Tíminn - 30.08.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.08.1959, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, sunmulaginn 30. ágúst 1959' Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarlnssom. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 18305 of 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasíml 19523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Siml eftir kl. 18: 13 MS Er þörf að kvíða framtíðinni? ÝMSIR íslendingar láta í ljósi nokkurn ugg um framtíð þjóðarinnar um þessar mund ir. Þann ótta er þó ekki að rekja til gruns um þau ör- lög, sem öllum þjóðum heims byggöarinanr eru búin ef alheims styrjöld brytist út og yrði rekin svo sem hún getur geigvænlegust orðið á kjarn- orkuöld. Líklegar afleiðingar þess konar átaka eru slíkar, að hvert mannsbarn jarð- kringlunnar mun til lengstra laga halda í þá von, að ráða menn stórvelöanna geri sér Ijósa þá ábyrgð, sem á þeim hvílir hvað áhrærir fram- típ alls mannkyns. Ótti hinna bölsýnu íslend- inga á sér innlendar rætur. Þeir segja að þjóðin sé sokk- in í skuldasúpu, sem hvergi sjái út úr og til þeirra skulda sé að mestu leyti stofnað í eyösluskyni einvörðungu. — Þar við bætist, að fjárhags- ástand þjóðarinnar inn á við sé með þeim ósköpum orðið, að ekki sé nema örskotsleið í algjört hrun. Atvinnulífið sé helsjúkt, allir keppist við aö eyða og spenna öllum fjár- munum, sem þeir fái handa á milli. Æskan fyrirhyggju- laus og óráðsíugjörn. Og ofan á allt þetta, sem mætti þó sýnast ærið nógir erfiðleikar fyrir eina þjóö, bætist svo þaö, að stjórnmálaflokkarnir séu sundraðir og ósamtaka og komi sér ekki saman um neitt, heldur rifi einn það niö ur, sem annar beri sig til að byggja upp. verið nokkurn veginn eins illa komnir og unnt er aö V£ra um fólk, sem á þó aö heita sérstök þjóð. ísland var í raun og veru ekkert annaö en vesælt danskt hreppsfé- lag. Við áttum engar nýjar bókmenntir, tungan lá undir eyðileggingu, því allir, sem þóttust menn meö mönnum töluðu háífgerða eða algera dönsku. Hér voru nálega eng ar byggingar nema moldax- kofar, engir vegir, engin brú, engar peningastofnanir, skóli átti að heita einn, sjúkrahús ekkert, verzlun j höndum út- lendinga og þau viðskipti voru raunar fremur rán- skapur en verzlun, engin skip nema litlir róðrarbátar, eng- in ræktun, engin iðnaður, engin tækni af neinu tagi, engin söfn, engar listir. Þannig mætti halda áfram að telja næstum því enda- laust það, sem okkur skorti. En áttum viö þá ekkert? Jú, við áttum fagurt, stórbrotið og gjöfult land, sem beiö þess aöeins að vera lostið töfra- sprota athafna og áræðis. Og við áttum menn, sem trúðu á þjóðina og framtíð hennar. Og með næstum ofur mannlegu þreki hófu þeir sína baráttu og unnu sigur. Jónas endurvakti „ástkæra ylhýra málið“ og lagöi grund völl að andlegu lífi íslend- inga í dag, en hinir lögðu undirstöðu að pólitísku sjálf stæði þjóðarinnar og hag- nýtingu náttúrugæðanna til uppbyggingar atvinnulífinu. NTJ er það mála sannast, að þótt ekki væri nema helm ingur þess, sem hér er talið upp, sannleikanum sam- kvæmur, þá mætti það vera ærið nóg til að vekja böl- sýni á framtíð þeirrar þjóð ar sem svo væri komin, ef ekki kæmi annað til. Og sízt er því að neita, að ýmsir eru þeir erfiðleikar, sem að okk- ur íslendingum hafa steðjaö nú um sinn. Ræöumenn svart sýninnar hafa vissulega nokk uð til síns máls þó að þeim hætti óneitanlega til þess aö mála hlutina of dökkum lit- um, og sum þau hættumerki, er þeir þykjast sjá, séu grýl- ur einar. En þeir gleyma sem betur fer, ýmsu í sínum út- reikningum. Það er gott og nauðsynlegt aö hafa góða gát á gjaldadálknum en þaö getur lika verið eðlilegt að líta stundum á tekjuhliðina. ÞEGAR viö gerum út- tekt á ástandinu i dag og okk ur vex þaö svo í augum, að trú okkar á framtíð þjóðar- innar er í voða, þá getur ver ið holt að líta svo sem eina og hálfa öld aftur í tímann. Hvernig var ástatt fyrir þess ari þjóð á fyrri hluta næst- liðinnar aldar þegar Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson hófu baráttu sína fyrir endurheimt frelsis okkar og sjálfstæðis? Varla er ofmælt þótt sagt sé að ísleiidingar hafi þá FYRIR atbeina þessara manna og annarra, sem tóku við af þeim, má heita, að við búum nú með nokkrum hætti í nýju landi. Framfarir eru nú orðnar hér aö sínu leyti eins miklar og niðurlægingin og eymdin var algjör áður. Við búum við nútíma sam- göngur á landi, sjó og í lofti, ræktun hefur margfaldast, við eigum nýtizku fiskiskip, margvíslegan iðnað, bæði í smærri og stærri stíl, útvarp, síma, rafmagn, skóla, sjúkra hús listasöfn blómlegar bók menntir og aðrar listir. Og samt kvörtum við. Viö eig- um að vísu við ýmsa erfið- leika að etja. En hversu lítils háttar eru þeir ekki borið saman við þá sem blöstu við endurreisnarmönnunum fyr- ir 130 árum? Samt lögðu þeir ótrauðir á brattann. Nei, við íslendingar þurf- um ekki að kvíða framtíðinni. Þeir stundarerfiðleikar, sem við nú eigum í eru auöleyst- ir ef við aðeins sýnum ofur- lítið meira þrek, ofurlitið meiri samtakavilja, en i tízku hefur veriö hjá okkur nú um sinn. í þeim efnum er gott að líta til stjórnar Her- manns Jónassonar frá 1956. Þótt henni mistækist um sumt þá stefndi hún í rétta átt með því aö leitast viö að sameina þau þjóðfélagsöfl, sem hafa á valdi sínu aö levsa vandamálin, ef sam- starfsvilji er fyrir hendi. Undralyf verður til Bandarískum vísindamönnum hefur lekizt að búa til gerviefni, sem þeir nefna Decadron, og er það meðal annars notað til lækn inga á liðagigt. Lyf þetta er þrjá •tíu sinnum áhrifameira en hydrok ortison og hefur ennfremur þann kost, að það veldur sjúklingum eng.um óþægindum. (Eftirfarandi grein ritaði Edmund H. Harvey jr. í bandaríska tíma- ritið „Science World“.) i Hinn 21. september 1948 lá 29 ára gömul kona í rúmi sínu í Mayosjúkrahúsinu í Minnesota og gat sig hvergi hreyft vegna óbæri legs sársauka. Hún hafði stífa bólgna liði. í meira en hálft fimmta ár hafði hún þjáðst af liðagigt á háu stigi, og alltaf var sjúkdómur inn að ágerast. Þennan dag að morgni var kon unni gefin sprauta með efni, sem kallað var kortison og hafði aldrei áður verið reynt við gigtarsjúk- linga. Þremur dögum síðar gekk hún út úr sjúkrahúsin.u hjálpar laust og fór alla leið niður í mið bæ, þar sem hún fór í verzlanir og gerði innkaup. Kortison eða „karton", eihs og framleiðandinn — Merck, Sharp og Dohme, Inc. — nefndi lyfið, var þegar fagnað sem undralyfi. En eins og öll slík lyf byggist það á margra ár.a vísindastarfi, röngum og réttum tilgátum, vel heppnuð um og misheppnuðum tilraunum — og svo hreinni tilviljun. „Mað urinn, sem bjó til kortison“, dr. Lewis H. Sarett, getur vitnað um þetta. Ilann segir, að hinn stóri viðburður, sem áður er getið, þegar lyfið læknaði fyrsta sjúklinginn, hafði aðeins verið mikill áfangi en ekki lokatakmark í leitinni að , sönnu undralyfi. | Kortison er hormón sem mynd ast í nýrnahettunum, tveimur litl um kirtlum við nýrun. Efnafræði lega er tilbúið kortison nákvæm lega eins og það kortison, sem líkaminn framleiðir. I Kringum 1930 höfðu fáeinir fram sæknir vísindamcnn byrjað að rannsak.a efnin í nýrnahettuberki ! dýra. Einum þeirra, dr. Edward Kendall, hafði áður lekizt að ein | angra aðalefnið í öðrum þýðing larmiklum kirtli, skjaldkirtlinum. ' Dr. ICendall notaði nýrnahettur úr nautum og tókst að einangra fjög ur efni í fastri mynd úr nýrna . hettuberkinum. Efnin kallaði hann j A, B, E og F. Dr. Kendall hafði i grun um, að þessi efni mætti nota lil lækninga, og valdi efnið A til nánari athugunar. En þar sem þús .und pund af nýrnahettum þurfti til að framleiða eina litla töflu af hreinu A-efni, var útilokað, að hægt væri með því móti að fá nóg efni -til þess að framkvæma nauð synlegar tilraunir. Það var aðeins ein von: að finna aðferð til þess að búa þessi efni til með efnasam setningu (syntesis). Þannig stóðu sakirnar þar til seint á árinu 1941, stuttu áður en Bandaríkin hófu þátttöku í síðarl heimsstyrjöídinni. Þá barst Banda ríkjastjórn til eyrna dularfullur orðrómur um, að nazistar hefðu samið við sláturhús í Argentínu um kaup á miklum birgðum af nýrnahettum úr nautum. Fylgdi það sögunni, að úr nýrnahettun um ynnu Þjóðverjar hormóna, sem þeir gæfu flugmönnum .sínum, og gætu þeir barizt án scrstaks útbún aðar í miklu meiri hæð en áður hafði verið hugsanlegt. Orðrómur þessi reyndist, þegar til kom, vera ósannur. En þetta nægði til þess að sannfæra Vísinda- og rannsókna ráð Bandaríkjanna um nauðsyn þess að athuga áhrif ýmissa efna úr nýrnahettunum á menn. Ráðið setti sig því í samband við fjölda efnarannsóknastöðva — þar á með al Merckverksmiðjurnar og Mayo sjúkrahúsið —- og hvatti þær til að hefja rannsóknir á kostnað ríkis ins, Takmarkið var að framleiða gerviefni, er samsvöruðu þeim efn ium, sem nýrnahetturnar gefa frá sér, og prófa síðan áhrif þeirra á menn. Undir forystu dr. Kendalls og •með hjálp vísindamanna við rann •sóknarstofur Merckverksmiðjanna tókst fyrst að búa til hormónið, sem merkt hafði verið A — en það olli beiskum vonbrigðum Það reyndist veikt, þar sem ábrif þess hefðu átt að vera mest: á sjúklinga sem höfðu skemmdar nýrnahettur vegna sjúkdóms Addisons. Á þesu stigi málsins kom dr Sar ett til sögunnar. Merckverksmiðj •urnar höfðu ráðið hann árið 1942; hann var þá 24 ára og hafði ný- lokið doktorsprófi í eínafræði við Princetonháskóla. Dr. Sarett var falið að reyna að búa til efnablönd una E. Hann var einmitt rétti mað urinn til þessa starfs. Sérgrein hans fjallaði um hin svo kölluðu „steroid“-efni, uppbygging.u hinna organísku sameinda þeirr,a og inn ’byrðis afstöðu atómanna. Einkum hafði hann kynnt sér hinar örsmáu fjarlægðir milli atómanna, áhrif þeirra á eiginleiga sameindanna og hvað myndi ,ske, ef innbyrðis af staða atómanna breyttist. (Þess skal getið til skýringar fyrir lesendur, að steroíd kallast þau efni, sem hafa kolefnahripgkerfi sterolefnanna. Sterol er hvers kon ar vínandi í föstu formi (sbr. chol esterol), og er þau efni víða að finna í plöntum og dýrum.) „Það sem lá beinast fyrir", seg ir dr. Sarett, “var-að finna efna blöndu með steroídbyggingu eins og efnið E. fjarlægja þau atóm, sem ekki þurfti roeð og bæta þau síðan upp með þeim, er óskað var eftir. Efni, sem þannig £-ru búin til, eru aðeins ,að hálfu leyti gerviefni, þar eð hluti þeirra er fyrir hendi þegar í byrjun. Þegar um er að ræða alger gerviefni (syntetísk efni), er byrjað á hrá efnum einum saman.“ Að loknum tveggja ára tilraun um tókst dr. Sarett að framleiða efnablönduna E. í því sambandi fórust honum svo orð: „Eg vil taka það fram ■— og það er ekki til þess að vera hógvær— að ég hefði ekki getað lokið þessu verki án þess að .styðjast við fyrri .rannsókn ir dr. Kendalis og margra annarra vísindamanna i Bandaríkjunum og utan þeirra.“ Engu að síður var samsetning dr. Saretts á efnablönd unni E erfiðasta efnasamsetning, sem framkvæmd hafði verið fram að þeim tíma. Dr. Sarett hafði unnið glæsilegt vísindaafrek, en aðferð hans var á kafle.ga flókin og tímafrek. Yfir 30 hárnákvæmar efnarannsóknir þurfti að gera til að framleiða ör lítið magn af efnablöndunni E. Það tók marga mánuði að endur- bæta aðferðina þannig, að hægt væri að framleiða nægilegt magn af efninu. Er það hafði tekizt, voru hafnar tilraunir, fyrst á dýr um, síðan á mönnum. Þá voru fá ein grömm, sem eftir voru, ,send til dr. Philip S. Hench við Mayosjúkra húsið, en hann hafði lengi hallazt að þeirri skoðun, að nýnrahettu hormónar gætu hjálpað sjúkling um, er þjáðust af liðagigt. Grunur hans reyndist réttur — eins og greint er frá í upphafi þessarar greinar, var árangurinn stórkost legur. Efnablandan E var kallað kortison, og vísindamennirnir Hench og Kendall hlutu að launum Nóbelsverðlaunin 1950. Það kom raunar fljótt í ljós, að ,,undralyfið“ var bæði verra og betra en visindamenn höfðu von Framhald á bls. 8. Dr. Lewis Sarett (til vinstri) og dr. Glen E. Arth eru hér á tilraunastofu fyrirtaekisins Sharp og Dohme, en þar hefur tekizt aS framleiða gerviefni, sem hefur svipaðar verkanir og Cortisone-hormonaefnið, en er taliö 30 sinn- um áhrifaríkara án þess að því fylgi slæmar verkanir á mannslíkamann. Þetta nýja undralyf er einkum notað Itil að lækna liðagigt. - .~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.