Tíminn - 26.08.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.08.1959, Blaðsíða 7
TÍMIXN, miðvikudaginn 26. ágúst 1ÍI51). Frú Jakobína Johnson, skáld- kona, hefur dvalizt hérléndis í boði vina sinna undanfarnar vik- nr. Senn líður að því að hún hverfi aftur til heimilis síns í Seattle á strönd Kyrrahafsins. — Og fjórðu ferðina til íslands á ég ekki von á að fara fyrr en ég svíf að síðustu alfrjáls um geiminn, sagði frú Jakobína, er ég hitti hana að máli. En hvað hún er smávaxin og nett þessi aldraða kona, sem skil- að hefur svo ótrúlega miklu dags- verki, bæði sem eiginkona og sjö carna móðir og sem skáld, ljóða- þýðandi og fyrirlesari. En skáld- gáfuna hefur hún ekki átt langt að sækja. Stephan G. Stephans- son kvað til föður hennar, Sigur- bjarnar Jóhannssonar: En var það ei lán gegnum andslreymið allt jafn öruggt á hending að fleytast? Og var hún ei ylur, þá annað var kalt, cg örvun, er tókstu að þreytast? Hvort varð ekki bragur þér blessunarnyt í búi, er lítil var eigan? Og brýndi ekki óður þinn unað í strit og eggjaði Jjáinn þinn deigan? Öll þessi ferð hefur verið yndis- leg og viðtökurnar óviðjafnanleg- ar, segir frú Jakobína. Vinir mín- ir, sem voru við nám á Kyrrahafs- ströndinni á stríðsárunum og síð- ar, gerðu mér þetta heimboð. Þeir munu vafaiaust eiga mikla gestrisni að gjalda þér. Ekki veit ég það — þeii voru stundum; gestir á heimili mínu, mér til mikillar ánægju og hafi ég eitthvað veitt þeim. þá hef ég hlotið fyrir það margfalt gjald í þeirri ástúð sem þeir hafa sýnt mér. Á fornum slóðum Ja, ég fór norður í Þingeyjar- sýslu, þar sem ég er fædd, og dvaldist viku á Húsavík á heim- áli séra Friðriks A. Friðrikssonar, Þangað var boðið hinum eldri Hús víkingum, svo að ég fengi tæki- færi til að spjalla við þá. Enn býr á Húsavík kona. sem hjálp- aði móður minni að útbúa okkur börnin til Ameríkufararinnar fyr- ir sjötíu árum. I-Iún var hress og skemmtileg og mundi vel þann at- burð. Kvenfélag Aðaldæla bauð mér sð fæðingarbæ mínum, Hólma- vaði, og að Grcnjaðarstað. Mér þótti vænt um að sjá, hve fram- íarirnar í dalnum eru miklar og íólkiö starfsamt. Ég var aðeins fimm ára gömul þegar foreldrar mínir fluttust til Vesturheims, svo ég man ekkert, sem í frásögur sé færandi frá þernskunni hér. En ekki var ég fvrr komin norður en fólkið tók að hafa yfir vísur eftir föður minn, sem þar lifa enn í minnum inanna, ekki sízt þessi: Gnauðar mér um grátna kinn gæfu mótbyr svalur. Kveð ég þig í síðasta sinn, sveit mín, Aðaldalur. Já, endurminningin um foreldra mína lifir enn í sveitinni þeirra, enda á ég bar margt skyldfólk í báðar ættir fslenzkt uppeldi íslenzkan hefur samt orðið þér íöm, þó að þú færir svo ung frá íslandi? Ég ólst upp í íslenzkri nýiendu hjá fyrstu útflytjendakynslóðinni og hjá þeim var auðvitað íslenzk- &n heimilismál og hsimilishættir allir með því sniði, sem þeir böfðu vánizt í uppvexti. í öllum íslenzk- um nýlendum voru stofnuð ýmis fé lög. Kirkjusöfnuður, kvenfélag og lestrarfélag hafði þegar verið stofnað í Argýlebyggð, er við kom- lim þangað árið 1889 — og íslenzk- an prest fergum við þangað um 1891, eða 2. Á þeim árum voru Taugin, sem traustast bíndur'Ávíðavangi Omerkingurinn Sigríður Thorlacius ræðir við vestur- ísl. skáldkonuna Jakohínu Johnson Fró Jakobína Johnson Myndina tók Ljósmyndastofa Lofts fyrir skömmu. Frú Jakobína hafði þá nýlega verið sæmd stórriddarakrossi. sem draga erlent menntafólk hing að. Ég gæti vel hugsáð mér, að það væri hvggilegt að merkja sögu staði á smekklegan hátt, svo að fólk eigi auðveldara með að glöggva sig á þeim. Vísur til gomans tyrir börnin — Hvenær tókst þú að fást við Ijóðagerð? — Ég las snemrna ljóð, kvæða- tækurnar voru það, sem. fólkið í íslendingabyggðunum las næst á eftir fornsögunum. Þangað bárust furðu fljótt Ijóðabækur ísænzku höfuðskáldanna á 19. öld og þar íylgdust margir með þeirri hreyf- ingu, sem um þær mundir lyfti ljóðagerð víða um heim til hins mesta blóma. Sjálf byrjaði ég ekki mjög snemma að fást við Fóðagerð. Ég aflaði mér kennara- ] menntunar og kenndi við Kanad-1 ískan barnaskóla þangað til ég giftist. Svo eignaðist ég sjö börn, sex syni og eina dóttur og hafði því ærið að starfa á heimilinu. En ! ég las alltaf mikið, bæði á ís-j lenzku og ensku og einmitt vegna þess að ég var bundin við heimil- j ið, urðu bækurnar mín mesta' skemmtun. Kannski fór ég fyrst að yrkja um hörnin mín og búa til vísur þeim til gamans og þá var mér eðlilegra að yrkja á ís- lenzku. En ég lét ekki birta Ijóð eftir mig fyrr en ég var komin yfir þrítugt. Hvaðan kom mér harpa, helzt til forn í sniðum, — helzt til strengja-stutt? Hún er eflaust r.rfur einshvers liðins tíma, — lengst úr foriíð flutt. Þannig spyr frú Jakobína sjálf' í ljóðinu „Harpan“. Og sá arfur ] knýr hana ekki aðeii. s til stærri j átaka í ljóðagerð. — Innsti kjarni lífsins allra sameign Eftir -að við fluttum til Seattle póstsamgöngur ekki sórlega greið- ar, en samt pantaði lestrarfólagið bækur frá íslandi. Faðir minn var bókhneigður maður og las upphátt fyrir okk- ur á kvöldin og þegar ég stálp- aðist, þá vandi hann mig á að lesa upphátt fyrir sig Ég byrjaði auðvitað á fornsögunum og hefði c g séð mér það fært, hefði mig langað til þess að ferðast mcira um sögustaði hérlendis í sumar. Pólk verður að gera sér Ijóst, að vegna bess hve sögurnar eru merk ar og sígildar, gera enendar þjóð- ir miklar köfur — kannske meiri cn sanngjarnt er — til íslendinga sem bókmenntaþjóðai. Þaó eru fornbókmenntirnar, sem vakið hafa fágæta ást og áhuga á ís- landi meðal ýmissa ágætra manna erlendra, svo sem þeirra Wúliam Morris og Willard Fiskes. Það verða alltat fornbókmenntirnar, sótti ég allíaf mikið Opinbera bókasafnið, þar sem ágætir kunn- áttumenn leiðbeindu manni um bókaval. Þar fékk ég þýðingar á ensku úr öilum öðrum Evrópu- málum og fór að skilja gildi þess að kvnna bókmenntir ólíkra þjóða með þýðingum. Nú er það almennt viðurkennt, að menningarleg kynni milli þjóða séu nauðsynleg, að þau séu líklegust til að opin- \ (Framhald á 8. síðu) Þjóðviljinn kallar sáttmálann við liitler „óhjákvæmilega stjórnlist“ I Uiulanfarið hefur þess verið minnzt í blöðum um víða veröld, | að 20 ár eru nú liðin síðan Stal- ín og Hitler gerðu griðasáttmála milli sín og komu sér jafnframt saman um skiptingu Póllands. Það var þessi samningur, sem iiðru fremur hleypti síðari heíms- styrjöldinni af stað. j Þessir san.ningar þeirra St.alíns og Ilitlers komu mönmun mjög á óvart, því að undanfarna mánuði I hafði Stalín átt í samningum við j vesturveldin um að stöðva fram- j sókn nazista. Þessar samningaum- I leitanir stóðu sem hæst, þegar tilkynning'in var birt um griða- , sáttmála Hitlers og Stalíns. Með griðasáttmálanum við Stal- .:i,í:ryg‘goi Hitler sér, að hann þyrfti ekki að mæta vesturveldun- um og Sovétríkjunum sameinuð- nin, ef hann bvrjað: styrjöldina. Styrjöldina hóf hann svo réttri viku seinna. í öllum frjálslyndum blöðum, sem rætt hafa um þessa samn- inga undanfarið, hafa þeir verið harðlega fordæmdir sem myrkra- verk tveggja einræðisherra kúgara, sem hugsuðu ineira yfirgaiig og landvinninga en að tryggja friðinn í heiminum. Samn ingar þeirra Hitlers og Stalíns eru þannig taldir eitt kaldrifjaðastá glæfraverk, er sagan þekkir. Það hlýtur því að vekja ekki litla athygli, að Þjóðviljinn, sem telur sig aðalmálgagn Alþýðu- Landalagsins ver í gær allri for- ystugrein sinni til þess að rétt- læta áðild Stalíns að þessum sainn ingi. Þjóðviljinn heldur því fram, að Stalín hafi þurft að gera þenn- an samning lil þess að koma í veg fvrir, aö Hitler gerði eiiihvcrs konar griðasáttmála við vestur- veldin og réðist síðan á Sovétrík- in. Síðan segir Þjóðviljinn: „Griðasamningur Sovétríkjanna og Þýzkalands var svar sovézkra i-áðamanna við þessari lcaldrifj- uc.u síefnu brezkra og franskra afturhaldsmunna. Með lioiium komu þau í veg fyrir að cndan- legir samningar um hið „rét,ta“ stríð tækjust milli þýzku nazist- anna og valdamanna í Frakklandi og Bretiandi. Samningaruir íryggðu Sovétríkjunum lilé til að og búa sig undir liin ógnarlegu átök I við þýzku uazistaherina og efla þann styrk scm að lokuin gekk af ófreskjunni dauðri Sovétríkin höfðu sýnt það í verki að þau vildu fara aðrar Ieiðir, en úr því sem komið var, var giiðasamning-; urinn ólijákvæmileg stjórnlist scm tryggði Sovétríkjunum að lokum sigur í styrjöldinni.“ Það þarf ckki að fara mörgum orðum um þessa réttlæting Þjóð- viljans á myrkraverki Stalíns.' Sögulega fær hún ekki staðizt, þar sem Stalín stóð til boða á sama tírna að semja við vesturveldin, cins og áður er sagt frá. . I Réltlæting Þjóðviljans á myrkra verki Stalíns er ótvíræð sönnun þess, að aðstandendum Þjóðvilj- ans rennur enn blóðið til skyldunn ar, þegar Stalín er gagnrýndur. Þetta atvik sýnir það Ijóslegar en Hest annað, hverjir það eru, sem nú ráða mestu við Þjóðviljann og þá raunar Iíka í Sósíalistaflokkn- um' og Alþýðubandalaginu. Ætli það "yrði ekki líka túlkað jsem „óhjákvæmileg stjórnlist“, cf Einar Olgeirsson ætti eftir að semja um stjórnarsamstarf við Ólaf Tliors, eins og þá báða auð- sjáanlega dreymir um? um Það mun býsna almenn skoðun, að Vísir sé ómerkilegasta blað á; íslandi, nú í seinni tíð a.m.k.; Ekki þó fyrir það, að hann sój svo ákaflega miklu verr skrifaðut! en gengur og gerist um blöðin,; cða af því, að fréttaþjónustaí hans sé stórum lakari en ann-' arra blaða.. En þegar Vísir fer að skrifa um pólitíkina þá rennur heldur betur út í fyrir lionum Fyrir röksemd- um vottar þar yfirleitt aldrei, allt er þrungið ofstækisfullri starblindu. Þetta gerir það að verkum, að naumast finnst nokkrun tíma nokkrum manni taka því að virða Vísi svars. Ilinar máttvana reiðirokur blaðs- ins hverfa jafnhraðan út í tómið, gufa upp og gleymast. Það er lán blaðsins og aðstandenda þess, þó að segja megi að sú hamingja sé með nokkruin hætti sérkennileg. Hundalógík Gott dæmi um svipmót hinna pólitísku skrifa Vísis er að finna í leiðara frá s. 1. fiintmudegi. Blaðið fær þar slærnt kast út af þvíj, að Framsóknarmenn liafa átaíið það hugarfar, sem býr að baki kærum nokkurra brask- mcnna til mannréttindadómstóls ins vegna slóreignaskattsinS. Þyk ir blaðinu nærri höggvið hús- bændum sínum og rennur blcið ið til skyldunnar. Því þykir illa sitja á Framsóknarmönnum áð' amast við þessum kærumáluúl af því að þeir hafi verið því mcð mæltir á sínum tíma að fslend- ingar gerðust aðilar að dóra- stólinum. Skyldi Vísir nú hotna nokkuð sjálfur í þessari hunda- logik sinni? Vitanlega skilur það hver sæmilega skyniborinn mað ur að sitt hvað er að vera' því Iilynntur að ákveðinni stofnun sé komið á fót eða vera því með- mæltur að hún sé misnotuð á hinn herfilegasta hátt. Taka vná dæmi, sem t. t. v. getur orðið þessu heildsalamálgagni til nokk urrar glöggvunar: Framsóknar- menn hafa ekkert á móti því að Vísir sé til og sé jafnvel kaílaður blað en hins vegar áfellast þeir, að liann skuli notaður til óþurftar verka þó að segja megi, að það sé að nokkru leyti einkamál blaðs ins. Einstætt óþurftarverk Ilugsunin sem býr að baki stór eingaskattslöggjöfinni er sú, að eðlilegt sé og réttlátt að þcir íslendingar, sem mest liafa grætt á verðbólgunni síðastliðin ár láti nokkuð af hendi rakná til hinna, sem þetta ástand liéfur leikið hvað grálegast. Verðbólgu auðsöfnun stóreignamanna er óverðskulduð með öllu og fyrst og fremst til orðin vegna atvika, sem betra hefði verið lyrir þjóð arheildina að aldrei hefðu átt sér stað. Stórgróðamenn eru auð vitað á öðru máli. Þeir telja síg eiga rétt á því, að fá óáreittir að stunda gripdeildir sínar. Þeir liafa, eins og sjálfsagt er, fengið að verja hinn óhreina málstað sinn hér innanlands. En þeir liafa tapaö hverjuin leik eins og von legt var. í stað þess að láta sér þessa niðurstöðu að kenriingu verða og taka ósigrinum eirts og menn, grípa þeir til þess ráðs, sem einna liraklegast hefur þótt í íslenzkri sögu: þeir stefna ó- giftusamlegum málstað sínuin undir úrskurð erlends dómstóls. í þessu dæmalausa málskoti hinna ofsafengnu og yfirlætis- fullu stóreignaskattsgreiðenda felst fulkomið og algjört van- traust á. íslenzkum réttarfarsregl um. Það er í raun og veru yfir- lýsing þeirra á alþjóðavettvangi um það, að ísland sé ekki réttar ríki. Liggur í augum uppi hver áhrif slíkt innlegg getur haft á aðstöðu íslaiuls út á við, m. a. í landhelgisdeilunni. Sú er eina bótin, að gera má ráð fyrir að ekkert mark sé á þessum mönn um tekið erlendis, fremur en málgagni þeirra, Vísi, hér innau lands. En ekki er það þeim að þakka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.