Tíminn - 30.08.1959, Qupperneq 10

Tíminn - 30.08.1959, Qupperneq 10
10 TÍMINN, sunnudagiim 30. ágúst 1959. íslenzkt unglingalandslið í knattspyrnu þarf ekki að standa að baki slíkum liðum á Norðurlöndum íslenzka landsliðið í knatt-' spyrnu hefir í sumar náð betri árangri en nokkru sinni fyrr. Hinn góði árangur þess í und- ankeppni Olympíuieikjanna hef ir vakið mikla og verðskuldaða athygli í heimi knattspyrnunnar. Eftir keppni sumarsins er Is- land vidurkennt sem fyllilega samkeppnisfært við hin Norð- urlöndin í knattspyrnu og hinn góði árangur hefir verið tekinn sem merki um rnikla framsókn í knattspyrnumálum á íslandi. „Glöggt dæmi um framsókn þá, er orðið hefir í íslenzkri knatt- spyrnu, eru hinir ungu nýliða: í landsliðsflokknum. Tveir þeirra — Þórólfur Beck og Örn Stein- sen — eru aðeins 19 ára. Og þeir eiga það sameiginlegt, að þeir eru fýrstu íslenzku „gulldreng- irnir“. Knattþrauti: KSí hafa þar eignazt góða fulltrúa, sem hafa sannað gildi þrautanna, svo að ekki verður um villzt um rétt þeirra í þjálfun ungra knatt- spyrnumanna. Æskan er framtíðin. — Til þess að skapa sér álit hvort ís- Jand hafi möguleika á að halda þeim sessi, sem það hefir unnið sér í knattspyrnuheiminum, þurf um við því að gera okkur grein fyrir, hver knattspyrnugeta ís- Jenzkra unglinga er, í saman- burði við hinar Norðurlanda- þjóðirnar. Hér verður því í dag reynt að djaga fram þessa mynd. Til hlið sjónar mun verða stuðzt við ár- angur þann, er annar flokkur K?t náði í nýafstaðinni Dan- merkur og Þýzkalandsför. Rætt við Kristin Jónsson, bakvörð í KR, um íör 2. fl. K.R. til Danmerkur, og nauðsyn þess að koma hér upp unglingalandsliði í knattspyrnu eins fljótt og hægt er Takmark allra ungra manna í KR, sagði Kristinn, væri að fá tækifæri til að leika með meist- araflokki félagsins — en barátt an væri hörö, og aðeins 11 menn í liðinu. Áleit Kristinn, að öll Reykjavíkurfélögin ættu við sama vandamál að etja, hvað þetta snerti. Kvaðst hann því ekki í nokkr- um vafa um það, að unglinga- landslið og keppnin um að komast í það myndi stytta að mun biðina um sess í meistara- flokksliðunum, jafnframt því, sem slík keppni myndi auka breiddina í unglingaflokkunum og unglingalandsliðið sjálft yrði ljós vottur framsóknar í ís- lenzkri knattspyrnu. Gengi liinna yngri manna með landsliðinu, þó sérstaklega „Gulldrengjanna“ Þórólfs og Arnar, kvaö Kristinn bera ótví- ræðar sönnur á, að þar væ:u menn á réttri leið allt frá byrj- un. Kvaðst Kristinn ekki í nokkrum vafa um, að þjálfun Kristinn Jónsson Lyngby. Léku KR-ingar þá gegn unglingaúrvalsliði sjálenzka knattspyrnusambandsins (SBU). þeirra félaganna og árangur Fyrir leikinn voru KR-ingar væri nú takmark margra ung- linga í dag. KR-förin. Um s.l. mánaðamót fóru 15 leikmenn úr 2. fl. KR í gagn- Kristinn Jónsson, liægri bakvörður. Mér til hjálpar kallaði ég á einn af leikmönnum 2. fl. KR, Kristin Jónsson, hægri bakvörð, en hann leikur jafnframt þá stqþú með 1. fl. félagsins. Ég valdi Kristin Jónsson úr hópnum vegna þess, að hann er mér einna minnisstæðastur frá þeim leikjum, er ég hefi séð 2. fl. og 1. fl. KR leika í sumar. — Áður en við byrjuðum að rabba saman var mér ljóst, að ungur maður, sem ræður yfir jafn mikilli knattspyrnugetu og Krist inn hefir sýnt í leikjum sínum i sumar, hefur ekki öðlazt getu sína án erfiðis og ósérhlifni. En að á móti mér sæti piltur, sem hafði ekki látið eins og hálfs árs veikindi, sakir hættulegrar brjóst himnubólgu, aftra sér frá því að Jeika knattspyrnu, hafði mér ekki dottið í hug. Kristinn var aðeins smásnáði, er hann byrjaði að leika knatt- spyrnu með KR. — En vegna veikinda lék hann lítið með 3. ÍL, en einmitt, meðan hann var i þeim aldursflokki. hófust æf- ingar í knattþrautum KSÍ. Krist inn hafði unnið bronzmerkið, þegar hann veiktist. En þar sem aldurstakmark í knattþrautun- um er miðað við 17 ár, vannst honum ekki tími til að reyna við silfur- né gullmerkið. Kristinn sagði, að hann æfði 4 sinnum í viku og stundum oft ar. Æft væri í lyá til 2 tíma í senn. Hann kvað knattspyrnu- áhuga vera mikinn meðal félaga sinna í KR. Mætt væri vel á æfingar og agi góður. Aðal- . áhugamál flestra væri knatt- spyrna og sumir létu sér ekki nægja góða tilsögn þjálfarans, Öla B. Jónssonar, og leituðu því frekari fróðleiks í iþróttablöðun um og erlendum bókum um knattspyrnu og knattspyrnu- menn. kvæma heimsókn til vinafélags KR í Danmörku, Bagsværd Idrætsforening (B.I.F.), en við það félag hefur KR átt sam- vinnu um gagnkvæmar heim- 1 sóknir um nokkur ár. KR-ing- arnir, sem eru á aldrinum 16 til j 19 ára, kepptu tvo leiki við jafn- aldra sína í Danmörku og einn leik í Vestur-Berlín við vinafé- lag BIF og KR, þýzka iþröttafé- lagið Blau-Weiss. — SBU :KR 3:1. Fyrri leikurinn í Danmörku var háður 30. júlí s.l. og fór leik- urinn fram á íþróttavellinum í talsvert taugaóstyrkir, þar sem þetta unglingaliö hefur verið sterkasta sérsambandslið í Dan- mörku s.l.-tvö ár. Báru tveir síð- ustu leikir þess vott um, að svo væri einnig í ár, þar sem liöið var nýlega búið að vinna úrval unglinga frá Lálandi og Falster með 6:2 og Fjón með 7:0. — Blöðin höfðu látið í það sldna fyrir leikinn, að KR y:ði að sýna mjög góðan leik, ef þeir ættu að geta eitthvað móti ungl ingaúrvali Sjálendinga. í fyrri hálfleiknum veitti Dön um töluvert betur, — en KR- ingar lögðu mest í aö kynnast leikaðferð mótherjanna. í siðari hálfleiknum voru KR-piltarnir búnir að ná valdi yfir tauga- óstyrk sínum og sjá út hva: hættu væri helzt að vænta frá liði mótherjanna. Jafnaðist leikurinn mjög, sem bézt sést á þvi, að staðan í hálf- leik var 2:0 fyrir SBU, en loka- markatala leiksins varð 3:1. Síð ari hálfleikur var því jafn, 1:1. Eftir leikinn hrósuðu blöðin KR fyrir góðan leik og töldu liðið hafa sýnt mun betri leik en við hafði ve:ið búizt. — BIF:KR 3:2. Síðari leikinn í Danmörku lék KR 2. ágúst við BIF, sem nú er efsta liðið í Sjálandskeppninni í unglingaflokki. Þennan leik vann BIF með 3:2, eftir 2:1 í hálfleik. Þennan leik töldu blöð- in og allir, er til sáu, að KR hefði átt að vinna. Leikur KR var mun heilsteyptari, hraðari og áferðar meiri en BIF-liðsins. En KR tókst ekki að skora eins og tæki- færin gáfu, m. a. áttu þeir fjög- ur skot í stöng í þessum leik. :> ■ * . i ; i l‘ í Vestur-Berlín. KR:BlauWeiss 3:0. Daginn eftir var ekiö til Vestur-Berlínar í langferðabíl- um. Fór flokkurinn þangað í boði vinafélagsins Blau-Weiss. 1 Vestur-Berlín kepptu svo KR- ingar þann 5. ágúst við gest- gjafa sína. Fór leikurinn fram á íþi'óttasvæði Blau-Weiss, sem er í námunda við Tempelhof-flug- völlinn. KR-ingar báru sigu: úr býtum með 3:0. — Leikur KR var mjög sterkur og góður allt frá byrjun til loka og var liðið aldrei í liættu með sigur. Eftir leikinn vildu blöðin ekki trúa því, að þetta væri félags- lið. Vildu frekar álíta að KR- liðið væri unglingalandslið fcá íslandi. Blau-Weiss hefir mjög sterku unglingaliði á að skipa. Sigruðu t. d. BIF í fyrrasumar með 6:2. — Gestrisni og vinátta. Meðan KR-ingar dvöldu í Danmörku var flokkurinn sem fyrr segir i boði BIF og naut sér- stakrar gestrisni og vináttu, svo sem í fyrri heimsóknum til þessa félags, en Kristinn sem og flestir leikmennirnir voru þarna í annað sinn á ferð. í fyrra sinn ið voru þeir með 3. fl. 1955. — Til Vestur-Bei'línar komu leik menn flestir í fyrsta sinn. Kom sér því vel góð farai’stjórn, en aðalfararstjóri var Sigurður Hall- dórsson, formaður Ku K.R. í Ber- lín bjuggu piltarnir á þýzkum heimilum og kynntust því bet- ur háttum og siðum þjóðarinn- ar og þeim lífsskilyrðum, sem Sigurvegarar KR í íslands- og Haustmóti 2. floklcs A 1958. LiSiS hefur reyndar breytzt mikið i ár, þar sem sumir leikmennirnir hafa gengið upp úr aldursflokknum. Á myndinni eru taliö frá vinstri. Fremri röð: Gunnar Sig urðsson, Tómas Árnason, Gísli borkelsson, Jón Sigurðsson, Ellert Schram. Efri röð. Óli B. Jónsson, Óskar Sig- urðsson, Gunnar Felixson, Kristinn Jónsson, Þórólfur Beck, Úlfar Guðmundsson, Þorkell Jónsson og Örn Steinsen. — Þeir Þórólfur og Örn leika enn í 2. flokki, en gátu ekki tekið þátt í för flokksins að þessu sinní vegna keppnisfarar meistaraflokks KR. hún nú býr við. Móttökur allar af hendi Blau-Weiss og gestrisnl og vinátta, sem þeir uröu að- njótandi á hinum þýzku heim-i ilum, verður þeim ógleymanleg.. Blau-Weiss vann BIF 3:2. 1 Ekstrabladet hinn 11. ágúst greinir frá því, að unglingalið frá þýzka félaginu Bau-Weiss hafi unnið BIF þá um kvöldi’ð með 3:2. Og segir blaðið, að í leiknum hafi drengirnir sýnt sér staklega góða innsýn um það, hvernig á að leika góða knatt- spyrnu. Rómar blaðið mjög hina eftirtektarverðu samvimiu, sem Bagsværd, þessir nágrannar Kaupmannahafnar, hafa tekið upp við erlendu félögin KR og Blau-Weiss. Telur það, að þessi samvinna geti verið mjög þýð- ingarmikil fyrir uppeldi drengj- anna yfir höfuð, þar sem mörg dæmi séu til þess, að föst vin- áttubönd hafi myndazt meðal drengjanna, og hinir útlendu gestir komi aftur til Danmerkur í einkaerindum og sumarleyfum og dönsku drengirnir ferðist til útlanda. SBU tapar 3:2 fyrir Kaupmannahöfn. Hinn 13. ágúst skýrir BT frá leik sjálenzka unglingaliðsins við unglingalið Kaupmanna- hafnar. í þeim leik sigraði Kaup mannahöfn óvænt 3:2. — Or- sökin fyrir tapi Sjálendinga e: talin sigurvissa. — Kaupm.- hafnardrengirnir fóru í leikinn með þann ásetning efst í huga, að halda hinum sterku sóknar- mönnum SBU niðri með góðum varnarleik. Þetta tókst þeim, auk þess sem sóknarmenn þeirra náðu upp mun betri sóknarleik og stóðu leikar 3:1 í hálfleik, SBU komst sem sagt ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik og seg- ir BT, að þeir hefðu átt skilið að jafna, sakir hins sterka sókn- arleiks í síðari hálfleik. ísland þarf ekki að kvíða. Af framangreindu hljótum við að geta dregið þá ályktun, að íslenzkt unglingalandslið þarf ekki að standa að baki jafnöldr- um sínum á Norðurlöndum í knattspyrnu. Þegar þess er gætt, að landsliðsmennirnir Þór- ólfur Beck og Örn Steinsen voru ekki með KR í umræddri ferð, má jafnvel álíta, að KR hefði getað komið sigurvegari úr öll- um leikjum ferðarinnar, ef þeir hefðu verið með. Mikil breidd I unglinga- flokkunum. Keppni í unglingaflokkum hér heima hefur verið hörð og tví- sýn í sumar. En ánægjulegast við hana er, hváð mikil breidd er að skapast, með bættum knattspyrnuskilyrðum út um land. KR varð Islandsmeistari í 2. fl. A eftir tvísýna keppni Fram varð að keppa tvo úrslitaleiki í 3. fl. A, til að sigra Keflavík. Og svo um s.l. helgi kemur 3. fl. frá Akureyri og sigr ar styrkt lið frá Þrótti og leika Keflvíkinga sundur og saman suður í Njarðvík. Björt framtíð. Ef áfram verður haldið á sömu braut, er ekki að efa, að úr nógu verður að velja, er til kasta kemur um val í unglinga- landslið, og færi betur, að hin- ir ungu knattspyrnumenn fengu sem fyrst tækifæri til aö sanna ótvírætt getu sína í landsleikj- um við jafnaldra sína frá hin- um Norðurlöndunum. Game.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.