Tíminn - 06.10.1959, Blaðsíða 8
8
T í MIN N , þriðjudaginn G. október 1959.
BW.V.V.'.V.V.W.V.V.W.V.VV.W.V.V.V.W.V.V.SWV
\ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
TQNLEIKAR
J í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 8,30.
Stjórnandi:
Wilhelm Bruckner-Ruggenberg
hljómsveitarstjóri við ríkisóperuna í Hamborg
Viðfangsefni eftir Hándel, Wagner og Beethoven
Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu.
BWWWWWWWWWWtfWWWWWWWVWWWWWVWW
Uppboð
sem auglýst var í 69., 70. og 74. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1959, á hluta í Grænuhlíð 8, hér í bænum,
eign dánarbús Þórðar Péturssonar, fer fram eftir
ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur á eigninni
sjálfri laugardaginn 10. október 1959, kl. 2V2 e. h.
Uppboðsskilmálar, veðbókarvottorð og önnur skjöl
varðandi söluna ,eru til sýnis hér í skrifstofunni,
og auk þess gefst mönnum kostur á að skoða íbúð-
ina eftir samkomulagi við skiptaráðanda.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
BV.WAV.W.'.V.'.W.V.V.W.W.V.V.V.V.W.W.V.V.V
wmnitmiimiiimmmTOntiiimiiimmnHiimimiiniHiimiiniiniiiBiw
Verksmiðju- og íbúðahús
eru til sölu. Eignir þessar eru skammt frá Akur-
eyri, allar í frekar góðu standi. Stórt eignarland
fylgir með eignum þessum. Kaupverð og greiðslu-
skilmálar mjög hagstæðir. Nánari upplýsingar
veitir fulltrúi vor Björn Ólafs í Reykjavík og útibú
\ vort á Akureyri.
LANDSBANKi ÍSLANDS
Vélbátar
1 £ Til sölu eru 3 vélbátar, 12, 29 og 63 smálestir, allir
í frekar góðu standi. Nánari upplýsingar veitir
fulltrúi vor Björn Ólafs.
1 LANDSBANKI ÍSLANDS
Reykjavík.
„Nýtt Leikhús“
SÖNGLEIKURINN
RJÚKANDI RÁÐ
Texti: Pír 0. Man
Tónlist: Jón M. Árnason
I4 Leikstjóri: Flosi Ólafsson
Sýning í Framsóknarhúsinu í kvöld kl. 8,30.
JÍ Miðasala frá 4—8, pantanir í síma 22643.
„Nýtt Leikhús“
Bróðir minn
Einar Jónsson
V. ættaður frá Kleif í Landeyjum, iéit 2. þ. m. að heimiii sínu Strep
' ' Rock, Manitoba, Canada.
Fyrir hönd ættingja,
Ingimundur jónsson.
INNILEGAR ÞAKKIR færum við öllum fyrir samúðarkveðjur og
hluttekningu við fráfail og jarðarför
Sæmundar Ingimundar Guðmundssonar.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Rikey Eiríksdóttir.
| Opið bréf
til Sigurðar Sigmundssonar
formanns húsnæðismálastjórnar
Opið bréf til formanns húsnæð-
ismálastjórnar, hr. Sigurðar
Sigmundssonar:
Þegar ég las grein þína „íbúð
arlán og atkvæðaveiðar" kom
mér í hug Ketill prestur í sögu
Borgarættarinnar.
Með persónu Ketils bregður
■skáldið Gunnar Gunnar.sson
upp mynd af hinum ófyrirleitna
S'kálki, isem einskis svífst.
Ketill prestur er látinn standa
fyrfr altarinu og ásaka vanda-
mann sinn um glæp, sem hann
sjálfur hafði framið. Með þessu
ætlaði Ketill að gera sig að hin-
um hreina dýrling í augum safn
aðarins. Hann hélt að með þessu
tiltæki myndi hann geta upp-
hafið sjálfan sig en svínbeygt
venzlamenn sína, ;sem hann ótt-
aðist, af því þeir þekktu óþokka-
eðli hans.
Tilræði Ketils heppnaðist
ekki. Boginn brast í hendi hans,
og hann var fyrirlitinn og smáð
ur. Sá er munur Ketils og þín,
að Ketill iðraðist, leitaði í bæn
til Guðs síns og gerðist mein-
lætamaður, en sennilega munt
þú aldrei iðrast gerða þinna,
fyrr en ef það verður á bana-
sænginni.
Hver er tilgangurinn?
Þegar maður hugleiðir grein
þína í Útsýn, þá er auðséð, að
það eina, sem fyrir þér vakir,
er að gera samstarfsmenn þína
tortryggilega í augum almenn-
ings, og um leið að gera tilraun
til að skapa kosningabombu, sbr.
viðbrögð Þjóðviljans. Þú veizt
að fjárskortur byggingarsjóðs
og algert áhugaleysi núverandi
stjórnarvalda til að auka fjár-
magn til íbúðarlána, veldur
ótrúleguin vandræðum hjá þeini
mikla fjölda manna, sein er að
reyna að eignast þak yfir höfuð-
ið.
Þú heldur að þér takist með
lognum sakargiftum að láta
þetta fólk trúa þvi, að samstarfs
menn þínir séu vondir menn,
sem noti það litla fé, sem þeir
geta útdeilt, aðeins til atkvæða-
kaupa, en hirði ekkert um ástæð
ur umsækjenda. Þú ætlar að
reyna að koma þeirri skoðun
inn hjá almenningi, að þú sért
siðbótarmaðurinn, sem aðeins
þjónir réttlætinu, en fáir litlu
áorkað fyrir vondum mönnum
og viðsjálum.
Þú 'treystir því, að meðstjórn
endur þínir glúpni og leggi ekki
í það þarfaverk að sanna farísea
hátt þinn og fullkomið siðleysi
í opinberu starfi, en slíkt er mis
skilningur hjá þér. Því þú verð-
ur að athuga það, að meðstjórn-
endur þínir eru ekki eins og
fermingarstelpur, sem hægt sé
að bjóða upp á smáævintýri í
öngstrætum eða skrifstofubygg-
ingum og skilja þær svo þar
eftir útgrátnar og niðurbrotnar.
Formannshæfileikar þínir.
Þú hefur með skrifum þínum
í blaðið Útsýn sýnt alþjóð,
hversu fær þú munir vera um
það að vera leiðandi maður þýð
ingarmikillar stofnunar.
Hverjum manni mcð heil-
brigða skynsemi, enda þótt hann
hafi ekki starfað að félagsmál-
um, hlýtur að vera það ljóst, að
það eru allfáránleg vinnubrögð
hjá formanni stjórnar hvaða
stofnunar sem er, að hlaupa í
blöð með lognar sakargiftir og
óviðurkvæmilegar getgátur í
garð þeirra manna, sem sá sami
þarf að hafa samstarf við, varð
andi stjóriv stofnunarinnar.
Starf formanns hlýtur ávallt að
eiga að vera það, að samræma
ólík sjónarmið sín og meðstarfs-
manna, og viðhalda virðingu
og trausti þeirrar stofnunar,
sem hann veitir forstöðu.
Hvernig heldur fólk að ástandið
yrði, ef bankastjórar einhvers
bankans lægju í blaðadeilum og
bæru hvor öðrum á brýn hin
verstu óþokkaverk í embættis-
reksta-i? Hvað yrði um Innflutn-
ingsskrifstofuna, ef Guðmund-
ur Hjartarson hlypi í blöðin, ef
hann þættist ekki ráða nógu
miklu, og bæri samstarfsmönn-
um sínum á brýn hvers konar
bolabrögð?
Þó skrif þín séu til þess ætl-
uð að skapa kosningabonibu, þá
hlýtur það að misheppnast.
Óspillt fólk hlýtur að sjá, að
formaður stofnunar, sem horfir
ekki í að leggja að veði alla virð
ingu stofnunar þeirrar, er liann
veitir forstöðu, formaður, sem
útilokar alla samstarfsmögu-
leika við þá, sem eiga að stjórna
stofnuninni með honum, for-
maður, sem skirrist ekki við að
stela eða láta stela bréfum og
skjölum frá meðstjórnendum,
til þess að misnota þau á. póli-
tískum vettvangi, — allt í póli-
tískum tilgangi, slíkur maður
getur ekki verið formaður neinn
ar stjómar, eða borið ábyrgð á
nokkurri stofnun. Hvað þá held-
ur, að þessum sama manni sæmi
að bera aðra menn þeim sökum,
að þeir séu of pólitískir í opin-
beru starfi.
Þú veizt sjálfur, .að í gerðabók
um Húsnæðismálastjórnar eru
skráðar á þig vítur, hvað eftir
annað, fyrir misbeitingu á valdi
og aðstöðu, og í tilefni af þessu
síðasta frumhlaupi þínu, sá Egg
ert Þorsteinsson, alþingismaður,
sem er einn af húsnæðismála-
stjórnarmönnum, ;sér ekki ann-
að fært í upphafi fundar þann
3. okt. 'S. 1. en kveðja sér hljóðs
utan dagskrár til að víta fram-
komu þína sem formanns stjórn
arinnar. Lét Eggert í því sam-
bandi bóka eftirfarandi:
*
„Eg tek ekki afstöðu til
þeirra persónulegu tleilna, sem
upp hafa risið liér, og væntan-
lega frekar á opinbcrum vett-
vangi, milli þeirra Sigurðar Sig-
mundssonar annars vegar og
Hannesar Pálssonar og Ragnars
Lá.russonar hins vegar, um innri
störf húsnæðismálastjórnar.
Hins vegar liggur sú staðreynd
Ijós fyrir, að formaður, sem á
að vera um leið höfuðforsvars-
maður stofnunarinnar hefur
uppvakið þessar opinberu deil-
ur, er óhjákvæmilega hljóta að
rýra stórum álit stofnunarinnar
í lieild. Af þessum ástæðum og 1
öðrum, sem fyrr eru cftir mér 3
bókaðar í fundargerðum stofn- =
unarinnar varðandi störf for- =
manns, þá skora ég á formaiin, =
að lianu víki sæti og láti vara- f
mann sinn taka sæti sitt". f
Á þesstnn sama fundi lét fuli- |
trúi Landshankans í Húsnæðis- i
málastjórn, uppi þá skoðun, að |
liaiin teldi framkomu formanns |
vítaverða og mjög óhcppiiega, -1
þó að hann léti ekki bóka neina |
yfirlýsingu um þau efni.
Á sama hátt og þessir 2 inenn, |
sem bezt þekkja störf þín í Hús- i
næðismálasljórn, sjá sér «kki |
annáð fært en víta framkomu i
þína mun öll þjóðin dæma |
þigj Mest munu þó AJþýðu- |
bandalagsniennirnir sjálfir ótl |
ast afglöp þín.
Uni hvað stendur deilan?
Að svo miklu leyti, sem tskrif =
þín eru ekki misheppnuð kosn- I
ingaskrif og óskiljanleg löngun I
til að niða niður þá stofnun, |
sem þér hefur verið falið að |
bera ábyrgð á, þá eru þau til- i
raun til að telja fólki trú um að ' i
þú sért einhver heilagur siðbóta 1
meistari, sem ætlir að útrýma =
allri spillingu, rífa hana upp |
með rótum, og tróna svo <sjálfur |
á stóli réttlætis og heiðarleika. |
Sem sagt Ketill (Gunnars«Gunn- |
arssonar) endurborinn. Með til- |
liti til þessa, er því rétt að snúa |
sér að þvi atriði og rekja fcril =
þinn að nokkru í Húsnæðismála- i
stjórn. =
Faríseinn |
'í skrifum þínum í Útsýn, þar |
sem þú ert að reyna að vefja |
þig helgihjúpnum, þá kemst þú i
svo að orði: |
„Hér varð lillu um þokað, ‘isvo |
fast var allt í gömlum skorðum. =
Ég bar mig upp við ráðherra |
minn og sagði mínar farir «ekki |
sléttar. Hannibal bað mig -engu i
kvíða, við skyldum kenna sér- i
réttindaflokkunum siðaðra i
manna háttu. Ráðherrar þeirra i
og útgerðarstjórn skyldu veröa 1
að sætta sig við úthlutunarregl- f
ur eða taka að sér að v-erja sið- , f
leysið opinberlega að öðrum i
kosti. Hann beitti sér fjTÍr nýrri I
löggjöf um húsnæðis- og lána- |
mál um vorið. Ég tók við for- i
mennsku i Húsnæðismálastjórn =
í júnímánuði. Sumarið (1957) =
fór í það að semja uppköst að |
reglugerðum, vegna hir.na nýju |
laga og rifast um hverja neglu |
gerðargrein, sem máli -skipti |
við aðra fulltrúa í Húsnæðis- i
málastjórn".
Það hefur óneitanlega verið |
gaman að heyra það, þegar þú . =
hefur hlaupið til að klaga fyrir |
skapara þinum. Snemma byrja §
raunir þínar. Allir vondir við |
litla drenginn. i
Nú er pabbi oltinn úr ráð- i
herrastól og sendur í útlegð, nú i
er ekki hægt að klaga fyrir i
góða pabba, og þá verður að 1
klaga fyrir alþjóð. En þar tekst I
verr til, þvi að þá sannast bara |
■hvers konar uppvakning Hanni- |
bal hefur vakið upp, þegar hann i
karaði þig og sendi þig inn i i
húsnæðismálastjórn. Líklega i
gengur þú af Húsnæðismála- i
stofnuninni dauðri. Varla hefur i
góði pabbi ætlazt til þess *af þér. |
En þjóðsögurnar segja, að það i
sé stundum erfitt að ráða við |
uppvakninga, og þú ert líkiega |
sá versti uppvakningur, sem i
þjóð vor hefur eignazt.
'Frh. 1
Hannes Pálsson |
frá Undiítfelli. |
niiiiiiiiiiiiiiiifiiiittfiiiiiiniiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiitriimiiiiiiiiHiiiiiiiiiviiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiirrniiiiiinniiiiiimiiiiiiiiiiríiiiiiiinYiiiiiiiuiiiitfiiimiiiiiiM
BLAÐBURÐUR
TÍMANN vantar unglinga til aö Þera blaðið í eftir-
talin hverfi.
Stórholt
Háteigsveg
Laugarás
Kársnes
Bólstaðahlíð
Lindargötu
Laugarnesveg
Laugateig
Sími 12323.
A víðavangi .
(Framhald af 7. síðu)
a'ð menn segi sig ekki úr nefnd,
sem hefnr ekki lialdið fundi í 1 Vi
ár, hvað finnst homnn þá 11111
nefndarformann, sem vanrækir
að kalla saman fund í 12 ár, án
þess að segja áf sér? Finnst
Bjarna ekki að slíkan mann megi
á.saka um sviksemi, ef íhægt er
að bera hana Þórarni á brýn?
Vonandi skorast Bjarni ekki und-
an að.svara þessu.