Tíminn - 07.10.1959, Síða 6

Tíminn - 07.10.1959, Síða 6
D T í MIN N , miðvikudagiim 7. október 1969, Jl - Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Kdduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda' hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 í æviskrám V-íslendinga munu margir finna týnda ættingja Rætt vií frú Herdísi Kristjánsdóttur sem hér hefur dvalizt í sumar Eiríksson ís'Jenzk Staðarnöfn halda enn velli á þessum slóðum og austan við' Winnipegvatn eru nöfn eins og Hnausar, Árnes, Gimli og ,Húsa- Heilbrigð flokkaskipun ÞAÐ er staðreynd, sem ekki verður .mótmælt með rökum, að: lýðsæðið hefur náð traust ustum rótum og beztum árángri, "þar sem kjósendur hafa skiþað sér undir merki tveggja' meginfylkinga eða flokka; Þar sem flokkar hafa 'hins vegar orðið margir, hef ur glundroði og ringulreið skapast og einræðismenn náð yfirráðum í skjóli þess. Einkurn hefur þó flokka- fjöldin og ringulreiðin, sem fyigir honum, reynzt hættu leg hinum minni þjóðfé- lögum, þar sem lítið má bera út af, ef ekki á illa að fara. ÞAÐ er staðreynd, sem all ir viðurkenna, að fyrir smá- þjóð eins og íslendinga, fylg ir því mikill vandi að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi og standa fjárhagslega undir öll um þeif stofnunum, sem því fylgja. Því aðeins er von til þess, að þetta takmark náist, að þjóðin gefi sundrungar- og klofningsöflunum ekki of lausan tauminn, og auki með því þann vanda, sem fyrir er. Slíkt getur vel orðið freisi hennar banabiti. Æskilegt væri, að öll þjóð in gæti staðið sem mest sam einuð um stjórn sína, líkt og t. d. Svisslendingar gera venjulegast. Einkum á það þó við, þegar leysa þarf sér stök vandasöm viðfangsefni. Sé hins vegar ekki kostur á slíku, er það áreiðanlega bezt, áð þjóðin skipti sér í tvo meginflokka eða fylking ar, sem skiptast á um að fara með völdin, líkt og demókrat ar og republikanar í Banda- ríkjunum og íhaldsflokkur- inn og Verkamannaflokkur inn í Bretlandi. Það verða þá oftást hinir óháðu kjós- endur, sem ráða úrslitum, líkt og t. d. sést nú glöggt í brezku kosningunum. Vegna þess, að óháðu kjósendurnir eru þannig lóðið á vogar- skálinni, njóta öfgar sín yfir leitt minna í þessum löndum en annars staðar. ÍSLENZKUM kjósendum hefur að undanförnu ber- sýnilega verið að skiljast það, að stjórnmálabaráttan hér þurfti að falla í þennan far- veg. Bæði í bæjarstjórnar- kosningunum 1958 og þing- Fyrirspumir til Tíminn hefur undanfarið beint eftirgreindum fyrir- spurnum til Alþýðublaðsins: Hvað myndi Eggert Þor- steinsson segja, ef múrar ættu í kaupdeilu, atvinnurek endur neituðu að semja við þá og ríkisstjórnin notaðl þá synjun til að lögbinda kaup þeirra? Hvað myndi Óskar Hall- grímsson segja, ef rafvirkjar ættu í kaupdeilu, atvinnurek endur neituðu að semja við kosningunum í vor, töpuðu smáflokkarnir fylgi en aöal flokkarnir tveir, Framsóknar flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn, efldust. Einkum kom það Ijóst fram í kosning unum í vor, að íhaldsandstæð ingar gera sér ljóst, að þeir þurfa að sameina krafta sína í eina fylkingu, ef ekki á illa að fara. Þetta viðhorf þeirra átti sínn mikla þátt í kosn ingasigri Framsóknarflokks ins. HIN eðlilega og ákjósan- lega flokkaskipun hér er vissulega sú, að kjósendur skipi sér í tvo meginflokka. Annar flokkurinn yrði flokk ur hægri stefnunnar, sem trú ir á, að það sé bezt og farsæl ast, að örfáir svokallaöir „sterkir" einstaklingar eigi atvinnutækin og ráöi yfir verzluninni, en fjöldinn all ur starfi í þjónustu þeirra. Þetta er hin raunverulega stefna Sjálfstæðisflokksinis, þótt hann látist vera flokkur allra stétta til að villa á sér heimildir. Hinn flokkurinn yrði flokkur vinstri stefn- unnar, sem hefur það tak mark að gera sem allra flesta einstaklinga andlega frjálsa og efnalega sjálfsbjarga, með þvi að gera þá að beinum þátttakendum í framleiðsl- unni og verzluninni, með ein um eða öðrum hætti, en þessu takmarki má ná eftir leið- um samvinnu, einkaframtaks og þjóðnýtingar, eftir því hverjar aðstæður eru í hverju tilfelli. Þetta er stefna Framsóknarflokksins. Hann er því merkisberi vinstri stefnunnar. ÞJÓÐIN sýndi það glöggt í seinustu kosningum, að hún telur hyggilegast að skiptast sem mest í tvo meg inflokka. Hinni nýju kjörd,- skipan er ætlað að stuðla að því gagnstæða. Ef sá til- gangur hennar heppnast mun illa fara. Þess vegna þurfa kjósendur sjálfir að grípa hér í taumana, snúa baki við smáflokkunum og glundroðanum og tryggja hér þá fldkkalskiþun, eú bezt hefur gefist annars stað ar. Ef kosningarnar 25. og 26. okt. flýta fyrir þeirri þró un, hefur mikið áunnist. Alþýðublaðsins þá og ríkisstjórnin notaði þá synjun til að lögbinda ó- breytt kaup rafvirkja? Hvað myndi Magnús Ást- marsson segja ,ef prentarar ættu í kaupdeilu, atvinnurek endur neituðu að semja við þá og ríkisstjórnin notaði þá synjun til þess að lögbinda kaup þeirra? Alþýðublaöið dregur von- andi ekki „fram yfir kosn- ingar“ að svara þessum fyrirspurnum. — Nei, ég hef ekki fundið að votviðrið á Norðurlandi í sumar væri leiðinlegt! Síður en svo. Mér er nær að halda að regnið hérna sé ekki eins vott og í Kanada, isagði frú Herdis Kristjánsdóttir Eiríksson, sem hér hefur dvalið sumarlangt hjá ættmennum sírn um. — Ég var farin að halda, að allir Suður-Þingeyingar væru skyldir mér, hélt hún brosandi áfram. Hvar sem ég kom, hitti ég frændur. Lengst dvaldi ég þó hjá dætrum Kristjáns hálfbróður míns, en þær búa sex á Norðurlandi. Á Akureyri dvelur einnig Guðmund- ur Pétursson, fósturbróðir minn. Og hér í Reykjavík er svo Helga systir mín (kona Arnórs Sigur- jónssonar) og Ingólfur hálfbróðir — Hve gömul varstu þegar þú fórst til Vesturheims? Ég var tólf ára og mér var nauð- ugt að fara, en fóstra mín var að flytja vestur til eina sonarins, sem hún átti á lífi og ég hafði aldrei þekkt aðra móður en hana, svo mér fannst ég verða að gera það að vilja hennar að fara með henni. Mér leiddist voðalega mikið fyrst eftir að við komum vestur. Svo breyttist það auðvitað, en árið 1919 var ég búm að vinna mér fyrir fari til íslands. Fós'tra mín bjóst ekki við að eiga langt eftir ólifað og bað mig að vera kyrra, svo að ég settist aftur. Svo leið ekki á löngu þar til ég gifti mig. það var 12. janúar 1920, svo að ekki kom til greina að ég legði í íslandsferð eftir það. minn og dætur hans tvær, svo ekki er ég heldur á berangri stödd syðra. Fólk vestra var að spá mér því, að ég yrði fyrir vonbrigðum þegar til íslands kæmi, en allt hefur orðið mér meira ánægjuefni en mig óraði fyrir. Og ég er öll- um ættmennum mínum og vinum 1 óendanlega þakklát fyrir alla þá ástúð, sem þeir hafa sýnt mér. i íslenzku landnemarnir vestan hafs sáu mikla breytingu verða á ! landinu um sína daga, en mér , finnst að viðlíka mikil breyting muni hatfa orðið á íslandi þau fimmtíu ár, sem liðin em síðan ég fór að heiman. Það er eins og hér hafi líka orðið landnám, nýtt landnám. Þegar ég kom norður á æskuslóðirnar — en ég ól'st upp á Efri Dálksstöðum á Svalvarðs- strönd, höfðu þar orðið ótrúleg umskipti. í stað torfbæjanna voru alls staðar komin nýtízku hús með ! öllum þægindum: Aðeins á ein- . um bæ, Þverá í Laxárdal, var enn ' búið í torfbæ, hundrað ára göml- 'um og mikið þótti mér gaman að 'koma þar inn, enda var umgengn- in þar öll svo frábærlega snyrti- ieg. Enn mundi ég öll bæjarnöín á Svalbarðsströnd og í næstu dölum, . en það eru komin svo mörg ný- býli — og ég kalla það allt nýbýl'i, sem -upp hafa risið síðustu fimm- tíu árin. Víða eru rýrðarkot orðin stórbýli og túnin á bæjunuim ná ■ saman inn alla Svalbarðsströnd. já, þannig fór það — ég kom til Nýja íslands 10. júní árið 1909 og lagði ekki af stað aftur til ís- lands fyrr en 10. júní 1959, rétt um fimmtíu árum síðar. — Er maðurinn þinn af íslenzk- um ættum? — Já, hann heitir Ingvi Eiríks- son og eru bæði foreldrar hans íslenzkrar ættar, en hann er fædd- ur í Bandaríkjunum. Við eignuð- umst bjögur börn, þrjár dætur og einn son. Hann fórst í heimsstyrj- öldinni, var loftskeytamaður á skipi. Dæturnar eru allar giftar, einn tengdasonurinn er af enskum ættum, anntar af írs'kum og sá þriðji er íslendingkjr, veruliegur íslendingur, þó að foreldrar hans sóu fædd vestra. — Ekki er að heyra á málfari þínu að þú hafir verið nokkurs staðar annars staðar en á Norður- landi. Hvernig má það vera? — Ég hef lengst af átt heima í Árborg í Manitoba og sú byggð hefur eiginlega alltaf verið íslenzk. Sveitin okkar heitir Bifröst og heita má að enn séu það íslend- ingar, sem flestum málum ráða, þó að nú búi fólk af ýmsu þjóð- erni í nágrenninu. Sama er að segja um sveit imannsin's míns. Afi hans og amma og foreldrar fluttu fyrst til Mikleyjar og hann fæddist á Svold í Norður-Dakota, U. S. A. Árborgbyggðin er um 10 mílur vestan við Winnipegvatn og liggur að íslendingafljóti. Mörg vík. — Hefur þú ekki starfað mikið við íslenzka bókasafnið í Árborg? — SegjaJ má það, en margir fleiri hafa lagt þar hönd að verki. Safnið er orðið fimmtíu ára. — Er það lestrarfélag, sem starf- rækir bókasafnið? Það var lestrarfélagið Fróðleiks hvöt, sem stofnaði það, en Jegar Þjóðræknisfélagsdeildin Esja var stofnuð hjá okkur, áleit fólk að það myndi fremúr verða til þéss að dreifa kröftunium að hafa tvö félög, svo að lestVarféAagið viar sameinað Esju og nú er það hún, sem starfrækir bókasafnið. — Hve mörg bindi eru í safn- inu? Um tvö þúsund bindi íslenzkra bóka. Okkur hefur verið gefið dá- lítið af enskum bókum, en við höldum þeim sér, höfum þær ekki einu sinni á skrá, nema að þær séu eftir íslenzka höfunda eða úm íslenzk efni. — Er mikil aðsókn að safninu? — Alveg undra mikil. Ég gerði mér til gamans áður en ég fór á þi-ng Þjóðræknisfélags'ins s. 1. vet- ur að taka saman hve margar bæk- ur hefðu verið lánaðar á árinu og kom í Ijós, að það voru yfir þús- und bin-di. Við höfum útlán einu sinni í viku og skiptumst á um það ein fjögur að vera við af- greiðsluna. Bókanefnd lítur eftir bókunum og' sér um innkaup, en við kaupum alltaf eitthvað nýtt íjklega. iMargiir voru með hrak- spár um að þegar gamla fólkið félli frá, þá myndi aðsókn að safn- inu- hætta, en ekki hefur okkur reynzt það. Miðaldra fólkið, sem hefur vanizt þvi að íslenzkar bæk- ur kæmu á heimili þess alla tíð, heldur áfram að lesa íslenzku. Ójá, taugin til íslands er f-urðu sterk í mörgum. Þegar ég segi það, þá miða ég ekki við fyrstu innflytjendurna, sem sumir lærðu aldrei en-sku og höfðu allt sitt fé- lagslíf í hópi íslendinga. Nei, ég á við afkomendur þeirra í ann-an og þriðja liS. Síðan samgöngur bötnuðu svona mikið, þá hafa löndin færst svo mikliu nær hvort öðru. Menn eiga auðveldara með að fá vitneskju -um ættmenn sína beggja vegna hafsins og komast í samband við þá. Til stuðnings því máli bindum við miklar vonir við æviskrárnar, sem verið er að safna. Þar munu margir finna ættingja, sem þeim hafa verið með öllu horfnir. Skráðir verða fjórir ættliðir og þar með fást tengsli við ættingja. Þeir ferðuðust um vestra í fyrra Árni Bjarnason, Steindór Stein- dórsson og séra Benjamín Krist- jánsson til þess að koma af stað heimildasöfnun, en Árni er for- göngumaður um útgáfu verksins. Ef allt fer að stöfnum ætti fyrsta bindi bókarinnar að 'koma út á næsta ári og þá efa ég ekki að heimildasöfnun verður auðveldari eftir að menn sjá hvernig ritinu er háttað. Sumir voru tregir að gefa upplýsingar um sig, sögðu sem svo, að þeir hefðu ekkert gert, sem í frásögur væri færandi og ástæðulaust væri að skrá þá í hók. Sá misskilningur eyðist strax og menn sjá fyrsta heftið, sjá að þar eru allir skráðir, sem til næst, án tillits til afreka, auðs eða valda. — Hugsið þið ykkur að halda áfram s'tarfrækslu bókasafnsins? — Jú, það verður gert svo lengi sem nokku-rt fólk er í byggðinni, sem vi'll lesa íslenzku. í s-umar hef ég fengið heilmikið af bókum, bæði að gjöf og til kaups, svo að lesendur hafa úr nógu að velja á vetri komanda. Annað íslenzkt bókasafn er í Winnipeg og hefur Þjóðræknis- félagsdeildin Frón eftirlit með (Framhald a n síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.