Tíminn - 06.10.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1959, Blaðsíða 3
I í M I N N , þriðjudagiim 6. október 1959. 3 Skemmti sér á Haiti í gerfi tannlæknis Ok um meí fransk-kínverskri feguríardís, sem leikur Susie Wong á Broadway Honum hefur ekki komið dúr á auga síðan 1919 Hinn 73 ára gamli Oskar Eriksson, sem búsettur er i Eskiltuna í Svíþjóö hefur ekki fest blund frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Á þeim 40 árum, sem liðin eru síðan spánska veikin eyðilagði „svefnsvæðið“ í heila hans, hefur hann ekki blundað eitt augnablik. Fólki þykir þetta skrítinn karl, sem aldrei sefur, en Óskar tekur lífinu með ró og kærir sig koll- óttan, þegar læknar gefa þá yfir- lýsingu með virðuleik að hann sé furðuverá frá sjónarhóli iæknis- fræðinnar. Sé hann spurður um þetta, leggur hann frá sér dag- blaðið, tekur af sér gleraugun, glottir og svarar: — Læknárnir mega segja það, sem þeir vilja, en ég er ailavega við hestaheilsu. Vann á við tvo Óskar er nú hættur að vinna og kominn á ellistyrk. En þegar ég vann, segir hann, vann ég á við tvo. Aðalatriðið fyrir mig er að hvíia fætúrna. Svefnlýf virka ekki á Óskar. Árið 1936 var gerð á honum botnangaaðgerð og þá vaknaði hann í miðjum klíðum, meðan á aðgerðinni stóð, sökum þess að svæfingin beit ekki á hann. Árið 1953 var hann lagður inn á sjúkraheinúli, þar sem reyna átti að svæfa hann, en það gekk ekki betur heldur. Þegar annað fólk sefur, liggur Óskar á bakinu á legubekk sínum og horfir upp í loftið. Hann segir að þetta komizt upp í vana. Ég hugsa, að allir gætu vanið sig af því að sofa, segir Óskar, aðalatriðið er að fá nóga hvíld. En ég sé alltaf eftir því að hafa ekki fengið mér starf sem nætur- vörður á sínum tíma, bætir hann við. Maður hinnar löngu andvöku segir að svefnleysið sé komið upp í vana Ferðamaður steig út úr flugvél 1 Port-au-Prince og til- kynnti yfirvöldum staðarins að hann væri Miles Gaham, 35 ára að aldri, tannlæknir frá Omaha. Maðurinn var klædd- ur þykkri ullarskyrtu með hvíta húfu á höfði. Hann var með þykk, svört gler- augu og kátlegt. gervi -yfirvarar- skegg. íbúar Haiti þótust kenna manninn, hneigðu sig og mæltu: Velkominn, Marlon Brando. Leik- arinn hafði með sér fallega stúlkiu sem sagðist heita Timy Van Nga, stúdent. Skötuhjúin óku um há- lendi Haiti í Volkswagen og döns uðu í næturklúbbuim. Þau voru að heiman í viku án þess að slúð-> urdálkahöfundar í Bandaríkjunum hefðu pata af. En aðstoðarieik- kona tók að sér aðalhlutverkið í leikritinu Suzie Wong, sem nú er verið að sýna á Broadway, og tals maður leikhússins lét svo um- imælt, að hin fransk-kinvctrska France Nuyen væri að hvíla sig „einhvers staðar við ströndina.“ Marlon Brando í gervi túlksins í Tehúsi ágústmánans Oskar Eriksson - Ekki sofið í 40 ár Þar sem karlar aðstoða konur við perluköfun Á japönsku eyjunni Honshu er lítil borg úti við ströndina, sem heitir Shima. Gestur, -sem reikar þar um götur að sumarlagi, mætir fjölmörgum tungum stúlkum og konum, sem allar eru klæddar hvít- um hómullarkyrtlum og með strá sandala á fótum. Höfuð sitt verja þær fyrir sólinni með hvítum dúk og allar bera þær með sér dá- vænar tréskjólur. Þegar til -strand- ar kemur, er þar enn fleira fyrir af þessum stúlkum. Þær baða sig i sjónum, eða hvíla sig á klöppun- um. Og til hafsins sézt urmull af verum, sem kafa í sjóinn, láta sig fljóta í sjávarborðinu, hverfa og skýtur upp á ný, eins og hvítum fiðrildum á bláu hafinu. Þessar hvítklæddu vatnadísir eru víðfrægar undir nafninu kafararnir í Shima. Af starfi þeirra íifa bæjar- búar, og sagnir eru til um, að á fjórðu öld hafi þeim verið skipað að fórna sólgyðjunni, sem á sér musteri á eyjunni, hluta af feng sínum. Kafararnir skiptast i tvo flokka,, þær, sem kafa við ströndina og þær sem kafa frá bátum. Þær fyrr- nefndu vinna þrjár til fimm sam- an, steypa sér af kíöpþum og kafa altt niður á þrjátiu feta dýpi. Hver þeirra hefur með sér tréskjólu, sem hún fyllir af skeljum og þangi. Ilinar, sem frá bátunum kafa, far lengra fi’á landi og hafa venju lega einn karlmann sér til aðstoð- ar hver, oft eiginmann sinn eða bróður. Þeir eru f bátnum og halda í reipið, sem bundið er um kafarann. Stúlkumar binda við sig lóð og kafa ótrúlega djúpt, menn vita til að þær hafi kafað niður á 120 feta dýpi. Á slíku dýpi geta þær aðeins verið nokkrar sekúnd- ur. Þegar þær finna magnleysi fær- ast yfir sig, kippa þær í reipið, og sá, sem í bátnum er, dregur þær upp í skyndi.Þær Hvíla sig augna- blik, soga að sér ferskt loftið og hverfa aftur í djúpið. Þannig vinna þær allan daginn meðan sumar er. Á fyrsta degi sjötta mánaðar hins gamla, japanska tímatals, koma kafarastúlkurnar allar .sam- an við musteri Kinejima, verndar- goðs borgarinnar og færa þá fisk og skeijar að fórn. Svo stökkva þær í sjóinn, busla og skvetta vatni hver á aðra og skemmta sér þenna eina dag við að leika á sundi án þess að kafa. Kafarastúlkurnar í Shima urðu víðfrægar þegar snemma á þessari öld. Það var I Shimaflóa, sem fyrsta tilraunln var gerð með eð rækta perlur árið 1888. Tilraunin tókst með afbrigðum vel. Falleg, ræktuð perla verður ekki til á skemmri tíma en þremur til fimm árum og kafararnir hafa ærið að starfa allan þann tíma. Það eru þær, sem sækja ostruskelina .niður á hafsbotninn. Glufa er gerð milli skeljanna og örlitlu sandkorni smeygt inn í hana. Um það korn skapar ostran perluna. Svo flytja kafararir skeljarnar aftur á hafs- botn. Eftir nokkur ár sækja þær skeljarnar aftur, og þá er perla í hverri ostru. Perluræktun er mikilvægur þátt- ur í japönskum iðnaði, og Shima flói er ein af miðstöðvum þeirrar ræktunar. Og kafarastúlkurnar halda áfram að sækja skeljar á sjávarbotn, eins og þær hafa gert um alda raðir. Úr fréttabréfi UNESCO). Ástin sást er mál- verkið var hreinsað „Bara Goya“, stóí skrifaíli í sandinn undir fótum hertogaynjunnar af Alba Þótt Albafjölskyldan á Spáni hafi þrætt fyrir þaS fram á þennan dag, þá eru flestir á því máli, að hertoga- frúin hafi verið ástmær mál- arans Francisco Goya. Þegar hertoginn dó árið 1796 og hin glæs'ilega ekkja hans dró sig út úr samkvæmislífinu, aðeins 34 ára að aldri, til að syrgja ein á óðalseign Albafjölskyldunnar, er bersýnilegt að málarinn flutt- ist itil hennar. Hið fræga málverk, sem nú han-gir á safni á Manhatt an í New York er lykillinn að leyndarmálinu. Myndin sýnir frúna í svörtum sorgarklæðum. Hún bendir með fingri á s'andinn og á þeim fingri er hringur, sem nafn Goya er grafið á. Á baug- fingri er annar hringur, þar sem inafn hertogans er grafið. Hún bendir á eitthvað, sem skrifað er í sandinn og og hefur mönnum alltaf sýnst svo, sem það væri eitt orð, „Goya“. Nýlega til- ikynntu safnverðir að við hreins- nn á málverkinu hefði svolítið komið í ljós, sem gerði það enn sennilegra, að málarinn, sem var af alþýðufólki kominn, og hin ættstóra fyrirsæta hans hefðu átt Hertogaynjan af Alba — skrifað í sandinn vingott saman. Það var annað orð fyrir framan Goya, sem málað hafði verið yfir fyrir löngu, sennilega af málaranum sjálfum. Þetta orð er „Solo“ (aðeins). Frú Oddný Sen opnar kínverska listmunasýningu í Bogasalnum Nú síðast liðinn sunnu- dag opnaði frú Oddný Sen kínverska listmunasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin verður opin almenn- ingi út þennan mánuð, alla daga frá kl. 14 til 22 á kvöld- in. Þarna eru til sýnis tæpir 400 listmunir úr silki, postu- líni og silfri. Þetta er í þriðja sinn sem frú Oddný sýnir hið kínverska einka- safn sitt hér á landi, en fyrst sýndi hún þas 1938 og í annað sinn 1947. Aðsókn var þá í bæði skipti mjög góð og má því búast við að hún verði ekki minni nú. Sýningarskrá er mjög vönduð og í hana ritar frú Oddný Sen for- spjall og Þorkell Grímsson „Ágrip af sögu lelrsmíðalistarinnar í Kína". Þá er einnig í ritinu mjög vöndus skrá yfir sýningarmuni. Frú Oddný fluttist til Kína- árið 1922 með manni sínum prófessor Sen. Þau hjónin byrjuðu þá að safna kínverskum listmunum og sumir þeirra eru ævafornir. Allt safnið er tæpir 400 gripir og eru þeir safnaðir á árunum 1922- til 1937, en _þá fluttist frú Oddný til íslands. í forspjalli sínu í sýning arskránni segir frúin m.a.: „Munir þessir eru fátækleg sýnishorn, týnd úr lygnum straumi þrjú þús- und ára listþróun. Það er samt von mín, að munirnir megi gleðja augu áhorfenda og leiða hugi þeirra að tilvist kínverskrar list- ar, sem þó verður áfram eins og óræður draumur i vitund okkar vesturlandabúa."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.