Tíminn - 07.10.1959, Síða 5

Tíminn - 07.10.1959, Síða 5
J í MIN N , miSvikudaginn 7. október 1959. Ég er alveg gáttaður á öllu þessu vatnsmagni, sem komið getur úr loftinu. Það má engu muna, að ég verði rennblaut-. ur, þegar ég hleyp þessa 15 metra, sem er vegalengdin frá húsdyrunum og út að bílnum. Þegar hurðin hefur lokast á eft Ér mér, tekur bifreiðin viðbragð Og rennur af stað eftir lækjarfar- veginum, sem áður var gata. Vinnukonumar á framrúðunum íiamast sem mest þær mega við eð strjúka vatnið frá augliti bíl etjóra og farþega, en hafa hvergi mærri við. Þegar stórum bíl er jnætt, iskellur kolmórauð bylgja á rúðunum, en vinnukonurnar eru þolgóðar og halda áfram í þeirri yon, að einhvernííma hætti að figna. Allt á floti . . . Já, sannarlega er allt á floti alls staðar. Mikill spámaður var Skafti Ólafsson dægurlgasöngvari þegar hann söng þau gullvægu orð inn á plötu. Ölfusáin er kolmórauð og löngu hætt að renna, eins og góð ar ár eiga að gera, nú byltist hún fram, eins og hver dropi í henni yilji endilega vera efstur. Flóinn iieiur aldrei verið flóa líkari síð qu ég leit hann í fyrsta sinni. Loks komumst við upp á Skeiðin, þar er úrferði himnanna heldur mild ara, og líkar oss það allvel, því þar skal viðdvöl höfð und.r ber tim himni — í Skeiðarétt. Hya5 veldur baua? Við beygjum heim afleggjarann að réttinni. Hann hefur nýlega verið hækkaðiur upp og ofaníbor ínn, bera sumir nokkurn kvíðboga fýrir því, að hann muni verða |í.t fær bifreiðum um það leyti, 6em fjárdrætti er lokið og menn Caka að tínast brott — til sinna eigin heima eða annarra. Þegar ikemur nær réttinni blasir heldur ömurleg sjón við auganu; dautt £c um allar réttarveggi. Hvað er nú á seyði. Er ekki mæðiveikin horfin? Eða treðst þetta fé undir pg hlýtur bana þar af? Kckið í almenning. Svar fáum við vifs þeirri spurn ingu áður en við höfum staðið iengi við í Skeiðarétt. Fyrst göng lim við umhverfis réttina til þess a?í sjá, hvar mest muni vera um ieikis og skemmtilegast að sjá. Fyrr en varir stöndum við í dyr ALLT Á FLOTI í SKEIÐARÉTTU M Helgi á Hrafnkelsstöðum lét rigninguna ekkert á sig fá, enda vel búínn fyrir hana. um almenningsins. Uppi á veggn um hægra megin stendur maður nokkur og biður fólk að hliðra til svo hægt sé að reka meira fé inn. Glufa myndast í fólksfjöldann í almenningnum, og fólkið í réttar dyrunum færir sig út ag veggjun um. Svo rennur safnið inn. Sitt hvoru megin með innrennslinu stendur röð manna, sem ver fénu undankomu. Karlarnir hoppa til og frá, berja sér á lær og æpa að fénu. Ein kind tekur sig út úr, kemsí gegn um rauf á varnar veggnum og hyggst nú taka á flótta. En hjarðhvötin er henni of eðlileg, hún stanzar, þegar hún verður þess vör, að engin hennar líki fetar í fótspor hennar og er þeirri stundu fegnust þegar hún kemst aftur til stallsystra sinna og ef til vill afkvæma í ófrelsinu. Spjailag víð réttarstjóra. Þegar féð hefur verið lokað heilu og höldnu inni í almenningn um gefum við okkur á tal við ; manninn, sem stóð uppi á réttar | veggnum og sijórnaði innrekstr ! inum. Hann kveðst heita Einar i Gíslason og vera frá Vorsabæ. — Ertu réttarstjóri hér? Pestarrollurnar lágu eins og hráviði um réttarveggina. — Ja, svona hálfgildings rétta stjóri, svarar Einar og hlær hóg vær. — Hvað haldið þið, að sé margt fé hérna núna? ■— Það er nú erfitt að segja um það með vissu. Ætli það sé ekki eitthvað um 20 þúsund. — Svona margt, já. Eru þetta ekki fjárflestu réttir landsins? — Ja, — með þeim fjárfleiri, jú. Eru ekki einhvers staðar fjár fleiri réttir fyrir norðan? 'Nú stöndum við orðvana uppi, þar sem fróðleikur um fjárfjölda rétta er ekki okkar sterka hlið. Heldu,. en að segja ekkert spyrj um við svo: ■— Hvernig gekk í leitunum? — O, það gekk alveg sæmilega. Það voru þessar sífelldu rigning ar. En skyggni sæmilegt. — En hvað um þetta fé, sem liggur hér hvarvetna á réttarveggj unum? Hvað hefur orðið því að ald urtila? — Því er fljótsvarað. Það er bráðapest. Bara bráðapest. — Er hún svona tíð núna? — Já. Hún er mjög mikil. Það fannst fjöldamargt dautt á af- réttinum. Reyndar er aldrei hægt að segja, nema sumir hafi hitt á sömu kindina tvisvar, en það er mikið dautt. — Hvernig stendur á þessu? Bólusetja menn ekki? — Það er víst því miður mis brestur á því. Einar sýnir á sér fararsnið, svo við flýtum okkur að varpa fram síðustu spurningunni: — Hefur þessi rétt alltaf verið kölluð Skeiðarétt? — Nei, hún er líka oft kölluð Reykjarétt, eða jafnvel Flóarétt. Flóamenn eiga alltaf margí fé hér. — En af hverju er hún kölluð Reykjarétt? — Hún stendur hér hjá Reykj um. Þar með snýr Einar sér-að sín um störfum, en við höldum áfram hringrásinni umhverfis réttina. Margvíslegir farkostir. I mörgum dilkunum eru tjöld dilkhafa, þar sem þeir geta hvíit lúna limi og fengig sér hressingu. Þar inni geyma líka margir hesta sína, niðurlúta og lúna eftir erfið ar smalamennskur. Aðrir hestar standa utan réttar, ýmist bundn ir við staura eða óbundnir. Það fer eftir eðli hests og eiganda. Sægur bíla er allan hringinn um hverfis réttina, jafnvel dráttarvél ar eru góð og hentug faratæki í réttir. Á vögnum þeirra er hægt að flytja bæði fólk og fé, og ef einhver rigning er að ráði er hægur hærri að bregða tjaldi yfir fremsta hluta vagnsins og skapa þannig afdrep fyrir fólkið. Farartækin eru fljót að róta upp grUndinni umhverfis réttina. Kviðsíði,. kátiljákar standa þar kyrrir, þótt afturhjól þeirra snú- ist í sífellu og ausi for á þá, sem eru svo óheppnir að standa aftan við. Enda engin furða, þótt svo lágum bílum gerist ógreiðfært, þar sem stórir vörubílar eiga ekk greiðfært um grundina. Eimþá vætan vex. Vætan vex bæði að utan og inn an, menn tæma hvern réttapelann á fætur öðrum og faðmast í inni legri gæzku. Hér og þar er söng Réttagestir koma á öllum tiltækum faratækjum — sé rigning, er hægui nærri aö tjalda yfir fremsta hluta heyvagnsins til skjóls fyrir tólkið. vatnig þegar farið að segja til sín, og raddböndin fá sína æf ingu, gamla,. vísur rifjast upp og eru sungnar af miklum fjálgleik. Sumir eru tilfinningaríkir og draga ógurlega úr hverju vísu- orði, aðrir eru öllu fjörmeiri og fara hratt með vísurnar. Engu máli skiptir, þótt söngnautarnir noti ekki sömu tóntegund, í réttun um heyrast svo margvísleg hljóð, að það hefur ekkert að segja, þótt Smalalúinn hvutti hvílir sig undir réttaveggnum. einn syngi í moll og annar dúr. Kraftar reyndir. Sumir takast kröftuglega á o, gera út um deilumái sm mefi aðstoð kraftanna, aðrii jafna þai. með faðmlögumi og kossuni. Strái: arnir, sem ekki væta kverkarnar á öðru en kókinu, sem sri\ er tjaldi hjá réttinni hvori, syngja faðmast né slást, heldur iáia sér nægja að hlægja að könuuum sen. það gera og reyna að eija hunc. na íil slagsmála. Þeir eiu þ misjafnlega upplagðir íii þess sumir eru að vísu til í aili o, spæna upp jarðveginn með aftu: , fótunum, aðrir leggja nibur eyri. Og skott og sneypast á brott. Klic urinn frá fénu lækkar, en ymis.- mannleg hljóð aukast að sam: skapi. Rétt áður en við förum e: síðasti skamtur fjár rektan inr.. í almenninginn. Þeir fáu, sen ennþá festa hugann við svo jarc læga hluti sem kindur hoppa æp andi og berjandi ulan um fjái hópinn, sem ekki kemst inn fyrir fólki. Upp við réttarveggin: standa tveir menn og drekka via arskál af stút flösku með guluni miða, sem á er mynd af hvíti hrossi. Að því loknu tekur annai viðbragð nrikið og hleypur af stað all't hvað af tekur, baðandi úi öllum skönkum utan um fjárhóf inn, segjandi: hæ, hæa, því því, úh úh hæ! Við setjumst inn í bílinn aftur og ökum gegn um vatnsflauminr.. í átt til Reykjavíkur. Esshá, Fleira er dregið en fé í réttum — mennirnir reyna einnig að draga hvor annan. Aðeins 3 söludagar eru eftir í HAPPDRÆTTÍ HASKÖLA ISLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.