Tíminn - 19.09.1959, Síða 6
6
T I M I N N, laugardagur 19. septembe: 1959.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURíWSí
Hitstjój-i og ábm.: Þórarinn Þórarin*íe»
Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargðt*
Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 1830* og
18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamena)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 2X1
Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 11848
Villokenning
OÐRU hvoru heyrast radd
ir um það, að draga beri úr
landbúnaðarframleiðslunni.
Hún sé' háskalega mikil. —
Bændur eigi ekki að vera að
hugsa um að framleiða til út-
flutnings heldur einungis
það sem nægi til innanlands-
þarfa.
Þessar óskynsamlegu radd-
ir berast úr ýmsum áttum.
Það þykir kannske ekki til-
tökumál þó að kommúnistar
tali stundum í þessa átt, en
því fer bera fjarri að þeir
séu einir um þennan söng.
Einu sinni fundu Sjálfstæðis
menn uþp á því, að halda svo
nefnda ungbændaráðstefnu.
Þar vorú hinum ungu sveita-
mönnum flokksins gefnar
ýmsar föðurlegar ráðlegging
ar af helztu landbúnaðarsér
fræðingum íhaldsins. Meðal
ályktana, sem þessi sam-
kunda lét frá sér fara var
ein, sem fjallaði um frarn-
leiðslumál landbúnaðarins.
Þar var talað um að fram-
leiðslan yrði að miðast við
innanlandsmarkað. Hærra
var nú risið ekki. Og þegar
einn af vinnumönnum Bjarna
Ben. í verkalýðshreyfingunni
sté í stðlinn á s.l. vori, þá
sagði hann brýna nauðsyn
bera til þess að fækka bænd
um um helming.
vel þó að Guðjón í Iöju og
Gunnar Bjarnason tækju
upp nákvæmasta áætlunar-
búskap væri það ekki hægt,
af ástæðum sem hver'jum
manni eru augljósar.
Rétt er þaö, að við fram-
leiðum nú meira magn af
landbúnaðarafurðum en selst
á innlendum markaöi. En það
er taliö að þjóðinni fjölgi um
3 þús. manns á ári. Vænta má
þess að sú fjölgun aukist
Ekki virðast líkur til annars
ei>að mikill meiri hluti hinna
nýju borgara bætist í hóp
neytenda landbúnaðarvara.
Ef við færum að ráðum hinna
glapsýnu afturhalds- og kyrr
stöðumanna, myndi þess
skammt að bíða, að hér yrði
skortur á landbúnaðarvöru.m.
ENGINN vafi er á því
að auövelt væri að vinna
markaði erlendis fyrir ís-
lenzkar landbúnaðarvörur,
ef við værum samkeppnisfær
ir um verðlag en að því verð
ur að stefna. Nýelga hefur
verið frá því skýrt í útvarpi
af Bjarna Magnússyni fram
kvæmdastjóra, fyrir sölufyrir
tæki SÍS í Bandarikjunum,
að íslenzkt dilkakjöt nvti
mjög vaxandi vinsælda þar í
landi og þætti taka öðru
dilkakjöti fram.
FÁVÍSI þeirra manna,
sem svoan tala, er furðulcg.
Hvernig dettur nokkrum
manni í hug að bað sé hægt
að miða franúeiðsluna ná-
kvæmlega við það. sem selst
á inplendum markaði? Jafn
Þeir menn, sem bera sér
það í munn, að íslenzkur land
búnaður eigi að draga sam-
an seglin, ættu aö hætta því
fávíslega hjali. Með úrtölum
sínum og armóði vinna þeir
engum gagn en öllum tjón.
OrS og
ÁVALLT þegar íhaldinu
þykir mikið við liggja, þá
reynir það að sveipa um sig
sauðargæru þess falska áróð
urs, að því einu sé til þess
treystandi að hafa lag á fjár
málum ríkisins, það eitt berj-
ist gegn höftum, ráðum og
nefndum, það eitt vilji að at
hafnafrelsi og einstaklings-
framtak fái að njóta sín o.s.
frv. Þetta er nú sá gæfulegi
grunnfáni, sem ihaldið ætlar
að berjast undir í kosning-
unum í haust. Auðvitaö minn
ist það ekki einu orði á hvern
ig það hyggst koma þessum
hugðarmálum í kring, enda
kannske ekki von, því allir
vita að það kann enginn ráð
til þess að framkvæma þessi
áform, sem það eignar sér þó
að það vildi, en auk þess er
svo öll framganga flokksins
frá fyrstu tíð, i æpandi mót
sögn við þessar ráðagerðir.
ÍHALDIÐ tók við stjórn
fjármála rikisins 1939 og
hafði hana á hendi sam-
fleytt í 11 ár. Jafnan áður
hafði íhaldið haldið uppi lát
lausum árásum á fjármála-
stjórn Framsóknarmanna og
sagt að það eitt kynni að fara
með peninga. íhaldið var ‘að
því leyti heppið nð þau ár,
sem það fór með fjármála-
athaínir
stjórnina voru yfirleitt hag
stæð. Stríðsgróðinn flæddi
yfir landið og verzlunarár-
ferðið var allan tímann eitt
hið bezta sem veriö hefur á
íslandi. En hvernig tókst
íhaldinu? Síðustu 4 ár þessa
tímabils var greiðsluhalli
ríkissjóðs 127 millj. kr. og á
öllu tímabilinu 94 millj. kr.
í lok tímabils fjármálavitr-
inganna var ríkissjóður kom
inn í algjör greiðsluþrot. —
Lausaskuldir ríkissjóðs námu
á annað hundraö millj. kr.
og ógreiddir reikningar lágu
alls staðar. Útgjöld ríkisins
margfölduðust og ríkisbákn
ið þandist út gegndarlaust.
Samtímis voru útflutnings-
atvinnuvegirnir reknir með
stórkostlegum halla, fram-
leiðslan dróst saman og verð
bólgan var i algleymingi. —
Þannig var frammistaða
íhaldsins þegar það fór með
fjármálastjórnina. Langar
nokkurn til þess að sagan
endurtaki sig?
ÍHALDIÐ þykist vera á
móti höftum, ráðum og nefnd
um. Það hefur sjálft sett höft
og viðhaldið þeim og enginn
flokkur hefur verið duglegri
við að unga út ráðum og
nefndum.
Það segist vilja frjálst fram
Nema íslenzku og hókmenntir
Fimmtán norrænir stúdent-
ar eru komnir hinga'ð til lands
til þess að taka þátt í nám-
skeiði í íslenzku máli og bók-
menntum, sem fram fer við
Háskóla íslands dagana 11.
sept. — 5. nóvember, en alls
verða þátttakendur sextán að
tölu.
Stúdenlaráð Háskóla íslands hef
ur í samráði vifi 'Stúdentasambönd
in á hinum Norðurlöndunum haft
forgöngu um að námskeiðið yrði
haldið hér, en sams konar nám-
skeið hafa undanfarin ár verið hald
in í norsku, sænsku og dönsku í viS
komandi löndum. Ýmsir aðilar
hafa veitt stúdentaráði mikilsverð
an istuðning í sambandi við nám
skeiðið, þar á meðal bæði Alþingi
og Háskóli íslands.
Íslenzkiíkennsla.
Á námskeiðinu verður leitazt
við að kenna hinum norrænu slúd
entum að tala íslenzku, svo sem
frekast er unnt á þeim tveggja
mánaða tíma, sem námskeiðið
stendur. Mun próf. Hreinn Bene
diktsson annast þann hluta kennsl
unnar, og verður íil að byrja með
lögg megináherzla á tungumála-
námið. Þegar á líður munu svo
þeir prófessorarnir Einar Ól.
Sveinsson og Steingrímur J. Þor
steinsson flytja fyrirlestra um
bókmenntir íslendinga að fornu
og nýju, þ. á. m. Eddukvæði, Njálu
þjóðkvæði og dansa, rímur, Lær
dómsöldina, þjóðsögur, leikriía-
og skáldsagnagerð, auk þess sem
sérstaklega verður fjallað um
verk nokkurra höfuðskálda ís-
lenzkra.
Auk tungumáls- og bókmennta
kennslunnar munu svo þátttakend
um smám saman verða kynnt ýmis
önnur íslenzk efni með það fyrir
augum, að þeir megi öðlast sem
gleggsta mynd af landi og þjóð.
— í sambandi við námskeiðið verð
ur svo loks efnt til ferða á ýmsa
merka sögustaði hér sunnanlands.
Þátttakendur sem hingað komu
Sextán norrænír stúdentar á námskeiSum
Danskar stúdínur viö þvottalaugarnar.
nú, eru sem fyrr 'Segir 15 að tölu, öll Norðurlöndin þátttakanda í
1 Finni, 7 Svíar og 7 Danir, en því. Þess má að lokum geta, að
auk þess mun einn Norðmaður, í hópnum eru 8 stúlkur og átta
sonur norska sendiherrans hér, piltar, og búa þau víðs vegar í bæn
taka þátt í námskeiðinu. Eiga þá um.
Rússneskt tónlistarfólk
Barnahjálp S. þ. og
mun leika víða um land
pólsku börnin
Maurice Pate, forstjóri Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF), hefur lagt til að hald
ið verði áfram að styðja hjálpar
starfið meðal pólskra barna, sem
hafa bæklazt eða særzt.
Árlega særast um 800 pólsk börn
af völdum sprenginga, þegar
sprengjur úr síðari heimsstyrjöld
springa í rústunum. Um 2000
pólsk börn fá árlcga lömunarveiki
enn stærri hópur fær árlega heila
blóðfall og bílslysum fer stöðugt
fjölgandi.
Framlag Barnahjálparinnar, sem
nemur 51.500 dollurum, er fólgið í
alls konar tækjum til æfinga fyrir
lömuð börn og fjárhagsaðstoð við
tvær stofnanir, sem laga vaxtar-
lýti og bæklun. Er önnur þeirra í
Konstancin nálægt Varsjá, en hin
í Poznan í Veslur-Póllandi. Fram
lag pólsku stjórnarinnar til þess
ara stofnana á árunum 1959—62
mun nema um 2,5 milljónum doll
ara.
tak, athafnafrelsi og sam-
keppni. Það hefur sjálft ver-
ið allra flokka duglegast við
að koma á hvers konar ein-
okun og viðhalda henni. At-
hafnafrelsishugsjón þess er
fólgin í því, að gæðingar þess
geti sölsað undir sig sem mest
af fjármunum þjóðfélagsins
og spilað með þá og spekuler
að að eigin geðþótta. Sam-
keppni útilokar það alls staö
ar þar sem það getur. Það
hefur enga heildarstefnu í
neinu máli nema þá, aö berj
ast alltaf fyrir sjónarmiði
braskhygg junnar.
í fyrrakvöld kom hingað íil
lands rússneskt listafólk á
vegum M.ÍR, 2 konur og 2 karl-
ar. Munu þau halda hljóm-
leika víða um land.
Þetta fólk er í röð fremstu lista
manna þjóðar sinnar og hefur getið
sér frægðar erlendis fyrir list sína.
Fyrstu hljómleikar tónlistarfólks
ins verða á Akranesi í kvöld, þá
leika þeir í Hafnarfirði annað
kvöld og í Þjóðleikhúsinu á sunnu
dag kl. 4. Síðan munu þau leika
á Akureyri o.g viðar um landið
eftir þvi sem timi vinnst til, en
listafólkið mun dveljast hér hálfan
•mánuð. Á fyrstu hljómleikunum
koma þau öll fram samnn, en síðar
mun í hyggju að eitthvert þeirra
haldi einleikshljómleika.
Listamenn þessir eru:
Tajsía Merkúlova. Ilún er fædd
í Moskvu árið 1929, og hóf nám
í píanóleik á barnsaldri. Hún lauk
prófi frá Tónlistarháskólanum i
Moskvu. Hefur ferðazt sem einleik
ari og undirleikari víða um lönd,
og hvarvetna hlotið hin.a beztu
dóma.
Ljúdíla ísaéva, sópransöngkona.
Fædd í Moskvu 1928. Hún lauk
prófi frá Tónlistarskóla Gnésíns í
! Moskvu 1951. llún tók þátt í söng-
1 keppni á heimsmóti æskunnar í
1 Berlín 1951 og vann þar fyrstu
l verðlaun. Síðan 1951 hefur hún ver
j ið fastur einsöngvari með hljóm-
; sveit Ríkisútvarpsins og sjónvarps
ins í Moskvu. Hún hefur haldið
fjölda hljómleika í Sovétríkjunum,
Vestur-Evrópu og ýmsum Asíu-
löndum. Hún hefur hlolið mikið
lof gagnrýnenda, utanlands og inn
, an, enda erhún talin ein af fremstu
flúr-söngkonum Sovétríkjanna. —
Hún mun syngja hér íslenzkt lag
með ísl. texta.
Mikail Voskresenskí, píanóleik-
ari; fæddur 1935 í Úkraínu. Móðir
hans er kunnur píanóleikari, og hóf
hann nám í píanóleik 4 ára gamáll.
Hann lauk prófi frá Tónlistarhá-
skólanum í Moskvu 1958. Einka-
kennari hans var hinn heimsfráegi
píanósnillingur Lev Oborín. M.
Voskresenskí er nú kennari við
Tónlistarháskólann í Moskvu og
nánasti samstarfsmaður Oborins.
Hann hefur farið víða um heim sem
■einleikari, og m.a. hlaut hann vérð
laun í Berlín 1956 í tónlistarkeppni
sem kennd var við Schumann, sams
konar verðlaun í Brazilíu ári'ð eftir,
og loks hlaut hann verðlaun í Búka
rest 1958, í hinni miklu tónlistar-
keppni sem kennd var við Enescu.
Undanfarið hefur hann starfað sem
einleikari með Fílharmoníuhljóm-
sveitinni í Moskvu.
ígor Pólitkovskí, fiðluleikari;
fæddur 1930 í Moskvu. Stundaði
nám í fiðluieik hjá Davið O'istrakh,
og lauk prófi frá Tónlistarháskól-
anum í oMskvu 1956. Árið 1955
hlaut hann \-erðlaun í tónlistar-
keppni í Brússel, sem kennd er við
Elísabetu Belgíu-drottningu, og
1957 hlaut haun Jacques Thiband-
verðlaunin i París. Hann hefur
haldið hljómleika í fjölmörgum
löndum, og er nú einleikari með
Fílharmoníuhljómsveit Moskvu-
borgar. Þes má geta til fróðleiks
að Politkovskí er eiginmaður fiðlu
snillingsins Marine Jashvíli, sem
íslenzkum tónlistarunnendum er að
góðu kunn fyrir tónleikaför sína
hingað til lands s.l. haust, og eru
mönnum enn í fersku minni hinir
glæsilegu hljómleikar frú Jashvíli
og dr. Páls ísólfssonar í Dómkirkj-
unni í Reykjavík.