Tíminn - 26.08.1959, Page 6

Tíminn - 26.08.1959, Page 6
6 T í M I N N, nviðvikudaginn 26. ágúst 1959. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjári og ábm.: Þórarinn Þórarinssoa. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöta Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 'Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 943 Brot úr búnaðarsögu íhaldsins ÍHALÐxÐ er öðru hvoru að smjaðra fyrir bændum og þakkar sér þá jafnan, eins og vænta mátti af slíkum vönd- ugheita flokki, framgang allra framfaramála landbún- aðarins s.l. 40 ár. Minna þykir nú ekki taka því að hafa hólið. Sé hins vegar skyggnzt um bekki sögunnar kemur í ijós, að þessi sagnfræði sér- hagsmunaflokksins er í göt- óttara lagi, þó að ekki séu kannske meiri brögð að óná- kvæmninni í þessum efnum ,en gengur og gerist um aðra hluti á því sómaheimili. Vegna þessa falska ihalds- boðskapar þykir Tímanum rétt aö rifja upp sögu nokk- urra helztu hagsmunamála bændastéttarinnar og af- skiþti íhaldsins af þeim. Að þessu sinni skal þó látið nægja að minna á eitt mál aðeins, en það er saga mjólkurskipulagsins. Á fleira mun drepið síðar. HINA fyrstu hreyfingu til skipulegra vinnubragða um sölu mjólkurafurða er að finna í löggjöf, sem Sigurður i Yzta-Felli og Jörundur Brynjólfsson komu á 1917, fyrir Reykjavík. Annað skref iö er það, að KaupféJag Ey- firðinga stofnaði mjög prýði legt mjólkurbú á Akureyri og kom ágætu skipulagi á mjólkurmál Eyfirðinga. — Þriðji áfanginn er að Fram- sóknarflokkurinn beitir sér fyrir fullkominni löggjöf um mjólkurmál. Framsóknarmenn höfðu forgöngu um alla þessa bar- áttu. íhaldið fékkst aldrei tii þess að nota lögin frá 1917. Það fjandskapaðist út í Mjólkursamlag Eyfirðinga meðan það gat nokkru and- ófi komið við. Það eyðilagði allar nýtilegar tillögur í mjólkurmálunum á þingun- um 1932,1933 og 1934, þar til bændur tóku sjálfir í taura- ana i kosningunum 1934 og sett var löggjög um mjóikur- söluna fyrir atbeina Fram- sóknarflokksins. ÁÐUR en mjólkurskipu lagið kom til sögunnar horfði til fullkomins öngþveitis um mál mjólkurframleiðenda. — Framleiðslan fór eðlilega vax andi en vegna fullkomins skipulagsleysis féll verðið til framleiðenda að sama skapi. Með áframhaldandi skipulags leysi íhaldsins var þessi önn ur aðal framleiðslugrein landbúnaðarins blátt áfram lögð í rúst á fáeinum árum. Segir það sig sjálft hverja þýðingu það hafði fyrir þús- undir sveitabýla í landinu að menningarástand ríkti í þess um málum í stað heimsku- legrar og blindrar sam- keppni, sem öllu var að steypa fram af bakkanum. HVER var svo árangur hins nvia skipulags Fram- áóknarmanna? í stuttu máli sá, að á fyrstu 5 árum þess lækkaði gerilsneyðingar- sölu- og dreifingarkostnaður neyzlumjólkurinnar úr 17,5 aurum í 3,22 aura. Hagnaður bænda af því einu nam á sama tíma 3Vi millj kr. og var enginn smápeningur í þá daga. Þó að meðalútsöluverð allrar mjólkur (bæði vinnslu og neyzlumjólkur), væri 6 aurum hærra fyrsta ár skipu lagsins en það, þá var meðal verð til bænda á verðlags- svæðinu það ár 4 aurum hærra á lítra en árið 1933 og hafði þó mjólkin þrefaldazt að magni. Heildargreiðsla til bænda á verðjöfnunarsvæö- inu fjórfaldaðist. Vevðið jókst meira en magnið hlut- fallslega og snerist þannig við það hlutfall, sem þarna var á milli áður en skipulag ið kom. Ágóði bænda af þessu skipulagi þetta 5 ára tímabil er varlega áætlaður 6 millj. kr. Hér eru aöeins dregin fram dæmi um hagnaö bænda og raunar einnig neyt enda af mjólkurlögunum fyrstu fimm árin frá gildis- töku þeirra. En á líka lund hefur þróunin orðiö í þessum málum fram á þennan dag. HVER var svo afstaða íhaldsins til málsins? Að því er áður vikið, að það eyði- lagði allar tilraunir til gagn- legra framkvæmda þar til ráðin voru tekin af því í kosningunmn 1934. Hinn 15. jan. 1935 tók samsalan til starfa. íhaldið hélt á sina vísu upp á daginn með því að svíviröa alla bænduv, sem framleiddu mjólk til sölu í Reykjavík á þann smekk- hátt aö kalla vöru þeirra „samsull“. Þeim fannst eng- in mjólk boðleg íbúum höfuð staðarins nema úr einhverj um heilögum kúm uppi á Korpúlfsstöðum. Spekúlantar íhaldsins í Reykjavík ráku frúr sínar fram til fundahalda þar sem þessar heiðursdömur mót- mæltu kröftuglega að bænd- ur skiptu sér nokkuð af sölu meðferð sinnar eigin fram- leiðslu. Mbl. tók upp fastan leiðbeiningaþátt fyrir fátæk- ar milliliðahúsmæöur höfuð staðarins þar sem þeim var kennt að drekka fisksoð svo þær mættu spara sér mjólk- urkaupin. Þegar íhaldið gat ekki lengur komið í veg fyrir setningu mjólkurlaganna á þingi þá átti að reyna að brjóta niður skiplagið með heimskulegum ofbeldisað- gerðum. ÍHALDIÐ tapaöi ieikn- um eins og eðlilegt var. Það hafði ekkert upp úr tiltekt- um sínum nema veröuga og ævarandi skömm. Það getur aðeins státað af einu í sam- bandi við þetta mál: Aö vera trútt hugsjón sinnL VÍÐSJÁ: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiMiiiiijiiiiimiiiiiii*' Átök stórveldanna um Laos Er innrás kommúnista bein einvígisáskorun á Bandaríkm? Þessi teiknimynd hefir birzt í ýmsum amerískum blöðum undan- farið með greinum um Ameríkuför KruStjoffs, og kemur þar fram sú skoðun, sem mjög er ríkjandi í þessari grein, að ekki verði a(ls kostar þægiiegt að taka brosandi á móti Krustjoff og ræða við hann friðarmálin, meðan kommúnistar efla blóðuga upreisn í Laos. I AMERISKUM blöðum er | nú rætt meira og meira um þá I atburði, sem eru að gerast í | Laos, og telja mörg þeirra, að | það geti haft verstu áhrif á | viðtöl þeirra Eisenhowers og | Krustjoffs, ef friður verður | ekki kominn á í Laos áður en | þeir hittast. Sum blöðin telja, | að Rússar standi á bak við | uppreisn kommúnista þar, en | bersýnilegt er. að hún er studd | af stjórnendum Norður-Viet- | nam og Kína Af því draga | önnur blöð þá ályktun að | stjórn Kína standi einkum að | uppreisninni og gexi það j.,n- | vel í blóra við Krustjoff. Anu | ars mun viðhorf Bamhríkj- 1 anna til atburðanna í L;os = koma allvel fram í ef.irfar- 1 andi grein eftir hinn kunna = blaðamann, Joseph Alsop. en * hún birtist um seinustu holgi | í The New York Ilerald Trib- I une“: I I ,,ÞAÐ ER VON mín, að | ástandið í Laos ve'-ði ekki eins | slæmt og það lítur út fyrir að I geta orðið. En við verðum að | vera viðbúinn sviouðu ástandi | og árás kommún.sta á Que- I moy skapaði á sínu.m tíma.“ Þessi orð úr yfirlýsingu 1 bandarískra stjórnarvalda ættu = að vekja þann fjölda fólks, sem I ekki hefur látið sig neinu | skipta átökin í hii.u fjarlæga, i lilla landi, Laos, af svefni. | Það sem nú fer fram í Laos 1 er ruddaleg, bein árás kommún | ista. Hún getur ekki emungis 1 orðið til að auka ófriðarhætt- I una í heiminum eins on árás | kínverskra kommúnista á Que- | moy gerði, heldur getur hún | haft jafnvel enn verri afleið- \ ingar. | Árásin stafar fvrst og fremst | frá kommúnistaríkinu Norður- | Vietnam, sem stofnað va). 1954 | eftir að bandaríska stjórnin = hafði lagt blessun sína yfir = skiptingu Indokína. en einnig i frá hinu kommúnistíska Kína, i en landamæri Kína og Laos i liggja saman á stóru svæði. KOMMÚNISTUM í Laos | hefur verið boðið yfir til Norð | ur-Vietnam, þar sem þeir liafa | fengið hernaðarlega þjálfun og i síðan sendir í herdeilduin yfir i til Laos Fyrsta meiriháttar i innrás slíkra herfylkja varð i fyrir nokkrum viltum, er ráð- i izt var inn í héruðin Phong 1 Saly og Sam Neua. Innrásar- | hernum, sem var ef til vill um I 2.000 menn, var veitt snörp | mótstaða af hinum fámenna i stjórnarher í Laos. Var stór É hluti hans hrakinr. aftur yfir | landamærin til Norður-Viet- | nam, en hluti hans leystist upp | í smáar skæruliðahersvc tir. 1 Ef þelta væri öll sagan. væri ástandið ekki svo uggvænlegt. En það eru sterkar líkur á því, að aðeins lític prósent af því liði, sem þannig hefði verið þjálfað í Norður-Vietnam hefði verið sent út í fyrstu árásinni. Bandarískir herfræðingar telja sennilegt að all. að 5.000 manna lið bíði átekta til að ráðast yfir landairærin. Mciri hluti þessa liðs er í Norður- Vietnam, en einnig að því að haldið er í hinu kommúnist íska Kína FREKARI innrási- slíks liðs inn í fiöllótt land, scm er mjög erfitt yfirferðar :g sam- göngulítið, mun verða mjög erfiður Ijár í þúfu stjórnar- hersins í Laos. Og rnargt virð- ist benda til þess að herstjórn kommúnista hygg: á fleiri á- rásir inn í Laos. í síðustu viku eftir harðorða yfirlýsingu frá Hanoi, kom ruddaleg og ógnþrungin yfir- lýsing frá Peking og lillu síð- ar tók Moskva undir með held- ur vægar> orðum, bar sem lát- inn var uppi stuðningur við Norður-Vietnam. Þar að auki var forsætisráðherra Norður- Vietnam. Ho Chi Minh, gestur Krustjoffs í Moskvu um þær mundir, sem innrásin hófst í Laos. Yfirlýsingarr.ar og dvöl Hos í Moskvu gefa glögga mynd af því, sem í rauninni er að gerast í þessum ískyggi- lega sjónleik. NEKT HINNAR nýju á- rásar hlýtur að vekja athygli. Innrásarherir kommúnisla eru ekki einungis skipulagðir og þjálfaðir í Norður-Vietnam, heldur nota þeir einnig Norð- ur-Vietnam sem bakhiarl fyrir vistir og vopn og birgðir eru flutt frá Norðnr-Victnam með burðarmönnum yfir fjöll- in. Viðbrögð bandarískra stjórn arvalda við þessar árás komm- únista hafa verið nokkuð hik- andi vegna fjarveru Herters utanríkisráðherra á ráðstefnu Ameríkuríkjanna í Chile. Eng- in ákvörðun hefúr enn verið tekin en utanríkisráðuneytið hefur þegar bent á, að það muni verða miög erfitt tf ekki ókleift fyrir Eisenhower . ,að taka á ír.óti Krustjoff meðan árásunum á Laos heldur áfram. DIPLÓDIATISK viðbrögð í Moskvu munu án efa v'erða þau, að ásaka Bandaríkjamenn um afskipti af innanríkismál- um Laos. Það hafa verið gerð- ar áætlanir um að veita stjórn- arhernum í Laos aðstoð með því að senda beim hergögn svo sem þyrlur, en þær eru mjög mikilvægar í fjallabardögum. Laos er svo heppið að eiga harðskeyttan forsætisráðherra, Phoui Sananikon; tg mjög fær- an yfirhershöfðingja, Ouane. Með nægjanlegri hjálp gætu þeir ef til vill brotið innrás- ina á bak aftur á eigin spýtur. Það eru tvær ástæður sem liggja að því. að stjórnmála- menn eru svo áhyggjufullir út af Laos. í fvrsta lagi hefcr La- os þegið mikla aðstoó frá Bandaríkjamönnum og banda- rískir liðsforingjar hafa dval- izt í Laos við þjálfun stjórnar- hersins, og vegna þess má líta á innrásina, sem b.una einvígis áskorun við Bandaríkin. i öðru lagi myndi sigur kommúnista í Laos framkalla keðjuverkan- ir í Asíu. Og þar sem kyrrð og ró almenings er lögmál nú- tímans hefur stjórnin í Laos ekki ennþá skýrt þjóðinni frá hinu raunventlega ástand.i. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiiiiiiuiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii"',*|i*||Mii»<i»»*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiii*miii»iiii»niiiiiiMiii»i4iiiiiiiimMiu Frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna: Aherzla lögð á frjálsan fréttaflutning Á sumarþingi Efnahags- og fé- lagsmálaráðsins, sem haldið var í Genf fyrir skömmu, var lögð rík áherzla á mikilvægi fréttafreKis. Ráðið samþykkti ályktun þar sem Dag Hammarskjöld framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna var hvattur til að senda meðlimum samtakanna uppkast að yfirlýsingu um fréttafrelsi og 'biðja þá að skila umsögnum um uppkástið fyr ir næstu áramót. í uppkastinu er Jögð sérstök á- herzla á fimm atriði sem varða á- byrgð ríkisstjórna á því „ að vernda og efla frjálsa fréttaþjón ustu eftir öllum þeim leiðum, sem fyrir hendi eru“ og skyldu frétta stofnana til að sýna heiðarleik o.g ábyrgðartilfinningu í fréttaflutn- ingi að svo mklu leyti sem öryggi fósturjárðarinnar og réttindi ein- staklinga og þjóðarheilda leyfa og krefjast. Ráðið gerði fjölmargar ályktanir m. a- um eftirlit með eilurlyfja- sölu, tæknihjálp, mannrétlindi og félagslega þróun. Á síðastnefnda 'Sviðinu var t. d. mælt með ráðstöf un til að auka byggingu á ódýru húsnæði og aðgerðum til að draga úr vændi. í nokkrum ályktunum var lögð áherzla á þörfina fyrir raunhæfa hjálp Sameinuðu þjóð irnar við ríkisstjórnir til að stuðla að félagslegri þróun. Að því er varðar tæknihjálp Sam einuðu þjóðanna var látin í . ljós von um, að hægt verði að koma fjárhagslegu jafnvægi á þennan mikilsverða þátt i starfsemi Sam einuðu þjóðanna og íæra út kví arnar, Ráðið lýsti yfirstuðningi sín um við þá sérstöku mynd tækni- hjálpar sem komið var á fyrir rúmu ári og gengur undir nafninu OPEX. Þessi hiálp er í því fólgin að S.Þ. bjóða hinum vanþróuðu að ildarríkjum sérfræðinga í ríkis- rekstri og opinberri þjónustu til fFramhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.