Tíminn - 30.08.1959, Qupperneq 3

Tíminn - 30.08.1959, Qupperneq 3
TÍMINN, siumudagtnn 30. ágúst 1959. 3 1 dag lesið þið um lífið — og nýja útvarpshúsið — í Austurstræti i SPEGLI TÍMANS Rúnturifln Hver ert þú, sem þekkir ekki rúntinn, þessa nætur- lífæð Revkjavíkur? Þú hef- ur áreiðanlega ekki verið lengi í Reykjavík, ef þú kannast ekki við fólks- strauminn þar á kvöldin, bílagnýinn, hláturskræk- ina. Rúnturinn er Reykja- vik að kvöidi, Reykjavxk að kvöldi er rúnturinn. Þegar húmar ag kveldi og klukkan fer að -ganga níu, safn ast múgur og margmenni niður í Austurstræti — aðallega ung- lingar .Nýfermdir strákar og rúmlega nýfermdir, skrýddir gallabuxum og skinnúlpum eða öðrum stuttúlpum, í allt of stór um skóm, meg sígarettur dingl- andi úí úr öðru munnvikinu. Kannske ganga þeir um, »■ kannske híma þeir undir vegg eða inni í dyraskotum, þá taka þeir dinglandi sígarettuna út úr sér og láta mikið yfir sér, þegar þeir soga tóbaksreykinn ofan í lungunj haldandi ■sígarettunni tilburðalega frá sér milli tveggja fingra — það þykir á- kaflega fínt, og gengur í aug- un á jafnöldrum þeirra kven- kyns, og til þess er leikurinn gerður. 12—20 ára „skvísur" Fleiri kyn eru á ferli en karl kynið eitt. Er það kannske rétt, sem sýnist, að kvenkynið sé í meirihluta? — 'Sumar eru klæddar eins og þær séu að koma beint úr vinnu í skólagörg unum, aðrar eins og þær séu komnar um og yfir tvítugt, með þeim einum árangri að undir strika með feitu þá hörmulegu staðreynd. að þær eiga langt í land til þess. Þær ganga um í knippum eða settum, vefjast hver utan um annarrar hand- ■legg og hallast saman að ofan eins og spilaborgir. Þær hafa raddbönd, jú, mikil ósköp, og nota þau ótæpilega. Þær hlægja óeðlilega háum hlátri, nánast skrækja (og skrækja líka bein- línis, éf þeim þykir við þurfa), það er gert til heiðurs kavaler unum í dyraskotunum, þeim sem reykja ofan í sig og sveifla sígarettunni borginmannlega. Þessar smávægilegu fótundir- gjafir hera oft tilætlaðan ár- angur: Einn og einn gæjahópur sameinast einum og einum skvísuhóp, og 'sanisteypan geng ur glöð og ánægð um rúntinn, og saman við skerandi skvísu- hljóðin blandast nú mútuhljóð á bylgjulengd, sem ómögulegt er að ákveða nánar. Piparsveinar og vonbiðlar Ekki er sama hvoru megin gengið er í Austurstræti, þegar þessi tími dags er kominn. Ef gengið er að norðanverðu, heit ir það að ganga piparsveinameg in, það þykir lítið í varið, enda sjást þar ekki margir, að sunn anverðu heitir hins vegar von- hiðlamegin, og þar er líka allur mannfjöldinn. Þá er miðjan eft ir, og enginn skyldi halda að hún sé látin ónotuð. Nei, það er nú eitthvag annað. Þar ekur unga fólkið, sem tná þó senni- lega með réttu teljast eldra fólkið á rúntinum, á bifreiðum feðra sinna eða eigin bifreið- um, sem þá eru gjarna með svimháu fimm stafa núrrieri — og vel við aldur. Ekki er eins auðvelt að á- kveða framkonm bilakenda og fótgangandi á rúntinum. Þó er yfirleitt áberandi, hvað öku- þóra þessa langar til þess að sýna tvennt: í fyrsta lagi hvað þeir séu kaldir karlar, í öðru lagi hvað bílarnir þeirra séu góðir. Sem er þó sorglega oft hig gagnstæða, því á rúntinum getur oft og einatt að líta hinar frumlegustu bílategundir í furðulegasta ásigkomulagi. En hvað um það, þetta er ungt og leikur sér . . . ísinn, landsins lífselixír Við rúntinn er að finna sýnis horn af vinsælustu samkomu- húsum Reykjavíkur: ísbörun- um. Þar gefur að líta hóp af framtíð þjóðarinnar etandi ís og annað hnossgæti með til- heyrandi hávaða og ys. Tvær smástelpur standa úti í horni og ræða vandamál sín. Þær eru varla meira en ca. 13 ára, en af tali beirra má giöggt heyra, að þær vita sitthvað meiraum ástina en margir þeirra sem eldri eru. Það kemur brátt í ljós, að önnur þeirra er tryggða bundin ungum sveini, er í sum ar hefur dundað við kúahirð- ingu úti í sveit. Nú hillir undir endurkomu hans, og heitmærin er í mestum vandræðum með það, hvernig hún eigi á beztan og auðveldastan hátt að losa sig við viðhald suinarsins. — Djúpt var á niðurstöðu ,svo ekki var unnt' að bíða eftir henni. En þegar staðið er um hríð inni á einhverjum ísbar, hlýtur sú spurning ag vakna, hvor-t ekki seljist langmest af ananasbraðvökva: Maður kem- ur inn og biður um ís fyrir til tekin krónufjölda. — Með hvaða bragði? spyr elskan sem afgreiðir. — Hvaða brögð eru til? Og enn er sú litla ekki orðlaus, því nú stendur út úr henni orðabunan: — Orange- súkkulaðijarðaberjakaramellu- kirsuberjaogananas! Maðurinn stendur fyrst með svip sem hann hafi fengig jólatréð í höf uðið ofan af sjöundu hæð, svo stynur hann því sem síðast var nefnt: — Ananas. Þar með kveðjum við rúntinn en líf hans er enn ólgandi sem fyrr, og á eftir að ólga kvöld eftir kvöld, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, svo lengi sem Reykjavík er há borg íslenzkrar menningar. Utvarp Reykjavík Æði margir þeirra, sem nú eru ungir, muna sjálf- sagt eftir því, þegar þeir voru litlir og útvarpið var þeim hreinasta ráðgáta. Það var nú fyrir sig, þegar ekki kom nema ein rödd út úr því, en strax o'g þeim tók að fjölga var þetta hið rnesta vandræðamál: Hvernig í ósköpunum komst allt þetta fólk fyrir í þessu kassaskríli, af hverju kom það aldrei út og af hverju var hægt að lía það tala og þegja, allt eftir því hvernig einhverj um hnöppum var snúið á kass- anum? Það er sennilega vegna ald- ursleysis okkar ljósmyndarans, að við fórum til bess að skoða leyndardóma útvarpsins núna um daginn. Vig beindum för okkar niður á Skúlagötu, þar sem útvarpið er að fá nýtt og glæsilegt húsnæði til um- ráða. Þar komum við fyrst inn í rúmgóðan og mikinn sal, upp úr honum lá stigi, sem ég ætl- aði í einfeldni minni að ganga upp, svo sem góðra manna er hát’tur. En ljósmyndarinn vissi beiur, gekk að sívalning mikl um þar við stigann og þrýsti á hnapp, sagði hund mega heita í höfuðið á isér ef hann færi að ganga alla þessa óra- leið upp. Við nánri rannsókn kom í Ijós, að í þessum sívaln- ing var lyfta. Efti,. skyndiráðsíefnu þar í lyftunni var ákveðig að freista gæfunnar á fjórðu hæð, hvort þar væri nokkurn útvarpsmann að finna. Sá einn árangur varð af þeirri leit, að vig fundum þar mann, sem var að leita hins isama og við. Þag var ekki fyrr en við komum á sjöttu hæð, sem leit okkaf bar ár- angur. Viku of snemma á ferðinni Þar benti allt til að við hefðum fundið það sem við leituðum að: Staðinn, þar sem verig er að ganga frá útbúnaði ríkisú'tvarpsins íslenzka. Að Upptökutækin — fyrir framan þau er glerskápur, þar sem hljóðin eru framleidd. lítið að sjá þarna og ennþá minna að frétta. En umganga væri okkur heimil, og húsvörð urinn myndi fylgja okkur eftir í því skyni að upp ljúka-fyrir Stefán Bjarnason verkfræðingur ætlaði að lofa okkur að heyra tóngæði últrastöðvarinnar, en — æ, — hún var biluð! . vísu var þar fátt' manna, fyrst í stað fundum við ekki nema tvo menn þýzka, en þar sem hvorugur okkar hættir sér út í viðræður á þýzkri tungu nema í sjálfsvörn, yrtum við ekki á þá. En áður en langt um leið hittum við að máli Síefán Bjarnason, verkfræðing. Við kynntum okkur og sögðumst vera frá Tímanum — sannleik anum samkvæmt. Þá hló hann við hátt, og sagði okkur svo sem viku of fljótt á ferðinni, því eins og á stæði væri harla okkar. Ljósmyndarinn gat' ekki á sér setið að taka mynd af þeim að störfum, og þegar það kom á daginn að þeir töluðu ensku, skein sólin að nýju yfir fréttamann og ljósmyndara. Sá Þjóðverjanna, sem við hittum fyrst að máli, hét Gerhard Meyer. Hann visaði öllum vanda yfir á félaga sinn, að nafni Werner Milster. Þriðja landa þeirra sáum við aðeins í svip, hann hét því erfiða nafni Richetsky. Milster 'tók nú að sér að sýna okkur tól og tæki, sem þeir félagar vinna við að setja upp. Þau eru margbrotn ari en svo, að hægt sé að skilja þau til hiitar á fimm mínútum, en þau hafa í stuttu máli þá náttúru, að nema hljóð, sem gefin eru í þar -til gerða hljóð- nema, og ýmist halda þeim eftir á segulböndum eða varpa þeim áfram út í ljósvakann. ■tf 1 Laufaborðið Eitt þótti okkur athyglisvert öðru fermur í þeim herbergj- um, sem hljóðnemar fyrir upp- tökur úr eins manns eða fárra manna munnum voru staðsett ir: Það voru borðin. Þessi borð eru einu húsgögnin þar inni, (Framhald á 11. síðu) áÉfe Meyer lóðar saman tengingar. okkur læstum dyrum og skýra alla þá leyndardóma, sem hnn vissi nokkur deili á. Fyrsí fór hann með okkur í kammers það sem þulirnir eiga að hafa til afnota. Þar kemur upp í huga manns gamli málshátturinn: Þeir ættu ekki að kasta steinum sem í glerhúsi búa, því her- bergi þetta, sem er skápur inni í miðju húsi, hefur tvo gler- veggi af fjórum mögulegum. Handan vig annan sést ofan í útvarpssalinn, en hinn magn- araherbergi, þar sem magnara vörður skal sitja og stýra tækj um sínum. Maðurinn með myndavélina leit þangað og ■spurði þegar af mikilli um- hyggju fyrir þulunUm: —- Verð ur ekki kvenmaður þarna hin um megin? Últrastöðin Áfram héldum við okkar yfir reið, hægt að vísu, ljósmyndar anum þykir svo gaman að skjóta með myndavélinni. Ei-tt það sem við sáum merkt, var últra- bylgjustöð. Það er lítil sendi- istöð, sem ekki' er hægt að hlusta á nema í Reykjavík og næsta nágrenni, en þeir sem á annað borð komast upp á að hlusta á hana, opna ekki út'- avrpið á annarri hylgju eftir það. Hljómurinn er svo miklu hreinni gegnum últrastöðina, og stendu,. þó enn 'til bóta þeg- ar útvarpið flytur alveg í nýja húsnæðið, því eins og er berst efnið símleiði'S til últrastöðvar innar frá gömlu s'töðinni. Þrjú tungumál Ekki leið á löngu, þar til Milster hinn þýzki sýnir okkur upp« Þjóðverjaxnil- urðu aftur á vegi dráttinn, sem er harla óskilianlegur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.