Tíminn - 26.08.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.08.1959, Blaðsíða 9
UÍMifíN, miðvikudagiun 26. ágúst 1959. Uah íOBERTS RINEHARTí h itíLruncirLona. 61. Hugmyndin var að sjálf- sögðu að hverfa héðan og hefja nýtt líf annars staðar. Florenee átti aö fara með hon nm, og þaS held ég að hafi ver ið hennar eigin hugmynd. — Það er mjög líkt hennar hugsunarhætti, skaut ég inn 1 ■ — Látum það nú kyrrt liggja. En Hugo féll fyrir nppástungunni.' En ég hef lúmskan grun um, að upp- runalega hafi upphæöin ekki verið hugsuð svona há. Hún átti að láta Herbert fá það sem hann nauösynlega þurfti til þess að losna úr sinni kreppu, borga skuld Júlíu og meðsektargjald til Hugos. Eitt af mörgu, sem ég rak mig á, var undrun Hugos, þegar hann trétti hve há tryggingarhæð- in var. Upp frá því var hann alltaf hræddur. Eg vissi, eöa réttara sagt ínig grunaði mestan part af þessum tryggingarsvikum, en það var ekki fyrr en i gær, að ég vissi að Plorence hafði ver- ið ástmær Herberts þar til hann kynntist Paulu síöast- liðþð vor. Þá var samsærið full ráðið. Þar með kom Florence inn í þrautina, ég var bara ekki viss um hve mikið hún var við þetta riðin. Og fleira þurfti að finna út. Eins og þú vissir hafði ég grandskoöaö herbergið, en harla árangurs laust. Engin skýring fannst á næturinnrásinni í Mitchell húsið, svo við hlutum að á- líta það mikinn hvalreka að finna Charlie Elliot þar á f immtudagskvöldið. Þá var það vasarannsókn Maríu og Júlíu, og senniiega Hugos á undan þeim, á fötum Herberts. Eg vissi, að hún liafði verið gerð, en hvers •vegna. Hugo gat ég skiliö. Paula 'sagöi Herbert hafa áætlað að >kilja eftir bréf, ef eitthvaö kæmi fyrir hann. Hugo var að Ieita þessa bréfs. En hverju voru þær María og gamla kon an að leita að? Það er þó ekki eins flókið og fyrst virtist. Júlía hélt að hann hefði framið sjáifsmorð, og það eru vissar erfðavenjur í kring um siikt. Flestir sjáifs morðingjar láta eftir sig bréf, þar sem morðið er útskýrt, og hvar var Herberts? Jæja. Nú hefur hún gengið svo langt sem henni var unnt, en hún er komin á grafarbakk ann. Hún hefur reynt af fremsta rneeni aö halda við heiðri og sóma Mitchellanna, en hún er syndug kona, sem áður en langt um líðnr skal mæta drottni sínum og dóm- ara. Hún stenzt ekki mátiö, segir Hugo að hún æfcli að segja allt af létta, og tjáir Glenn einnig þessa sömu á- kvörðun. Svo játar hún bara ekkert! Eg fór að fá bakþanka varð andi morðið á þeirri gömlu. í hvers vegi stóð hún? Hún ‘liafði gert sína skyldu. Þá. einhvern tíma milli fjögur og fimm í gærkvöldi, komu þess- ir tveir vesalings drengir, sem þú af einskærum kvalalosta króaðir af uppi á þaki, og gáfu mér svolítið, sem kveikti á minni daufu heilaperu. Hann þagnaði við, hellti aft ur í bollann sinn, þótt kaffiö væri löngu orðið ískalt. — Við skulum líta á þá, sem flækt- ir eru í þetta mál. Hugo reykti ekki. Herbert reykti að vísu, en aðeins lítið og eingöngu sígarettur. Aðeins tveir menn reyktu vindla. Og það sem drengirnir höfðu fundið, var vindilstúfur af mjög góöri teg und. Blöðin vissu nokkurn veginn j afnmikið og ég í bessu máli. Allur þorri blaðamanna, einkum þó þeir yngri, trúðu ekki á sekt Elliots. Auk þess reykti Elliot aöeins sígarett- ur. En ég varö aö vera viss. Eg varð að vera viss um, aö Ev- ans hefði ekki verið með vind- il, þegar hann var að paufast þarna úti á þakinu. Jú, hann var með vindii, en það var smávindill, og hann var enn með hann, þegar hann kom. niður. Vindiistubburinn var undir einhverju rusli í þakrennunni, svo okkur yfirsást hann, þegar við vorum aö leita. En annar fréttaritaranna klögraðist nið ur á þakbrúnina til þess að sjá, hvað ég væri að snuðra á flötinni og fann vindilinn við það tækifæri. Eg fór með hann á rannsóknarstofuna, og eftir alls konar Sherlock Holm es tilburði fundu þeir út, aö hann hefði legiö þarna þrjá til fjóra daga. Þeir vissu ekk ert hvar eða hvenær ég fékk hann. Þetta var bara þeirra skýlaus skoðun. Þetta kom mér aðeins á strik. Eg gat ímyndað mér hvað hafði blekkt Herbert um nóttina; það var að hinn ó- kunni tók upp eld. Vindillinn hafði ekki verið reyktur meira en svo sem tvær til þrjár mín útur. Hverjir reyktu nú vindla? Aðeins tveir, og þú veizt hverj ir það eru. — Glenn og læknirinn! — Rétt. Og nú var allt kom ið undir því, hvor þeirra hafði hag af daúða Júlíu. Með öör- um orðum, af erföaskrá henn- ar. Tryggingarfjárhæðin hafði vefið hækkuð í 100 þúsund dollara. Þegar hver hafði feng ið sitt, voru 80 þúsund eftir. Sú gamla hafði sennilega gert erföaskrá sína þegar hún hafði litlu úr að spila, og Her- bert hefði fengið það sem eft- ir stóð, þegar hver hafði feng ið sitt samkvæmt erfða- skránni. Hún varð að gera ráð fyrir því, að hann færi yfir um á undan henni, og það var einmitt það sem hún gerði. — Og þá lagðirðu boö fyrir Glenn? — Já. Hann sagði að erföa- skráin væri í bankahóifi, og hann skyldi ná í hana á morg un. Hann lauk við kaffið sitt, og leit á mig. — Þar kemur þú inn í spiliö. Þú sagðir að hver svo sem sá um að Júlía fengi þessa tvo strykninskammta hefði vitað, að þeir væru lítt skaðlegir nema þeim, sem eins væri ástatt um og hana. Það benti á lækninn, heldur betur. En þá kom mér skyndilega í hug, að Gienn hafði eigi alls fyrir löngu var ið mál, þar sem svipuð eitrun hafði komið fyrir, svo hann varð að lesa sér til i lyfja- fræði. Þegar ég lagði gildruna í gærkvöldi vissi ég ekki fyrir hvorn, en Florence var í tengsl um viö báða. Hún þekkti Steward, hún sá um bókhald ið fyrir hann. Og að sjálfsögðu þekkti hún Glenn. Og þú álp- aðist til að segja henni, að Paula hefði reynt að komast I upp til þess að leita að bréfi. : Þú horfðir ekki á hana þá, en það gerði ég. Hún roðnaði svo að hún varð nærri sjálfiýs- andi. I Sjáðu til. Allir sem við þetta ! samsæri voru riðnir, vissu eða reiknúðu fastlega með, að Herbert hefði skilið slíkt bréf eftir. Paula og Charlie voru ekki þau einu, sem vantaði þetta bréf, og vantaði þaö sár lega. Og fleira skeði í gærkvöldi. Paula hafði sagt þeim báðum, að hún hefði gifzt Herbert. Hefði ég vitað það, hefði ég látið gæta hennar. En hvor | þeirra sem sekur var, varð að ryðja Paulu úr vegi, áður en hún segði þau tíðindi of víða. Og sennilega Hugo líka. Það jvar vitað, aö Hugo lét Herbert hafa fyrir iðgjaldinu. Það er deginum ljósara, að Herbert hefur ekki vitað í hve mikilli hættu hann var stadd^ ur .Hann getur hafa grunaö það, en ég efast stórlega um að hann hafi vitað þaö þar til hann fékk hina örlagariku heimsókn. Heimsókn af manni sem hann þekkti, manni, sem reykti vindil. Sjálfur var ég engu nær, fyrr en ég kom að honum í nótt, þar sem þú hafðir .rotað hann með skáphurðinni. —Og það var . . . ? . — Það var Arthur Glenn, sagði hann rólega. — Hann hafði staðið í braski og gengið ilia, svo hann var á glötunar vegi. Örvæntingin greip hann ægitökum. Þú getur séð hversu örvæntingarfullur hann hefur Iverið, þegar ég segi þér, að ■Júlía gerði aldrei játninguna, !sem þú undirritaöir. Játning- in, sem hún gerði, minntist ekki einu orði á Charlie Elli- ot. Þaö eina sem hún talaði um var dagblaðiö, sem hún hafði tekið og komið i ”örslu Maríu. j En Glenn hafði veður af þvi jsem koma átti, og gerði sína !eigin játningu, sem hann lét ykkur svo undirrita. Sú gamla vissi ekkert um þau umskiftj. Eftir það varð hún augljós- lega að fara, áður en hún yrði að fara að standa fyrir skýrslunni. Hann hafði tekiö í skottið á ljóninu, og þorði I ekki að sleppa. En ég veit ekki ennþá, hvort hann skifti um töflur í hylkinu eða lét Flor- ence gera það. .V.V/AV.VAV.V.VAV.V.V ;öt gerð og tölur festar á. Framnesvegi 20A AV.V.V.V.V.W.WAW.VJ'' IMWV.VVW.VAVIV.V.W.V//.V.VAV.WAVWWWV* Laugardalsvöliur íslanefsmétið — Meistaraflokkur ] í kvöld kl. 8 leika Valur — Akranes Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Daníel Benjamínsson, j Björn Karlsson. | Mótanefndin j v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w.v.v.v.vvvw VAV.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.WA'iVa Gillette ÞaS freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er í gaeðaflokki með Bláu GiJiette Blöðunum og Gillette rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það Reynið eina túpu í dag. ¥fj freyðir fljótt og vel... .og inniheldur :‘íf hið nýja K34 bakteríueyðandi efni, sem einnig varðveitir mýkt Vff húðarinnar, ’ Gillette „Brushless" krem, einnig fáanlegl 1 Heildsölubirgðir: Globus h.f, Hverfisgötu 50, sími 17938* WW.V.VWAV.V.V.V.V.VW.V.V.V.V.V.V.VVWV™ llum þeim, sem minntust mín með gjöfum, skeyt- um og heimsókn á sextíu ára afmæli mínu 12 þ aa., þakka ég innilega. Öðrum vinum mínum og ættingj- um, sem vissu ekki um þessi tímamót í lífi mími, sendl ég einnig beztu kveðjur. . Hinrik ívarsson, Merkinesi. WV.V.V.V.VVÓV.V.V.V.VV.V.V.V.'.V.V.WÓV.VVMI Maðurinn minn, Brynjólfur Guðbrandsson Hlöðutúni andaðist í Landspítalanum 25. gúst. Jónína G. Jónsdóttir. Jarðarför mannsins míns og föður okkar Óíafs Ólafssonar, Ólafsvöllum fer fram frá Akureyiarkirkju, V.-Landeyjum, íaugardagínn 29. ágúí kl. 1 eftir hádegi. Þorgerður Guðmundsdóttir, Signý Ólafsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóft Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarfÖB! mannsins míns og föður okkar, i Kristjáns Jósefssonar, Oddsstöðum Þuríður Ðenediktsdóttir, Hulda Kristjánsdóttir, Hilmar KristjánsjQSí,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.