Tíminn - 06.09.1959, Qupperneq 3

Tíminn - 06.09.1959, Qupperneq 3
T f MIN N, simiiudaginu 6. septcmber 1959. 3 Breytir jarðarfararsálmum í jazz og lætur syrgjendur dansa Einn góðan veðurdag skaut upp koMinum í Englandi ung- ur maður fokvondur. Þetta var áriS 1956. Hann átti ekki eyri í vasanum og borgaði ekki eyri ? s'katt. Og hann var bálvondur. John Osborne hét hann. Nú er hann orðinn frægur rithöfundur og þar að auki vell'-íkur. Hann á það hvort tveggja bræði sinni að þakka. Það væri ekkl ur vegi að hyggja nánar að ferli hans. í enska leikarablaðinu „The Stage“ birtist árið 1956 yfirlætis- laus auglýsing. Georg Ðevine sem þá nýl. avr orðinn leikhússtjóri og forstjóri fyrirtækisins „The Engl- ish Stage Co.“ auglýsti eftir hand- ritum. Hann vildi reyna eitthvað nýtt. Eitt þeirra handrita, sem smugu innum bréfalokuna að póst kassa Devines var handritið að leikritinu „Horfðu reiður um cxl.“ (Look back in snger). Það var tekið til greina og innan skamms var leikritið sýnt. Það vakti mikla athygli og umtal en lítið var um það ritað í ensk blöð og hrifning gagnrýnenda var lítil. Það er að segja fvrst um sinn. Því að vestan hafs fór leikritið strax sigurför. Þar var John Os-. borne hylltur sem endurlausnari enskrar listar. Og Lundúnabúar urðu að gefa eftir eftir japl og jaml og fuður. Skortí aldrei stóryrði. Peningarnir fóru að renna í stríðum straumum til mannsins, sem áður hafði ekki verið einu sinni uefndur á nafn í skatt- skránni. Þeir dugðu þó skammt til að milda bræði hans. Hann varð enn viðskotaverr: og upp- stökkari. Þeir sem þörfnuðust hressandi orðbragðs í logndeyðu tímabilsins, þurftu ekki annað en hringja til Johns Osborne og spyrja um álit hans á einhverj- um hlut. Það varð að tízku að hann léti skoðun sína í ljós á öll um sköpuðum hlutum. Og aldrei skorti hann stóryrðin, Hér er eitt dæmið: — Síðast liðna hálfa öld hefur kirkjan veigrað sér við að taka afstöðu í nokkru máli sem mikil- vægt má teljast: fátæktar, at- vinnuleysis, striðs, fasisma, Suður- Afríku og atómbombunnar. Enska konungshirðin og ættin fékk það líka óþvegið. Hann sagði að konngurinn væri ekki annað John Osborne og fró — bræðin börgar sig. en dautt tákn, sem gleymzt hefði að sópa burt. Hann kaUaði Winds- cr-ættina trúða á leikarapöllum. Konungdæmið er eins og gull- plúmba í munni manns með rotn- ar tennur. Og blöðin fengu sinn skammt. Iilaðamaður einn hringdi til Os- borne til að heyra álit hans á ein- hverju. Iíann svaraði: — Skammist þér yðar ekki fyrir að vinna við blað sem er skrifað af fólki sem ekki getur skrifað og fyrir fólk, sem ekki kann að lesa? Elskaður og hataður. John Osborne var jafni elskað- ur og hataður. Gagnrýnendur vöktu yfir hverju fótmáli lians til að finna höggstað á honum. Hann hafði ekki sýnt hæfileika sína á neinu öðru hingað til en skömm- um og skætingi. Velheppnuð leik- sýning sannaði ekkert til né frá. Það þurfti meira til að menn tryðu þvii að þeiir stæðu hér frammi fyrir arftaka Bernards Shaws og endurlausnara enskrar leikritunar. Sönnunin lét ekki bíða Iengi eftir sér. Fyrtta heppnin hans var annað en strákalukka. Litlu síðar var sýnt leikritið „Skemmtikrafturinn" með sjálfum sir Lawrence Olivier í aðalhlut- verki. Hann lék þar uppgjafa revíuleikara. Það vantaði ekki orðbragðið og skammirnar í því leikriti frekar en því fyrra. Og það færði höfundinum morð fjár, þótt gagnrýnendur reyndu að rífa K-VIKM Y N D I R Fæðingalæknirinn ítöSsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni, Giovanna Ralli, Marisa Mertini og Ernesto Caiindri. Leikstjóri: Emilo Cogoli. Sýningarstaóur: Bæjarbíó, Hafn- arfirði. Myndin fjallar um ungan lækni, Pitro Valeri að nafni. Hann hef- ur mikinn áhuga á að kynna sér þjáningarlausar fæðingar og verða frægur fyrir vikið. Á Bjúkrahúsinu kynnist hann ungri hjúkrunarkonu. Luisa Morelli að nafni, og verða þau strax hrifin hvort af öðru. Leyna verða þau sambandi síhu fyrir öllum. Tím- inn líður og Pitro fær boð um að kynna sér þjáningarlausar fæð ingar í París og fer þangað. Á ineoan Pitro dvelur í París kemst Luisa að því að hún er barnshaf- andi. Er hann kemur til baka segir Luisa honum hvernig ásatt er fyrir sér. En hann segist ekki geta gifzt henni að svo stöddu, þar sem það kunni að eyðiieggja framtíð hans sem læknis. Luisu bregður, en vill ekki hindra frama unnusta síns í nokkru. Fer hún því burtu af sjúkrahúsinu, \ felur sig og reynir að gleyma for- tíðinni. Efni myndarinnar er að mestu um þjáningarlausar fæðingar. Leik- stjórinn reynir allt hvað liann getur til að komast yfir sem mest á sem minnstum tíma, tekst hon um það sæmilega og án þess að saka heildarsvip myndarinnar. Leikur er mjög góður og heil- steyptur. Leiðinda slitgallar koma fyrir á köflum og skenima þeir mikið fyrir áhorfandanum. Mynd- in er vel þess virði að eyða einni kvöldstund í að sjá hana og sér í lagi aðferðirnar er notaðar eru við hinar þjáningaralusu fæðing- ar. — jhm. , það í tætiur. Og sama vai'S raun- in með leikritið „Grafskrift". Það er aldeilis ótrúlegt hvað leikritahöfundur getur grætt, ef heppnin er með. Þrjf: ár eru lið- in frá því hann hóf feril sinn og ekki er hægt að henda reiður á, hve mikið hann hefur grætt á ritverkum sínum, leikritum og kvikmyndum. En tekjurnar af kvikmyndun tveggja fyrstu leik- ritanna hafa aflað honum minnst 5 milljóna ísl. króna í beinar tekjur. Hús og tveir bílar. Nú leikur ýmsum forvitni á að vita hvað þessi bráði ungi maður geri við peningana sína. Hefur hann þolað svo skjótan frama og fljótfengnar tekiur? Eitt af því fyrsta sem hann gerði var að kaupa sér hús í lislamannahverf- inu Chelsea í London. Og því næst keypti hann tvo bíla, honum fannst róttlátt að kona hans hefði bíl út af fyrir sig. Hann segist gleðja sig mest við að koma pen- ingum í umferð hið bráðasta áður en skattslofan læsir krumlum sín- um í fúlgurnar. Þess vegna hefur hann sett á stofn þrjú fyrirtæki til að sjá um útgáfu og dreifingu á verkum sínum. En þessi fyrir- tæki sjá einnig um útgáfu á verk- um ungra skálda sem eru á svip- aðri bylgjlengd og Osborne sjálf- ur og sér um að koma þeim á framfæri. Þangað geta allir reiðir ungir menn sótt hjálp frá sínum ókrýnda konungi. Og fyrirtæki Þríhyrningurinn eilífi fyrstur til tunglsins Þríhyrningurinn eilífi — fveir karlar og ein kona — hafa um aldaraðir orsakað hér á jörðu ýmiskonar vandræði, glæpi og þvíumlíkt. Þó er bú- izt við að einmitt þrihyrning- urinn verði fyrstu farþegar í geimflaug ti! tunglsins þegar þar að kemur. Charles Helvey, vísindamaður og isérfræðingur í geimfræðum, hef- ur lýst því yfir í London að ára- langar rannsóknir hafi leitt í ljós að þetta muni gefa bezta raun. Ekkert bendir þó til þess að Helvey hafi skroppið í leikhús og séð „Litla kofann‘. Hann rökstyð ur þannig mál sitt: Nærvera konu mun koma í veg fyrir fjandskap og óvináttu meðal karlmanna. Þeir hegða sér betur og verða ekki eins ieiðinlegir. Og Florence Nightingale í geimmanns búningi getur komið áð ómetan- legu gagni ef annar karlmanna yrði sjúkur og þyrfti aðhlynningar við. (Vitaskuld er ekki gert ráð fyrir öðru en konan verði hress og heil brigð alla leið til mánans.) Karlmaður spurði Helvey að þvá hvort hætta væri á því að karl- arnir tæku að bítast um bráðina — þ.e.a.s. konuna. „Hreint ekki“', segir Helvey, „þetta verður ekki kynbomba eða fegurðardís, heldur bráðgáfuð og sprenglærð á sviði efnafræði eða læknisfræði. Hún verður að vera doktor í efnafræði eða læknisfræði og kunna skil á raffræði, stjörnu siglingafræði, stjörnufræði og eðlis fræði. Sitthvað um leikara ■íiiiiiiýiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii MMiXiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÍi Millie Perkins sést hér benda á líkan af húsinu í Amsterdam þar sem Anna Frank og fjölskylda hennar leyndust fyrir nazistum. Það var Millie, sem lék litlu Gyð ingastúlkuna í kvikmyndinni, sem gerð var eftir dagbókinni frægu. Smiðir og iðnaðarmenn vinna nú „Heimur Pauls Slickey” — nýjasta leikrit John Osborne Veldur nýrri hneyksl un og brotthlaupi Seik húsgesta baki brotnu í húsinu. Það á ekki að breyta því i safn, heldur hefur faðir Önnu Frank ákveðið að þar skuli vera samkomustaður æsku frá öllum þjóðlöndum. Til þess hefur hann einnig gefið allan ágóða af útgáfum dagbókarinnar og kvikmyndum. Veglegur minn- isvarði um unga stúlku, sem vai'ð heimsfræg fyrir hetjuskap sinn en lét lífið í fangabúðum. þessi græða of fjár að því er talið er. John Osiborne er kvæntur í ann- að sinn. Konan hans er leikkonan Mary Ure. Þau voru gefin sam- an eftir að hún hafði hrifið allra hugi í aðalhlutverkinu í fyrsta leikriti skáldsins „Horfðu reiður um öxl“. Hún lék sama hlutverkið í kvikmyndinni. Hún leikur m.a. í Shakespeareleikhúsinu í Strat- ford-upon-Avon þar sem hún hef- ur unnið frægan sigur í hlutverki Desdemonu. Nýjasta leikritið. Fyrir nokkrum mánuðum var frumsýnt í London nýjasta verk Osbornes, „Heimur Pauls Sliekey" en það fjallar um slaðurdálkahöf- unda og blaðasnápa í Fleet Street. Þeir voru allir samar. komnir á fremstu bekkjum í áhorfenda- salnum við frumsýningu á leik-j ritinu til þess að ganga úr skugga ' um hvort þeir þekktu þar sjálfa sig. Það gátu þeir þó ekki. Ótrú- iegt en satt. Það skýrist þó kannske við það að verkið fjallar um blaðamann, sem á ásta'rmök við mágkonu sína jafnframt því sem mágur haijs tælir eiginkonu hans til fylgi lags við sig. Faðir þessa slaður- dálkahöfundar endurnýjar sam- band sitt við ástmey æsku sinnar (Framhald á 11. síðu) Eva Bartok hofur nýlega gefið út endurminningar sínar. Þar kennir margra grasa. T. d. f jallar einn káflinn um karlmenn: „Karlmenn bjóða þér allt. Þeir bjóða þér hlutverk, samninga, gimsteina, þegar þeir ágimast ekkert nema sjálfa þig. En það borgar sig ekki að taka tilboði þeirra, jafnvel þegar þeir standa við orð sín ....“ Eftir fyrsta hjónaband sitt gat hún ekki litið við nokkrum karl- manni. Hún var sannfærð mn.að hún myndi aldrei giftast aftur. Hún gekk með hanzka á höndum til að forðast snertingu við karl- menn, þegar hún var neydd tii að taka í hönd þeirra“. „í fyrsta sinn, sem hún kom fram á leiksviði voru meðleikarar hennar skjálfandi af kvíða og ótta við áhorfendur áður en tjald ið var dregið frá. Sjálf brann hún í skinninu eftir að sýna sig áhorf endum og fann ekki tii neins ótta. í bókinni lýsir hún náið fjórum hjónaböndum sem hún átti í áður en hún varð 27 ára að aldri. Hún upplýsir þó ekki hver sé faðir sveinbarnsins, sem hún, ól í Lundúnum eftir að hún skildi við Curt Jiirgens. Um það leyti var markgreifinn af Milford-Haven á hlaupum eftir henni út um allar ja.rðir.... Joan Plowright á ekki i neinun vandræðum með að breyta gerv sínu eftir því hvaða hlutverk húi leikur. I öðru hiulverkinu leikur hún 17 ára stútku, en i hinu 92 ára gamla konu. Það er ekki auðveld gangan fyr ir sumar sem ætla sér hátt upp á himin 'kvikmyndastjarnanna. Ung stúlka nýkomin til Ilollywood varð fræg fyrir að neita ljósmynd ara um að taka mynd af sér. „Hann vildi fá að taka mynd af mér með sundfötum", sagði hún. „Hvað var athugavert við það“? „Ég átti að halda á þeim i hendinni".

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.