Eisenhcwer, bróð-
ir forsetans var fyrir nokkru
staddur í -Moskvu, en hann
fór þangað með 'Nixon, hafi
Krustjoff rætt við hann eins-
lega um Berlínarmálið. í við-
ræðum þessum, er Krustjoff
sagður hafa stungið upp á því,
að Vestur-Berlín yrði alveg
sameinuð Vestur-Þýzkalandi,
en samið vrði um flutninga til
borgarinnar miili Vestur-Þýzka
lands og Austur-Þýzkalands.
Herlið vesturveldanna yrði
flutt frá Berlín, eftir að skipan
þess kæmist á. Sögusagnir
herma er.n fremur, að Milton
■Eiísenhower sé þessari lausn
fylgjandi, en hann er sagður
hafa manna mest áhrif á bróð-
Krustjoff
ur sinn síðan Dulles leið. f
vesturþýzkum blöðum er þess-
ari lausn andmælt, þar sem
hún myndi jafngilda viður-
kenningu á Austur-Þýzkalandi.
Hin sagan er sú, að austur-
þýzka stjörnin sé nú að undir-
búa flutning ó stjórnarskrif-
stofum frá Austur-Berlín til
Potsdam og jafnframt hyggj-
ast helztu ráðamenn hennar að
setjast að í Potsdam. Þetta er
lal^ð standa í sambandi við þá
fyrirætlun Krustjoffs að bei-a
fram þá tillögu við Eisenhow-
er, að Vestur-Berlín og Aust-
ur-Berlín verði sameinuð undir
aíþjóðlega stjórn, t.d. útnefndri
af Sameinuðu þjóðunum.
ENGINN dómur skal lagð-
ur á það hér, hvað er hæft í
þessum sögum. Hitt má hins
vegar telja líklegt. að Krustj-
off beri fram einhverjar nýj-
(ár tillögur og bjóði jafnvel
upp á me.ira en eina lausn. |
Það er greinilega Ijóst, að í 1
taflinu um Berlin, sem fer É
fram á fundum þeirra Eisen- |
howers og Krustjoffs, hefur sá |
síðarnefndi ólíkt betri aðstöðu. |
Hann hefur aðstöðu til að 1
bjóða það, sem honum þóknast |
en Eisenhower verður bundinn |
í báða skó. Hann getur ekki |
boðið neitt til lausnar Berlín- 1
ardeilunn:, sem bandamenn =
hans eru ekki samþykkir. eink 1
um þó Vestur-Þjóðverjar. |
Hann getur einnig átt á hættu i
harða gagnrýni heima fyrir, ef |
hann býður eitthvað eða fellst 1
á eitthvað, sem hægt verður |
að túlika þannig, að það sé |
meiri ávinningur fyrir Rússa 1
en vesturveldin. Senniiega |
mun hann því engar nýjar til- \
lögur béra fram, heldur reyna \
að kynna Krustjoff sem hezt |
viðhorf vesturveldanna og |
leggja til, að ástandið haldizt |
sem mest óbreytt í Berlín, unz |
samningar nást um sameiningu 1
Þýzkalands. |
ÞÓTT Krustjoff hafi bæði =
á þennan og annan hátt rýmri =
áróðursaðstöðu en Eisenhower, |
er fundum peirra ber saman, |
má hann samt vara sig á því, |
að gerasi ekki of klókur. Ef |
það verður of augljóst, að hann |
er aðallega að bera fram á- 1
róðurstillögur, en býður ekki i
neitt raunhæft fram, er getur i
leitt til sátta, geta klókindi |
leitt til að sýna alvöruley.si |
hans. Það skrifast þá á reikn- |
ing hans, ef kalda stríðið held- f
ur áfram eða jíarðnar. Et deilu i
mál eins og Berlínardeilan eiga i
að leysast, verður 'það ekki i
gert í neinu stóru stökki held- i
ur verður að gerast smám sam- |
an með gagnkvæmum tilslök- ,1
unum, er draga úr tortryggn- |
inni á báða bóga. Þetta verður |
vafalaust sú leið. sem Eisen- |
hower bendir á. Fallist Krustj- |
off á hana, mun það þykja |
sönnun fyrir því, að hon- |
um sé ekki síður umhugað um 1
að bæta sambúðina milli aust- f
urs og vesturs.
Þess ber svo að gæta, að eng I
inn á aðveldara með að leysa- 1
Berlínardeiluna en. Krustjoff, |
því raunverulega hefur hann |
átt mestan þátt í því að koma |
henni í óefni með hinum ótail— |
gjörnu kröfum í garð vestur- |
veldanna, er hann setti fram í f
fyrrahaust, §
Þ.Þ. |
llllllllllllll III11 ■ II11IIVII í IVIII lllllllllllll tt lllll lllll iit itíimis
Frá starfi S. Þ.
63 mál á dagskrá allsherjarþmgsins
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna kemur saman í 14. sinn hinn
15. september í aðalstöðvum sam-
takanna í Nev York. Meðal þeirra
stórmála, sem tekin verða til með-
forðar, eru málamiðlun S. Þ. í Al-
sír.stríðinu, aðild Kína að samtök-
unum pg kynþáttavandamálið í
Suður-Afríku.
Á dagskrá þingsins, eins og hún
liggur nú fyrir, eru 63 mál. Auk
hinna venjulegu mála sein fjallað
er um á hverju þingi verður rætt
um möguleikann á því að auka með
Iimatölu Öryggisráðsins og Efna-
hags- og félagsmálaráðsins. Þá
verður og rætt um fjölgun í Al-
þjóðadómstólnun. Öll þessi mál
vorn einnig rædd á síðasta þingi.
Þá eru á dagskrá þingsins um-
ræður um bann við tilraunum með
kjarnavopn.
Af skýrslum sem lagðar verða
fram má nefna skýrslu um njdingu
'kjarnorkunnar og geimsins, skýrsl-
ur um efnahagsþróunina í vanþró-
uðum löndum, þróunina á gæzlu-
verndarsvæðum samtakanna, gæzlu
Iið S.Þ. (m. a.-kostnaðinn við það)
og starf S.Þ. meðal flóttamanna.
Allsherjarþingið verður sett af
formanni sendinefndarinnar frá
Líbanon.
Geðverndarráðstefna í
í Helsinki .......
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(VHO) hélt dagana 24. júní til 3.
júlí ráðstefnu í Helsinki, þar sem
rætt var utn geðverndarmál. Ráð-
stefnuna sóttu um 60 fulltrúar frá
26 Evrópulöndum.
Tilefni ráðstefnunnar var meðal
annars hin sívaxandi útbreiðsla
tauga- og geðsjúkdóma. Um tvær
milljónir af íbúum Evrópu eru nú
undir læknishendi í taugaveiklun-
ardeildum .sjúkrahúsa. Næst á eft-
ir kvefi er taugaveiklun álgengasti
sjúkdómur í iðnaðinum.
Ráðstefnan ræddi árangurinn af
nýjustu aðferðum í meðferð slíkra
sjúkdóma, og jafnframt var rætt
um þær orsakir sem liggja ' til
grundvallar hinni auknu tauga-
veiklun nútímamanna.
Fulltrúarnir voru á einu máli
um ákveðnar meginlínur í sam-
bandi við meðferð geðsjúkdóma:
betri hjúkrun til að ná skjótari ár-
angri; betri menntunarskilyrði
fyrir taugaveikluð börn. til að koma
í veg fjTÍr að þau verði viðloðandi
sjúkrahús eða geðverndarstofnan-
ir alla ævi; skjótari greining geð-
sjúkdóma með samvinnu lækna,
kennara, dómara, lögreglu og
starfsmanna opinberra hjálpar-
stofnana; betri aðbúð og umönn-
un á stofnunum íyrir börn og gam-
almenni; aukinn skilniug almeiin-
ings á eðíi taugaveikluar og loks
auknar rannsóknir.